Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 7
 '■V&4- * •' *y? ;í? *? jf*v -.7 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1967. 7 Grundvöllurinn er Kristur Sveini Þormóðssyni s.l. laugardag á Herkastalanum. e — segir Ahlberg, yfirmaður Hjálp- rœðishersins á ís- landi, Noregi og Fœreyjum, í stuttu spjalli við Mbl, „Þessu miðar hægt, en það kemur. Líklega finnst ekki nógu margt fólk á fslandi, sem vill fórna sér fyrir Hjálp ræðisherinn í dag, en þetta á eftir að breytast“, sagði Ragn- ar Áhlberg, yfirmaður Hjálp- ræðishersins á íslandi, Noregi og Færeyjum, þegar Morgun- blaðið hitti hann að máli s.l. laugardag. Við gengum inn í Herkast- alann við Kirkjustræti, og var okkur þar vísað upp á þriðju hæð, og þar áttum við stutt spjall við kommandör Áhl- berg í látlausri skrifstofu brigaders Driveklepp, en hún er „Divisionchef" á íslandi og Færeyjum. Kommandör Áhlberg er höfðinglegur maður, með fág aða framkomu, og er ánægja að hitta slíka menn. Hann heldur áfram: „Það eru 12 ár, sfðan ég síðast kom til fslands Það var árið 1955. Ég kom við í Keflavík og tók mér bíl til Reykjavíkur, til þess að heilsa upp á félaga mína hér, en viðstaðan var ákaflega stutt í það sinn. Nú hef ég aftur á móti gefið mér rýmri tíma, ferðast til Akureyrar og fsa- fjarðar og heimsótt Hjálp- ræðisherinn á þessum stöð- um, og kynnt mér starfið í þeim herbúðum“. „Mættum við fyrst spyrja um uppruna Kommandörs- ins?“ „Já, því er fljótsvarað. Ég er finnskur að ætterni 65 ára að aldri frá Helsingfors, en kona mín er sænsk, Iris Ununger, en hún starfaði á íslandi í 2 ár kringum 1946, en þaðan fór hún til Englands. Ég hef starfað áður í Holl- landi, og eftir að ég varð kommandör var ég 7 ár í Svíþjóð. Mín skoðun er sú, að fólk kunni innst inni að meta starf Hjálpræðishersins. Starfið er ákaflega áþreifanlegt, unnið fyrir opnum tjöldum, svo sem eins og gestaheimiliri sýna og ekki hvað sízt hið nýja heimili að Bjargi fyrir stúlkur, sem lent hafa á glapstigum. Eg hef haft mikla ánægju af heimsókn minni til ísiands. Það er fallegt hér í Reykja- vík. Óvíða sér maður svo marga stóra og dýra bíla, sem í Reykjavík, og gæti það bent til þess, að hér ríikti almenn velmegun. ísafjörður og Akureyri eru líka perlur, hvor á sinn máta. Enda þótt þetta sé norrænt land, gengur mér erfiðlega áð skilja málið, enda varla von, að maður komist neitt niður í því á fáum dögum. Ég hef lesið nokkuð af ís- lenzkum bókmenntum í sænskri þýðingu, því að ég er sænskumælandi Finni, m.a. hef ég lesið nokkrar bækur Laxness. Einhvernveginn finnst mér íslenzka minna mig mest á landsmálið í Noregi. Kirkjan á fslandi er gömul kirkja, og Hjálpræðisherinn byggir á sama grundvelli. Hann hefur nú starfað hér- lendis í 72 ár og við vonum, að hann eigi hér vaxandi fylgi að fagna. Hinu er þó ekki að leyna, að hann hefur átt erfið ara uppdráttar hér, en t.d. í Noregi og Svíþjóð. Andlegar vakningar hafa ekki verið eins áþreifanlegar á íslandi eins og t.d. í Noregi og Svíþjóð. Líkt og ekki sé hér til nógu margt fólk, sem vill í alvöru fórna sér fyrir Hjálpræðisherinn, en þess ber líka að gæta, að fólksfjöldi er hér ólíkur. En grundvöllur alls starfs Hjálpræðishersins er trúin á hinn upprisna frelsara mann anna, Jesúm Krist, og hann er það I4ðarljós, sem lýsir okkur veginn í starfinu. Og með hjálp hans erum við þess fullviss, að starfið mun bera ríkulegan árangur, því að Guði er ekkert ómáttugt", sagði kommandör Áhlberg að lokum. — Fr. S. FRÉTTIR 11 ára Húnvetningurinn, sem tapaði veskinu sínu, hefur fengið það til baka. Fólk á Spítalastíg 1A fann það og skilaði honum því í gær. Við búumst við því að gleðin yfir að geta skiIrV þess- um hlut, sé meiri en öll fundar- laun. Kristniboðssambandið: Fórnar samkoma í kvöld kl. 8.30 í Betaniu. Cand. phil. Marie Wilhelmsen, framkvæmdastjóri Biblíuleshringanna á Norður- löndum talar, ef hún verður komin. Nánar í útvarpi í dag. Allir velkomnir. Náttúrulækningafélag Reykja- víkur heldur aðalfund sinn í kvöld kl. 9 í matstofu NLFR að Hótel Skjaldbreið. Veitingar verða bornar fram. Stjórnin. Kristileg samkoma verður í samfcomusalnum Mjóuhlíð 16 í kvöld kl. 8. Verið hjartanlega velkomin. Mun'JT happdrætti Blindra- félagsins, Hamrahlið 17. Kvennadeild Flugbjörgunarsveit- arinnar. Fundur verður haldinn úti í sveit í kvöld kl. 9 stundvís lega. Sýndar verða