Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1067. Hearts kemur til Vals VALUR hefur heimild til að bjóða heim erlendu liðið í vor og hafði verið samið við austur- þýzka landsliðið að leika hér tvo aukaleiki á vegum Vals, en Jjegar slitnaði upp úr þeim samn ingum, var úr vöndu að ráða þar sem tími til stefnu var stutt ur orðinn. En nú hefur svo vel til tekizt, fyrir milligöngu Björgvins Schram, form. K.S.Í., að ákveðið er að hið velþekkta fyrstu deildar lið HEARTS frá Edinborg komi hingað hinn 18. maí og ieiki 19., 22. og 24 maí. Skozk lið eru nú mjög eftir- sótt, þar sem mörg þeirra hafa skarað fram úr í ár í keppni um eftirsóttustu bikara sem um er keppt af beztu iiðum Evrópu, og eru nú í úrslitum í a.m.k. tveimur þeirra. Vonandi verður Laugardals- völlurinn þannig að leikirnir við Skotana geti farið þar fram. Celtic vann þre- fnldon sigur SKOZKA liðið Glasgow Celtic — sem komið er í úrslit um Evrópubikar meistaraliða — náði jafntefli 2-2 á móti Glasgow Rangers á laugardag, en með jafnteflinu hefur Celtic tryggt sér sigurinn í 1. deildinni í Skot- landi annað árið í röð. Sigurinn fullkomnaði „þrennd arsigurinn". Celtic vann bikar- keppni deildarliða og einnig skozka bikarinn. Liðið á í vænd um úrslitaleik um Evrópubikar móti Inter Milan en sá leikur verður í Lissabon 25. maL AÐDRAGANDI að fyrsta að marki Fram. Ingvar er í inum litlu síðar til Reynis né Jóhannes Atlason, sem knattspyrnumarki sumarsins baráttu við miðvörð Fram og (nr. 11) og hann fékk skor- stendur í marki Fram, fengu í Reykjavík. Valsmenn sækja markvörð. Ingvar kom knett- að. Hvorki markvörður Fram við ráðið. KR vann Þrótt með ,aðeins' 3-1 — i heldur tilþrifalitfum leik „Myasskoðua “ á QZ-þáiSBakeudum ALÞJÓÐA Olympíunefndin sem setið hefur á árlegum fundi sínum í Teheran undan farna daga, hefur m.a. ákveð ið, að allir þátttakendur á Olympíuleikum framtíðarinn ar verði að gangast undir „kynskoðun". Það var fulltrúi Nýja Sjá- lands sem bar tillöguna fram og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða. Einnig var samþykkt að framkvæmdanefnd OL- leikja hefði aðstöðu til að sannprófa hvort keppendur hefðu neitt deyfi- eða örfandi lyfja. Varðandi „kynskoðunina" skal 'þess getið, að henni var beitt á EM sl. surnar. Hefur komið í ljós að sumar konur eru að likamsbyggingu ekki ólíkar karlmönnum og eins eru þess dæmi að karlmaður hafi dulbúið sig sem konu og sigrað í kvennakeppni. Það má því telja tímabært að alþjóða OL-nefndin grípi í taumana. MARGIR knattspyrnuunnend- nr höfðu alið þá von í brjósti að KR-ingar kæmu í vor til ileiks á knattspyrnuvellinum galvaskari en nokkru sinni fyrr. En sú von brást að mestu er KR-ingar mættu Reykjavíkur- meisturum Þróttar á .mánudags- kvöldið. Að vísu unnu KR-ing- ar R.-víkurmeistarana með 3—1, en leikurinn bar ekki þann svip sem menn höfðu vonað. Hafa þá fjögur af fimm Reykjavíkur- liðum sýnt getu sína — í einum leik. Óséðir eru Víkingar. Eina gleðivonin í þessari fyrstu lotu er hið unga lið Fram. Leikur KR og Þróttar var lengstum sviplítill. Ónákvæmn- in var mikil einkum er að mark- inu dró. Þrátt fyrir miklum mun meiri sókn tókst KR-ingum aðeins að skora eitt mark fyrir hlé og var Gunnar Felixsson þar að verki, en markið má þó fyrst og fremst skrifast á reikning varnar Þrótt- ar sem vægast sagt tókst mjög Xlaufalega. Snemma í síðari hálfleik lék Gunnar Fel. mjög vel upp kant- inn og sendi fallega sendingu til Baldvins miðherja sem skoraði af stuttu færi. Þróttur fékk minnkað bilið með laglegu marki eftir hratt upphlaup og gegnumbrot Guð- mundar Vigfússonar útherja Þróttar. Var þar snaggarlega að verið og skotið gott. Jón Sigurðsson innsiglaði