Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 10
I 10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1967. Onnur veiðiferð til Grænlands Nær helmingur þátttakenda fyrstu veiðiferðarinnar hyggst halda aftur til Eiríksfjarðar í júlí Svo sem marga mim reka minni til stóð Flug- félag íslands fyrir all nýstárlegri veiðiferð sl. sumar. Fór þá 45 manna hópur héðan í sumarleyfis- og veiðiferð til Grænlands og dvaldi þar í vikutíma, nánar tiltekið í Narssars- suaq í Eiríksfirði. Ferð þessi vakti mikla athygli á sínum tíma, og fór svo, að ekki komust allir með semi vildu, og réði þar um bátakostur í Grænlandi, sem er takmarkaður, og lítt hægt að ferðast þar um nema á sjó. Flugfélag- ið hefur nú ákveðið að efna til samskonar ferðar í sumar, síðustu viku júlí- mánaðar. Enn sem fyrr verður þátttakendafjöld- inn takmarkaður við 45 manns vegna bátakostsins í Grænlandi o. fl. Þess skal getið þegar i upp- hafi, að um helmingur sset- anna í fyrirhugaðri ferð í sumar, er þegar pantaður af fólki, sem fór í veiðiferðina á sl. sumri og ætlar nú aftur. Þau sæti, sem eftir eru, er hægt að panta hjá Flugfélag- inu. Farið verður að morgni 26. júlí frá Reykjavík og flogið tii Narssarssuaq. Þar verður gist á Hótel Arctic, sem er í eigu danska félagsins Aero Lloyd. Hotel Arctic er að vísu ekki lúxushótel, en herbergi eru hreinleg, matur góður á danska vísu, þar er vínstúka, sem selur allt frá dönskum Carlsberg til ítalsks Campari, minjagripaverzlun o. fl. Frá Narssarssuaq verður farið í daglegar ferðir með bátum til veiða með ströndum Eiríksfjarðar og nærliggjandi fjarða. Einnig er ráðgert að ferðalangarnir líti við í Brattahlíð og skoði rústir bæjar Eiríks rauða, svo og að komið verði til Garða, þar sem rústir biskupsseturs hinna fornu Grænlendinga og kirkju þar verða skoðaðar. Þá er og í athugun að skipu- leggja ferð til bæjarins Nars- saq, sem er með stærri bæj- um grænlenzkum. Þar er út- gerð, niðursuðuverksmiðja fyrir rækju og margt fleixa að sjá. Um veiði í Eiríksfirði er það að segja, að hún getur verið misjöfn eins og alls staðar. Sl. sumar voru ferða- langarnir fremur óheppnir þar eð bleikjan hagaði sér þveröfugt við það, sem venju- legt er á þessum slóðum, m. a. vegna óvenjulegs veðurfars á þessum árstíma að því er Grænlendingar sjálfir töldu. Engu að síður veiddust í ferð- inni um 300 fiskar og var hinn stærsti 11 pund. Venjulega má á þessum tíma búast við því, að bleikj- an sé enn í sjónum og ekki farin að ganga að ráði í árnar, sem flestar eru stuttar, mjög straumharðar og jökullitaðar. í júní fyllast allir firðir á SV-Grænlandi af loðnu, og eru torfurnar svo þykkar að naumast er hægt að kasta spæni í sjóinn öðruvísi en að krækja í loðnu. Bleikjan heldur sig við loðnuna og lít- ur þá yfirleitt ekki við agni veiðimanna, enda hefur hún af nógu að taka. Meira að segja þorskurinn verður svo latur í öllu þessu æti, að hann lítur varla við öðrum loðnum en þeim, sem synda nánast beint upp í gin hans. Þegar komið er hinsvegar fram í júlílok er loðnan að mestu horfin, bleikjan orðin spikfeit en hinsvegar lítið far- in að hreyfa sig upp í árnar. Göngurnar í árnar hefjast venjulega í ágúst og standa hæst í lok þess mánaðar og í september. 1 júlílok er bleikj- an með ströndum fjarðanna og tekur þá spæni veiðimanna vel. Sá, sem þessar línur rit- ar, hefur þannig einu sinni, fyrir þremur árum, horft á fimm veiðimenn draga um 30 vænar bleikjur á tveim klukkustundum á lítilli mal- areyri um klukkustundar sigl- ingu frá Narssarssuaq. Þessar bleikjur voru frá 3 og upp í 8 pund. Grænlandsbleikjan er harð- snúinn fiskur á færi, og ólík því, sem vatnableikjuveiði- menn hér heima þekkja. Hún líkist laxi eða sjóbirtingi miklu meir en vatnableikju eða jafnvel sjóbleikju hér við land, og geri ég ráð fyrir að straumharka grænlenzku ánna hafi í gegnum aldirnar hert stofninn í þessu tilliti. Yfirleitt er bleikjan við Grænland 2—5 pund að þyngd, en 7—8 punda fiskar eru algengir. Séð hefi ég 11 til 12 punda fiska dregna þar og bleikjan getur orðið þarna 14 pund að þyngd. Um veðrið er það að segja, að þótt þeim, sem