Morgunblaðið - 13.05.1967, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967.
9
Stýrimannaskólanum i Reykjavik slitið:
44 Ijúka fiskima nnaprófi
28 farmaiiitaprófi
Stýrimannaskólamun í Reykja
vík var sagt upp hinn 11. maí í
76. sinn. Viðstaddir skólauppsögn
voru allmargir af eldri nemend-
um skólans.
í upphafi gaf skólastjóri, Jón-
as Sigurðsson, yfirlit yfir starf-
semi skólans á skólaárinu og gat
þess jafnframt, að þeir farmenn
og fiskimenn, sem nú lykju prófi,
væru hinir síðustu sem braut-
skráðust samkvæmt eldri lögum
og reglugerðum. Á þessu skóla-
ári komu til framkvæmda ný
lög og reglugerðir fyrir stýri-
mannaskólann. Samkvæmt þeim
verða fiskimannaprófin 2, þ.e.
fiskimmannapróf 1. stigs, sem
tekið er upp úr fyrsta bekk fiski-
mannadeildar, og fiskimannapróf
2. stigs, sem tekið er upp úr 2.
bekk. Fiskimannapróf 1. stigs
veitir skipstjórnarréttindi á fiski
skipum allt að 120 rúmlestum á
heimamiðum. Fiskimannapróf 2.
stigs veitir hinsvegar skipstjórn-
arréttindi á íslenzkum fiskiskip-
um af hvaða stærð sem er og
hvar sem er.
Farmannaprófin verða 3, þ.e.
farmannapróf 1. stigs, sem veit-
ir sömu réttindi og fiskimanna-
próf 1. stigs, farmannapróf 2.
stigs, sem veitir tímabundin rétt
indi sem undirstýrimenn á verzl
unar- eða varðskipum farmanna
próf 3. stigs, sem veitir skip-
stjórnarréttindi á verzlunar-
eða varðskipum atf hvaða stærð
sem er og hvar sem er.
Síðustu dagana í marz, meðan
stóðu yfir skrifleg próf í yngri
deildum, var haldið þriggja daga
námskeið fyrir eldri deildir, þar
sem eingöngu var kennd með-
ferð og nobkun fiskileitartækja.
Kennarar á námskeiðinu voru
Hörður Frímannsson, rafmagns-
verkifræðingur, og Þorsteinn
Gíslason, skipstjóri. Þá fluttu
þar fyrirlestra fiskifræðingarn-
ir, Jón Jónsson og Jakob Jakobs
son.
Að þessu sinni luku 28 nem-
endur farmannaprófi og 44 fiski
mannaprófi. Við farmannaprófið
hlutu 6 ágætiseinkunn 17 fyrstu
einkunn og 5 aðra einkunn. Við
fiskimannaprófið hlutu 7 ágæt-
iseinkunn, 28 fyrstu einkunn, 8
aðra einkunn og 1 þriðju eink-
unn. Efstur við farmannapróf var
Vilmundur Víðir Sigurðsson,
7,68, og hlaut hann verðlauna-
bikar Eimskipafélags íslands,
farmannabikarinn. Efstur við
fiskimannapróf var Guðmundur
Andrésson, 7,56 og hlaut hann
verðlaunabikar öldunnar, öldu-
bikarinn. Hámarkseinkunn er 8.
Bókaverðlaun úr veirðlauna-
og styrktarsjóði Páls Halldórs-
sonar skólastjóra hlutu eftir-
taldir nemendur, sem allir höfðu
hlotið ágætiseinkunn. TJr far-
mannadeild: Bjarni Jóhannes-
son, Guðmundur ICristinsson,
Gunnar örn Haraldsson, Ing-
var Friðriksson, Óskar Þór Karls
son og Vilmundur Víðir Sig-
urðsson. Úr fiskimannadeild: Er-
lendur Jónsson, Guðmundur And
résson, Halldór Kristinsson, Jón
Már Guðmundsson Pétur Hall-
steinn Ágústsson, Reynir
Jóhannsson og Þórður Eyþórs-
son. Bókaverðlaun frá Skipstjóra
félagi íslands fyrir hámarks
einkunnina 8 í siglingareglum
við farmannapróf hlutu: Bjarni
Jóhannesson, Gunnar örn Har-
aldsson, Ingvar Friðriksson, Vil-
mundur Víðir Sigurðsson og Ægir
Björnsson.
