Morgunblaðið - 09.05.1967, Qupperneq 15
MORGUNBLAlpIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967.
15
Mikill áhugi á
geðverndarmálum
AÐALFUNDUR Geðverndarfé-
lags íslands var haldinn í Tjarn-
arbúð þriðjudaginn 25. apríl, og
bar fundarsókn ótvíræðan vott
mikillar grósku í félagsstarfi og
áhuga á geðverndarmálum al-
mennt.
Formaður geðverndarfélagsins,
Kjartan J. Jóhannsson héraðs-
læknir, stjórnaði fundi, og kom
fram í ársskýrslu hans, að fé-
lagatalan hafði aukizt um nær
60% á starfsfárinu. Margir gengu
í félagið á fundiinum.
Formaður skýrði framkvæmda
áætlun félagsins, en þar er byggt
á nánu samstarfi við SÍBS að
Reykjalundi. Yfirstjórn Reykja-
lundar hefur ávallt sýnt málefn-
um geð- og taugasjúklinga í aft-
urbata mikla velvild, og veitt
þeim sjúklingum sem öðrum ó-
metanlega aðstöðu til endurhæf-
ingar.
Nú er ákveðið enn nánara sam
starf SÍBS og Geðverndarfélags
íslands að Reykjalundi.
Þórður Benediktsson, fram-
kvæmdastjóri SÍBS, kvaddi sér
hljóðs á aðalfundinum, og kvað
hann það mikinn heiður, að hin
útrétta hönd SÍBS beindist nú
að baráttumálum geðverndarfé-
lagsins. Samstarfið væri heils
hugar, og öskaði Þórður Bene-
diktsson geðverndarfélaginu og
hugsjónum þess blessunar. Mætti
hið jákvæða samstarf og bróður-
Gólfteppi - teppakgiiir
Er með sýnishorn af íslenzkum, enskum og dönsk-
um teppum. Fjölbreytt litaval, hóflegt verð. Sé
um máltöku og lagnir. Vilhjálmur Einarsson, sími
34060.
Geymið auglýsinguna.
EYKUR
HEILDSÖLUBIRGÐIR
)) M (d^f
hönd verða þjóðfélaginu öllu til
góðs. Fyrir tilstuðlan velvildar-
manna hins afskipta hóps geð-
og taugasjúklinga hefði nú góðu
verið komið til leiðar, allri þjóð
til blessunar.
Þórunn Pálsdóttir, sérmennt-
uð hjúkrunarkona á sviði geð-
sjúkdóma, þakkaði styrk og upp-
örvun, er félagið hafði veitt
henni til framhaidsnáms. Kynnti
hún námsskipulag, og var hér
varpað ljósi á atihyglisvert fram-
tíðarverkefni félagsins, en það
er sérmenntun nátengd öðru
því uppbyggingarstarfi, sem geð
verndarfélagið hefur á Stefnu-
skrá sinni.
Frú Áslaug Sívertsen, gjald-
keri félagsins, gerði grein fyrir
batnandi hag þess, en í sjóði
voru um sl. áramót kr. 476 þús-
und Þá bar frúin kveðju nokk-
urra fjarstaddra velunnara.
Tilkynnt var um sjóðstofnun
til minningar um Kjartan B.
Kjartansson lækni, eins og áður
hefur komið fram í blöðum.
Hafði Kjartan heitinn, sonur
þeirra frú Jónu Ingvarsdóttur og
Kjartans J. Jóhannssonar, helg-
að sig sérsviði geð- og tauga-
lækninga, en foreldrar hans
stofna sjóð þennan. Var hins
látna læknis minnzt á fundinum.
Erindi prófessors Tómasar
Helgasonar um ÞJÓNUSTU VIÐ
GEÐSJÚKLINGA vakti óskipta
athygli fundarmanna. Var hér
varpað skýru Ijósi á almennar
framfarir innan geðlæknisfræð-
innar, svo og nauðsyn þess að
fylgja þeim fast eftir, bæði með
aukinni sérmenntun, almennu
kynningarstarfi, aðhlynningu og
endurhæfingu sjúkra. Þetta
mætti aðeins takast með sam-
hæfðu átaki allra, er láta sig
málefnið á einn eða annan hátt
varða, en þann hóp jákvætf
hugsandi fólks vildi prófessor-
inn sjá sem fjölmennastan.
Fagnaði hann athyglisverðri
fundarsókn og áhuga fundar-
manna.
Þá þakkaði formaður fri-
merkjanefnd störf við frímerkja-
söfnun og alla aðstoð við sjúkl-
inga í því sambandL Minntist
hann sérstaklega starfs þeirra
frá Jóhönnu Baldvinsdóttur, frú
Kristínar Jóhannesdóttur og
Sverris Sigurðssonar, en Svérrir
Sigurðsson tók einnig til máls.
Þakkaði hann öllum, er lagt
hefðu hönd á plóginn.
Ákveðið var að tímaritið GEÐ-
VERND kæmi enn út á þessu
ári í umsjá Kristins Björnsson-
ar sálfræðings.
Vonazt var til, að félaginu
Skapaðíst nokkur tékjustofn af
sölu auglýsinga á s.n. eldspýtna-
bréf, sem í undirbúningi er að
komi á markaðinum hérlendis.
Framkvæmdastjóri og félags-
ráðgjafi sinntu störfum fyrir fé-
lagið á starísárinu.
Það skal tékið fram, að öllum
er heimil félagsþótttaka í Geð-
verndarfélagi íslands.
TILBOÐ
óskast í eftirtaldar bifreiðir og tæki, sem verða
til sýnis- fimmtudaginn II. maí 1967 kl. 1—4 í
porti bak við skriístofu vora Borgartúni 7:
Ford Galaxie fólksbifreið .. .... .. árgerð 1961
Land Rover diesel........................ —
Land Rover diesel........................ —
Austin Gipsy diesel...................... —
Austin Gipsy diesel...................... —
Gaz 69 jeppi............................. —
Citroén sendiferðabifreið ........ —
Austin seven sendiferðábifreið .... —
Austin seven sendiferðabifreið .... —
Austin seven sendiferðabifreið .... —
Skoda station .. .. —
Volkswagen sendiferðabifreið .... —
Ford pic up . i ......................... —
Chevrolet 20 manna fólksbifreið .. —
Ford Trader vorubifreið 4 tonn .. —
Ford 14 manna fólks/vörubifreið .. •—
Ford loftpressubifreið Le Roi .... —
2 stk. Sullivan loftpressur 126 ten fet/mín.
2 stk. Junkers loftpressur 126 ten fet/mín.
Vatnabátur trefjaplast
Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri, Borgar-
túni 7, sama dag kl. 5 e.h. að viðstöddum bjóð-
endum.
Réttur áskilinn til að hafna tilboðum, sem ekki
teljast viðunandi.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISIT
1963
1962
1963
1963
1958
1965
1964
1964
1962
1961
1961
1952
1955
1964
1951
1947