Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAf 1967. Bændur þurfa að fylgjast með í véltækninni ÞAÐ ER nú orðið næsta algengt á dögum viðreisnar og almennrar velmegunar, að bændur og annað sveitafólk bregði sér út yfir pollinn ekki síður en kaupstaðabúar. Eru þær ferðir bæði farnar til fræðslu og skemmtunar. Nú mun í ráði að efna til a.m.k. tveggja bændafara til útlanda á þessu ári. Er annarri heitið til irlands, hinni er stefnt um Norðurlönd. Sú för, sem hér segir frá, var farin til Englands í des. sl. á vegum Búnaðarfélags íslands, aðallega til að skoða Smithfield- sýninguna. Voru þátttakendur 82, víðsvegar af landinu, komust að færri en vildu. Sá, sem þessa ferðasögu segir, er Jón Guðmunds- son bóndi á Fjalli á Skeiðum. Fyrir 15 árum dvaldi hann tæpt ár í Bandaríkjunum til að kynna sér landbúnað. Auðheyrt er á hinni fróðlegu frásögn Jóns, að hann hefur gert sér góða grein fyrir því sem ferðafólkið sá og heyrði. Hefst nú frásögn Jóns. Hún hefur áður birtzt í búnaðarblaðinu Frey. Við vorum svo heppin að fá inni á hóteli í hjarta borgarinn- ar. Heitir það Regent Palace Hotel og er við Piccadilly Circuss. Dvölin í London hafði verið skipulögð í samvinnu við helztu vélainnflutningsfyrirtæki land- búnaðarins. Áttu þau öll þarna fulltrúa og komu þeir flestir með hópnum til London. Eftir að hópurinn hafði komið sér fyrir á hótelinu fóru menn út tál þesis að skoða sig um í borginni og fá sér kvöldverð. Þurfti ekki langt að fara til þess, því nóg var af góðum mat- sölustöðum á næsta leiti. Á þess um tíma er mikið um skreyt- ingar í öllum regnbogans Iitum. Áður en farið var af stað að heiman hafði öllum þátttakend- um ferðarinnar verið sendur listi um það, sem upp á var boðið meðan við værum í Lon- don og áttum við að láta farar- stjórnina vita hvaða ferðum við óskuðum að taka þátt í. f flugvélinni var okkur af- hentur listi yfir þær ferðir, sem við höfðum óskað að taka þátt í. f FORD-VERKSMIÐJU Þennan morgun var Einar Þor kelsson forstjóri Þór h.f. kom- inn með hópferðabíl og fór með hluta af hópnum að skoða ný- lega dráttarvélaverksmiðju hjá Ford, í borginni Basilton, um 50 km frá London. Þarna hafði Ford reist nýtízku verksmiðju fyrir fáum árum síðan og eru framleiddar um 300 dráttarvélar á hverjum degi, og auk þess um 300 mótorar í dráttarvélar, sem fara til samsetningarverksmiðju á meginlandinu. Sagt var, að þessi verksmiðja væri mjög fullkomin og sjálfvirkni notuð þar sem hægt væri. Var okkur sýnt hvernig drátt- arvélin verður til á leið sinni gegnum verksmiðjuna. Á þeirri leið er færibanda-skipulag notað til þess ýtrasta. Verka-maðurinn stendur kyrr, og hefur hjá sér þann hlut, sem ætlast er til að hann setji í hina verðandi drátt- arvél. Var okkur sagt, að vél- arnar væru allar smíðaðar eftir pöntun. Óskir viðskiptamann- anna væru svo ólíkar hvað ytri búnað þeirra snerti, að slíkt væri nauðsynlegt. Byggingar verksmiðjunnar na yfir 40 dagsláttur. Meðan við skoðuðum verksmiðjuna var okkur skipt í tvo hópa; var Ein- ar Þorkelsson, forstjóri Þórs, leiðbeinandi annars hópsins en Haraldur Árnason, ráðunautur, hins. í þessari verksmiðju eru framlei-ddar 4 stærðir af drátt- arvélum: 37 hestafla vélar; 46 hestafla, 56 hestafla og 67 hest- afla. Sagt er að sjálfskipting sé mjög farin að ryðja sér til rúms á seinustu árum sérstak-lega í Bandaríkjunum. Þessi verk- smiðja