Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1967. 11 Sigurður Guðjónsson, kennari: Nokkur þankabrot Eitt sorglegasta fyrirbrigði í íslenzku þjóðlífi, nú hin síðari árin, er hinn mikli glæpafarald- ur, sem fer eins og logi yfir akur með þjóðinni og þá einkum hér í Reykjavík. Hér áður fyrr, allt fram að síðari heimsstyrj- öld, var það viðburður að blöð- in gætu um innbrot og þjófnaði. Nú er heill tugur slíkra afbrota framinn hér í bæ á viku hverri ásamt ránum og meiðingum á friðsömum borgurum að ónefnd- um hryllilegum morðum og sjálfsmorðum með tiltölulega skömmu millibili. Menn spyrja eð vonum, hver sé orsök þess að eiðferði manna hefur hrakað svo skelfilega hér í Reykjavík og víðar nú hin síðustu ár. Orsak- irnar eru margvíslegar. En nefna má vínið fyrst allra. Hömlulaus ofdrykkja svo að segja á hverri skemmtun og öllum mannamót- um. Gersamlega siðspillandi ensk-amerísk skrílmenning í öllu venjulegu skemmtanalífi borgar- innar: Jazzgarg, bítlaöskur, eftir- hermur og vísnasöngur af lægstu tegund og meira og minna óvandað kvikmyndarusl að ógleymdum kynóra- og glæpa- ritum. Við þetta bætist peninga- flóðið og hóflaus eyðsla á fjár- munum og allt of væg viðurlög við alvarlegum afbrotum. Vor íslenzka þjóð er að upplagi hvorki þjófar né ræningjar eða miskunnarlaus illmenni. En þeg- ar vínið er komið í menn, gera menn allt til að ná í peninga fyrir því og hinu siðlausa skemmtanalífi. Hvað er til úr- bóta við slíku ástandi? Nefna mætti fækkun vínsölustaða og aðeins sölu léttari vína á kvöld- skemmtistöðum og veitingahús- um í stað þess að fylla gesti, eldri sem yngri, sterkustu vínum þar til þeir eru viti fjær af öl- æði. Mikil og góð áhrif hefði það líka, ef hinir ungu hljómlist- armenn okkar vildu leika fögur létt danslög í stað hins sífellda jazz- og btílagargs, sem gerir unglinga ósjálfrátt siðlausa og ruddalega I allri framkomu og þá í vínnautn sem og öðru. Æska íslands myndi áreiðanlega dansa af hjartans list við fagra tóna, þegar hún færi að venjast þeim og skynja fegurð þeirra og þann unað, sem fögur músik ávallt vekur í ungum brjóstum. Þá væri það að sjálfsögðu mikil bót að hert væri á eftirliti með gæðum kvikmynda og sjónvarps- efnis sem og skemmtiritum, sem sum hafa mjög vafasamt efni að geyma, þegar um uppeldi æsk- unnar er að ræða. Sem flest byggðarlög landsins og kaup- staðir ættu einnig að banna áfengissölu innan sinna vébanda. Hvað réttur tíl slíkrar sölu get- ur baft í för með sér, sést bezt á dæmi hinna góðu og dug- miklu Vestmannaeyinga, sem drukku frá sér ráð og rænu fyrir 400—500 þúsund krónur fyrsta daginn sem vínsalan þar í bæ var opnuð. Þeim fyrirgefst það í þetta sinn, en vonandi kemur það ekki fyrir aftur hjá slíkum sægörpum sem þeir hafa verið og eru. Það er auðvitað ríkisvaldið og bæjar- og héraðsstjórnin í hin- um ýmsu hlutum landsins sem í þesisu vandamáli verða að hafa forystuna. Verði það, má vera að sá dagur renni upp, að glæpa- faraldurinn í Reykjavík hverfi og ensk-ameríska skrílmenningin hér verði aðeins minningin ein og er þá vel. Æska Reykjavikur fær þá aftur sinn