Skólastjóri ávarpaði síðan
nemendur og ós'kaði þeim til
hamingju með pró-fið. Benti h-ann
þeim á ábyrgð og skyldur yfir-
manna á skipum og brýndi fyrir
þeim að viðhalda þeim fræðum,
sem þeir hefðu lært við skólann,
og tengja þau þeirri reynslu,
sem þeir mundu öðlast í starfi.
Þá ræddi hann nokkuð þá erfið
leika, sem að útgerðinni steðj-
uðu nú, m.a. vegna verðfalls
sjávarafurða á erlendum mark-
aði. Benti hann þeim á þýðingu
þess að vanda sem bezt með-
ferð afla svo að verðmæti hans
yrði sem mest. Þrátt fyrir nokkra
örðugleika taldi hann, að þeir
gætu þó litið björtum augum
til framtíðarinnar, skipastóll þjóð
arinn væri glæsilegur og nóg
verkefni framundan bæði fyrir
farm-enn og fiskimenn. Þá lét
hann í ljós ánægju yfir þeirri
ákvörðun ríkisstjórnarinnar ,sem
miðaði að endurnýjun togara-
flotans, og vonaði að togaraút-
gerðin hæfis-t aftur upp úr þeim
öldudal, sem hún hefur verið í
undanfarin ár. Að lokum þakk-
aði hann nemendum samveruna
og árnaði þeim heilla í framtíð-
inni.
Að lokinni ræðu skólastjóra
kvöddu sér hljóðs tveir af eldri
nemendum skólans. Orð fyrir 40
ára prófsveinum hafði Eyþór
Hallsson, forstjóri, Siglufirði.
Færðu þeir Styrktarsjóði nem-
enda Stýrimannaskólans mjög
myndarlega fjárupphæð. Þórður
Þorsteinsson á Sæbóli einn af
40 ára prófsveinum færði skól-
anum fallegan blómvönd.
Gunnar Ma-gnússon, skólastjóri
Reykjavík, sem átti 20 ára próf-
afmæli, hatfði orð fyrir 10, lö og
20 ára prófsveinum. Tilkynnti
hann, að þeir hefðu í sameiningu
stofnað sjóð, sem héti Tækja-
sjóður Stýrimannaskólans í
Reykjavík. Tilgangur sjóðsins er
að efla tækj-akost skólans. Gat
hann þess, að það væri vilji
stofnenda að sjóður þessi væri
opinn ölium nemendum skólans,
er vildu leggja þessu máli lið.
Skólastjóri þakkaði góðar gjaf-
ir og hlýbug til skólans. Að lok-
um þak-kaði hann kennurum og
prófdómendum störf þeirra á
liðnu skólaári og gestum kom-
una og sagði skólanum slitið.
Þessir menn luku farmanna-
prófi:
Aðalsteinn Finnbogason, Hafn
arfirði, Ásgeir Ásgeirsson, Rvik,
Bjarni Halldórsson, Bolungavík,
Bjarni Jóhannesson, Akranesi,
Guðmundur I. Guðmundsson,
Rvík., Guðmu-ndur Kristinsson,
Akranesi, Guðmundur Kr. Kris-t-
jánsson, Rvík, Guðmundur Lár-
usson, Stykkishólmi, Gunnar Örn
Haraldsson, Rvík, Gylfi Guðna-
son, Rangárvallasýslu, Hafliði
Baldursson, Rvk Hálfóán Henrýs
son, Rvík .Ingólfur Ásgríms-
son, Hornafirði, Ingvar Friðriks-
son, Akranesi, Jón Guðnason,
Rvík., Jón Herbert Jónsson, Rvík,
Kári Valvesson, Árskógsströnd,
Kristján Pálsson, Rví-k Lúðvík
Friðriksson, Keflavík, Óskar Þ.
Karlsson ólafsfirði. Sigtu'ður Ein
arsson, Garðahr., Sigurður Gunn-
laugsson Rvík., Sigurður Péturs-
son, Rvík., Símon Guðmundsson,
Seltjarnarnesi, Vilmundur Víðir
Sigurðsson, Rvík, Þórhallur Joh-
ansen, Rvík, Þorvaldur Ómar
Hillers, SelfossL Ægir Björnsson,
SiglufirðL '
Þessir menn luku fiskimanna-
prófi:
Arnþór Atlí Skaftason, Fá-
skrúðstf., Ásgeir G. Kristjánsson,
Bolungav. Bernhard Överby, ísatf.
