Morgunblaðið - 11.05.1967, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 1967.
SÆNSKI tundurspillirinn
HMS Halland er væntanlegur
til Reykjavíkur 25. þ.m. og
mun hafa hér þriggja daga
viðdvöl á leið sinni vestur til
Kanada. Tundurspillirinn sem
er 3300 tona skip er allvel
vopnum búinn fallbyssum,
loftvarnarbyssum og tundur-
skeytabyssum svo og djúp-
sprengjum gegn kafbátum.
Áhöfn herskipsins er um 275
menn og eru yfirmenn alls
26. Tundurspillirinn Halland
var tekinn í notkun í árs-
byrjun 1955. Hann er 120 m
á lengd og ganghraði 35 hnút
ar. Myndin er af HMS Hall-
and á siglingu og skipherra
tundurspillisins kommandör-
kapten Folke von Celsing.
Russell-iéttaihöldunam lokið
Stokkhólmi 10. maí NTB
BANDARÍKIN eru sek um árás
I Vietnam og hafa brotið með
því þjóðréttarreglur, segir í yf-
irlýsingu Russeldómstóisins svo
nefnda sem lauk störfum í Stokk
h. í dag. í yfirlýsingunni seg-
ir, að Bandarikin hafi í miklu
maeli og á kerfisbundinn hátt
varpað sprengjum á skotmörk,
sem væru einungis borgaralegs
eðlis.
Hinir 17 meðlimir „dómstóls-
ins“ en forseti hans er franski
rithöfundurinn Jean Paul Sartre,
voru allir á sama máli um þessa
Sjúlfstæðisíólk
FÉLAGAR í Heimdalli, Verði og
Óðni, sem fengið hafa senda
happdrættismiða í Landshapp-
drætti Sjálfstæðisflokksins, eru
vinsamlega beðnir að gera skil,
sem allra fyrst, því að óðum
styttist sá tími þar til dregið
verður.
Kosningaskrífstofur
Kópavogur
KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf-
stæðisflokksins er í Sjálfstæðis-
húsinu, Borgarholtsbraut 6,
Kópavogi. Símar 40708, 42576 og
42577. Skrifstofan er opin frá kl.
9—22. Sjálfstæðisfólk er hvatt
til þess að koma á skrifstofuna
og gefa upplýsingar varðandi
kosningarnar.
Hafnarfjörður
KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf-
stæðisflokksins er í Sjálfstæðis-
húsinu, Strandgötu 29. Skrifstof-
an verður opin frá kl. 9—22.
Sjálfstæðisfólk er hvatt til
þess að koma þan^að og gefa
upplýsingar varðandi kosning-
arnar.
Sími skrifstofunnar er 50228.
niðurstöðu eftir að hafa ráð-
fært sig saman í einn dag. Því
var haldið fram, að yfirlýsing
dómsins væri byggð á Kellog-
sáttmálanum frá 1928, sáttmála
Sameinuðu þjóðanna, Núrnberg
reglunum og Genfarsamningnum
frá 1954.
„Dómstóllinn" lýsti því einn-
ig yfir að Bandaríkin hefðu hvað
eftir annað gert ólöglegar árás-
ir á Kambodsja. Ástralía, Nýja-
Sjáland og Suður-Kórea voru
lýst samsek í árás Banaaríkj-
anna, en „dómstóllinn" kvaðst
ekki hafa haft efnisheimildir til
þess að úrskurða, hvort líta ætti
einnig á Thailand sem samsekt.
Theheran, 10. maí. AP
I dag var afhjúpuð í Shoraz í
suðvesturhluíta frans stytta af
Farah keisaradrottningu lands-
ins, og er það í fyrsta sinn í
hinni 2,500 ára gömlu sögu þjóð
arinnar að gerð er stytta af
drottningu landsins. Styttan var
reist í virðingarskyni við starf-
semi drottningarinnar á sviði fé
lagsmála og stuðning hennar við
kvenfélagshreyfinguna í íran.
