Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 18

Morgunblaðið - 13.05.1967, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. á ég við veiðarfæraiðnað í land- inu. Hver veiðafæragerðin á fæt- ur annarri, -sem stofnað hefur verið til, hefur á undanförnum árum og áratugum gefizt upp og hætt starfrækslu og nú er svo komið, að raunar er aðeins ein veiðarfæragerð starfandi í land- inu, sem er Hampiðjan h.f. í Reykjavík. Ríkisstjórninni hef- ur verið það kappsmál að styðja við bakið á veiðarfæraiðnaðinum í landinu og ekki aðeins þann- ig, að séð yrði til þess, að sú eina veiðarfæragerð, sem enn er starfandi, geti haldið áfram að starfa, heldur lögð drög að því að efla þennan iðnað hér- lendis. Það virðist einnig í fljótu bragði, að ekki ætti að vera um- horfsmál, þegar tekið er tillit til þess stóra markaðar, sem veiðar færaiðnaður nýtur einmitt hér á landi. En það er höfuð-ókostur- inn við ýmiss konar innlendan iðnað. hversu hinn innlendi markaðður er af skornum skammti og takmarkaður. Ég skal fara hér fljótt yfir sögu. Ríkisstjórnin fól sérstakri nefnd að rannsaka sérstaklega þróun veiðarfæraiðnaðar hér á landi, og lauk þessi nefnd störf- um og skilaði áliti sínu haustið 1965. Síðan hefur málið verið til framhaldsmeðferðar á grund- velli þeirrar rannsóknar og til- lagna, sem nefndin lét frá sér fara, en þær reyndust hins vegar ófullnægjandi og meira þurfti til að koma. Þegar Alþingi kom sam an á sl. hausti, lagði ríkisstjórn- in fyrir þingið frumvarp til laga um verðjöfnunargjald af veiðar- færum. En um það frumvaro náðist ekki samkomulag. Síðar'á þinginu lagði svo stjórnin fram frumvarp til laga um breytingu á Iðnlánasjóðslögunum, en í því fólst að stofna skyldi sérstaka veiðarfæralánadeild vió Iðnlána- sjóð og skyldu tekjur til sjóðs- ins vera 1% af innfluttum veiðar færum, einnig framlög, sem veitt kynnu að verða úr ríkissjóði eða á annan hátt og vextir af stofn- fé, en stofnfé þessarar lánadeild- ar veiðarfæraiðnaðar lagði rík- issjóður fram, 11.6 milljónir króna. Þá var iðnlánasjóði heim- ilt, að fengnu samþykki ríkis- stjórnarinnar, að taka allt að 10 millj. króna lán til starfsemi lánadeildar veiðarfæraiðnaðar og ríkissjóði heimilt að ábyrgjast slíkt lán. Þetta frumvarp er nú orðið að lögum. En tilgangur hinnar nýju lánadeildar við Iðn- lánasjóð er að styrkja innlendan veiðarfæraiðnað. Samkvæmt lög unum er ráðherra heimilt að ákveða í reglugerð, að veita megi, auk lána, styrki eða vaxta- laus framlög um tiltekið árabil til að stofnsetja veiðarfæragerð- ir og jafnframt til verðjöfnun- ar á ótollverndaðri innlendri veiðarfæraframleiðslu, ef þurfa þykir vegna erlendrar sam- keppni. Með þessari löggjöf tel ég, að fenginn sé grundvöllur t*l þess að koma í veg fyrir, að veiðarfæraiðnaður leggist niður í landinu. En ríkisstjórnin telur jafnframt mikilsvert, að rannsak að verði, hvort ekki mætti tak- ast og teljast hagkvæmt, í senn fyrir útveg og iðnað, að koma upp í landinu veiðarfæragerð í stórum stíl, miðað við þann stóra markað, sem fyrir hendi er hér- lendis. Ef slíkt teldist jákvætt og gæfi síðar í framkvæmd góða raun, mundi að sjálfsögðu vakna sú spurning, hvort íslendingar gætu þá ekki á borð við aðra selt veiðarfæri til annarra landa. Af hálfu ríkisstjórnarinnar og í samráði við Iðnþróunarráð hef- ur sérstakri nefnd inanna verið falin athugun þessa