Morgunblaðið - 09.05.1967, Side 32
Lang stœrsfa
og fjölbreyffasfa
blað landsins
Helmingi utbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt bl^ð
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1967
Áskilja sér skaðabótarétt
vegna sfðari töku Brands
AÐ ]>vi er Agnar Kl. Jónsson,
ráðuneytisstjóri utanríkisráðu-
neytisins, tjáði Morgunblaðinu í
gær, var Guðmundur í. Guð-
mundsson, sendiherra íslands í
London, boðaður til viðræðna í
brezka utanrikisráðuneytinu sl.
miðvikudag vegna töku togarans
Brands út af Snæfellsnesi efíir
að hann hafði strokið úr Reykja-
víkurhöfn.
Sendiherrann var boðaður á
fundi Mr. Hohlers, sem er einn
af æðstu embættismönnum utan-
ríkisráðuneytisins. Mr. Hohler
taldi töku togarans ólöglega, þar
sem hann hefði verið utan fisk-
veiðimarkanna, er hann var tek-
inn í annað sinn. Var þess kraf-
izt, að togarinn yrði látinn laus
tafarlaust og áskildu Bretar sér
rétt til skaðabóta.
Agnar Kl. Jónsson kvað Guð-
mund f. Guðmundsson hafa tek-
ið við skilaboðunum og málið
væri nú til athugunar í utan-
ríkisráðuneytinu hér heima.
Brezk blöð hafa skrifað mjög
mikið um þetta mál, m.a. birti
blaðið Observer frétt um það á
forsíðu sl. sunnudag. Þar er m.a.
haft eftir talsmanni brezka utan
ríkisráðuneytisins, að það hafi
vakið athygli íslenzku stjórnar-
innar á lagalegum staðreyndum
málsins.
Buschini dæmdur
í 300 þús kr. sekt
Neskaupstað 8. maí.
DÓMUR var kveðinn upp hér
kl. 1 eftir hádegi yfir Anthony
Alan Buschini, skipstjóra á
brezka togaranum Boston Kest-
rel FD 256, sem varðskipið Þór
tók að meintum ólöglegum veið-
um um 2 sjómílur innan fiski-
ve.Bimarkanna út af Digranes-
fraki sL laugardag.
Buschini var dæmdur til að
greiða 300 þús. króna sekt til
Landhelgissjóðs og komi 8 mán-
aða varðhald í stað sektarinnar
verði hún ekki greidd innan
fjögurra vikna frá birtingu
dómsins. Afli og veiðarfæri voru
gerð upptæk og skipstjóra gert
að greiða allan sakarkostnað,
þ.á.m. saksóknarlaun til saksókn
ara ríkisins kr. 15 þúsund og
málsvarnarlaun til skipaðs verj-
anda síns, Ragnars Aðalsteins-
Framhald á bls. 31.
Sigurður Bjarnasou
Matthías Bjarnason
Þrír fundir Sjálfstæðis-
manna á Vestfjörðum
Verba i þessari viku á ísafirði,
i Bolungarvík og Hnifsdal
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN á fsa-
firði, í Bolungarvík og Hnífs-
dal b.oða í þessari viku til
þriggja almennra stjórnmála-
funda. Verða þeir haldnir sem
hér segir:
Á fsafirði, miðvikudaginn 10.
maí kl. 9 e.h. að Uppsölum.
f félagsheimilinu í Bolungar-
vik, fimmtudaginn 11. maí kl. 9
e.h. og í félagsheimilinu í Hnifs-
dal föstudaginn 12. maí kl. 9 e.h.
Frummælendur á öllum fund-
unum verða þeir Sigurður
Bjarnason alþingismaður frá
Vigur, Matthías Bjarnason al-
þingismaður og Ásberg Sigurðs-
son, sýslumaður.
Að loknum framsöguræðum
verða frjálsar umræður.
Öllum er heimiL aðgangur að
fundunum.
Sjálfstæðismenn hafa undan-
farið haldið almenna 5 stjórn-
málafundi í Strandasýslu, Vest-
■w-ÍaaUavXarcvcln Off Norð-
ur-ísafjarðarsýslu. Fyrr í vor
héldu þeir einnig 2 slíka fundi
í Barðastrandasýslu. Allir hafa
þessir fundir verið vel sóttir og
sýnt áhuga fyrir sigri Sjálfstæð-
isflokksins og ríkisstjórnarinnar
í alþingiskosningunum.
Observer segir einnig, að sam
kvæmt samþykktum Genfarráð-
stefnunnar frá 1958 sé handtaka
á úthafinu því aðeins leyfileg,
að eftirför hafi verið hafin inn-
an landhelgi og áé óslitin þar til
handtaka fari fram.