framleiðir dráttarvélar með sjálfskiptingu (selectop- speed), ef óskað er eftir því. Talið er að hún sé þægileg í notkun. Á SMITHFIELD-SÝNINGUNNI Er við höfðum skoðað verk- smiðjuna var okkur boðið til hádegisverðar á hóteli i n-ágrenn inu. Þaðan héldum við svo til Smithfield sýningarin-nar. Sagc var okkux, að upphaflega hafi verið haldnir markaðir með slát- urgripi á þessum stað, þar sem bændur komu með gripi sína til þess að selja þá á jólaborð borg- arbúans, en reglulegar sýningar hafa verið haldnar þarna síðan um aldamótin 1800. Ég mun hér á eftir reyna að lýsa því helzta, sem ég festi mér þar í minni, en að ætla að gefa þar um tæm- andi lýsingu er algerlega von- laust verk, svo var sýning þessi stór í sniðum. Sýningin var á tveimur hæðum. Fyrst þegar inn var komið, bar mest á sýn- ingarsvæðum stóru vélaframleið endanna. Þar blöstu við augum allar helztu land’bún-aðarvélar, sem notaðar eru í Vestur- Evrópu, dráttarvélar, heyvinnu- vélar, allskonar vélar til korn- ræktar, flutningavagnar, mjalta- vélar og mjólkurtankar. MIKIÐ AF HEYBINDTVÉLUM Að sjálfsögðu höfðum við ís- lendingarnir mestan áhuga á að skoða þær vélar, sem notaðar hafa verið hér á landi eða sem okkur fannst ástæða til að reyna hér. Ég vil í því sambandi minn- ast á heybindivélarnar. Heybindi vélar hafa verið notaðair á nokkr um stöðum hér á landi, en þá að- eins ef þurft hefur að flytja hey milli landshluta. Ban-daríkja- menn munu hafa verið einna fyrstir til að hefja framleiðslu á heybindivélum og nota þær i stórum stíL Sagt er, að þær séu nú orðnar mjög úrbreiddar í Bretlandi. Þá er heyið bundið á teignum, sett inn í hlöðu í bögg- Jón Guðmundsson unum og geymt þann-ig yfir vet- urinn. í sumum tilfellum er það eitthvað súgþurrkað, en ef vel tekst til með þurrkinn mun það ekki þurfa. Það er talið, að bindivélarnar hafi valdið hreinni byltingu við þurrheysverkun. Hleðslutæki fást, sem tengd eru aftan í vagna er taka baggana þar sem þeir liggja á jörðinni upp á vagninn, sem þeir eru fluttir á inn í hlöðu. Hleðslu- tæki eru líka til sem beina bögg unum upp á vagn, sem tengdur er bindaranum. Er það beinn þrýstingur frá vélinni sem ýtir þeim áfram. Við höfðum mikinn áhu-ga á þessum bindivélum og þeim tækjum, sem þeim þurfa að fylgja. Svo er það hin stóra spurning: Er það framtíðin í þurrheysheyskapnum á fslandi að vélbinda heyið á túninu og geyma það í böggunu-m yfir vet- urinn? Við þóttumst geta sleg- ið því föstu að frumskilyrði þess að slíkt væri mögulegt sé, að baggarnir verði súgþurrkað- ir. Okkur fannst að þetta væri svo mikið stórmál fyrir landbún- aðinn, að mikil nauðsyn bæri til að það yrði rannsakað á næstu árum. Slíka rannsókn verður ein hver opinber stofnun að fram- kvæma. Það er allt of kostnaðar- samt fyrir einstaka bændur að fara út í slíka tilraun. Ég tel ekki vera neitt vit í því að flytja heybindivélar inn í landið að nokkru ráði, nema að undan- genginni nákvæmri rannsókn. Mér er ekki kunnugt um, að það hafi verið reynt hér á landi að geyma vélbundið hey yfir vetur inn. Heyið okkar er svo smátt og við höfum sjaldan tækifæri til þess að þurrka það svo úti, að útilokað sé, að ekki myndi þurfa að blása meira og minna í það. Spurningin er bara: Myndi venjulegur súgþurrkun- arblástur draga í gegnurn bagg- ana? Af bindurum staðnæmdist ég helzt við tvær gerðir. Internatio- nal Harvester verksmiðjunnar I