Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.05.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 10. MAÍ 1067. Ingibjörg Fri&riksdóttir frá Cautsdal — Minning Fædd 30. júní 1874 Dáin 21. apríl 1967 UM þær mundir, sem Matthías Jochumsson var að semja þj^*ð- sönginn og með sjón skájfdsins sá smáblómið lila, titra, t^jrfella og deyja á braut eilífs þroska, fæddist meybarn á Kirkjubóli í Tungusveit. Foreldrar hennar voru þar vinnuhjú, Sigriður Þorláksdóttir og Friðrik Magn- ússon. Kynni þeirra urðu ekki meiri. Sigríður var ættuð úr Reyk- hólasveit, dóttir Þorláks bónda á Hyrningsstöðum og konu han3 Ingibjargar Bjarnadóttur, bónda á Skerðingsstöðum. Friðrik var einnig ættaður úr Reykhólasveit, sonur hjón- anna Magnúsar bónda Jónsson- ar á Skáldstöðum og konu hans, Önnu Jónsdóttur. Ingibjörg dvaldi heima hjá móður sinni á Kirkjubóli, þar til t Konan mín og móðir okkar, Svava Knútsdóttir Hertervig, Rauðarárstíg 13, andaðist í Landakotsspítalan- um 8. maí. Valdimar Sigfússon og börn. Sigríður giftist Birni Björns- syni bónda í Bæ í Víkursveit. Þau byrjuðu búskap að Mið- húsum í Kollafirði árið 1882, en bjuggu síðar í Steinadal og Garpsdal. Ingibjörg naut umhyggju og ástríkis móðurinnar, en að sið- venju þess tíma varð hún með vaxandi þroska að taka virkan þátt í öllum störfum heimilis- ins; Árið, sem þau Björn og Sig- ríður byrjuðu búskap, var eitt hið versta að árferði; mætfi segja, að þá hafi ekkert sumar verið á Ströndum, grasleysi og óþurrkar. Enda féll bústofn bænda og þar á meðal þeirra hjóna. Varð því að beita atorku og hyggindum fram tii efnalegrar lífsbjargar, sem þau Björn og Sigríður höfðu einhuga vilja fyr ir. Ingibjörg vandist því öllum algengari heimilisstörfum. Einn- ig mun hún, sem þá var ekki al- mennt, hafa notið tilsagnar í skrift og reikningi hjá Guðjóni alþm. á Ljúfustöðum. Þá veitti prestsfrúin á Felli ungum stúlk- um tilsögn í hannyrðum og hag- nýtti Ingibjörg sér það að ein- hverju leyti. Þetta litla nám virðist hafa veitt njótendum undramikið hagnýtt gildi. Árið 1897 giftist Ingibjörg Helga Helgasyni, þá vinnu- manni á Valshamri í Geiradal, framgjörnum áhugasömum manni. — Þótti þar jafnræði. Árið 1899 hófu þau búskap að Fremri-Brekku í Saurbæjar- hreppi. Þar bjuggu þau í þrjú ár og fluttu síðan að Kvein- grjóti í sömu sveit. En vorið 1916 flytja þau að Gautsdal i Geiradal. Er haft eftir þeim að þá hafi þeim fundizt þau komin heim, í dalinn þar sem æsku- og bernskuskónum var slitið og vinir og félagar réðu býlum og byggð. Heimili þeirra var sterkt mót- að, og var öllum augljóst, að þar ríkti reglusemi, snyrti- mennska, iðjusemi cg háttvísi. Allt það, er til daglegs starfs var notað, varð að vera á sínum af- markaða stað, svo það yrði hand hægt, er til átti að taka. — All- ar byggingar voru vandaðar. Þeim hjónum mun sjaldan hafa fallið verk úr hendi. Á vetrum vann hún við búskap- inn, en hann var vefari. Háttvísi og kurteisi húsbænda og barna þeirra setti svip á heimilið. Frelsi æskunnar og gleði fékk að njóta sín. Helgi bóndi var söngelskur og var því oft tekið lagið, og einkum eftir að Karl sonur þeirra eignaðist harmon- ium. Gott var vegfarendum að gista heimili þeirra Helga og Ingibjargar. Jarðrækt og einkum mat- jurtarækt var hjá Helga bónda og Ingibjörgu í fremstu röð þar í sveitum. Einkum meðan þau bjuggu á Kveingrjóti varð