Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAf 1067. 15 FEGURDARSAMKEPPNI Heitasti dogur í Moskvu í 90 úr Moskvu 8. maí. AP — NTB. A SUNNUDAG varð veður heit- ara í Moskvu en nokkru sinnl fyrr í síðastliðin níutíu ár. Hit- inn komst upp í 29 stig á Cel- síus og olli margvíslegu öng- þveiti. Geysilegur mannfjöldi þyrptist út úr borginni til bað- staðanna umjiverfis hana og mik il brögð voru að því, að vélar bifreiða ofhitnuðu og bifreiðarn- ar stöðvuðust og yliu umferðar- truflunum. Sumarkveðja. — Jóh. S. Kjarval. Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri: Minnismerki Hraíns Sveinbjarnarsonar Hrafn Sveinbjarnarson á Eyri við Arnarfjörð, sem síðar var nefnd eftir honum og kölluð Hrafnseyri, mun hafa verið ein- hver mesti ágætismaður, sem saga vor forn og ný greinir frá. Eins og kunnugt er, var Hrafn uppi á Sturlungaöld, róstursam- asta tímabili Islandssögunnar, þegar helztu menn landsins bár- ust á banaspjótum og glopruðu að lokum niður sjálfstæði þjóð- arinnar í hendur erlendu valdi. Ekki hefur Hrafns Sveinbjarnar sonar verið minnzt fyrir víga- ferli og ofstopa, sem var eitt helzta einkenni þessa tímabils, heldur fyrir mannkærleika þann og fórnfýsi sem hann auðsýndi meðbræðrum sínum. Fyrir nokkru vakti hinn góð- kunni læknir Páll Kolka máls á því, að verðugt væri að reisa minnismerki um Hrafn Svein- bjarnarson á Hrafnseyri, og lagði reyndar fram nokkra pen- ingaupphæð í þessu skyni. Þar sem frekar hljótt hefur verið um þetta framtak læknisins, vildi ég leyfa mér að vekja nokkra athygli á þessu máli. Það er raunar skemmtilegt að læknir skuli hafa um þetta for- göngu, þar sem Hrafn mun hafa verið einhver færasti læknir í Norðurálfu á sinni tið. Meðal annars var hann skurðlæknir svo góður, að undrum sætir. Skar hann t. d. eitt sinn þvag- stein úr manni og fleiri læknis- verk vann hann sem ótrúleg munu þykja, þegar haft er í huga hve tæki öll og aðbúnaður mun hafa verið frumstætt á hans dögum. En það var í fleiru en læknis- störfum sem Hrafn Sveinbjarn- arson skar sig úr fjöldanum. Trúlegt er að margt manna hafi sótt til læknisins göfuglynda, enda segir saga hans frá því, að heimili hans hafi staðið öllum opið, hvert sem dvelja vildu lengur eða skemur og matur var þar til reiðu endurgjaldslaust, hverjum er hafa vildi. Ekki er þess heldur getið, að Hrafn hafi tekið gjald af sjúklingum sínum. Samgöngumál Vestfirðinga hafa löngum þótt erfið, af skilj- anlegum ástæðum. Höfðinginn Hrafn á Eyri kom þar líka við sögu. Hafði hann tvö skip í för- um, eitt á Arnarfirði og annað á Breiðafirði. Fengu allir sem vildu og á þurftu að halda, ókeypis far yfir firðina. Þætti það góð þjónusta í dag, þótt ólíku sé saman að jafna. Fræg eru í sögunni viðskipti þeirra Hrafns og Þorvalds Vatnsfirðings, banamanns hans. Þrisvar fór Þorvaldur aðför að Hrafni áður en fékk komið hon- um á kné. Er mælt, að í annarri aðför Þorvaldar að Hrafni hafi Þorvaldur og förunautar hans verið orðnir skólitlir eftir langa ferð. Lét þá Hrafn skera þeim skó, auk þess sem hann lét færa þeim mat. Um þetta og fleira sem hér hefur verið drepið á, geta menn lesið í Hrafns sögu. Að vísu mun talið, að sá sem hana skráði • hafi verið vil- hallur Hrafni, og hlutur Hrafns verið gerður betri en t. d. hlutur Þorvalds. En þótt ekki sé nema helmingur sannleikur í þeirri sögu, mundi það nægja til að halda nafni Hrafns á lofti. Það mun mála sannast, að við fslendingar eigum fátt minja um líf og starf forfeðra okkar í landinu, annað en handritin, en þau munu að vísu nægja okk- ur til nokkurrar frægðar enn um sinn. Sögustaði eigum við marga og merkilega, en fátt minnir á þeim á fornar tíðir, annað en landið sjálft. Hrafnseyri við Arnarfjörð er engin undantekn- ing frá þessu. Ekki er nú margt sem minnir þar á líf og starf foringjans mikla, Jóns Sigurðs- sonar sem fæddist þar og ólst þar upp, og ennþá síður er þar nokk- uð sem minnir okkur á Hrafn .Sveinbjarnarson, sem uppi var mörgum öldum fyrr. Á hundrað ára afmæli Jóns Sigurðssonar ár- ið 1911 var honum reistur bauta- steinn á Hrafnseyri, fyrir for- göngu Böðvars heitins Bjarna- sonar prófasts, sem þar var prestur í mörg ár. Þessi bauta- steinn er hvoki glæsilegt eða stórt minnismerki, en er því táknrænna í einfaldleik sínum; Aðeins stór íslenzkur blágrýtis- steinn með upphleyptri vanga- mynd af forsetanum með sverð og skjöld í bakgrunni. Það færi vel á því, að Hrafni Sveinbjarn- arsyni yrði reist minnismerki á staðnum í svipuðum dúr, einfalt og óbrotið, en