Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1967.
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthias Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson,
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði inranlands.
s
1
s
s
s
i
s
s
}
s
s
s
s
X
ÆTL UMAÐSTJORNA
EINS OG ALLTAF
AÐUR“
Á fundi, sem Framsóknar-
menn efndu til í Stykk-
'ishólmi fyrir ' nokkrum dög-
um bar það til tíðinda, að
bóndi nokkur úr Helgafells-
srveit, sem kvaðst vera ein-
dreginn Framsóknarinaður,
sitóð upp og varpaði fram
þeirri fyrirspurn til Eysteins
Jónssonar, formanns Fr-am-
sóknarflokksins, hvað hann
ætti að segja kjósendum í
sinni sveit um fyrirætlanir
Framsóknarflokksins að kosn
ingum loknum, kæmist hann
í ríkisstjórn. Bóndinn kvað
Framsóknarforustuna verða
að gefa skýr svör um það
fyrir kosningar, hvað hún
ætlaðist fyrir að kosningum
loknum, ef hún kæmist í
valdaaðstöðu. Eysteinn Jóns-
son svaraði þessu engu, en
Halldór E. Sigurðsson sagði,
að Framsóknarflokkurinn
mundi stjórna eins og hann
hefði alltaf gert áður og
stefnuna þekktu allir.
Þessi atburður sýnir glögg-
lega, að þótt helztu broddar
Framsóknar í Vesturlands-
kjördæmi ásamt formanni
flokksins voru búnir að
halda ræður á þessum
fundi voru fundarmenn engu
nær um það, hver stefna
Framsóknarflokksins er eða
hvað hann hyggzt gera, kom-
ist hann til valda. Forustu-
menn og aðrir talsmenn
Framsóknarflokksins gæta
þess að flytja mál sitt með
srvo þokukenndum hætti, að
erfitt er fyrir almenning að
átta sig á því hvað fyrir þeim
vakir. Ef hins vegar ummæli
Framsóknarbroddanna und-
anfarna mánuði eru athuguð
ofan í kjölinn kemur glögg-
lega í ljós að hverju þeir
stefna og þá verður einnig
skiljanlegri þokukenndur
málflutningur þeirra.
Framsóknarmenn stefna
greinilega að því að taka á
ný upp þá hafta- og skömmt-
unarstefnu, sem þeir ráku á
kreppuárunum 1934—1939 og
aftur á vinstristjórnarárun-
um 1956—1958. Eysteinn sá
sér þann kost vænstan að
þegja við spurningu bónd-
ans úr Helgafellssveit en það
hrökk upp úr Halldóri E.
Sigurðssyni, að Framsókn
ætiaði að „stjórna eins og
alltaf áður“.
Eldra fólk man enn
kreppustjórn Framsóknar-
flokksins 1934—1939 og enn
eru öllum í fersku minni
hörmungartímar vinstri
stjórnaráranna 1956—1958.
Það er raunar ekki einleikið
hvílí'kt afturhaldssítjórnarfar
hefur jafnan ríkt hér á landi,
þegar Framsóknarflokkurinn
hefur mátt sín mesit. —
Fyrirspurn bóndans úr Helga
fellssveit sýnir glögglega, að
það vefst fyrir fólki að gera
sér grein fyrir stefnu Fram-
sóknarflobksins, enda gera
flokksbroddarnir allt sem í
þeirra valdi stendur til þess,
að sveipa hana slíkum þoku-
hjúp að ekki skiljist. En
svarið, sem hrökk upp úr
Halldóri E. Sigurðssyni ætti
fólk að leggja sér vel á minni.
„Framsóknarflokkurinn ætl-
ar að stjórna eins og alltaf
áður“. Hann ætlar þess vegna
að innleiða á ný höft og
skömmtunarvald skrifstofu-
manna og leiða ofstjórn yfir
fólkið í landinu. Hann ætlar
á ný að koma á því ástandi
sem hér ríkti á vinstristjórn-
arárunum.
