Morgunblaðið - 06.05.1967, Síða 12

Morgunblaðið - 06.05.1967, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. MAÍ 1967. Erfiðleikar þorsk- veiðiflotans MBL. barst í gaer svohljóð- ajzdi fréttatilkynning frá Útvegsmannafélagi Suður- nesja: ALMENNUR félagsfundur Út- vegsmannafélags Suðurnesja, haldinn í Keflavík 1. maí 1967, samþykkir eftirfarandi ályktun: Vegna langvarandi erfiðleika þorskveiðiflotans, hefur yfir- standandi vetrarvertíð, með ó- gaeftum, aflatregðu og veiðar- færatjóni, lamað greiðslugetu fyrirtækja, sem starfrækja þá útgerð. Vill fundurinn beina áskorun til þeirra, sem ráða núverandi efnahagsstefnu, að endurskoða þær forsendur, sem þeir byggja starfsgrundvöl bátaflotans á, m. a. með því, að taka meira tillit til íslenzkra staðhátta þ. e. a. s. ógæfta, sveiflum á aflabrögðum og verðlagi á erlendum mörkuð- um, en styðjast ekki um of við efnahagsstefnur háþróaðra iðn- aðarlanda, sem hljóta að búa við allt önnur grundvallarskilyrðL Telur fundurinn of lengi hafa dregizt að hefja varanlegar að- gerðir vegna þorskveiðanna, og er afleiðingin sú, að hér er burð- arás undirstöðu-atvinnuvegarins brostinn, eftir aðeins eina ógæfta vertíð. Verði ekki fullnægjandi ráð- stafanir gerðar fljótt til lausnar þessum vanda, blasir algjör upp- gjöf við hjá mörgum á þessu svæði. Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd, sem færi með málefni fundarins til stjórn- ar LÍÚ. Þessari nefnd verði fíMið að túlka og fylgja eftir skoðun og samþykkt fundarmanna við stjórn LÍÚ til lausnar þeim vanda er blasir við. Jafnframt verði nefndinni fal- ið að rita forsætis- og sjávarút- vegsmálaráðherra bréf um sam- þykktir fundarins. . Kvenfélag Hallgrímskirkju hefur kaffisölu d morgun KVENFÉLAG Hallgrímskirkju átti nýlega aldarfjórðungsafmæli. Margan góðan kaffisopann hafa Reykvíkingar þegið hjá félaginu á þessum árum, og því efast ég ekki um, að fólk muni fjölmenna 1 Silfurtunglið á morgun, þá mun félagið hafa sína árlegu kaffi- sölu til ágóða fyrir starfsemi sína. Ef að vanda lætur, þarf enginn að efast um, að þar fáist góð hressing og gott bragð í munninn. Og svo auðvitað góð samvizka að auki, því að hér er verið að styðja gott málefni, sem öll þjóðin er raunar aðili að. Húsráðendur í Silfurtunglinu hafa undanfarin ár lánað kven- félaginu húsið endurgjaldslaust, og með því gengið á undan með góðu eftirdæmi. Fyrir það ber að þakka. ^ En það eru fleiri, sem hugsa vel til kvenfélagsins. Ekki alls fyrir löngu var þess getið í blöð- um, að rúmlega 5% þess bygg- ingarkostnaðar, sem búið er að verja til Hallgrímskirkju í Rvík, hafi borizt um hendur kvenfé- lagsins, að undanskildum öllum gjöfum, sem félagið hefir gefið, svo sem orgeli, höklum og silfri. — Nú er bráðum lokið smíði norðurálmunnar, en þar verður félagsheimili safnaðarins. Kven- félagið hefir séð um innréttingu eldhússins, og lagt til þess ýmsar peningagjafir, sem því hafa bor- izt bæði fyrir og eftir afmælið. Og fyrir fáum dögum gaf Rafha í Hafnarfirði stóra kaffikönnu til hins nýja eldhúss. Er það rausnarleg gjöf, sem verðskuld- ar sérstakt þakklæti. Þegar kven- félagið fer að kaupa inn, gleyma kaupmenn öllum öðrum reikn- ingsaðferðum en frádrætti. — Allt þetta sýnir mikla góðvild í garð félagsins og til kirkjunnar. (Það mætti skjóta því hér inn í, að enn er ek’ ‘ búið að kaupa húsgögn til