fagra, bjarta íslenzka norræna blæ eins og fjallahringurinn og flóinn fagri, sem umlykja hana ár og síð. Togaraútgerðin. og verðlagsbrjálæðið Smám saman rís Sundahöfnin úr sæ, ef svo mætti að orði kveða, og tekur á sig lögun og form. Við þessa höfn, við sund- in biá. verða tengdar miklar framtíðarvonir fyrir Reykjavík- urborg um auknar siglingar og vaxandi velmegun, sem vonandi eiga eftir að rætast. — En hörmulegt er til þess að vita, að samtímis því að þetta mikla mannvirki rís skuli stolt íslenzks sjávarútvegs, togaraútgerð lands- manna, komin í rúst vegna verð- lagsbrjálæðis fyrst og fremst, sem hvergi á sinn líka meðal siðaðra þjóða. Nú sést ekki leng- ur hin fagra búsældarlega sjón, þrjú fjögur botnvörpuskip drekkhlaðin við hafnarbakkana í Reykjavík við að losa saltaðan stórþork, mestu gæðavöru sinn- ar tegundar, og margir tugir verkamanna vinnandi við það. Nú hafa togararnir ýmist verið seldir öðrum þjóðum eða liggja aðgerðalausir við hafnarbakkann eða inni í sundum eins og það er kallað. Aðeins þeir nýjustu og stærstu sækja á langmiðin, koma með metafla og metsölu á erlendum markaði en berjast samt í bökkum við að lifa. Gott dæmi um þetta er aflaskipið mikla Maí í Hafnarfirði. Sam- kvæmt blöðunum seldi hann einn túrinn fyrir um 4 millj. kr. og hafði aðeins 90 þúsundir eftir handa útgerðinni til að lifa og starfa fyrir. Að svona er komið fyrir út- gerðinni er fyrst og fremst verð- lagsbrjálæðinu að kenna. Það fæst hvergi nærri fyrir afla tog- aranna á erlendum markaði, sem við þurfum til að fullnægja hvort tveggja: daglegum þörfum okkar til að lifa í landinu og rekstrarfjárþörf dýrrar útgerð- ar. Niðurstaðan er sú, að við eyðum mikið meira en við öfl- um. En það er auðvitað vitað fyrir löngu síðan, þótt ekkert alvarlegt hafi verið gert af þjóð- inni til að binda endi á þá óhedlavænlegu stefnu sem þó gæti komið okkar unga lýðveldi á kaldan klaka. Við þessu er ekki nema eitt að gera: Verð- lagið á öllu innanlands verður að lækka og kaup og kjör allra stétta þjóðfélagsins og færast eitthvað til samræmis við það, sem við fáum fyrir afurðir okkar á hverjum tíma. Þetta verður auðvitað ekki gert í einu vet- fangi en stig af stigi, þar til við höfum náð því marki að búa við skynsamlegt verðlag og menn fara að venjast því. Verðstöðvunarlögin virðast vera fyrsta alvarlega sporið í þessa átt en þó hvergi nærri nægjanleg til svo mikils sem hér þarf með. — Þá er það augljóst mál að sjómönnum okkar ber að borga það allra hæsta kaup, sem borgað er, bæði sökum þess að þeir vinna, þjóðhagslega séð, lang þýðingarmesta verkið með öflun gjaldeyris þjóðarinnar og jafnframt það erfiðasta og hættu- legasta verk, sem unnið er með þjóðinni. Þá ætti að banna með lögum öðrum atvinnugreinum t. d. . byggingariðnaðinum að borga hærra kaup en útvegur- inn er fær um að greiða, þar sem það er þjóðhagslega rangt að leyfa slíkt og þarf það ekki nánari skýringar við. Þá væri það einnig mikil bót, að vinnu- löggjöfinni yrði breytt til meira hagræðis fyrir atvinnulíf þjóð- arinnar en nú er. T. d. með því að semja til lengri tíma og skapa vinnufrið