FRAMSÓKNAR-
MENN SVERTA
ATVINNUVEGINA
17'ramsóknarflokkurinn hefur
á undanförnum árum
lagt sig í líma við að sverta
höfuðatvinnuvegi þjóðarinn-
ar og draga úr trú manna á
vöxt þeiræa og viðgangi. Það
hefur lengi verið öllum skyn-
sömum mönnum ljóst, að
þessi svartsýnis- og barlóms-
áróður væri skaðsamlegur
fyrir þær atvinnugreinar,
sem orðið hafa fyrir barðinu
á þessu nöldri Framsóknar-
manna. Nú hefur þessi áróð-
ur gengið svo langt, að einn
helzti forustumaður bænda,
Þorsteinn Sigurðsson á Vatns
leysu, formaður Búnaðarsam
bands ísdands skammaði
flokksbræður sína fyrir þenn
an sífellda barlóm um land-
búnaðinn á flokksþingi Fram
sóknar í marz sl.
Þorsteinn á Vaitnsleysu
benti á, að þessi barlóms-
áróður hefði þegar haft þau
neikvæðu áhrif fyrir land-
búnaðinn, að jarðir byggðust
ekki. Búið væri að sverta
þennan atvinnuveg svo með
stanzlausum barlómi, að
menn vildu ekki leggja hann
fyrir sig.
Það er auðvitað alveg rétt
hjá Þorsteini á Vatnsleysu,
að hinn sífelldi svartsýnis-
áróður um atvinnuvegi landc
manna hefur orðið þeim t
stórfellds tjóns á undanförn-
um árum. Og það sýnir líka,
að ýmsum er nú farinn að of-
Nýi fursíinn í Hyderabad setur rósir á gröf afa síns, sem lézt 24. febrúar s.l. 81 árs að
aldri.
Furstinn í Hyderabad
Eftir M. H. Siddiqi
Hyderabad, Indlandi, (Asso
ciated Press). — Afi hans var
meðal ríkustu manna í ver-
öldinni. Auðæfi hans voru
svo gífurleg, að enginn vissi
nákvæmlega um magn þeirra.
En hans göfuga hátign
Nawab Mir Barkat Ali Khan
Bahadur, hinn nýi fursti í
Hyderabad, hefur áhyggjur af
fjárhagslegri framtíð sinni.
Sem héraðshöfðingi mun
hann fá árlega í laun frá
stjórninni 2 milljón rúpíur
(11 millj. ísi. kr.), fimmta
hluta þess, sem faðir hans
fékk, eftir að hinir 600 kon-
ungbornu stjórnendur í Ind-
landi voru settir á eftirlaun
árið 1948, þótti þeim væri
leyft að halda tignarheitum
sínum án nokkurra valda.
Af þessu leiðir, að hinn
nýi fursti, 35 ára gamall
menntaður í Cambridge og
þjálfaður í Sandhurst (liðs-
foringjaskóli í Englandi), hef-
ur hafið sparnaðaraðgerðir,
sem hafa rofið allar hefðir, er
eitt sinn voru tengdar hin-
um stjórnandi furstum.
Róttækasta aðgerð hans
hefur verið að segja upp
störfum a.m.k. fjórða hluta
starfsliðsins í höll afa síns, en
það taldi um 14.000 manns, og
margir þeirra í skylduliði
furstans sáluga, sem er sagð-
ur hafa átt 42 konur, 30 börn
og meira en 50 barnabörn.
Það hafði kostað á að gizka
12 milljón rúpíur (66 millj.
ísl. kr.) að sjá fyrir þeim.
Margir þeirra gerðu ekkert
annað en sitja með kross-
lagða fætur og bakið upp við
hinar háu súlur hallarinnar
og sofa mestan hluta dagsins.
Aðrir höfðu það skyldu-
starf að hneigja sig djúpt
fyrir furstanum, heilsa þris-
var sinnum að hætti múham-
eðstrúarmanna og ganga aft-
urábak um leið og þeir auð-
sýndu lotningu sína.