félagsheimilis kirkj- unar eða í viðtalsherbergi prest- anna!). Nú þegar er Hallgrímskirkja farin að setja svip á bæinn, eins og alltaf hefir verið til ætlazt. En þær, sem enn hafa sett mest- an svip á safnaðarstarfið, er kvenfélagið. Þess skulum vér minnast með þakklæti við kaffi- söluna á morgun. Opnað verður kl. 3 e. h. — Ég veit, að ég tala fyrir munn margra, þegar ég þakka félagskonum fyrir vinnu þeirra og framlög — og væntan- legum kaffigestum fyrir sinn góða hug, sem fram kemur í verki. Jakob Jónsson. C.A. 8 HEKTARA sumarbústaðarland til sölu. Landið er um 17 km. frá Reykjavík. Upp- lýsingar í síma 41343 frá kl. 9—12 f.h. og eftir kl. 18.00. V erkst æðisf agmaður Kaupíélagið Þór vantar bifvélavirkja með meistara- réttindi nú þegar. Húsnæði fyrir hendi. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjórinn. KAUPFÉLAGIÐ ÞÓR- Hellu. Sumarbústaður Til sölu sumarbústaður í lándi Miðfelis við Þing- vallavatn. Tilboð óskast og miðist við staðgreiðslu. Upplýsingar í dag í síma 12684. tekin 1964. Til Ásgeirs Longs Svar við opnu bréfi Kæri Asgeir! Sannarlega er ekki til of mikils mælzt af þér að fá svar við opnu bréfi. Það er leiðinlegt að skrifa bréf og vera ekki virtur svars. Ég vil biðja þig að virða á betri veg, að mér hefur láðst að svara tveim greinastúfum frá þér. Af einhverjum ástæðum hefur mér skotizt yfir aðra grein ina, en sú, sem ég sá, fannst mér varla gefa tilefni til svars. Hinsvegar máttu ekki ætlast til þess að ég svari nafnlausri grein í Þjóðviljanum, þar sem þú á sínum tíma birtir sömu myndina og hinn 28. apríl í Morgunblaðinu. En snúum okkur að málinu. Rásirnar í Skriðufellsskógi virð- ast valda þér áhyggjum. En þær eru ekki eins hættulegar og þú telur þær vera og það er heldur ekki reglugerðarbrot að höggva þær upp þegar plantað er í þær. Sem betur fer er það heldur ekki rétt að súgur standi eftir þeim, sem drepi ungviðið. Síðasta atriðið hefirðu getað kannað sjálfur með því að setj- ast eða leggjast í rásimar þegar vindur blæs í sömu stefnu og þær liggja. Þá mundir þú furða þig á, hve kjarrið á milli rás- anna deyfir vindinn. Lögin um skógrækt kveða svo á, að við, sem að henni vinnum, eigum að planta skógi. Til þess að ungviðið fái nóg Ijós er okk- ur nauðugur sá kostur að grisja kjarr. Unnt væri að gera það á ýmsa vegu, en rásahöggið er lang ódýrasta aðferðin. Skurðir í mýrum og vegir er hvort- tveggja haft sem beinast, og telja engir það til náttúrulýta. Um rásirnar er það að segja, að fari svo, að ungviðið þrífst ekki eða deyr, þá kemur birkið aftur upp í rásunum, svo að þær hverfa með öllu á skömmum tíma. Það, sem þú segir um vanhöld- in í rásunum, er meira en ýkjur einar. Ég hef að vísu ekki athug- að vanhöldin í rásunum í Þjórs- árdal sl. tvö sumur. En skóg- arvörðurinn þar hefur sagt mér í dag í síma, að þau séu yfirleitt lítil. Þess ber að gæta, að mikið af plöntunum er ungt og smátt Kaifisolo sóknar í FRÁ því á fyrsta starfsári sínu hefur Kvenfélag Háteigssóknar haft kaffiveitingar til fjáröflun- ar — einu sinni á ári. Lengi voru þær í borðsal Sjómannaskólans, en reynslan sýndi að stærra hús- rýmis var þörf. Á síðasta ári var kaffisala fé- enn sem komið er. Óvant auga getur átt erfitt með að sjá þær. Mér þykir líklegt að þú hafir séð fallegu grenitrén í Selhöfð- um, skammt innan við rásirn- ar, sem þú birtir mynd af. En sé svo