Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAI 1067. *-> . „Hunangsilmur" í Lindarbæ Ný Snrtseyjarkvik- mynd frumsýnd í kvöld ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ frumsýnir fimmtudagskvöldið 11. þ.m. leik ritið Hunangsilm eftir brezka leikrita- og smásagnahöfundinn Shelagh Delaney, sem var að- eins 19 ára gömul, þegar hún skrifaði leikritið, sem á frum- málinu heitir A TASTE OF HONEY. Shelagh Delaney er brezk verkakona og um þær mundir sem hún skrifaði leikritið, vann hún í verksmiðju í Manchester. Hún sendi leikritið Joan Little- wood og var það frumflutt við góðar undirtektir af Theatre Workshop í London í maímán- uði árið 1958. Hlaut leikritið Charles Henry Foyle-verðlaun- in, sem veitt eru árlega nýju leikriti, sem þykir skara fram- úr. Var leikritið seinna sýnt í átján mánuði samfleytt í West End. Síðan hefur Shelagh skrif- að fleiri leikrit auk smásagna. Hunangsilmur fjallai- um 'íf fátækrar stúlku í Manchester, um móður hennar og þá menn sem þær mæðgur kynnast og umgangast. Er leikritið skrifað af djúpu innsæi í líf þessa fólks, en höfundur ólst sjálf upp í því fátækrahverfi, sem leikurinn gerist og þekkir því verkefnið til hlítar. Leikarar eru fimm; stúlkuna leikur Brynja Bene- diktsdóttir, en móður hennar Helga Valtýsdóttir. Mennirnir SINFÓNÍ UHLJ ÓMS VEIT ís- lands heldur tvenna tónleika nú í vikunni, n.k. fimmtudagskvöld og á laugardaginn kl. 3. A fimmtudagstónleikunum munu tvö verk heyrast hér í fyrsta sinn, Fiðlukonsert Béla Bartóks og Kadensa og dans eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Einleikari í báð um tónsmíðunum verður Dénes Zsigmondy. Zsigmondy stundaði nám í Tónlistarakademíunni í Búda- pest. Strax að námi loknu hófust tónleikaferðir hans um alla Evrópu og skömmu síðar til þrír sem kom fram í leiknum eru leiknir af Bessa Bjarnasyni, Sigurði Skúlasyni og Gísla Al- freðssyni. Leikstjóri er Kevin Palmer, en leikmynd og bún- inga hefur Una Collins gert. Þýð andi er Ásgeir Hjartarson. Norður-, Mið- og Suður Ameríku og Austurlands. Á ferðum sín- um hefur Zsigmondy leikið með hinum fremstu hljómsveitum. Hann hefur einnig verið stjórn- andi einleikaranámsskeiðs í fiðluleik í Alþjóðlegum sumar- skóla Weikersheim kastala. Fimmtudagstónleikunum lýk- Dénes Zsigmondy ur með fjórðu sinfóníu Tsjai- kovskýs. Seinustu „sunnudagstónleik- ar“ vetrarins verða að þessu sinni fluttir fram á laugardag og hefjast þeir kl. 3, eins og áður er sagt. Þar verður Zsig- mondy einnig einleikari og leik- ur Poeme eftir Chausson og Tzigane eftir Ravel. Þar að auki leikur hljómsveitin „Ung- verska þjóðlagasvítu" eftir Weiner, svítu af dönsum frá seinustu fjórum öldum eftir Coates og loks Bolero eftir Ravel. Stjórnandi á báðum tón- leikunum verður Bohdan Wodic- zko. Aðgöngumiðar að þessum tónleikum eru seldir í bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar og bókabúðum Lárusar Blöndal. Teknir af lífi Accra, Ghana, 9. maí (AP) Tveir liðsforingjar úr hernum í Ghana voru teknir af lífi í dag fyrir aðild að misheppnaðri byltingartilraun, sem gerð var í landinu hinn 17. apríl s.I. Á FUNDI Ferðafélags fslands í kvöld, miðvikudagskvöld kl. 8,30 verður frumsýnd ný kvik- mynd um Surtseyjargosið eftir Ósvald Knudsen og nefnist hún „Með sviga lævi“. Mynd þessi er