og semja ávallt áður en hin árstíðabundna framleiðsla okkar hefst, svo komast mætti hjá verkföllum og verkbönnum um framleiðslutímann og öllu því fjárhagstjóni, sem ávallt leiðir af slíku. — Það virðist ekki fjarstæða að ætla það, að með skynsamlegu verðlagi í landinu, sem ávallt miðaðist við það, sem við fáum fyrir afurðir okkar, vaxandi vinnufriði og hagnýtum skipakosti mætti rétta við hina íslenzku togaraútgerð til bless- unar fyrir land og lýð. En þing, ríkisstjórn og útvegsmenn sjálfir sjá ef til vill aðrar leiðir og þá ber að hafa það, sem réttara reynist. Auðnuleysið mesta Siðari heimsstyrjöldin, og þá einkum hin agalausu eftirköst hennar, hafa á ýmsan hátt leik- ið þjóð vora grátt, eins og bezt sést á þeim vandamálum, sem minnzt hefur verið á hér að framan. Og þó er hryggilegasta vandamálið í þessu sambandi máske útstreymi íslenzkra kvenna til framandi landa og þá einkum til Bandaríkja Norður- Ameríku og til Englands, sem átt hefur sér stað allt frá styrj- aldarbyrjun og fram á þennan dag. Skipta þær sennilega mörg- um tugum, ef ekki meira, þær ungu íslenzku stúlkur, sem þann- ig hafa yfirgefið ættjörð sína og horfið í móðuhaf milljónanna með þessum þjóðum og eru al- gerlega glataðar landi sínu og þjóð. Er þetta því hryggilegra sem þeirra 'eigin íslenzka þjóð hefur yfirdrifin verkefni að bjóða þeim, svo að segja á öll- um sviðum þjóðlífsins, og býður þeim betri lífskjör en þær yfir- leitt eiga kost á með hinum er- lendu þjóðum, sem þær kjósa sér að starfsvettvangi. Og hver er þá orsök þess að þær fara? Mestu mun þar um, án efa, ráða hégómagirnd og ævintýralöngun ásamt draum um einhverja sælu- paradís í Bandaríkjunum eða Englandi eða öðrum löndum, sem þær lenda 'í. Oft fer þetta öðru- vísí. En föðurland okkar, ís- land, verður mörgum efnilegum börnum sínum fátækara, sem það má þó svo illa við að missa í mannfæðinni frá hinum mörgu og miklu verkefnum, sem það hefur að vinna. íslenzkir foreldrar, sem sum- ir hverjir að minnsta kosti láta sér þetta vel lynda, ættu að minnast hinna skáldlegu orða Einar Benediktssonar í fána- kvæðinu hans fagra. Hann segir: „Hvert þess barn, sem ljósið lítur lífgar vonir, sem þú átt.“ Það er ekki að lífga framtíðarvonir þjóðar sinnar að láta sér það lynda, að börn sín hverfi til framandi milljónaþjóða, til þess eins að ala þeim fallbyssufæðu, í stað þess að vinna hinum nýja degi hins heiða og bjarta og trú- fasta íslenzka föðurlands okkar og þjóðar, sem við skuldum allt. — Vonandi verður bundinn endi á þessa óheilla þróun. ísland má ekkert barna sinna missa. íbúð til leigu Til leigu 4ra herb. íbúð í „Heimunum“, strax eða frá 1. júní. Tilboð sendist Morgunbl. fyrir 15. maí, merkt: „915.“ Nýjar sendingar Sumarkápur sumardragtir sumarkjólar Tíxkuverzlunin (ýuÁnín Rauðarárstíg 1. Sími 15077. Aprfl 1967. Sigurður Guðjónsson. ÍTALSKA SÝNINGIN LA LINEA ITALIANA Brúðarkjólaefni. Samkvæmisk j ólaef ni. Dragtir, glitofin efni. Skoðið gluggasýninguna Laugavegi 11. Laugav. 11. — Háaleitisbraut 60, Strandgötu 9 — Skólavörðustíg 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.