Morgunblaðið - 13.05.1967, Page 8

Morgunblaðið - 13.05.1967, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. Þessi sumarbústaður í Miðfellslandi við Þingvallavatn er til sölu, ásamt vatnabát með mótor. Teikning liggur frammi á skrifstofunni. — Upplýsingar gefur Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 3. hæð — Sími 1-68-70. Baðherbergisskápar Fallegir Vandaðir Nýtízkulegir Laugavegi 15, sími 1-33-33. Sálarrann- sóknarfélag Islands heldur skyggnilýsingafund að Sigtúni (við Austur- völl) fimmtudaginn 18. maí kl. 20.30. Miðill er: HAFSTEINN BJÖRNSSON. Pantaðir miðar sækist á skrifstofu S.R.F.Í. Garða- stræti 8, þriðjudag 16. maí og miðvikudag 17. maí frá kl. 17.30 til 19 báða dagana. Uppselt. En ósóttir miðar, ef einhverjir verða, seldir við innganginn. STJÓRNIN. Tryggið yður gegn vatnsskaða með því að nota koparpípur til hita- og vatnslagna. EINFALT — ÖRUGGT Þessar ágætu vörur höfum við ávallt í miklu úrvali í verzlun okkar. Gjörið svo vel að leggja inn uppdrátt af kerfinu og fagmenn munu annast afgreiðslu. BRAUTARHOLTI 4, RVK — SÍMI 19804 VERZLUN — HITALAGNIR — VERKSTÆÐI. Skrifla eflir Braga Krisfjónsson Hreinferðug er histórían sanna hvar fortalt skal nú einn smúla frá: Sorgleg blífur endalykt illra manna ætíð hittir refsvivöndur þá. Herrann ætíð hreinferðugur blífar, hann er líka sem einn sláttumann, hver í burtu heila grasið hífar, hvorki rós né jasmín skánar hann. Þetta er nú ekki amalegur kveðskapur og varla trúa menn því, að vísukornið sé eftir dreng barn á 16. ári , ort 1915 af Jóni þeim Helgasyni, sem lengi hef- ur rýnt í gömul handrit í Dan- mörku. Mér kom þetta erindi í hug við lestur kvers eftir Halldór Laxness, íslendingaspjalls, þar sem skáldi heggur og leggur með orði sínu á allar hliðar, sannleg fingrafimi a la Lizt, tíð- kryddað erlendum fræðiheitum og frösum, eins og venja var í veglegri þýzkum heimspekirit um frá 19. öld. Annars er kynlegt og hér er reynt að tala út frá nokkuð al- mennu viðhorfi, að H. Laxness skuli á síðari árum verða orð- inn eins konar háspekilegt tákn, yfirskilvitlegt efstastig, likt og t.d. Sigfús Elíasson eða Grétar Fells. Að vísu er sænska aka- demían ólíkt virðulegra apparat en t.d. Dulspekistofnunin, hver veit þó slíkt? I vitund margra er hinn duglegi rithöfundur, þetta frægasta skáld okkar á síð ari öldum, orðið að einhverri skrítinni meiningarleysu í fín- um ramma, sem eiginlega megi ekki taka mark á, þar sem eng- inn hlutur í heimi sé í raun nokkurs verður, nema e.t.v. að þéra hundinn sinn. Kannski vex svokölluðum almenningi, þess- um gráa massa, aðeins í augum urleg frægð skáldsins, allar þrjú eða fjögurhundruð bóka- þýðingarnar, kannski aðeins öfund út af velgengni manns, sem aldrei hefur „difið hendi í kalt vatn.