framhald fyrri kvikmyndar Ósvalds „Surtur fer sunnan“. Hefst myndin vorið 1965, þeg- ar hraunrennsli var að hætta úr Surtsey. Um sama leyti hófst gos í Syrtlingi og sést Það frá upphafi, en þvi lauk í septem- ber sama ár og hvarf eyjan skömmu síðar og er þar nú 20 metra dýpi. Lá gos niðri í Surtsey. Á ann- an í jólum 1965 hófst nýtt neðan sjávargos suður af Surtsey og myndaðist þar eyja, sem nefnd var Jóðnir og varð hún stærst 30 hektara og 70 metra há. Hún er nú horfin aftur. Einnig sýn- ir myndin hraungosið, sem hófst í Surtsey á ný 19. ágúst 1966 og stendur enn, úr hinum upp- runalegu gígum Surtseyjar. Ósvaldur Knudsen hefur nú farið milli 60 og 70 feyðir út í Surtsey til myndatöku og eru kvikmyndir hans merkar heim- ildir um gosið. þar sem fylgst hefur verið með öllum stigum þess frá upphafi. Eins og í fyrrl myndini hefur Magnús Blöndal Jóhannesson samið tónlistina og Dr. Sigurður Þórarinsson samið og flutt texta. Dr. Sigurður Þórarinsson sagði, er fréttamönnum var sýnd kvikmyndin, að Surtseyjargos- ið nálgaðist nú að vera íslands- met, hvað lengd snerti og myndi ná tímalengd Mývatnselda snemma á sumri komanda. Kvað hann ástæðu til að ætla að f Surtsey væri sagan að endurtaka sig og væri sennilegt að Bjarn- ey, og fjeiri af Vestmannaeyjum, væru kiarnar úr hliðstæðum gos- um. Gat Sigurður þess, að á nærri tveimur árum, sem gios lágu niðri á eynni, hafi hún minnkað um 10 hektara, en er nú aftur búin að ná fyrri stærð. Taldi hann líklegf að eyjan myndi minnka verulega með ár unum, en einhver hluti standa eftir. Nafn kvikmyndarinnar kemur úr Völuspá, næstu línu á eftir Surtur fer sunnan. Sagði Dr. Sig- urður að enn væru í Völuspá mörg góð nöfn á Surtseyjar- kvikmyndir, sem á eítir þessum tveimur kynnu- að koma. Bílaverkstæði Af sérstökum ástæðum er bílaverkstæði ásamt sprautum til sölu. Tilboð merkt: „848“ sendist Mbl. fyrir 13. þ.m. Smiðir Vantar nokkra faglærða menn eða menn vana smiði á eldhúsinnréttingum. Timburiðjan hf. Simi 36710, eða 19407. 2ja herb. íbúð Til sölu er 2ja herbergja íbúð í kjallara í húsi við Kleppsveg. íbúðin selst tilbúin undir tréverk og sameign fuilgerð. Sérinngangur. Sérþvottahús. Sér hiti. Afhendist strax. Teikning til sýnis á skrif- stofunni. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími 14314. Matreiðslustörf Kai'l eða kona óskast til matreiðslustarfa á sumar- hóteli. Upplýsingar í síma 12423. Vantar skipstjóra vanan humarveiðum á 65 tonna bát frá Keflavík. Upplýsingar í símum 2058 og 2032. Framkvæmdastjóri Ungmennafélag fslands óskar eft.ir að ráða fram- kvæmdastjóra frá 1. júní n.k. Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstofu félagsins Lindar- götu 9 kl. 5 — 7 alla virka daga nema laugardaga. Sími 12546. Stjórn Ungmennafélags fslands. TIL SÖLU Einbýlisbús — i^lnarfirði Fallegt einbýlishús á fallegum stað í Hafnarfirði. 3 svefnherbergi og bað á efri hæð tvær stofur. eldhús með borðkrók og snyrtiherbergi á neðri hæð, 2 herbergi ásamt geymslu og þvottahúsi á jarðhæð, þar mætti hafa 2ja herbergja íbúð. Fall- egur garður. EINBÝLISHÚS. Lítið einbýlishús við Garðaveg i Hafnarfirði. Skip og Fasteignir Austurstræti 18. — Sími 21735. Eítir lokun 36329. Sinfóníusveitin heldur tvenna hljómleika

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.