Einarr Kristjánsson, AkranesL
Erlendur Jónsson. Gaulverjabæj*
arhreppi, Eyjólfur Pétursson,
Kópavogi, Grétar M. Kristjáns-
son, Súðavík, N-ÍS. Guðbjartur
Einarsson, Garða-hrppi, Guðfinn-
ur Karlsson, Þoxlákshöfn. Guð-
laugur Þ. Lárusson, Sandgerði,
Guðmundur Andrésson, Fáskrúðs
firði, Guðmundur S. Guðleifs-
son, Rvík., Guðmundur Helga-
son, Rvik., Guðmundur In-gi Hild-
isson, Gerðum, Garði, Gunnar
Gunnlaugsson, Rvík., Gunnar
Sigurjónsson, Hellissandi, Hall-
dór Kristinsson, Eskifirði. Hörð-
ur Ó. Guðjónsson, Rvík., Jóhann
Guðbrandsson, Sandgerði, Jó-
hannes Sigarðsson, Keflavík, Jón
Garðarsson Reyðarfirði, Jón M.
Gu-ðmundsson, Innri Nj arðvík,
Jón M .Guðröðsson, Kálfavík,
N-ís., Jón Lo-gi Jóhannsson,
Garðathre-ppL Jósef Gunnar Ing-
ólfsson, Reykjavík, Lýður Svein-
björnsson, Hafnarfifði, Magnús
Sig-urðsson, HellissandL Marteinn
M Jóhannsson, Neskaupstað,
Ólatfur Si-g-urðsson, Grindavík,
Páll Erlin.gur Pálsson Reykjavík,
Páll Jónat-an Pálsson, Skaga-
strönd, Pétur Ágústsson, Stykkis
hólmi, Reynir Jóhannsson,
Grindavík, Sigurður A. Hreið-
arsson, Rey-kjavík, Sigurjón
Ævar Hólmgeirsson, Flatey,
S-Þing. Stetfán Björnsson Aspar,
AkureyrL Stefán R. Einarsson,
Garðahreppi, Stefán Jónas Guð-
mundsson, ÁkureyrL Tómas G.
H-assing, Reykjavík, Trausti Guð
mundsson, Þórs-höfn, LanganesL
Victor Jónsson, SiglutfirðL Vig-
fús Jóhannesson, Árskógsströnd,
Þórður Eyþórsson, GarðahreppL
og örnólfur Hálfdánarson, Bol-
ungavík .
Tökum að okkur
uppsetningu sjónvarps- og radíoloftneta
fyrir einbýlis- og fjölbýlishús. Góð þjón-
usta, úrvals efni. Gerum tilboð ef óskað
er. Upplýsingar í símum 51771, 52102.
HEIMSSYNINGIN
í M0NTREAL
FARGJÖLD 0KKAR ERU ÞAU LÆGSTU, SEIVI VÖL ER A
Hín sérstöku fargjöld okkar á heimssýninguna í Montreal eru þau lægstu,
sem völ er á frá Islandi. Auðvelt-væri að hafa viðkomu í borgum innan
Bandaríkjanna og Kanada gegn tiltölulega litlu viðhótargjaldi, þar sem
millilandafarþegar Pan American njóta sérstakra kjara þegar um fram-
haldsflug innan Bandaríkjanna og Kanada er að ræða.
AFSLÁTTUR AF ÖÐRUM
FARGJÖLDUM:
UNGMENNI
Á flugleiðum frá íslandi til Evrópulanda - og ð öðrum flugleiðum innan
Evrópu - er veittur 25% afsláttur af fargjöldum ungmenna á aldrinum
12-22 ára.
NÁMSMENN
Allir þeir, sem stunda nám erlendis, f einhverju Evrópulanda fá 25%
afslátt af fargjöldum sínum, með því að uppfylla ákveðin skilyrði.
14-21 DAGAR
Þeir sem eru 2-3 vikur í ferð til Bandarílcjanna og/e5a Kanada fá sér-
stakan afslátt, sem getur numið allt að 50%.
V0R 0G HAUST
Sérstök 30daga fargjöld eru í giidi vor og haust á flugleiðum milli íslands
og margra Evrópuborga 25% afsláttur.
FJÖLSKYLDUFARGJÖLD
Á flugleiðum innan Bandaríkjanna eru fjölskyldufargjöld f gildi allt árið,
en á tímabilinu frá 1. nóvémber til 31. marz frá Íslandi til Norðurlanda.
Hvert viljið
þér fara ?
Nefnið staðinn. Við flytjum
yður, fljótast og þægilcgast
*