ekki, þá fylgir grein þess ari mynd af þeim, tekin fyrir þrem árum. Hæstu trén eru nú allt að fimm metrum en fjöldi frá 2 og upp í 4 metra. Þessi tré, sem plantað var 1948, voru mörg ár að vaxa úr grasi. Það var erfitt að koma auga á þau að sumarlagi allt fram til ársins 1956. Sjálfsagt er að virða þér til vorkunnar, að þú skulir ekki hafa skoðað rásirnar betur. Það hef- ur komið fyrir fleiri málsmet- andi menn en þig að segja plönt ur dauðar, sem síðar hafa náð ágætum þroska. Búnaðarmála- stjórinn okkar sagði bæði í út- varpi og skrifaði um það í Tím- ann í byrjun þesa árs, að urm- ull trjáa hefði drepizt í Hauka- dal veturinn 1965 til ’66. Þurra- næðingar og ofsastormur vetrar ins höfðu sviðið barr á fjölda trjáa, svo að þetta óx í augum. En viti menn, plönturnar lifðu allar, og í haust stóðu þær græn ar og bústnar. Það er ansi hæp- ið, að láta óskhyggjuna ráða því, hvað menn tala og skrifa. Af því þú minnist á fjárveit- inganefnd og spyrð, hvenær henni verðí boðið í Þjórsárdal eins og að Hallormsstað, skal ég geta þess, að fjárveitinganefnd hefur verið í boði mínu þar fyr- ir nokkrum árum, og ekki verð- ur þess langt að bíða að henni verði boðið þangað aftur. Að öðru leyti er þetta mál út- rætt af minni hálfu. Hvað við- víkur félagatölu Skógræktarfé- lags Reykjavíkur vil ég vísa þér til stjórnar félagsins. Þetta er sjálfstæð stofnun, og ég kem ekki við sögu í starfi þess. Hugleiðingar þínar um náttúru íslands, veðurfarsbreytingar og „jökulhjúpa“ verð ég einnig að leiða hjá mér. Ég tel mig ekki hafa vit á þessu á borð við þig. En ég tel víst, að ef þú færir fram haldgóð rök fyrir „kenn- ingum" þínum, verður þú fræg- astur allra íslendinga. Reykjavík, 1. maí 1967. Hákon Bjarnason. lagsins i samkomuhúsinu Lídó. Er það mjög ákjósanlegur ð- ur, miðsvæðis í prestakanuiU. Þangað sótti síðast á kaffisölu félagsins mikill fjöldi fólks, ung- ir sem aldraðir, heilar fjölskyld- ur. Og nú hefur félagið sína ár- legu kaffisölu í Lídó á morgun, og hefst hún klukkan 3 e. h. Munu félagskonur sjá um, að þar verði hinar beztu veit- ingar. Fé sínu hefur kvenfélagið ráð- stafað til ýmissa þarfa safnaðar- ins og þó að mestu til hinnar veglegu, nýju kirkju — Háteigs- kirkju — og þannig veitt mjög mikilvægan stuðning. Auk þess hefur kvenfélagið gefið hina veg legustu kirkjugripi — messu- skrúða, altarisklæði og altaris- silfur. Síðasta gjöf félagsins til kirkjunnar var mjög vandað há- talarakerfi, sem tekið var i notkun á síðustu jólum. Og enn er þörf stuðnings við óleyst verkefni. Þá hefur félagið sýnt það 1 verki að það hefur ekki gleymt aldraða fólkinu í söfnuðinum. Má í því sambandi minna á sam- komurnar fyrir aldraða bæði i Sjómannaskólanum og síðustu tvö árin í Lídó, þar sem fjöl- menni hefur verið þakklátra gesta félagsins. Ljóst er því söfnuðinum, að kivenfélagskonurnar eru góðs stuðnings maklegar í miklu og fórnfúsu starfi þeirra. Safnaðarfólk og aðrir Reyk- víkingar, fjölmennum því til kaffisölunnar í Lidó á morgun. J. Þ. Keflvíkingar — Keflvíkingar Við höldum ÍRLANDSKYNNINGU á morgun sunnudag kl. 3 e.h. í samkomu- húsinu STAPA. THE DRAGOONS syngja og spila írsk þjóðlög. Sérstaklega viljum við benda þátttakend- um í hópferðir okkar á þessa ÍRLANDS- KYNNINGU. LÖIMD & LEIÐIR Kveniélags Hóteigs- Lídó ó morguo

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.