áður hafa verið á þessum slóðum í júlí- mánuði hafi ekki þótt það sérstaklega gott á grænlenzk- an mælikvarða í fyrra, eink- um vegna þess að mikið rigndi í þrjá daga, voru allir þátttakendur í þeirri ferð hissa á hversu hlýtt var í Eiríksfirði. Síðustu daga ferð- arinnar var hinsvegar skín- andi veður, heiðskírt og hlýtt. Komst hitinn í 26—27 stig i forsælu og jaðraði þá við að ýmsum þætti nóg um. Líkt og í fyrra er gert ráð fyrir, að þátttakendum í ferð- inni i sumar verði skipt í fjóra hópa, og að þeir haldi síðan til veiða og skoðunar- ferða hver á sinn stað. Með hverjum hópi verður leið- sögumaður, sem þekkir til veiða á þessum slóðum. Far- arstjórar í ferð þeirri, sem farin var sl. sumar voru Þor- steinn Jónsson, Birgir Þor- gilsson, Sigurjón Jónsson og Haukur Hauksson og er gert ráð fyrir að sömu fararstjórar verði í ferðinni í sumar. Þannig lítur grænlenzka bleikjan út. Myndin er tekin í Ei- ríksfirðL Og hvað kostar það? munu flestir vilja vita. Ferðin öll, þ. e. flugferðir, fæði, húsnæði, veiðileyfi og bátsferðir inni- falið, kostar kr. 10.500 með söluskatti. Farið verður að morgni 26. júlí og komið aftur til Reykjavíkur að kvöldi 1. ágúst. Til samanburðar má geta þess, að sex daga veiðiferð í sæmilega góða laxveiðiá hér- lendis mun kosta um 20.000 kr. (þ.e. veiðileyfi, gisting og fæði). Ráðgert er að halda fund með því fólki, sem hyggst fara í ferð þessa, nú á næst- unni, og verða þar sýndar myndir frá þeim slóðum, sem heimsóttar verða, svarað fyr- irspurnum o. s. frv. f lok þessa spjalls væri ekki úr vegi að heyra hvað Þátttakendur í veiðiferðinni til bugt“ skammt frá Narssarssuaq sumri við veiðar í svonefndri „Helikopter- tveir af þátttakendum úr ferð þeirri, sem farin var á sL sumri hafa að segja. i Guðmundur J. Kristjánsson, form. Landssambands ísl Stangaveiðimanna: „Hafi menn á annað borð áhuga á útilífi og sportveiði mundi ég hiklaust ráðleggja þeim að bregða sér í Græn- landsferð. Jafnvel þótt lax sé } þar ekki að finna sem slíkan, er þarna góður og fallegur bleikjustofn, og um leið margt og mikið að sjá, sem hlýtur að hrífa , hvern ferðamann stórbrotið landslag og veðrið yfirleitt betra og stilltara en að feta í fótspor feðranna, og skoða það, sem hinir fornu Grænlendingar hafa skilið eftir sig.“ „Ég var mjög ánægður með ferðina í fyrra, og ætla aftur til Grænlands í sumar, njóta þar útiveru og góðs félags- skapar. Um leið vildi ég þakka Flugfélagi Islands fyr- ir að gefa okkur kost á viku- dvöl í Grænlandi, því skemmri má tíminn ekki vera.“ Baldur Jónsson, vallarstjóri: „Ferðin sl. sumar var eftir- minnilegasta veiðiferð, sem ég hefi farið, og hefi ég farið þær nokkrar. Allur viður- gjörningur var eins og bezt varð á kosið. Auk þess var þetta ódýrasta veiðiferð, sem ég hefi farið. Hvers geta menn óskað sér betra en að geta sameinað það tvennt, að koma til lands eins og Græn- lands og merkra staða þar, og skemmtilegustu tóm- stundaiðju, sem hægt er að hugsa sér, sem er veiðin? Ég á enga þá ósk heitari en að komast aftur á þessar slóðir í sumar." -hh Kona óskast Óskum að ráða konu til eldhússtarfa (uppvask og fleira). Upplýsingar í síma 12112. Kvennaskólastúlkur árgangur 1957. Fundur í Snorrabúð, Hótel Loft- leiðum þriðjudagskvöld 16. maí kl. 8:30. Nánari uppl. í síma 81796. Mætum allar. ffllDnaiirj g|*^tApiO*TV^| Igjf SJONVARPSTÆKJ |:|: Nóatún 27. p ijl Sími 10848. || Nauðungarnppboð sem auglýst var í 20., 23. og 27. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Fellsmúla 9, hér í borg, talin eign Bjarneyjar Hall, fer fram eftir kröfu Sveins Snorrasonar hrl., á eigninni sjálfri, þriðju- daginn 16. maí 1967, kl. 2.30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Byggingarverkfræðingur sem starfað hefur erlendis og aðallega fengist við burðarþolsútreikninga og konstruktioner á járn- steypu og strengjasteypu óskar eftir atvinnu. Hefur auk þess kynnt sér CPM/prent og IBM/360 og fl. Hin mismunandi svið byggingarverkfræð- innar koma til greina. Tilboð óskast strax send Morgunblaðinu merkt: „Verkfræðingur — 2157“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.