„Það er ekkert rúm í höll-
inni fyrir þá, sem ekki
vinna“, sagði nýi furstinn í
viðtali. „Auk þess er sparn-
aður nauðsynlegur. Ég fæ að-
eins 2 milljón rúpíur á ári,
miklu minna en afi minn, og
Esra Jah, prinsessa.
verð að greiða tekju- og eigna-
skatt, en það þurfti hann ekki.
Þessvegna hef ég sent upp-
sagnartilkynningar til næst-
um allra úr gamla starfslið-
inu“.
Sér til mikillar furðu,
bætti hann við, höfðu verið
tekin út laun fyrir 150 starfs-
menn, sem ekki voru til.
Lögreglan kennir einhverj-
um hinna brottreknu starfs-
manna um hótunarbréf, sem
nýja furstanum hafa verið
send. En Barkat Ali Khan
lætur engan bilbug á sér finna
og kýs heldur að sjá pening-
unum eytt í „góðar þarfir".
„Við gætum jafnvel komið
af stað iðnaði og séð þannig
þúsundum fyrir atvinnu, þar
á meðal mörgum frá höllinni,
sem árum saman hafa ekkert
aðhafst, alls ekikert", sagði
hann.
Aðrar breytingar eiga sér
nú einnig stað í höllinni, og
hefð er úrelt orð. Hinu kon-
unglega eldhúsi, sem kost
aði 16 milljónir ísl. kr. á ári,
hefur verið lokað. Leystur
hefur verið upp 3000 manna
einkaher, sem einkum var
skipaður Aröbum, sem fluttir
voru inn frá MiðAusturlönd-
um. f fyrsta sinn í tvo ára-
tugi hefur fréttamönnum ver-
ið hleypt inn í höllina til að
ræða vi^ furstann.
í augum íbúa þessarar
borgar í Suður-Indlandi, 600
km. austan við Bombay, hafa
eftirtektarverðustu breyting-
arnar samt verið, að hallar-
veggirnir voru nýlega hvít-
þvegnir. Þeir höfðu ekki ver-
ið skrúbbaðir í 20 ár.
Með því að fylgjast svona
nákvæmlega með fjáreyðslu
er hinn nýi fursti að fylgja
sparnaðarhefð, sem afi hans,
Nawab Mir Osman Ali Ba-
hadur, setti, en hann andað-
ist 24. febrúar sl. 81 árs að
aldri. Þrátt fyrir að hann
eyddi stórum upphæðum á
starfsliðið í höllinni, veitt Mir
Osman Ali sér sjaldan neinn
sérstakan munað. Hann
snæddi aðeins tvær litlar mál-
tíðir á dag, þótt hann væri
sólginn í te og ódýrt ópíum.
Þegar hann andaðist, var
hinn veikbyggði, 157 sm. hái
fursti, aðeins 42 kg. að þyngd.
Tregða hans, á að eyða
peningum endaði reyndar með
því að hallarlóðin, sem er 300
ekrur, hlaut nafnið „King
Kothi:“ Þegar hann keypti
eignina voru stafirnir „KK“
letraðir á alla gluggana. Þetta
var fangamark fyrrverandi
eiganda, herramanns að nafni
Kamal Khan. Frekar en
skipta um allar rúður tók
hinn hagsýni fursti upp nafn-
ið „King Kothi“.
Mir Osman Ali valdi sonar-
son sinn sem eftirmann og
gekk framhjá tveim sonum,
sem hann áleit eyðsluklær.
Barkat Ali Khan fæddist i
Frakklandi 1932, sonur Azam
Jah prins, ezlta sonar furst-
ans gamla, og Duree Shawar
prinsessu, dóttur Abdul Maj-
Framhald á bls. 31.
./cða hinn gegndarlausi áróð
ur Framsóknarmanna gegn at
vinnuvegunum í landinu, þeg
ar traustur flokksmaður
Framsóknar telur sig knúinn
til að skamma sína eigin
flokksmenn fyrir slíkan áróð
ur. Það er svo aftur eftirtekit-
arvert, að m.a. vegna þessar-
ar ræðu var Þorsteinn á
Vatnsleysu felldur úr mið-
stjórn Framsóknar.