Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1967. 3 Myndin var tekin á námskeiðinu í gær, en þar mátti sjá ýmsa þekkta kaupmenn hér í bæn- um niðursokkna við að útbúa auglýsingaspjöld. 60 verzlunarmeEm í skóla að lœra teikningu UM sextíu verzlunarmenn hafa nú setzt á skólabekk í Verzlun- arskólanum, þar sem þeir fá til- sögn í að útbúa eigin auglýsinga- spjöld, verðmerkingar og ann- að þess háttar. f hópi þessara 60 eru margir þekktir kaup- menn hér í bæ. Námskeið þetta er haldið á vegum umboðsmanns Speedrite- verksmiðjanna hér á landi, Her- valds Eiríkssonar, og hefur hann fengið hingað til lands danskan sérfræðing frá verksmiðjunum til þess að leiðbeina verzlunar- mönnunum. Heitir hann Erik Mþrkeberg, sem hefur haldið mörg slík námskeið víðsvegar nm Norðurlönd. Námskeið þetta hófst í fyrra- dag og lýkur því í dag. Á því eru notuð sérstök teikniáhöld, sem Hervald kvað hafa farið sigur- för um heiminn á undanförnum Sjólístæðisfólk FÉLAGAR í Heimdalli, Verði og Óðni, sem fengið hafa senda happdrættismiða í Landshapp- drætti Sjálfstæðisflokksins, eru vinsamlega beðnir að gera skil, sem allra fyrst, því að óðum styttist sá timi þar til dregið verður. I ------------- Kosningaskriístofur Kópavogur KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins er í Sjálfstæðis- húsinu, Borgarholtsbraut 6, Kópavogl. Símar 40708, 42576 og 42577. Skrifstofan er opin frá kl. 9—22. Sjálfstæðisfólk er hvatt til þess að koma á skrifstofuna og gefa upplýsingar varðandi kosningarnar. Hafnarfjörður KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins er í Sjálfstæðis- húsinu, Strandgötu 29. Skrifstof- an verður opin frá kl. 9—22. Sjálfstæðisfólk er hvatt til þess að koma þangað og gefa upplýsingar varðandi kosning- arnar. Sími skrifstofunnar er 50228. Suðurnes KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisfélaganna er að Hafnar- götu 46, Keflavík, simi 2021. Skrifstofan er opin kl. 2—6 og 8—10 síðdegis alla daga. Sjálf- stæðisfólk vinsamlega gefið skrifstofunnl upplýsingar varð- andi kosningarnar. Keflvíkingar, vinsamlega gerið skil í Lands- happdrættinu. Vestmannaeyjar KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf- stæðisflokksins í Vestmannaeyj- um er í Samkomuliúsinu, sími 1344. Afgreiðsla Landshapp drættisins er á sama stað. mánuðum, og eru nú þegar á annað hundrað verzlanir og fyrirtæki farin að nota þau hér. Hervald tjáði blaðamanni Mbl. að þessi áhöld væri sér- staklega auðveld og fljótvirk í notkun. Undirstaðan í þeim eru filtpenslar af mismunandi breidd og lögun, sem standa í þar til gerðum dósum, og eru MORGUNBLAÐIÐ fékk í gær eftirfarandi upplýsingar hjá slökkviliðinu í Ilafnarfirði: Laust eftir miðnætti aðfara- nótt mánudags var slökkvilið Hafnarfjarðar gabbað í gegn um síma að Hólabraut 7. En þar sem sími slökkvistöðvarinnar er með útbúnaði til að komast að því, hvaðan hringt er, er ekki undankomuleið fyrir þá að sæta ábyrgð, sem haldnir eru slíkri áráttu ,sem hér um ræðir og er stór vítaverð. í þessu tilfelli voru það tvær unglingsstúlkur er gættu barna í fyrradag hófst skoðun