Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐH), MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1967.
Plötur á grafreiti fást á Rauðarárstíg 26. — Sími 10217.
Herbergi óskast Reglusamur útlendingur óskar eftir litlu, ódýru herbergi í kjallara. Tilboð sendist Mbl. merkt „938“.
Til sölu Chevrolet ’59, ógangfær. — Upplýsingar í sima 40600.
Óska eftir að komast í byggingarfélag sem byggir raðhús. Tilboð ásamt uppl. sendist fyrir 1. júní merkít: „Húsasmiður 917“.
Hestur til sölu Til sölu sex vetra rauður foli. Taumvanur. Álitlegt hestefni. Til sýnis í FákL UppL í sima 10309 og 17368 eftir kl. 6 á kvöldin.
íbúð óskast Hjón með 7 ára barn óska eftir 2ja til 3ja herb. íbúð. Uppl. i sima 24804.
Vantar herbergi Fullorðna konu vantar herbergi, helzrt með eldim- arplássi. Til endurgjalds gæti komið húshjálp í ein- hverri mynd. UppL í sima 38397.
Kona óskar eftir 1—2 herbergjum og eld- húsi. Óska eftir 1 herbergL Upplýsingar á sama stað. Sími 81046.
Miðaldra hjón með 5 og 15 ára drengi óska eftir 2ja—3ja herb. fbúð. UppL í síma 30990.
Hjón með tvö börn óska eftir að taka á leigu 2ja—3ja herb. íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 40938.
tbúð Kona með unglingstelpu óskar eftir ibúð. Hef ör- ugga atvinnu. Skilvís greiðsla. Sími 34439.
Bfll til sölu Til sölu Skoda Station ár- gerð ’59 í góðu ásigkomu- lagL UppL í sírna 52140.
Til sölu ný hreingerningavél og grill á Chevrolet pickup ’53. Uppl. í síma 21604.
Sjónvarpsloftnet Annast viðgerðir og upp- setningar. Fljót afgreiðsla. Pantanir í síma 36629 dag- lega.
Eggja- og dúntaka Vil leigja eyjar á sunnan- verðum Breiðafirði til eggja- og dúntöku á þessu vori. Uppl. veittar í síma 32356 næstu daga.
Sfóstangaveiðimót
Alþjóóasjóstangaveiðimot verður haldjð við Vestmannaeyjar og
Surtsey um hvítasunnuna. Við slógum á þráðinn til Magnúsar
Valdimarssonar í Pólum, og báðum hann að segja okkur frá, hvern-
ig undirbúningur gengL
Magnús sagði, að allt væri orðið yfirfullt, og þó nokkrir útlending
ar hefðu boð 4ð þátttöku sína mest Englendingar, og munu þeir
koma til landsins á fimmtudag og föstudag. Meðal annarra koma
Croydon, sem varð heimsmeistari í sjóstangaveiði við Helgóland
1966, og auk hans tveir biaðamenn, þeir Brian Harway frá Deily
Telegraph og John Carter frá Sunday Times, sem háðir skrifa um
íþróttir og útilíf í blöð sin.
Hótelið í Vestmannaeyjum er orðið yfirfullt, og höfum við ortðið
að leigja okkur pláss út í bæ, en Vestmannaeyingar segja, að nóg
sé af bátum í Eyjum fyrir þennan fjölda, og mun ekki af veita, þvi
að fastir þátttakendur veiða miUi 70-80, en allt mun þetta blessast,
sagði Magnús að lokum. Sjóstangaveiðimenn eru nefnilega sam-
stæður hópur, sem hefur ánægju af sinni íþrótt, sem er heilsusam-
leg og við allra hæfL
Myndin hér rJS ofan er raunar tekin í Vestmannaeyjum af Sigur-
geiri Jónassyni fyrir nokkrum árum, og sést þar Stefán Þorvalds-
son barþjónn innbyrða þann gula, en svo er að sjá, sem Stefáni
bregði ekki mikið við stórfiskinn.
ítalska vikan
Við birtum hér mynd af
frægum ítölskum hershöfð-
ingja, svona rétt í tilefni af
ítölsku vikunni, sem nú stend
ur yfir í Reykjavík.
Þetta er mynd af Túrk
hershöfðingja, sem var aðal
st tVningsmaður og vopna-
broðir ítölsku frelsishetjunn-
ar GARIBALDIS, og bezti
vinur hans.
Mynd þessa fengum við úr
safni frú Irmu Weile-Jónsson,
en hún er dóttir háskólapróf-
essors í fornleifafræði, Jens
Weile, en hann var á sínum
tíma bæði prófessor við há-
skólana i Pisa og Flórens,
Jafnframt var hann á þeim
tíma þýzkur ræðismaður í
Pisa, og tók sem slíkur á móti
m.a. Vilhjálmi Þýzkalands-
keisara og drottningu hans, en
jafnframt var heimili hans
miðstöð lista og vísinda, og
þangað komu allir frægustu
lista- og visindamenn þess
tíma.