svo sigur KR með fallegu marki er tæplega stundarfjórðungur var til leiksloka. Þróttarliðið er miklum mun lakara en það var í vorleikjun- um í fyrra. Frá því sjónarmiði hefði sigur KR átt að vera stærri, en KR-liðið brást sem fyrr segir vonum manna um að þar væri nú vakning sem kæmi til með að gleðja knattspyrnu- unnendur. Heimsmeistar- arnir töpuðu ATLETICO MADRID sigraði Penarol í Uruguay í gærkvöldi með 3 mörkum gegn 1. Leikur- inn fór fram í Madrid. Penarol heldur heimsmeistaratitli félags liða — en sá titill er látinn fylgja sigri í ikeppni milli sig- urvegara í Evrópukeppni meist araliða annars vegar og sigur- vegara í S-Ameríkukeppninni hins vegar. Enskur þjálfari til KR K.S.Í. hefur útvegað K.R. knatt- spyrnuþjálfara, sem mun koma hingað 22. maí og dvelja í 6—7 vikur til að þjálfa ýmsa aldurs- flokka K.R. Þjálfari þessi, Mr. R. Lewin að nafni, hefur í nokk- ur ár verið aðalþjálfari New- castle United, sem nú leikur í 1. deild ensku keppninnar. Frétt frá KSÍ. Mildenberger neitaði Clay um „fjáröflunarkappleik" Saksóknari krefst 5 ára fangelsis fyrir Clay CASSIUS CLAY er í vand- ræðum. Sólskinsdagarnir eru liðnir — í bili að minnsta kosti. Veskið er að verða tómt og alls staðar fær hann neikvætt svar hvert sem hann leitar og um hvað sem hann biður. Dómstóll í Houston hefur kært hann og krafist refsing ar fyrir það brot hans að neita að sinna herkvaðningu. Framkvæmdastjírinn stend ur hins vegar í ströngu við að reyna að fá leiki við ein- hverja hnefaleikakappa til þess að rétta við fjárhaginn. Hann hefur leitað til Mildenbergers hins þýzka Evrópumeistara og farið fram á kappleik í Stokk- hólmi. Framkvæmdastjóri Mildenbergers segir þvert nei. „Mildenberger er einn þeirra sem á að kcppa um hinn lausa heimsmeistaratitil. Hversvegna skyldi hann leggja álit sitt hjá sambönd- um og ráðum hnefaleika- manna í hættu með því að berjast við Clay — aðeins til að Clay græðist fé? spyr hann. „Hvers vegna á Milden berger að aðstcða við að afla fjár í baráttu við sam- bönd sem vilja láta virða aga og rétt?" Og málið lítur illa út. Mað- urinn sem borið hefur sigur- orð af öllum sínum keppinaut um og er óumdeilanlega mesti hnefaleikari vorra tíma, er nú vinafár og yfir- gefinn — af öllum nema Múhameðstrúarmönnum. Maðurinn sem gortaði og hæddi aðra mest með stór- yrðum og stærimennsku, er nú þögull og sagnafár. Saksóknari Texasríkis hef- ur krafist þyngstu refsingar fyrir brot Clays. Þyngsta refsing er 5 ára fangelsi. Trú- bræður hans verja hann og segja að saksóknarinn vilji flýta málinu. Saksóknarinn neitar og segir að svona mál taki 30—60 daga. Clay var sleppt við var@- hald eftir að hann hafði við- urkennt sök sína og sett 35 þús. dala tryggingu — þar af 3500 dali í reiðufé. Það er talað fjálglega í rétt arhöldunum — en Muhamed Ali hefst lítt að sjálfur. Myndin sem hér fylgir og tek in var fyrir einn af hans kappleikjum á vel við eins og málin standa í dag. BndmÍHtoH TENNIS- og badminítonfélag Reykjavíkur mun í sumar hafa fasta æfingatíma í íþróttahúsi Vals alla þriðjudaga kl. 6—9 að kvöldi. Eiga allir félagsmenn jafnan rétt á að nota þessa tíma gegn 25 krónu gjaldi hverju siniii. Vormót ÍH 18. maí VORMÓT Í.R. verður haldið á Melavellinum 18. þ.m. og verð- ur keppt í eftirtöldum greinum: Fyrir karla. Hástökk, kúluvarp, kringlu- kast, sleggjukast, langstökk, 1500 m. hl. 400 m. hl. 10 m. hL og 4x100 m. boðhlaup. Fyrir konur. Hástökk, 100' m. hl. og 4x100 m. boðhlaup. Fyrir drengi og sveina. 100 m. hl. og 4x100 m. boð- hlaup. Þátttökutilkynningum sé skil- að á Melavöllinn til Karls Hólm eða Jóhannesar Sæmundssonar fyrir 14. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.