á reið- hjólum barna og unglinga á veg- um umferðarlögreglunnar og umferðarnefndar borgarinnar. Var farið í þrjá ekóla, Lang- holts-, Laugalækjar og Lauga- nesskóla. Þetta er í annað skipti sem slík skoðun fer fram. Skoðunin þeir ævinlega hæfilega rakir og rakir og tilbúnir til notkunar, hvenær sem er. Er hægt að fá 10 mismunandi liti, sem þorna um leið og skrifað er, og er því engin hætta á að litirnir renni til eða smiti frá sér. Á hinn bóginn er mjög auðvelt að skrifa yfir með öðrum lit, þannig að fleiri litir myndist. í húsi syðst við Suðurgötu er göbbuðu slökkviliðið. Þá hafa verið tiðir sinubrun- ar og virðist það vera farið að vera árlegt fyrirbrigði á vorin. Eins og kunnugt er er algjör- lega bannað að brenna sinu eft- ir 1. maí á vorin og hefur það verið eitt af aðalbaráttumálum Sambands dýraverndunarfélaga, því hreiðurgerð fugla og varp- tími er þá almennt hafin. Þarf ekki að útmála þörf á þessu banni frekar. í gær kveiktu drengir í mosa skammt frá Krýsuvíkurvegi. mun standa fram á föstudag n.k., og er hún þrískipt við hvern skóla — kl. 4 og hjá 7 og 8 ára börnum, kl. 5 hjá 9—10 ára börnum og kl. 6 hjá 11 og 12 ára börnum. í gær voru hjólin skoðuð hjá börnum í Melaskóla og" Miðbæjarskóla, aisdi treiMiIl FLÉÖGIN sex í Málm- og skipa- smíðasambandi íslands, sem boðuðu dagsverkföll í síðasta mánuði, hafa nú boðað áfram- haldandi verkföll, sem koma til framkvæmda fimmtudaginn 18. þm., þriðjudaginn 23. þm., og fimmtudaginn 25. þm. Félögin eru: Félag járniðnaðarmanna, Félag bifvélavirkja, Félag Blikk smiða, Sveinafélag skipasmiða, Járniðnaðarmannafélag Árnes- sýslu og Sveinafélag járniðnað- armanna á Akureyri. Engir samningafundir hafa verið boð- aðir. Landspróí hóinst í gær í GÆR settust 1029 landsprófs- nemendur að prófborðum í lokaáfanga gagrriræðaskólanáms ins. Þeir erú úr þrjátíu og sjö skólum af öUu landinu, þar af sex í Reykjavík. Stærsti hóp- urinn er frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, við Vonarstræti, en sá minnsti frá Lundi í Axiar firði, þar eru aðeins þrír lands- prófsnemendur. Upplestnarfrí hófst víðast hvar .fyrsta sumar- dag og síðasti prófdagur verður 29. maí. í fyrra þreyttu 918 nem- endur landspróf og þar af náðu 672s með sex eða hærna í aðal- einkunn. Einnig var kveikt í sinu við Ás- tjörn, en þar er mikið fuglalíf og eitt hið fjöls'krúðugasta í ná- grenni Stór-Reykjavíkur. 1 gær var kveikt í sinu í skógræktargirðingu Hákonar Bjarnasonar, skógræktarstjóra, við Hvaleyrarvatn. Tveir menn úr slökkviliðinu urðu varir við brunann og mátti ekki miklu muna að illa færi. Hefði ekki svo skjótt orðið vart við brunann í skógræktargirðingunni má fast- lega gera ráð fyrir, að sumar- bústaður þar hefði brunnið. Eins og við er að búast er mikið af sinu í slíkri girðingu, sem er mjög eldfim í þurrkum, eins og verið hafa hér að undanförnu. Foreldrar og forráðamenn barna og unglinga og kennarar í skólum eru beðnir að áminna og brýna fyrir börnum og ung- lingum að kveikja ekki í sinu, mosa eða gróðri. Börnin fá að launum, merki með áletruninni 1967, ef hjólin eru í lagi, og