Morgunblaðið - 09.05.1967, Side 20

Morgunblaðið - 09.05.1967, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967. Hvítasunnuferð frá ísafirði SUNNUKÓRINN, ísafirði og Karlakór ísafjarðar hafa leigt m/s ESJU um Hvítasunnuhelg- ina og áætla að halda söng- skemmtanir á þrem stöðum norðanlands. Lagt verður af stað frá ísa- firði um miðnætti fimmtudag- inn 11. maí og haldið til Húsa- víkur og sungið þar á föstudags- kvöld. Til Akureyrar verður komið á laugardag og haldin þar söngskemmtun á laugardags- kvöld. Á heimleiðinni verður komið við á Siglufirði á Hvíta- sunnudag og sungið þar um kvöldið. Áætlað er að koma heim til ísafjarðar um hádegi á 2. í Hvítasunnu. Söngstjóri kóranna er Ragnar H. Ragnar, sem verið hefur söng stjóri kóranna í nær 20 ár, eða allt frá því að Jónas Tómasson lét af þeim stöfum. Undirleikari er Hjálmar Helgi Ragnarsson, en einsöngvarar eru Herdís Jónsdóttir, Margrét Finnbjarn- adóttir, Gunnar Jónsson og Gunnlaugur Jónasson. Á hljóm- leikunum koma fram einsöngv- arar, kvennakór, karlakór og blandaður kór. Söngfélagar eru samtals um 60 talsins, en efnis- skráin í söngferðinni er að mestu sú sama og á hljómleik- um kóranna á ísafirði 12., 13. og 14. apríl s.l. Má þar m. a. nefna Dónárvalsana eftir Jo- hann Strauss, en um þessar mundir eru liðin 100 ár frá því þeir voru fyrst fluttir. Nokkrir farmiðar, sem kór- arnir ekki nota, verða til sölu á skrifstofu Ríkisskip á ísafirði n.k. mánudag og þriðjudag 8. og 9. maí kl. 10—12 f.h. og kl. 5—7 e.h. Fargjald er kr. 650.00 til 700.00 á sólarhring með fæði, en ferðin tekur 3% sólarhring. Fararstjóri í söngferðinni er Einar B. Ingvarsson, banka- stjóri. Formaður Karlakórs ísa- fjarðar er Hreinn Þ. Jónsson en fonm. Sunnukórsins er Gunn- laugur Jónasson. — H.T. Aðalfundur Fé- lags garðyrkju- manna Aðalfundur Félags Garðyrkju- manna var haldinn sunnudaginn 23. þ.m. að Óðinsgötu 7. Frá- farandi formaður Steingrimur Benediktsson var endurkjörinn formaður félagsins og aðrir í stjórn voru kjörnir: Guðjón Björnsson, varaform. Guðjón Bjarnfreðsson ritari, Þórð ur Birgir Þórðarson gjaldkeri Gunnar Tómasson meðstjómandi Fundurinn samþykkti meðal annars, að félagið gengist fyrir námskeiði fyrir félagsmenn sína um meðferð og notkun varnar- lyfja við útrýmingu meindýra og snýkjugróðurs í skrúðgörðum og gróðurhúsum. Atviíma Óskum eftir að ráða húsgagnasmið og lagtæka menn. — Upplýsingar í síma 35252. Ung stúlka með vélritunarkunnáttu óskar eftir vinnu eftir hádegi. Margt kemur til greina. Upplýsingar 1 síma 36878 eftir hádegi miðvikudag og fimmtudag. RACNAR JONSSON Lögfræðistörf og eignaumsýsla. hæstaréttarlögmaður. Hverfisgata 14. — Sími 17752. EF ÞÉR EIGIÐ MYNDIR — stækkum við þær og mál- um í eðlilegum litum. Stærð 18x24. Kostar ísL kr. 100,00. Ólitaðar kosta kt. 50,00. — Póstsendið vinsamlega mynd eða filmu og segið til um liti. Foto Kolorering, Dantes Plads 4, Kóbénhavn V. HILMAR FOSS lögg. skjalaþ. og dómt. Hafnarstr. 