Þá kemur fram í Observer,
að Brandur sé væntanlegur til
Grimsby síðdegis í dag, þriðju-
dag. Newton, skipstjóri, hafi lát-
ið loka talstöð togarans og því
hafi hann ekki fengið skilaboð
þess efnis, að leyfi hafi verið
fengið fyrir hann til að selja
afla togarans á IslandL
Átti 6 lömb
- 2 lifðu
ÞAÐ bar við á uppstigningar-
dag að Bjarmalandi í Grinda-
vik að 10 vetra ær átti 6
lömb. Ærin heitir Ófeig og
lifðu tvö lömbin. Það þriðja
fæddist lifandi, en vanskap-
a@ og dó strax. Hin þrjú
fæddust dauð.
Ófeigur hefur eignazt 22
lörrub alls og eru þau tvö, sem
nú lifðu, þá með talin. f hitteð
fyrra átti Ófeig 4 lömb, en
einu var lógað. Tvö árin þar
á undan átti hún þrjú lömb
í hvort skipti.
Eigandi Öfeigar er ólafur
Guðbjartsson, sonur Guðbjart
ar Guðbjartssonar að Bjarma-
landi. ^
Gengið daglega
á fjörur í Eyjum
LfK flugmannanna þriggja, sem
fórust með Austfirðingi, Douglas
DC 3 flugvél Flugsýnar, hafa
ékki fundizt ennþá.
Gengið er á fjörur f Vest-
mannaeyjum daglega. Hefur
ýmislegt brak úr flugvélinni
rekið.
Ekki hefur verið unnt að kafa
til að leita flugmannanna vegna
brimróts og strauma. Verður það
gert svo fljótt sem veður leyfir.
Atkvæði talin hjá sáttasemjara í gær. — Ljósm. ÓI. K. M.
Báðir aðilar felldu
miðlunartillöguna
Verkfall lyfjafrœðinga heldur áfram,
en það hefur staðið í 4 vikur
VERKFALL lyfjafræðinga
heldur áfram, en það hefur nú
staðið í fjórar vikur. Klukkan
6 síðdegis í gær voru talin at-
kvæði um miðlunartillögu sátta-
semjara og var hún felld af
báðum aðilum.
Sáttafundur í kjaradeilu lyfja-
fræðinga og apótekara var hald-
inn sl. laugardagskvöld og hófst
hann kl. 8,30. Um kl. 11 um
kvöldið lagði sáttasemjari ríkis-
ins, Torfi Hjartarson, fram miðl-
unartillögu og hljóðar hún svo:
„Miðlunartillaga.
Til lausnar yfirstandandi kjara-
deilu milli Lyfjafræðingafélags
íslands og Apótekarafélags ís-
lands ber sáttasemjari fram svo-
fellda
Miðlunartillögu:
Lyfjafræðingafélag Islands og
Apótekarafélag íslands gera með
sér svofellt
Samkomulag:
1. gr. Gerðadómur skipaður
fimm dómendum skal ákveða
mánaðarlaun, tímakaup og yfir-
jvinnukaup lyfjafræðinga (Exa-
minati et Candidati Pharrma-
ciae).
Að öðru leyti framlengiat
samningur aðila gerður 18. febr-
úar 1966.
2. gr. Gerðardómurinn skv. 1.
gr. skal skipaður þannig, að
hæstiréttur skipar formann
dómsins og tvo meðdómendur en
aðilar skipa sinn meðdómandann
hvor. Forfallist dómari skipar sá,
Framhald á bls. 31.
Þorsteinn á Vatnsleysu á flokksþingi Framsóknar:
Framséknarflokkurinn
hefur svert landbúnaðinn
— með sífelldum barlómi um haim
EINS og Morgunblaðið
hefur áður skýrt frá, var
Þorsteinn Sigurðsson,
bóndi á Vatnsleysn, einn
helzti bændafrömuður
landsins, felldur úr 100
manna miðstjórn Fram-
sóknarflokksins á flokks-
þingi hans í marzmánuði
sl. Morgunblaðið hefur nú
aflað sér upplýsinga um
það, að ein af ástæðunum
til þess, að Þorsteinn á
Vatnsleysu var felldur úr
miðstjórninni er sú, að
Asberz Sitrurðsson
hann flutti ræðu á flokks-
þinginu, þar sem hann
mótmælti því fyrir hönd
hænda í landinu, að Fram-
sóknarflokkurinn ræki sí-
felldan áróður um að allt
væri á niðurleið í landhún-
aðinum. Þorsteinn á Vatns
leysu sagði, að þessi áróð-
ur hefði þegar haft hin
verstu áhrif fyrir landbún-
aðinn, og m.a. valdið því
að jarðir hefðu ekki
byggzt. Hann sagði, að bú-
ið væri að sverta svo þenn-
an atvinnuveg með stanz-
lausum barlómi, að menn
vildu ekki leggja hann fyr-
ir sig. Slíkur áróður væri
neikvæður fyrir landbún-
aðinn.
Framsóknarmenn á
flokksþinginu svöruðu
þessum ákúrum Þorsteins
með því að fella hann úr
miðstjórninni eins og fyrr
segir, og flutti hann þá
aðra ræðu og segja þeir
sem á hlýddu, að hann hafi
„hellt sér yfir“ Framsókn-
armenn og Framsóknarfor
ustuna.