Mynd þessi mun vera sú
eina, sem til er af Turk hers
höfðingja. Aftan á myndina
hefur hann skrifað með eigin
hendi „So war ich — so bin
ich noch“. Sú áletrun er frá
árinu 1905.
Drottinn hefnr þðknnn & þeim, er
óttast hann, þeim er biSa miskunn-
ar hans. (Sálm. 147, 11).
I DAG er miBvikudagnr 10. mai oe
er það 130. dagur ársins 1967.
Efir lifa 235 dagar. EldaskUdagL
Árdegisháflæði kl. 6.47.
Síðdegisháflæði kl. 19:05.
Upplýsingar um læknaþjón-
ustu í borginni gefnar i sím-
svara Læknafélags Reykjavíkur,
Síminn er 18888.
Slysavarðstofan 1 Hellsuvernd
arstöðinni. Opii. allan sólarhring
tna — aðeins mótaka slasaðra —
simi: 2-12-30.
Læknavarðstofan. Opin frá kl.
5 síðdegis til 8 að morgnL Auk
þessa alla helgidaga. Sími 21230.
Neyðarvaktin svarar aðeins á
virkum dögum frá kl. 9 til kl. 5
sími 11510.
Kópavogsapótek er opið alla
daga frá 9—7, nema laugardaga
frá kL 9—2 og sunnudaga frá
kl. 1—3.
Keflavikur-apótek er opið
virka daga kl. 9 — 19, laugar-
daga kl. 9 — 14, helga daga kL
Kvöldvarzla í lyfjabúðum, ef
verkfailið leysist vikuna 6.—13.
maí er í Reykjavikurapóteki og
Holtsapóteki.
Næturlæknir í Hafnarfirði að-
faranótt 11. maí er Kristján Jó-
hannesson sími 50056.
Næturlæknir í Keflavik
6/5 og 7/5 Guðjón Klemenzson
8/5 og 9/5 Kjartan Ólafsson.
10/5 og 11/5 Arnbjörn Ólafs-
son.
Framvegls verður teklð á mðtl þelm
er gefa vllja blöð I Blöðbankann, sen
hér seglr: Mánudaga. þriðjudaga.
flmmtudaga og fðstndaga trá kl. 9—U
fJi og 2—4 e.h. MIDVIRUDAGA frá
kL 2—8 e.h. laugardaga frá kl. 9—11
fJi. Sérstðk athygll skal vakin á mið-
vikudðgum. vegna kvöldtímans.
Bilanasiml Rafmagnsveitu Reykja-
vikur á skrifstofutima 18222. Nætur-
og helgidagavarzla 182300.
Opplýslngaþjðnusta A-A samtak-
anna, Smiðjustlg 1 mánudaga, mlð-
vikudaga og fðstudaga kl. 20—23, siml:
16373. Fundir á sama stað mánudaga
kl. 20, mlðvikudaga og fðstudaga kl. 21
Orð lífsins svarar i sima 10000
I.O.O.F. 9 = 1495108% = Lf. Bi.
I.O.O.F. 7 — 1495108*4 = Bh. 6*4 — Lf
uor
Enn er frost og enn er klaki
inn í jörð er gróa fer.
Lasið fé og lömb í hraki,
en Lóav segir „dýrðin“ er.
Ræðu þína rengja fáir,
létt á sá ex hærra fer.
Vansæl þjóð af vizku þráir.
Verða rökin öll hjá þér.
Svífðu vitt um sólargeiima.
Sjaðu dýrð og njóttu veL
láfsins tóna láttu streyma.
Leiðir þínar Guði fel.
Kristín Sigfúsdóttir
frá Syðri-VöUum.
í dag verða gefin saman í
hjónaband í Dómkirkjunni ung-
frú Margrét Magnea Kjartans-
dóttir, Hraunteig 11 og stud. jur.
Þórólfur Kristjánsson Beck,
Lönguhlíð 7. Heimili þeirra
verður að Lönguhlíð 7.
Minningarspiöld
Minningarspjöld Minningar- og
líknarsjóðs kvenfélags Laugar-
nessóknar fást á eftirtöldum stöð
um: Ástu Jónsdóttur Goðheim-
um 22, sími 32060, Bókabúðinni
Laugarnesvegi 52, sími 37560,
Guðmundu Jónsdóttur, Grænu-
hlíð 3, sími 32573, Sigríði Ás-
mundsdóttur, Hofteig 10, sími
34544.
sá N/EST bezti
Kjarval hringdi eitt sinn til Ólafs Thors og bað hann um að lána
sér eitt þúsund krónur. Ólafur spurði Kjarval, hvort hann ætlaði
að fara að ráðast í einhver stórvirki?
„Nei, nei,“ svaraði Kjarval, . Ég þarf bara að borga skuldir mínar.
Til dæmis þér áttahundruð og ýmsar smáskuldir aðrar“.
inn sér ekki! !