máls. Hafa þá í senn verið gerðar ráðstaf- anir til þess að veita aðstoð þeim veiðarfæraiðnaði, sem enn er fyr ir hendi í landinu, og jafnframt gerðar ráðstafanir til þess að rannsaka til hlítar, hvort ekki sé hægt í framtíðinni að byggja upp sterkan og öflugan iðnað á þessu sviði. Ekki aðeins fyrir okkur fslendinga sjálfa heldur einnig til útflutnings til an'narra landa. Vildi ég mega vona, að efling veiðarfæraiðnaðar í land- inu verði í framtíðinni veruleg- ur þáttur iðnþróunar á íslandi og með þeim hætti, að öflugar veiðarfæragerðir séu stofnsettar í þeim landshlutum, þar sem þær geta verulega stuðlað að at- vinnuaukningu og svokölluðu jafnvægi í byggð landsins. TKÆKNIAÐSXOÐ Með bréfi 15. apríl 1966 skip- aði iðnaðarmálaráðherra þriggja manna nefnd til þess að kanna, hver muni raunveruleg þörf ís- lenzks iðnaðar fyrir tækniaðstoð og aðra sérfræðilega aðstoð, með sérstöku tilliti til ráðagerða um lækkun tolla á innfluttum iðnð- arvörum og þeirra aðlögunar- vandamála, sem upp kunna að rísa i því sambandi, svo og á hvern hátt sú tækni og sérfræði- aðstoð verði bezt framkvæmd, eins og segir í skipunarbréfinu. Þessi nefnd skilaði áliti sínu í sl. mánuði og er það mikið plagg, sem þarfnast gaumgæfi- legrar úrvinnslu. f störfum sín- um miðaði nefndin við, að tækni aðstoð og önnur sérfræðileg að- stoð þýddi alla sérfræðilega að- stoð, er fyrirtæki þurfa á að halda, hvort heldur hún snertir hinar tæknilegu eða fjárhags- legu og viðskiptalegu hliðar á rekstri fyrirtækjanna. Þetta nefndarálit var lagt fyrir Iðn- þróunarráð á fundi þess fyrir 2 dögum, og er því af eðlilegum ástæðum ekki tímabært fyrir mig að gera nánar grein fyrir því nú. Hér er um mjög mikil- vægt viðfangsefni að ræða, sem íslenzka iðnþróun skiptir miklu máli, að vel ráðist fram úr. Til nokkurrar frekari glöggvunar á því viðfangsefni, sem hér um ræðir, vil ég taka upp stutta skil greiningu tækninefndarinnar, í upphafi nefndarálitsins, á þörf- inni fyrir aukna tækni- og sér- fræðiaðstoð, en hún telur hana m.a. stafa af eftirfarandi megin- orsökum: • 1. Aukin vélvæðing og flókn- ®ri framleiðslutækni en áður var, gerir stjórenendum örðugt um nægilega yfirsýn um áhrif ákvarðana á hina margvíslegu starfsþætti fyrirtækja, nema með beitingu sérþekkingar á mörgum sviðum, auk þess sem nútíma framleiðsluhættir út- heimta mjög aukna tæknikunn- áttu. 2. f landinu er skortur á tækni- og sérfræðilega menntuð- um mönnum. Framboðið á verk- fræðingum og einkum tækni- fræðingum er minna en eftir- spurnin. 3. Tækni- og sérfræðilega menntaðir menn ráðast fremur til starfa í ými^ 'konar opinberri þjónustu en í framleiðsluatvinnu vegunum. Þannig starfa aðeins 10% verkfræðinganna í landinu í. iðnfyrirtækjum og er þó iðn- aðurinn mun betur settur í þessu efni, en aðrir atvinnuvegir. 4. Iðnfyrirtækin telja sig oft ekki hafa fjárhagslegt bolmagn til þesis að hafa þá. sérfræðinga í þjónustu sinni, sem þau þarfn- ast. Sumpart stafar þetta af smæð fyrirtækjanna, í öðrum til fellum kann þetta að stafa af ónógum skilningi á gildi sér- fræðiþekkingar. 