Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. 5 ef þessir dreifarar gætu leyst vanda þeirra, sem hafa lokaðar haug- og þvaggeymslur. Verð þeirra er 80 þús. kr. Innflytj- andi: Véladeild SÍS, Reykjavík, Á sýningunni skoðaði ég sláttu vél af nýrri gerð. Var það svo- kölluð sláttuþyrla. Þrjár verk- smiðjur sýndu þarna framleiðslu sína á þessum vélum. Voru það P. Z. verksmiðjurnar í Hollandi; umboð fyrir þær hér á landi hefur Véladeild SÍS, Fahr verk- smiðjurnar í Þýzkalandi; umboð fyrir þær hefur Þór h.f., og Bamfordverksmiðjurnar. Sláttu- vél þessi er þannig gerð, að hlið við hlið standa fjórir sáir lóð- réttir, utan um hvern þeirra er sívalur hólkur, en neðan á hólk- ana eru hnífarnir festir, tveir á hvern. Hólkarnir eru gírdrifnir áfam með miklum hraða og slá þá hnífarnir grasið. Vélin er borin uppi af þrítengi dráttar- vélarinnar, að aftan eru svo eins konar diskar undir vélinni til þess að koma í veg fyrir að hún skemmi túnið. Sagt er, að hægt sé að slá með þélinni 2 hektara á klst. Allt frá því sláttuvélín kom fram, fyrir rúmri öld, hefur hún byggt á sama meginskipu- laginu, það er að grasið er skorið við fingur greiðunnar. Þessi vél er tilraun i þá átt að endurbæta það. Véladeild SÍS flutti síðast- liðið sumar inn tvær vélar af þessari gerð og lét reyna þær hjá Verkfæranefnd ríkisins á Hvanneyri og Grasmjölsverk- smiðjunni á Hvolsvelli. Bkki hefi ég séð umsögn þessara aðila um vélina en hefi Heyrt að þær hafi reynzt vel. Verð þeirra er áætl- að yfir 25 þúsund krónur. Ford sýndi dráttarvél, sem kölluð er County, 100 hestöfl, með drifi á öllum hjólum. Eru hjólin jafnstór bæði að aftan og framan, dekkjastærð 15x30. Hún er með vökvastýri svo hún læt- ur auðveldlega að stjórn. Um- boð fyrir þessar vélar hér á landi hefur Þór hf. Hafa þegar verið fluttar inn 4 vélar af þess- ari gerð. Þessi vél vakti mikið umtal hjá okkur. Það eru líkur til, að hún geti að einhverju leyti komið í stað jarðýtu í um- ferðavinnu hjá ræktunarsam- böndum. Væri að því mikill vinn ingur. Bæði er, að vélin er mikið ódýrari en jarðýta og svo mundi viðhald hennar verða margfalt minna. Að sjálfsögðu gæti vél þessi ekki leyst ýturnar að fullu af hólmi í umferðavinnunni, en hún getur vafalaust unnið mikið af því, sem þær eru nú látnar vinna. Á vélinni er hægt að hafa jarð ýtutönn, og er talið að hægt sé að jafna til í öllu sæmilega þuirru og grjótlausu landi með henni, einnig að ryðja snjó af vegurn. Skurðgröfu er hægt að fá með henni. Taið er að vélin kosti hingað komin um 400 þús. kr. Hús á hana kostar 30 þús., ýtan 45 þús. Hægt er svo að fá með vélinni diskaherfi, sem kost ar 65 til 70 þús. kr. Þetta herfi er mjög auðvelt í flutningi á milli staða; á því eru gúmhjól, er herfið lyftir sér á með vökva- lyftu. Er það mjög hentugt, hafi dráttarvélin fest sig í flagi; þá er herfinu lyft upp á hjólin. Vinnslubreidd herfisins er 3,3 m. Herfið er tvöfalt með 16 diska í hvorri röð ,og eru disk- arnir í fremri röðinni tenntir. Mér finnst, að ræktunarsam- böndin ættu að kynna sér þessa vélasamstæðu, ef hægt væri að lækka vélakostnaðinn með henni. Á margar aðrar athyglisverð- ar