Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 10. MAÍ 1967, BÍLALEIGAN FERÐ SÍMI 34406 SENDU M magnúsar skipholti21 símar21190 eftir lokun limi 40381 — »<Ö8,M' 1-44-44 \mm HverfisgStn 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bílaleigan tngólfsstræti 11. Hagstætt leigugjaid. Bensin innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAN V AKU R Sunðlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 4 , —'Sr/lAIF/GA/V RAUOARARSTÍG 31 SlMI 22022 Fjaðrir. fjaðrablóð. hljóðkútai púströr o.fl varahlutir f margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180 Bílarnir gera innrás Bílaeign Rey'kvíkinga er orð- in mikil, og munu mjög óvíða jafnmargir bilar í umferð og hér í borgum af svipaðri stærð og Reykjavík er. Þeitta er að vissu leyti ánægjulegt og sýn- ir velmegun okkar. Aðrir mundu segja, að það sannaði bara rétt einu sinni, að við kynnum okkur ekki hóf í ban- settri „lífsþægindagræðginni". Þessi bilamergð hefur ýmsa ókosti í för með sér. Einn er hörgullinn á bílastæðum. Er- lendis er þetta víða eitt helzta vandamál borgarlífsins, sem ekki hefur tekizt að leysa, þráitt fyrir bílageymslur ofan jarðar og neðan, skerðingu almenn- ingsgarða o.s. frv. Hér í Reykja vík er alkunná, hve erfiðlega ge'ír gengið að finna bifreið stæði nálægt viðkomustað öku- manns. Vissa tfma dags er næstum ókleift að þarraka bíl- um á ákveðnum;sVæðum borg- arinnár. (Ég nöta orðið „parr- aka“, finnst það mun skárra og íslenzkulegra en orðmynd- in „að parkera“. Þá finnst mér eðlilegt að nóta „stæði“ eða .„bílástæði" í stað hörmungar- innár „parkeringspláss“, sem &ít heyrist). , Nú er svo komið, að hvergi Stúlkur óskast á sumarhótel. Upplýsingar í síma 12423. 3ja herb íbúð á góðum stað í Vesturborginni til leigu nú þegar. Aðeins reglusamt fólk kemur til greina. Tilboð sendist sem fyrst í pósthólf 1307. Trillubátaeigendur Vil kaupa bát, stærð 4—10 tonna. Má vera vélar- laus, ef báturinn er góður. Frambyggður bátur kemur ekki til greina. Vinsamlegast sendið allar upplýsingar um bát, vél og skilmála fyrir 17. maí á afgreiðslu blaðsins merkt: „Hagkvæm kjör 847“. Iðnaðarhúsnæði Til leigu 240 ferm. jarðhæð. Tilboð óskast send >’• .. .; Mbl. fyrir 15. þessa mánaðar, merkt: „918.“ Neniendur frá Staðarfellsskóla veturinn 1941—1942. Ferð fyrirhuguð að Staðar- felli 4. júní. Upplýsingar í símum 41970, 34287 og 23332. 20 til 70% afsláttur Þar sem verzlunin er að hætta eiga allar vörur að seljast. Notið tækifærið. Verzlunin ÁSA, Skólavörðustíg 17. — Sími 15188. má verða auður blettur í Mið- borginni, án þess að bílar ryðj- ist þegar inn á svæðið og leggi það undir sig. Varla var búið að hreinsa brunarústirnar við Lækjargötu og Vonarstræti, fyrr en farið var að leggja bíl- um þar, og nú, þegar Baðhús Reykjavíkur við Thorvaldsens- stræfti 'vár rifið, þyrpast bílarn- ir umvörpum inn á húslóðina, Eins og nú horfir, er áreiðan- legt, að seint verður of mik- ið tillit tekið til bílastæða, þeg- ar framtíðarskipulagi Reykja- víkurbörgar er til umræðu. TÍf SvifnÖkkvi eða loftpúðaskip? Að undanförnu hefur ný gerð skipa verið nokkuð til umræðu hér á íandi, þie.a.s. hin svonefndu loftpúðaskip. Minnir mig, að nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi bor- ið fram tillögu um, að gagn- semi þeirra verði könnuð við íslenzka staðhætti, aðallega á leiðinni milli Vestmannaeyjá og lands. Alla vega eru þetta hin þarf- legustu og merkilegustu skip, sem víða er farið að nota úti um heim, að sjálfsagit er að rannsaka, hvort þau henta hér. En það er nafnið, sem mig langar til þess að gera athuga- semd við. Geta ekki allir orðið sammála um, að „loftpúðaskip“ er bæði ankannalegt og stirð- legt, jafnvel hlægilegit orð? Hver Vill verða loftskeytamað- ur á loftpúðaskipi? Og hvern- ig verða samsetningarnar? Loft púðaskipstjóri o.s. frv.? Loft- púðar finnst mér hljóta að vera blásnir belgir, sem fólk flotar sér á á baðströndum eða belgir, sem bundir eru á bak börnum við sundkennslu. Mig rámar í að hafa séð orð- ið „sifnökkvi" notað einhvers staðar. Það er e.t.V. fullstirt og óþjált, en skár lízit mér þó á það en hitt. Gaman væri, ef lesendur Vel vakanda vildu skjó.ta að honum hugmyndum sínum um framtíð arorð íslenzkunnar um þenn- an farkost. 1 ' ^ Hver orti? „Gamli" skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Einhvern tíma hjálpuðuð þér lesanda yðar við að grafa upp höfund vísu eða kvæðis, séitt hann kunni. Nú í vetur hefur stundum skotið upp í huga rhér vísu, sem ég hef lært í æsku minni, og held ég, næstum með vissu, að hún sé úr rímu. Nú langar mig til þess að biðja yður um að birta þessa vísu í þeirra von, að eínhver les- andi yðar eða þér sjálfur kann ist við hana, hvaðan hún sé og hver hafi ort. Þá er ég viss um, að fleira mundi rifjast upp fyrir mér. úr rímunni, sem ég held, að hún sé úr. Vísan er þannig: Tekst upp sorgin, tignir garp- ar týna baugi, mun hann líkjast moldar haugi, maðrinn verður skjótit að draugi. Virðingarfyllst, „Gamli". Velvakandi þakkar þetta kurteislega bréf. Það er ekki oft, að hann er þéraður í seinni tíð. Þeir, sem geta veitt um- beðnar upplýsingar mundu að sjálfsögðu fá rúm hér I dálk- unum fyrir þær. Trésmiðir - trésmiðir Vantar trésmið eða laghentan mann á verkstæði vort. Upplýsingar ekki veittar í síma. Timburverzíun Árna Jónssonat Laugavegi 148. Ódýrir strigaskór lágir og háir Lágir. Stærðir: 27—35, kr. 67, 36—38, kr. 74, 39—42, kr. 83, 43—45, kr. 90. Háir. Stærðir: 27—35, kr. 73, 36—38, kr. 77, 39—42, kr. 92, 43—45, kr. 99. Skóbúð Austurbæjar Laugavegi 100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.