Bretlandi sýndu bindivél af gerð inni B-47. Þessi vél er drag- og driftengd. Þarf 35 til 40 hest- afla vél til að draga hana. Vélin er með breiðum mötunarvalsi og spinnur heyið upp í sig úr þunnum múgum, sem gera verð ur áður með múgavél. Afköst eru talin um 15 tonn á klukku- stun-d. Stæirð bagganna getur verið breytileg .Hægt er að fá vélina hvort sem er þannig, að hún bindi heyið með garni eða vír. Þessi gerð bindara hefur verið flu-tt til landsins og eru I notkun nokkrar svona vélar hér á landi. Verð vélarinnar mun vera nálægt 105 þús. krónur. Innflytjandi er Vélad-eild SÍS. Hin gerðin af heybindivélun- um, sem ég skoðaði, heitir Welg- er og er framleidd í ÞýzkalandL Er þetta svokölluð háþrýsti- bindivél er bindur heyið með garni. Bindur hún 1 bagga, sem eru frá 35 til 70 pund að þyngd. Lengd getur verið frá 50 til 125 cm, en breiddin 35 cm, og hæð 38 cm. Dráttarafl 35 til 40 hest- öfl. Mötunarvals vélarinnar er nálægt 140 cm. Það er sama að segja um þessa vél og þá, sem áður er lýst, að hún er keyrð á múgan-a úti á túninu. Afköstin eru um 15 tonn á klukkutím- ann. Tvær vélar af þessari gerð eru til hér á landi, önnur er 1 Hornafirði, hina á Skúli bóndi á Hróarslæk á Rangárvöllum. Þær heybindivélar, sem til eru hér á landi, hafa fram að þessu að mestu verið n-otað-ar ef þurft hef ur að flytja hey langan veg og þá mat-aðar í kyrrstöðu. Skúli á Hróarslæk, sem mikla reynslu hefur af því að binda hey, sagði mér, að honum hefði fallið mjög vel við sína vél, og hefði hann til reynslu bundið með henni 90 bagga úti á teignum í sum-ar og hefði það gengið mjög vel. Inn- flytjandi þessarar vélar er Þór hf. International Harvester verk- smiðjurnar sýndu nýjustu drátt- arvél sína, 434, með fullkomnu öryggishúsi. Er hægt að hafa það alveg lokað og hafa í þvi miðstöð. Þetta mun vera fyrsta dráttarvélin framleidd í Bret- landi, sem hægt er að fá með öryggishúsi beint frá verksmiðju og því enginn aukakostnaður né tafir við það hér á landi. Virð- ist full ástæða til þess að athuga það nánar. Verð hússins er áætl- að 12 til 15 þús. krónur. Innflytj andi er Véladeild SÍS. AFKASTAMIKIL MYKJUDÆLA A allra síðus-tu árum hafa nokkrir bændur hér á landi byggt hjarðfjós, með lokuðum áburðarkjallara, en vandamál hefur verið hjá mörgum að fá hentug tæki til þess að dæla upp úr þeim. B & SA Limited í Bret- landi sýndi tankdreifara, sem gerður er fyrir fljótandi mykju. Tekur hann um 2000 lítra og er tekið inn í hann með 6 tommu víðri slöngu og dælir 60 rúm- fetum á mínútu. Þessir dreifarar vinna þannig, að þegar þeir eru fylltir er slanga tengd í frá belgnum yfir forarhúsið og síðan er loftið tæmt úr belgnum og við undir- þrýstinginn lyftist forin upp i hann, en síðan, þegar komið er út á völlinn er dælan látin dæla lofti í belginn aftur og myndast þá yfirþrýstingur inni í honum og forin þrýstist út. Væri vel Enskar postulinsveggflísar Úrvalið aldrei meira en nú, yfir 30 litir. Verð hvergi hagstæðara. LITAVER Grensásvegi 22 og 24. Símar 30280 og 32262. Þvottahús til sölu Af sérstökum ástæðum er til sölu þvottahús, sem er í fullum gangi og með góð viðskipti. Þeir er gera vilja tilboð í þvottahúsið leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu blaðsins fyrir mánudags- kvöld 22. maí merkt: „Þvottahús — 721“. eftir bindivélina og lyfta þeim

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.