Tókst að ná Há-
varði af strand-
stað
f FYRRADAG tókst að ná á
flot v.b. Hávarði, sem strandaði
fyrir rúmum þremur vikum á
Meðallandssandi. Var það varð-
skipið Þór, sem dró bátinn út,
óg tókst það í alla staði vel.
Hávarður er tryggður hjá Sam
ábyrgð, og fól tryggingarfélagið
Björgun hf. að sjá um björgun
bátsins. Hefur verið unnið að
undirbúningi björgunarinnar nú
í rúmlega tvær vikur, og voru
ýmsar stóvirkar vinnuvélar
fengnar á strandstaðinn til þess
að grafa undan bátnum. Og í
gær tókst, eins og áður segir,
að ná bátnum út af strandstaðn-
um, og var honum þá siglt til
Vestmannaeyja, þar sem hann
er gerður út. Báturinn mun vera
lítið sem ekkert skemmdur.
— 5 i Reykjaneskjördæmi
FRAMBOÐSFRESTUR rann út
kl. 24.00 á miðnætti í gær um
land allt. í Reykjavík komu
fram 6 framboðslistar, frá Sjálf-
stæðisflokknum, Alþýðuflokkn-
um, Framsóknarflokknum, tveir
listar frá Alþýðubandalaginu og
frá Óháða lýðræðisflokknum. I
Reykjaneskjördæmi komu fram
5 framboðslistar, frá Sjálfstæð-
isflokknum, Alþýðuflokknum.
Framsóknarflokknum, Alþbl. og
Óháða Lýðræðisflokknum. Að
öðru leyti er Mbl. ekki kunnugt
um annað en 4 framboðslistar
hafi komið fram í öðrum kjör-
dæmum, hverju um sig, frá fyrst
nefndu fjórum flokkum hér að
ofan.
Efstur á lista Óháða Lýðræðis-
flokksins í Reykjavík er Áki
Jakobsson hrl. Listi Hanníbals
Valdemarssonar er skipaður eft-
irtöldum konum og körlum:
1. Hanníbal Valdemarsson, al-
þm., 2. Vésteinn Ólason, stud.
mag., 3. Haraldur Henrysson,
dómarafulltrúi, 4. Jóhann J.E.
Kúld, fiskmatsmaður, 5. Krist-
ján Jóhannsson, starfsmaður
Dagsbrúnar, 6. Jón Maríasson,
formaður Samb. matreiðslu- og
framreiðsl'um., 7. Bryndís
Schram, leikkona, 8. Margrét
Auðunsdóttir, form. Starfs-
stúlknafélagsins Sóknar, 9. Ingi-
mar Sigurðsson, járnsmiður, 10.
Helgi Þ. Valdimarsson, læknir,
11. Guðvarður Kjartansson, for-
maður Starfsmannafélags SÍS,
12. Einar Jónsson, múrari, 13.
Sigríður Björnsdóttir, mynd-
listarkennari, 14. Ingólfur
Hauksson, verkamaður, 15.
Halldór Magnússon, útgerð-
armaður, 16. Hólmfríður G.
Jónsdóttir, hjúkrunarkona, 17.
Matthías Kjeld, læknir, 18. Sig-
ríður Hannesdóttir, frú, 19. Krist
ján Jensson, bifreiðastjóri, 20.
Bergmundur Guðlaugsson, toll-
vörður, 21. Bergþór Jóhannsson,
grasafræðingur, 22. Guðgeir
Jónsson, bókbindari, fyrrum
forseti ASÍ, 23. Alfreð Gíslason,
læknir, 24. Sigurður Guðnason,
fyrrum form. Dagsbrúnar.
Mbl. er kunnugt um að meðal
meðmælenda með lista þessum
eru Sigurður Guðgeirsson, starfs
maður Verkamannasambandsins,
Guðjón Jónsson, form. Félags
járniðnaðarmanna, Magnús Torfi
Ólafsson fyrrv. formaður Al-
þýðubandalags Reykjavíkur og
Þórir Daníelsson, frkvstj. Verk?
mannasambandsins.