11. Sími 14824. i LAVENITE TVÍLITU hreinlætistækin eru víðfræg fyrir fegurð og hreinan stíl, enda framleidd af hinum viðurkennda ítalska fyrirtæki Richard-Ginori (Stofnsett 1735). LAVENITE (skrásett vörumerki) er fyrsta flokks gæðavara úr keramik. Þessi tegund af glerkenndu postulíni einkennist af því að glerung- urinn nær mjög langt inn í leirinn, þolir vel högg og er ónæm fyrir snöggum hitabreytingum og áhrifum frá sýru (hitaveituvatni) og litum. Richard-Gmori verksmiðjurnar eru einnig heims- þekktar fyrir framleiðslu sína á gólf- og veggflísum og alls konar borðbúnaði úr postulíni. Einkaumboðsmenn: S. ÁRMANN MAGNÚSSON , Hverfisgötu 76 — Sími 16737. heildverzlun. Söluumboð: BYGGINGAVÖRUVERZLUNIN NÝBORGl HVERFISGÖTU 7ó SfMI 12817 ÉG er alltaf að reyna að trúa, en mér ætlar víst ekki að takast það. Getið þér hjálpað mér? HÆTTIÐ að reyna. Treystið! Allt of margir lifa lífinu í baráttu, sem skapar innri spennu, þar sem engin ætti að vera. Hér á það við, sem Kristur sagði við Pál í sálarstríði hans: „Erfi-tt verður þér að spyrna á móti broddunum“. Þegar Páll gafst upp, hætti að strita og berjast, þá streymdi friður Krists um sál hans, og hann varð að nytsömum starfsmanni hans. Merkur geðlæknir hefur sagt: „Menn þurfa að slaka á, gefast upp, hætta öllum tilraunum, svo að þeir komist inn að kjarna vandamála sinna“. Fyrir mörgum öldum sagði Guð fyrir munn Davíðs: „Hættið og viðurkennið, að ég er Guð“. — Trúin verður ekki tii fyrir ofsalegt erfiði eða árang- urslitlar tilraunir okkar. Hún kemur, þegar við hætt- um glímunni, gefumst upp — og treystum Guði“. Trúin kemur hljótt og eðlilega, þegar ekkert er framar, sem hindrar hana. Hafi sektarkennd, iðrun eða þrermóðska lamað líf yðar, skuluð þér segja eins og Páll: „Drottinn, hvað vilt þú, að ég gjöri?“ Hann mun taka yður sér við hönd og vísa yður hina björtu braut til trausts og trúar. Kristniboðsflokkur K.F.U.K. heldur samkomu í húsi félaganna við Amtmannsstíg í kvöld kl. 8.30. Gísli Arn- kelsson kristniboði sýnir myndir frá Konsó. Frásöguþáttur: Katrín Guðlaugs- dóttir. Hugleiðing: Jóhannes Ólafsson kristniboðslæknir. Kvennakór syngur. Gjöfum til kristniboðsins veitt móttaka. Allir velkomnir. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar, hrl., Björns Sveinbjörnssonar, hrl., Axels Kristjánssonar, hrl., Hafþórs Guðmundssonar, dr. juris, Iðnaðarbanka íslands h.f. og Útvegsbanka Islands verður hús- eignin Merkurgata 8, Hafnarfirði, þinglesin eign ívars Þórhallssonar, seld á nauðungaruppboði, sem háð verður á eigninni sjálfri föstudaginn 12. maí 1967, kl. 4 e.h. Uppboð þetta var auglýst í 3., 6. og 8. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1967. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Lærið ensku — í Englandi The Pitmans School of English (viðurkenndur af mennta- og vísindamálaráðuneyti Bretlands) býð- ur yður yfirgripsmikla enskukennslu allt árið um kring. Á námskeiðunum er kennt enskt talmál, hljóð- fræði, verzlunarbréfaskriftir, bókmenntir og und- irbúningur undir háskólagráðu, o.s.frv. Einnig eru haldin stutt en erfið sumarnámskeið í London, Oxford og Edinborg í júlí, ágúst og september. Útvegum nemendum húsnæði þeim að kostnað- arlausu, — ókeypis aðgangur að Pitman-klúbbn- um (skemmtanir, útilíf og listir). Skrifið til T. Steven, Principal, og biðjið um upp- lýsingabækling. THE PITMAN SCHOOL OF ENGLISH 46 Goodge Street, London, W.l.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.