“ Miðþyngdarstaðir þjóðlífs. Hjá íslenzkum nútíma er skáldskapur og menning ekki það, sem orðabókarmenn myndu geta kallað „miðþyngdarstaði þjóðlífs." Góðu heilli liggja ekki allir íslendingar yfir skræð um. Samt munu hér á lífi með sóma 2—3000 aðiljar, sem gætu kallað sig rithöfunda, ef þeir eru slíkt, sem sent hafa frá sér frumsamin verk síðustu 20—30 árin, þar talið vitranafólk og upp úr. Líka eru vísnagerðar- menn að áliti fræðimanna ekki undir 5000, margir því miður óprentaðir. Allt bendir þó til að sá flokkur verði úr sögunni um næstu aldamót eða fyrr, ef þá hefur tekizt að lokka sveitafólk- ið í svokallaða byggðakjarna eða þéttbýli, á fínu máli sam- yrkjubú, eins og nú þykir æski legt. Viðfangsefni fslendinga síð- ustu áratugi hefur verið að reisa landið úr þeirri dönsku rúst, sem það var grafið í nokkr ar aldir. í því samfélagi er ekki menningin heldur bankarnir hjarta þess, sem oft er nefnt villuorðinu „þjóðarlíkami." Þangað rennur almenningur með fé sitt, en bankarnir dæla því síðan út til hinna ýmsu hluta eftir því sem við á hverju sinni. Stjórnmálamennirnir eru á hinn bóginn heili sama lík- ama. Öllum er það Ijóst. Það var íslenzkt brotasamfélag þess arar aldar, sem fæddi af sér undrafuglinn H. Laxness og veitti honum yrkisefni við hæfi. Af meðfæddum gáfum, alþjóð- legri menntun og furðuleikni gaf hann stórum heimi merki- lega mynd af landi, sem er ör- brot í þjóðahafinu. Gremja ís- lendinga í garð síns stóra nóbels sprettur meðfram af því að út- lendingar skuli lesa með ánægju lýsingar hans á okkur. Æði mörgum mun líka seint lærast að líta á sum rit hans sem skáld verk, heldur lýsingar á tilgreind um lifandi fyrirmyndum sam- tímans — hvort sem hæfa er í eða ekki. Áhrif skálds. Enginn myndi hafa trúað því fyrir svo sem fimmtíu árum, að Halldór Guðjónsson frá Laxnesi ætti eftir að verða jafnfrægur kónginum. Þá skrifaði höfund- urinn margar stuttar sögur í barna- og dýraverndunarblöð, oft undir dulnefnum. Er leitt, að í hinu mikla og víða ítar- lega verki Peters Hallbergs skuli ekki vera skýrt frá þess- ari starfsemi, vissulega er hún hluti af merkri heild, þótt hún sé ekki jafn glatt póleruð. Stundum í því verki hr. Hall- bergs er sem viðfangsefnið hafi á dulrænan hátt tekið frammí fyrir höfundinum og hvíslað: hér þarf meira sálarstríð, hér eitt stykki efasemd um Guð eða Staiín, hér dyttinn og þa'- datt- inn. Líka er vöntun, að nefna ekki útgáfu og ritsmíðar H.L. í gamanblaðinu Láka, sem hann stóð að ungur með Tómasi Guð mundssyni. Áhrif H. Laxness á samtíma bókmenningu era auðvitað ali mikil. Þó eru þau enn mjög óskýr. Sumir ungir höfundar hafa étið svo yíir sig af hon- um eintómum, að þeir eru eins og hvimleið kartr.ógl á fallegri stórutá. Góðu heilii hefur hann þó haft þroskvekjandi áhrif á marga aðra. Þótt undarlegt megi heita, eru það ekki verk hans, sem enn hafa valdið stórum hvörfum í skrifum ungra merkishöfunda, heldur sjálf persóna skáldsins — einkum eftir að hann fékk sænsku verðlaunin. Sumir yngri höfundar hafa, auk þess að ala í brjóstinu leyndan draum um Svíakóng og kjól, reynt að samsama sig hætti og sið H. Laxness. Ræða þeirra og viðhorf taka mið af honum. Á fáum árum hafa ótrúlega marg- ir alvarlegir menningarpostular agað rödd sína til dýpri seims en þeim er eðlilegur, gæti slíkt aukið þeim andagift í sama mæli. Stórköflóttar jakkaflíkur eru löngu orðnar hinn