Kjósendufundur í Búðurdul í hvöld
SJÁLFSTÆÐISMENN á Vest
urlandi efna til almenns kjós-
endafundar í Búðardal í kvöld
kl. 20,30. Magnús Jónsson, fjár-
málaráðherra heldur ræðu og
einnig tala þrír efstu menn á
fram-boðslista Sjálfstæðisflokks-
ins í Vesturlandskjördæmi, þeir.
Jón Árnason alþm., Friðjón
Þórðarson, sýslumaður og Ás-
geir Pétursson, sýslumaður.
Kjósendur í Vesturlandskjör-
dæmi og þá sérstaklega Búðar-
dal og nágrenni eru hvattir til
þess að fjölmena.
Myndin var tekin af ítölsku sýn ingarstúlkunum við komuna ti
1 Reykjavíkur.
*
llölsk tízkusýning
Á VEGUM forráðamanna
„ítölsku sýningarinnar", sem um
þessar mundir stendur yfir í
Reykjavík, verður haldin tízku-
sýning í Súlnasal Hótel Sögn í
kvöld, fimmtudag 11. maí og
á morgun föstudag 12. maí.
Hefst sýningin bæði kvöldin kl.
9.
Verður sýningin mjög fjöl-
breytt. Sýnt verður það nýjasta
og helzta á ítölskum tízkumark-
aði í dag. Auk þess sem dag-
kjólar, síðir og stuttir samkvæm
iskj. verða sýndir, verður sýnd
sumartízkan ’67, sundfatnaður,
kvensíðbuxur o. fl. Sýningar-
stúlkur verða alls 12, 6 ítalskar
og 6 íslenzkar.
Berfin, 10. maí. NTB
Ernst Vollweber, fyrrverandi
yfirmaður austurþýzku leyni-
þjónustunnar lézt 3. maí 68 ára
að aldri. Var fyrst vitað um
dauða hans í dag, er þar var
skýrt stuttlega frá andláti hans
í kommúnistamálgagninu „Neues
Deutschland".
P-
f
Framboðsfrestur útrunninn:
6 framboislistar
í Reykjavík
Kjósendulundur í Bolungorvík
Suðurnes
KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf-
stæðisfélaganna er að Hafnar-
götu 46, Keflavík, sími 2021.
Skrifstofan er opin kl. 2—6 og
8—10 síðdegis alla daga. Sjálf-
gtæðisfólk vinsamlega gefið
gkrifstofunni upplýsingar varð-
andi kosningarnar. Keflvíkingar,
vinsamlega gerið skil í Lands-
happdrættinu.
Vestmannaeyjar
KOSNINGASKRIFSTOFA Sjálf-
stæðLsflokksins í Vestmannaeyj-
um er í Samkomuhúsinu, sími
1344. Afgreiðsla Landshapp
drættisins er á samr stað
SJÁLFSTÆÐISMENN á Vest-
fjörðum efna til almenns kjós-
endafundar í Félagsheimilinu
Bolungarvík í kvöld kl. 21,00.
Frummælendur verða Sigurður
Bjarnason alþm. frá Vigur,
Matthías Bjarnason, alþm. og Ás
berg Sigurðsson, sýslumaður. Að
loknum framsöguræðum verða
frjálsaí umræður og er öllum
heimill aðgangur.
V esti jar ðak jördæmi
AÐALKOSNINGASKRIFSTOFA Sjálfstæðisflokksins á
Vestfjörðum er að Uppsölum, ísafirði, sími 232. Skrifstof-
an veitir allar upplýsingar í sambandi við utankjörstaða-
atkvæðagreiðslu og annað er að kosningunum lýtur.
VESTFIRÐINGAR
Hafið samband við kosningaskrifstofuna. Þeir, sem verða
fjarstaddir á kjördegi, eru beðnir að kjósa í tæka tíð, strax
og það er leyfilegt, og senda atkvæði sín.
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖGIN A VESTFJÖRÐUM
*