fram tak þeirra mörgum nágrannan- um til hvatningar. Þau hjón eignuðust 8 börn, 2 dóu í bemsku, 2 dóu með nokk- urra mánaða millibili, Björn 17 ára, mikið mannsefni, og Sig- rún 26 ára, gift Guðbr. Bene- diktssyni. Þau, sem nú fylgja móður sinni til hinztu h-vildar eru: Ólafur, starfsmaður á Toll- stofunni, kvæntur ólöfu Ingi- mundardóttur frá Bæ í Króks- firði. Karl póstmeistari S Akranesi, kvæntur Ólafíu Guðjónsdóttur frá Þórustöðum í Bitru. Helgi lyfsali á Blönduósi, kvæntur Helgu Guðmundsdótt- ur. Stjúpdóttir Ingibjargar, Mar- grét, gift Bjarna Pálssyni, skóla- stjóra á SelfossL Dótturdóttur sína tóku þau tveggja ára, er Sigrún lézt. Hún Sigríður Frímunns- dóttir - Minning t Eiginkona mín, móðir, tengda móðir, amma og langamma, Guðlaug Lárusdóttir frá Þórshöfn, Langanesi, verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 10. maí M. 10.30. Jarðarförinni verð- ur útvarpað. Gunnólfur Einarsson, böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Guðlaugsdóttur Freyjugötu 37, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 11. maí kl. 10.30 f.h. Blóm eru vinsam- lega afbeðin. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á kirkjubyggingarsjóð Hall- grímskirkju á Skólavörðu- hæð. Böm, tengdaböm og barnabörn. t Minningarathöfn um Anton Axel Ásgrímsson, Njálsgötu 26. verður fimmtudaginn 11. maí í Fossvogskirkju kl. 3 e.h. — Útförin fer fram frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 12. maí M. 2 e.h. Ósk Jóhannesdóttir, Kristinn Antonsson, Margrét Antonsdóttir, Aðalheiður Antonsdóttir og fósturböm. t Útför móður okkar, Arnheiðar Björnsdóttur, verður gerð frá Fossvogs- kirkju fimmtudaginn 11. maí kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Þórunn Sveinsdóttir, Arnheiður Sveinsdóttir, Jóna Sveinsdóttir, Sveina Sveinsdóttir. t Þöikkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður, afa og langafa, Péturs Ásmundssonar, Höfn í Garði. Guðmunda Eggertsdóttir og fjölskylda. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug' við andlát og jarðarför, Haralds Sigurðssonar, múrarameistara, Njálsgötu 90. Herdís Guðjónsdóttir og börn. t Þökkum innilega öllum nær og fjær auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og út- för ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Sigurlaugar Waage, Skipasundi 37. Guðmundur Waage, börn, tengdaböm, barna- böm og barnabarnabörn. F. 20. júni 1926. D. 2. maí 1967 HINN 8. maí sl. var til moldar borin Sigríður Frímannsdóttir, Njörvasundi 11, hér í borg. Sigríður var fædd í Grímsey 20. júní 1926 og var því aðeins á fertugasta og fyrsta aldursári er hún var kölluð héðan. For- eldrar hennar voru Frímann Frímannsson, bóndi í Grímsey og kona hans Emilía Matthías- dóttir. f Grímsey ólst hún upp til sjö ára aldurs, en þá missti hún föður sinn. Mun það hafa verið henni mikið áfall, því að Frímann var mjög ástríkur fað- ir börnum sínum. Síðan var Sigríður bernsku sína í Hrísey. Sextán ára gömul fór hún í héraðsshkólann á Laugum í S- Þingeyjarsýslu og lauk þaðan prófi eftir tvo vetur. Nokkru síðar var hún í Húsmæðraskól- anum á Laugalandi einn vetur. í báðum þessum skólum gat Sigríður sér góðan orðstír, enda var hún vel gefin bæði til munns og handa. í Laugaskóla kynntist Sigríð- ur eftirlifandi manni sínum, Svavari Þórhallssyni frá Greni- vík. Þau stofnuðu heimili hér í Reykjavík