viður- kenndi klæðnaður meiriháttar fagurkera. En nú hefur skáld- ið verið myndað með lopa- peysu um hálsinn og er vert að gefa því gaum. Jafnvel skringilega löguð gleraugu, sem H.L. bar stundum fyrir nokkr- um árum við betri kringumstæð ur, svo sem hjá Stúdentafélag- inu, sáust fljótlega á nefjum ýmissa aðdáenda hans. Prjónastofa Símar 52050 og 51551. með fullkomnum vélum fæst til leigu. Gott tæki- færi fyrir þá sem reka saumastofu. Sameign kemur til greina. Tilboð merkt: „Prjónastofa — 922“ sendist afgreiðslu blaðsins. Röntgenaugu skáldsins sjá land- ann í nýju Ijósi. Háttur skálda. Háttur skálda í íslenzku þjóð félagi er æði sundurleitur. ís- lenzkt samfélag er dálítið sveigj anlegt og veitir allgott rúm, á meðan slíkt er nokkurn veginn innan skynsamlegra marka. Margir yngri listamenn og skáld kunna bezt við sig í bugð óttum straumi ævintýralífs, una ekki að berast á færibandi borgarlifnaðar. Fyrir nokkrum árum bjó t.a.m. vinur minn Jónas E. Svafár, verkamaður og skáld, stórgöfugur maður, í tjaldi sínu marga mánuði í Vatns mýrinni í miðri Reykjavík og vildi helzt ekki nærast af öðru en rúgbrauði og lýsi. í gleði sinni keðjaði hann saman einu atómljóðin, sem hafa verið smíðuð á íslandi og dró dular- fullar myndir, sem kannski þykja góðar þegar hann verð- ur dauður. Okkur smáborgur- um virðist stundum andi þess- ara fugla reika í fullkomnu ráð leysi ekki síður en fætur þeirra, en svo kemur einn góðan dag í ljós, að þeir hafa í miðju kóf- inu skapað listaverk. Og þá er gremjulegt að geta ekki sent séníið með lífstíðarnesti út í Drangey, kannski bara fyrir stutta sögu eða smáljóð, nú eða jafnvel leikrit. Skítug spanjóla, grænn hattur, einkar mæðuleg- ur svipur eða illskulegt glott, hendur á baki og vesældarlegt hökt eru oft merki þess, að stórkostlegt listaverk sé í fæð- ingu. Aðrir listamenn eru stórum spakari. Þeir eru daglega við störf eða hafa viðunandi em- bætti með höndum. En þetta eru djúphyggnir gruflarar, sem eru skáld um helgar og í frí- um, sitja og draga saman fagr- ar bókmenntir, sem falla mörg- um vel í geð. Þótt surnir þeirra virðist ógn teprulegir, eru þetta hinar leitandi sálir, sem oft vinna góð verk, gera engum mein og mest er jú vert að all- ir séu ánægðir. Fyrirmynd. Þótt enn sé það viðhorf margra Þingeyinga, að Halldór Laxness hefði bezt verið geymd ur áfram innan klaustursmúra, er hann samt sá aðili, sem ung- ir íslenzkir rithöfundar ættu helzt að geta tekið sér til fyrir- myndar. Kannski hafa þeir ekki við honum í ritleikni fyrr en á efri árum. En æskuverk H. Laxness eru heldur ekki hót- inu skárri en margra þeirra manna, sem litla athygli hafa vakið seinni ár. Þótt þeir geti ekki numið af honum gáfuna, geta þeir tamið sér hið gullna hóf síns stóra nóbels í hagrænni sýslu. Lika kynnt sér feril hans, hvernig hann lifði og hrærðist og tók smám saman þátt í að skapa nýja menningarstrauma síns tíma og hvernig hann snauð ur maðurinn og fákænn í ver- aldarefnum framan af, varð það afl, sem æ mun lifa í íslenzkri menningu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.