landbúnaðarvélar væri að sjálfsögðu hægt að minnast, en ekki er hér rúm til þess. Mörg fyrirtæki sýndu líkön af allskonar húsum, bæði gripahús- um, fóðurgeymslum, færibönd- um til flutnings á fóðri í geymsl- ur og færibönd til sjálffóðrunar. Þá voru og sýnd líkön af margs- konar jötum til þess að láta gripi eta úr úti. Tvær sýningar- stúkur voru með ýmsum smá- áhöldum til að nota við sveita- búskap; mest voru þar allskon- ar dýralækningaáhöld. Var að- eins verið með sýnishorn en ekki voru þau seld þarna. Marga hluti sá ég, sem bændum mundi koma vel að eiga, en fátt af þeim hefi ég orðið var við í búðum hér. Þar sá ég t.d. fæðingartöng, sem notuð er við sauðfé, sagði Einar Þorkelsson mér, að Þór hf. hefði flutt inn slíka töng og teldu þeir, sem hana hefðu not- að, sig hafa haft af henni góða raun. Þar voru spenahnífar, margar gerðir af sogvörnum, bæði á kýr og kálfa, margar gerðir af kömbum og brenni- mörkum. Mikið var þar af núm- eraplötum til þess að setja í eyru 'bæði á nautgripum og sauð fé, en ekkert af þeim gat ég séð að tæki álmerkjunum fram, sem notuð hafa verið hér í lengri tíma, nema ef það væri lítið áhald til að tattóvera númerið i eyra á lömbum. Er stöfunum þrýst á eyrað og borið blek á eyrað á eftir og kemur þá talan út, sem óskað er eftir. — O — Svona ferðalag hlýtur að koma íslenz'ka bóndanum til þess að reyna að gera sér grein fyrir því hvernig landbúnaður okkar stendur í dag, miðað við næstu nágranna okkar. Margar spurn- ingar gerast áleitnar. Höfum við fært íslenzkan landbúnað í það horf, sem vera ætti? Hefur fjöl- breytni hans aukist eins og æski legt væri? Er mögulegt að inn- leiða hér margar tækninýjungar, sem komnar eru fram á seinustu árum, en ekki hafa náð hing- að? Svona mætti lengi spyrja, en ég hefi ekki á reiðum höndum nein svör við þessum spurning- um. Það fer ekki milli mála, að bændastéttin þarf að fylgjast mjög vel með þeim nýjungum, sem eru að koma fram, því að það er sýnlegt, að ekkert lát er á tæknibyltingunni í heimin- um. Ég held að við eigum fyrst og fremst að skoða búskap hjá þeim, sem leggja megináherzlu á að fóðra gripi sína á grasi. Nú gerast allir atburðir með svo miklum hraða, að menn verða að hafa sig alla við að átta sig á hvað er að gerast á hverjum tím og vera búnir að átti sig á breytingunum áður en þær eru orðnar úreltar. Það er mjög nauðsynlegt að bændur hafi tækifæri til þess aB sækja alþjóðlegar vélasýningar og atihuga nýjungarnar og þar eig þeir, í samvinu við vélainn- flytjendurna, að athuga nýjar véla-r, sem ástæða er til að kynna sér. í framhaldi -þessarar greinar verður sagt frá heimsókn til - enskra bænda. Wilton teppadreglar frá Firth Carpets Ltd. Englandi Útstilling i anodyri verzlunarinnar Persía Laugavegi 31 Wilton frá Englandi. Það fallegasta og bezta sem þér fáið á gólfið. Breiddin er 366 cm. svo engin samskeyti myn last á míðju gólfi. Við tökum mál og leggjum teppin frá eigin verkstæði með stuttum fyrirvara. Verzlunin Persia hf. Laugavegi 31 Simi 11822 -------------------------------------------------------------------------------------------

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.