myndir frá- síðustu skemmtun og frá sumar ferðalaginu. Stjómin. Keflavík. Dagheimili barna hefst 16. maí i Tjarnarlundi. Tek ið verður á móti umsóknum 10. og 11. maí frá kl. 9 e.h. á sama stað. Nefndin. Reykvíkingafélagið heldur af- mælisfund í Tjarnarbúð niðri fimmtudaginn 11. maí kl. 8.30 Skemmtiatriði: Óperusöngkonan Svala Nielsen syngur með undir leik Skúla Halldórssonar tón- skálds, Heiðar Ástvaldsson sýnir listdans. Kvikmyndasýning. Happ drætti. Dans. Takið gesti með. Stjórnin. Kvenfélagið Njarðvík heldur síðasta fund vetrarins fimmtu- daginn 11. maí kl. 9 í Stapa. Halldór Ingibjörnsdóttir sýnir myndir úr Noregsferð. Stjórnin Slysavarnadeildin Hraun- prýði, Hafnarfirði hefur kaffi- sölu á lokadaginn 11. mai í Sjálfstæðis- og Alþýðuhúsinu. Velunnarar félagsins, sem ætla að gefa kökur, eru vinsamlegast beðnir að koma þeim í húsin á miðvikudagskvöld. Munið Geðverndarfélag fs- lands og frímerkjasöfnun fé- lagsins. Pósthólf 1308. Reykja vik. Gjörist virkir félagar. VÍSLKORINI Velvild, þekking, vit og trú, vilja bæta heiminn. „Leiðin hrn“ urn lygabrú, liggur út í geiminn. Erpur. Spakmœli dagsins Hjálpræðisherinn þarf engra sérstakra vitna við. Verk hans bera honum næg vitni. — A. Harnack. KOSNINGASKRIFSTOFA SJALFSTÆÐISFLOKKSINS UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA er í Lækjargötu 6 B. Skrifstofan er opin alla daga kl. 9 f.h. til 5 e.h. Upplýsingar um kjörskrá veittar í síma 20671. Stuðningsfólk Sjálfstæðisflokksins er beðið að hafa samband við skrifstofuna og veita henni upplýsingar varðandi kosningarnar. Gefið skrifstofunni upplýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördegi, innanlands (sími 19709), utan- lands (s. 16434). Stór 2ja herb- íbúð til leigu í fjóra mánuði. Húsgögn geta fylgt. Uppl. í síma 82971 í dag og á morgun. íbúð óskast Kona með stálpaða dóttur óskar eftir lítilli íbúð. Gæti litið eftir börnum 1—2 kvöld í viku. Uppl. í síma.22150. Til leigu rúmgóð 4ra herb. íbúð frá næstu mánaðamótum. Tilb. sendist Mbl. merkt „970“ fyrir 13. maí. Sumarstarf 17 ára verzlunarskóla- stúlka óskar eftir atvinnu í sumar. UppL í síma 51772. Sveit 10 ára drengur óskar eftir að komast í sveit, meðgjöf. Upplýsingar í síma 37907. Sveit Drengur á tó'lfta ári óskar eftir að komast í sveit. Upplýsingar í síma 37907. Stúlkur 16 ára stúlkur óska eftir vinnu frá 1. júní. Margt kemur til greina. Sími 12819. Ábyggileg stúlka óskast í matvörubúð um miðjan maí. Tilboð merkt „849“ sendist afgr. Mbl. íbúð óskast Kennari óskar eftir 2—3 herb. íbúð. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Vinsaml. hringið í s. 17323 eftir kl. 5 næstu daga. 15 ára stúlka óskar efitir vinnu við barnagæzlu og heimilis- störf á góðu sveitaheimili. Tilboð sendist Mbl. fyrir 18. þ. m. merkt: „Gott heimili 916“. Sveit Get bætt við nokkrum börnum til dvalar í sumar um 3ja mánaða skeið á aldrinum 7—8 ára. Uppl. á gímstöðinni Seljaland kl. 16—19 í dag. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Moskwitch ’57 til sölu, öll dekk ný, selst ódýrt. Uppl. í síma 50668 eftir kl. 7 í kvöld. Ford Station ’54 til sölu, selst ódýrt. Uppl. í síma 40309. Háseta vantar á handfærabát. Uppl. í síma 41105. Til sölu er sem nýr gírkassi í Ford ’55—’57. Uppl. í síma 19568. Til sölu góðir helluofnar. Upplýs- ingar í síma 35854. Atvinna óskast 17 ára stúlka með gagn- fræðapróf, vön afgreiðslu- störfum óskar eftir at- vinnu. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt „Atvinna 898“. Mótatimbur Til sölu notað mótatimbur, 1x6, 1x7 og 2x4. Uppl. í síma 41016 milli kl. 6—8 í kvöld. Til sölu er Chevrolet vörubifreið, árgerð 1955, í góðu lagi og nýskoðuð. — Upplýsingar í síma 14728. Hafnarfjörður Til sölu á sérstöku verði 3ja og 4ra herb. íbúðir. Sérstaklega hagkvæm kjör, ef samið er strax. Sími 51395. 25 ára háskólastúdent í BA óskar eftir sumar- starfi. Góð þýzkukunn- átta. Tilboð sendist Morg- unblaðinu merkt „Sumar- starf 971“. Atvinna óskast 16 ára reglusama og á- byggilega stúlku vantar atvinnu, t. d. við af- greiðslustörf, en ýmislegt fleira kemur til greina. Uppl. í síma 17446. Keflavík Vantar mann, vanan járn- smíði. Einnig reglusaman nema. Vélaverkstæði Sverre Stengrimsen Keflavík. Kvenskór eru okkar sérgrein Sumartízkan er að koma. Sólveig Hafnarstræti 1. Bezl ú auglýsa Morgunbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.