ennfremur bækl- ing um hjólreiðar í umferðinni. Yfirumsjón með reiðhjólaskoð- uninni hefur Ásmundur Matt- híasson, varðstjórL STAKSTEIMAR Hvenær birast grein Guðrúnar? Nú er orðið býsna langt nm liðið síðan Guðrún Helgádóttir, varaborgarfulltrúi Alþýðubanda lagsins lýsti þ\í yfir á fundi f Lindarbæ að hún hefði sent Magnúsi Kjartanssyni, ritstjóra Þjóðviljans, grein til birtingar um málefni Alþbl. Grein þessa lofaði Magnús að birta en hefur ekki efnt það loforð enn. Því verður varla trúað þótt langt sé um liðið að Magnús standi ekki við þetta skýlausa loforð en óhjákvæmilega fara ýmsar grun semdir að vakna um það efni. Þá hljóta menn líka að velta l>ví fyrir sér hvort Guðrún Helga- dóttir ætlar að láta bjóða sér slíka meðferð af hendi ritstjóra Þjóðviljans? Hótanir Þessa dagana eru ýmsir fyrr- verandi fylgismenn kommúnista að finna fyrir starfsaðferðum þeirra, þegar grímunni er kast- að. Margt af því fólki, sem hef- ur látið líklega um stuðning við framboðslista Hannibals Valdemarssonar í Reykjavík hefur fengið miður skemmtileg- ar heimsóknir frá helztu for- sprökkum kommúnista og þeir hafa enga silkihanzka á höndum sér í þeim heim- sóknum. Varaborgarfulltrúi Alþbl. sem minnst er á hér að ofan gæti t.d. sagt fróðleg- ar sögur um það og svo er um fleiri. Kommúnistar kunna til verka i þessum efnum. Um leið og þeim berast fréttir af stuðn- ingi einhverra flokksmanna sinna við Hanníbalista hefjast þegar skipulagðar símhringing- ar frá ýmsum vinum og kunn- ingjum og nánuni samstarfs- mönnum. Þegar sú hrið er um garð genginn tekur næsta stig- ið við, en það er venjulega það, að einhverjir kommúnistafor- sprakkar á borð við Guðmund J., Inga R., Magnús Kjartansson eða jafnvel Einar Olgeirsson láta til sín heyra. Ef slíkar að- ferðir ná heldur ekki tilætluð- um árangri er komið að síðasta stiginu, sem er það að einhverj- ir náskyldir eða nátengdir við- komandi eru fengnir til þess að skerast í leikinn. Með þessum hætti hafa ýmsir verið píndar til þess síðustu daga að taka ekki sæti á klofningslista Hanní bals. Ringulreið Síðustu daga hefur algjör ringulreið verið rikjandi, bæði í röðum kommúnista og Hanni- balista. Kommúnistar trúðu því ekki lengi framan af að Hanníbal mundi í raun og veru leggja í framboð í Reykja- vík, en eítir að þeim varð pað ljst hefur gengið á miklu í þeirra herbúðum og þá sérstaklega víðtækar tilraun- ir til þess að hanga á ýmsum fylgismönnum, sem haft hafa hættulegar tilhneigingar. Á sama hátt hefur allt verið á sið- ustu stundu í röðum Hanníbal- ista og hefur starf þeirra allt borið þess merki, áð þeir sjálf- ir völdu ekki stund og stað til þess uppgjörs sem nú stendur yfir. Þessi átök í Reykjavík eru þegar farin að ná til landsbyggð arinnar og þá sérstaklega Vest- fjarða og eins er ekki ólíklegt að kommúnistum í Reykjanes- kjördæmi liði illa með Gils Guð mundsson í fyrsta sæti á lista sínum. Tíðir sinubrunar að undanförnu Myndin er tekin í Laugarnesskóla, en þar fór reiðh jólaskoðun fram í fyrradag. BeiðhfóBaskoðun barna hafiin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.