þó táknrænt í gerð sinni. Margt mun nú ef til vill segja sem svo, að við höfum margt þarfara að gera en að reisa minnismerki yfir menn, sem eru löngu horfnir af sjónarsviðinu, og má það ef til vill til sanns vegar færa. En okkur er hollt að minnast þeirra manna, sem báru gæfu til að vera samtíð sinni leiðarljós með breytni sinni, og á það ekki hvað sízt við um þá Jón Sigurðsson og Hrafn Sveiribjarna-rson. Það þyrfti ekki að kosta mikið fé að heiðra minningu læknisins og göfugmennisins Hrafns Svein- bjarnarsonarsonar, eins og bent hefur verið á hér að framan, og ættu samtök íslenzkra lækna með Pál Kolka í broddi fylking- ingar að taka að sér að koma þessu mál í höfn. Þess má geta hér, að stuttu eftir að Páll Kolka vakti máls á þessu, lagði hreppsnefnd Auð- kúluhrepps fram fimm þúsund krónur í þessu skyni, fyrir for- göngu Þórðar Njálssonar hrepp- stjóra á Auðkúlu. Hallgrímur Sveinsson. Beðið fyrir starfskröffum fjölmiðlunar- tækja Vatíkanið, 7. maí — AP PÁLL páfi VI hvatti alla kaþólska menn á sunnudag til að biðja fyrir rithöfundum, blaðamönnum, kvikmyndastjörn um, kvikmyndaframleiðendum og öllum þeim, sem fást við fjöl- miðlun á einn eða annan hátt. Hans heilagleiki hélt ræðu frá svölum íbúðar sinnar yfir þröng ftala og ferðamanna á St. Péturs torginu, og minnti á, að þessi sunnudagur væri dagur fjölmiðl- unartækja í heiminum sam- kvæmt samþykkt kirkjuráðsins. Páfi sagði m.a.: „í dag bjóð- um vér hinum trúuðu að biðja fyrir öllum rithöfundum, blaða- mönnurn, listamönnum og fram- leiðendum. Vegna sterkrar að- stöðu þeirra til að hafa áhrif á þjóðfélagið, er ábyrgð þeirra mikil.“ 3fa daga asaræður í Neðri málstoluusii — um aðild Breta að Efnahags- bandalagi Evrópu London 8. maí AP — NTB. í DAG hófust í Neðri málstofu brezka þingsins þriggja daga um ræður um umsókn Breta um að-! ild að Efnahagsbandalagi Evrópu. Harold Wilson, forsætis ! Táðherra, hóf umræðurnar með ræðu, þar sem hann sagði, að staða Breta væri sterk — þeir 3 úia dreiígui fyrír jeppo UMFERÐARSLYS varð kl. 14.40 í gærdag er þriggja ára drengur, Baldur Borgþórsson, til heimilis að Skúlagötu 66, varð fyrir Landrover-jeppa á Snorra- braut rétt norðan við gatnamót Bergþórugötu. Baldur mun hafa hlaupið af vestari gangstétt Snorrabrautar og út á götuna. Lenti hann fyrir jeppanum, skall í götuna og fór jeppinn yfir drenginn, en svo heppilega vildi til, að drengur- inn lenti á milli 'hjólanna. Baldur meiddist á höfði og var hann fluttur í Landakotsspítala að lokinni rannsókn í Slysavarð- stofunni. ættu ekki aðeins um þá tvo kosti að velja, að fá aðild eða fara á vonarvöl — þeir ættu margra anarra kosta völ. En eins og nú væri komið málum, teldi hann aðild að handalaginu beztu leiðina, sem Bretar bætu valið. Hann gerði ljós, að stjórn hans mundi leggja fram formlega beiðni um aðild þegar á mið- vikudagskvöldið, nokkrum klukkustundum eftir að umræð- unum lyki. Wilson lagði á það áherzlu, að margir hefðu álitið fyrir fimm árum, er Bretar reyndu að komast í bandalagið, að þeir ættu enga aðra útleið — það -væri annaðhvort „Evrópa eða dauðinn". En svo væri engan veginn, þeir ættu um margar leiðir að velja og nú yrðu þeir að velja. Wilson ræddi ýmis atr- iði, bæði kosti og galla þess að ganga í bandalagið. Einnig ræddi hann um innflytjendavandamál Breta í þessu sambandi, en forð- aðist að ræða í smáatriðum þau mörgu vandamál, sem fyrirsjáan legt er að koma fram við um- sókn um aðild að bandalaginu. Hann lagði hinsvegar áherzlu á að umsókninni fylgdu engar skuldbindingar varðandi breyt- ingar á varnarmálum Evrópu, né varðandi kjarnorkuvopnamál Evrópu. 0. Oarlstcfíor sen, farsljári LAUGARDAGINN 29. f. m. lézt í Danmörku Börge Christoffer- sen tryggingafræðingur, aðalfor- stjóri vátryggingafélagsins „Bal- tioa“ á 61. afmælisdegi sínum. B. Cristoffensen var einn a< þekktustu tryggingamönnum í Damriörku og naut þar mikils álits, enda hlóðust á hann fjöldi trúnaðarstarfa. f sl. mánuði varð hann formaður Assurandör Societetet. Margir tryggingamenn ' hér höfðu af honum náin kynni og mátu hann mikils. í um þrjátiu ár hafði hann haft með höndum ýms samskipti við íslenzk trygginafélög. Hann var meðal annara einn frummælenda á ráðstefnu al- mannatrygginga á Norðurlönd- um, sem haldin var hér 1960 og var þá kona hans með honum. Danskir tryggingamenn hafa hér misst einn af sínum færustu forustumönnum. Vinir hans hér sakna hans og þakka góð kynni. Stefán G. Björnsson. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.