fyrir 19 árum og eignuðust fimm börn, fjórar dætur og einn son. Af þeim eru þrjú enn á barnsaldri. Hið elzta, dóttirin Hrafnhildur, hefir nú tekið að sér forstöðu heimilisins ásamt föður sínum. Sigríður átti við vanheilsu að stríða síðastliðin þrjú ár, og dvaldist langdvölum í sjúkra- húsi á þeim tíma. En það .var sama þótt hún liði oft óbærileg- ar þjáningar, þá hélt hún ávallt glaðlyndi sínu og sálarró til hinztu stundar. Sigríður var frábær kona: glæsileg og vel gefin, vinmörg og vinföst og vildi öllum allt gott gera. Hún skapaði börnum sínum og manni indælt heimili Hennar er því sárt saknað af öllum sem kynntust henni, en sárastur er söknuðurinn hjá hennar nánustu, manni og börn- um, aldraðri móður og þrem systkinum, en öll voru systkin- in óvenju samrýmd bæði í með- læti og mótlætL Kæra mágkona! Ég þakka þér fyrir allt gott. Það eitt að hafa kynnzt þér er ógleymanlegt, því að með dagfari þínu öllu varst þú ávallt bætandL Maður varð betri maður í návist þinni. Ég flyt þér þakkir mínar og fjöl- skyldu minnar. Nú hefir dreg- AUGLVSENDUR Handrit af auglýsingum sem birtast eiga í laugardagsblaðinu þurfa að hafa borizt auglýsingadeild blaðsins eigi síðar en kl. 5 n.k. fimmtudag. ATH. Blaðið kemur ekki út á sunnudag. var þar til tvítugs aldurs og hlaut sömu réttindi og móður- systkin hennar; — nutu börnin sömu umhyggju og hjartahlýju, Heígi og Ingibjörg hættu bú- skap í Gautsdal árið 1930 og Ingólfur sonur þeirra tók við, en þau áttu þar áfram heimili til þess, að Helgi dó árið_ 194>5. Flyt- ur þá Ingibjörg til Ólafs sor.ar síns og Ólafar, er þá voru bú- sett í Reykjavík. Á þvi heimill hafði hún því dvalið í rúm 20 ár. Féll þar þegar saman fjör og kæti æskunnar og nærgætnl og umhyggja ellinnar. Og er þróttur Ingibjargar tók að þverra, var einhugur barna og barnabarna að gera ævikvöldið kyrrt, bjart og fagurt, en mest reyndi þó á Ólöfu, umhyggju hennar og nærgætni. Nú er sumarið að koma, fann- irnar í hlíðum dalsins þiðna, lækirnir skolmórauðir falla I ána, sem kemur innan dalinn með fossum og flúðum. Jörðin er byrjuð að anga; — nýgræðingurinn að teygja koll- inn mót regni og sól. Þetta er endurtekning ára og alda, eins er það með kynslóðir, sem koma og fara. Húsfreyjunnar úr dalnum, er vér minnumst hér, er búinn beður £ litla grafreitn- um í kirkjugarðinum í Garpsdal hjá ástvinum sínum, ástkærum eiginmanni og elskulegum börn- um. Börn hennar, barnabörn, venzlafólk og nánustu vinir, sem þekktum hana bezt og nutum göfgi hennar og kærleika, minn- umst og þökkum. „Nú er til guðs síns gengin heim göfug og falslaus sál“. Guðbr. Benediktsson. ið fyrir sól á hinu bjarta heim- ili þínu, en þangað streyma nú duldir straumar samúðar og vin- áttu, og við vinir þínir óskum þess, að þeir straumar megi milda söknuð og sársauka þinna nánustu, sem nú horfa á eftir þér út í ómæli eilífðarinnar. Þú ert komin inn í ódáinslandið og áttir þangað góða heimkomu. Blessuð sé minning þín. Guðjón Kristinsson. Þakkir færi ég öWum þeim mörgu er auðsýndu mér vin- áttu á 70 ára afmæli mínu 6. maL Kristinn Á. Kristjánsson, netagerðameistari, HafnarfirðL Hjartanlega þakka ég skeytL gjafir og annan kærleiks og vináttuvott, mér sýndan á s j ötugs af mælinu. Heill og hamingja fylgi öllum, sem þar áttu hiut að málL Kristján Jénsson Snorrastöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.