5. í mörgum tilfellum t-elur iðanðurinn sig ekki hafa fjár- magn til þess að ráðast í úrlausn viðfangsefna, sem útheimta mikla tækni og sérfræðilega und irbúningsvinnu, er oft skilar ekki arði fyrr en éftir all langan tíma, og getur í sumum tilfell- um falið í sér fjárhagslega áhættu. Til þess að bæta úr núverandi ástandi og mæta framtíðarþörf iðnaðarins, telur nefndin brýna þörf aðgerða á eftirtöldum sviðum: 1. Nauðsynlegt er, að hið opin- bera geri ráðstafanir til þess að örva með fjárhagslegum stuðn- ingi iðnaðinn í heild, einstakar iðngreinar eða einstök fyrirtæki til að afla sér þeirrar tækni og sérfræðiaðstoðar, er þau þurfa á að halda á hverjum tíma. 2. Efla þarf starfsaðstöðu þeirra stofnana, er veita tæknilega að- stoð og þjónustu í landinu með það fyrir augum, a) að hið takmarkaða sér- fræðilega vinnuafl, sem fyrir er, nýtist sem bezt og b) að þjóðin verði eins sjálf- bjarga í tæknilegum og sérfræði legum efnum og mögulegt er á hverjum tíma og c) jafnframt þarf að bæta að- stöðuna itil öflunar og miðlunar upplýsinga. 3. Gera þarf tafarlaust átak til þess að örva efnilega menn til þess að afla sér tæknimenntun- ar og sérfræðimenntunar í þeim greinum, er atvinnulífinu kemur að gagni og miða að því, að hlut- fallslegur fjöldi sérmenntaðra manna á þessum sviðum verði sambærilegur við það, sem nú þykir óhjákvæmilegt hjá grann- þjóðum okkar. 4. Gera þarf ráðstafanir til þess að flytja þekkingu inn í landið í þeim greinum, þar sem okkur er áfátt á hverjum tíma, a) með námskeiðum á landinu b) með því að greiða fyrir því, að íslenzkir sérfræðingar sæki námskeið erlendis eða fari í kynnisferðir til annarra landa, og c) með útvegun erlendra sér- fræðinga, þegar aðrar leiðir eru ekki fyrir hendi. Með tilliti til þess, sem að framan segir, leggur nefndin m.a. til: 1. Að stofnaður verði Aðlög- unar- og þróunarsjóður iðnaðar- ins með fjárframlögum úr ríkis- sjóði. Hlutverk sjóðsins telur nefnd- in eiga að vera það að veita styrk til sérfræðilegra undirbún ingsaðgerða, er miði að því, a) að styrkja samkeppnisað- stöðu iðnaðarins með endurbót- um á einstökum eða eftir atvilc- um öllum starfsþáttum fyrir- tækja, eða með ummyndunarhag ræðingu (struktur rationaliser- ing) o.s.frv. b) að þróa nýjar iðngreinar og nýjar vörutegundir, eða að end- urbæta eldri vörutegundir, sem iðnaðurinn framleiðir. c) að vinna markaði erlendis fyrir íslenzkrar iðnaðarvörur, þar sem slíkir möguleikar kunna að finnast. Nefndin gerir ráð fyrir því, að á móti styrk úr sjóðnum komi mótframlag eigin fjár frá styrkþega. Miðað skuli við, að styrkveitingin endi þegar tiltek- in aðgerð er komin á fram- kvæmdastig, enda taki þá við fjármagn frá lánastofnunum og eigið fé hlutaðeigandi. í vissum tilvikum kæmi þó til greina, að áliti nefndarinnar, að veita fram- kvæmda- og rekstrarstyrki t.d. í sambandi við útflutningstilraun- ir. Ég skal nú ekki hafa fleiri orð um þetta nefndarálit eða tækni- og sérfræðilega aðstoð til handa iðnaðinum, en hér er um að ræða eitt af þeim veigamiklu úrlausnarefnum, eins og ég hef áður að vikið, sem iðnþróunin í landinu veltur á hvernig fram úr ræðst. AÐLÖGUNARVANDAMÁL: í seinni tíð heyra menn æði oft talað um hin svokölluðu að- lögunarvandamál iðnaðarins, en með því er einkum átt við í stór um dráttum, hvernig iðnaðurinn geti brugðizt við væntanlegum tollabreytingum og fríverzlun. Kemur þá að sjálfsögðu margt til álita, sem iðnaðinum gæti orðið til styrktar, svo sem aukn- ing lánsfjár, bæði fjárfestingar- GangsíéMaríielIur 2 stærðir Einnig kantstein. HELLUSTEYPAN Heimilis- klukkur Atlanta HEIMILISKLUKKUR í nútímaformum. Ferðaklukkur Merki EUROPA Verð kr. 210.— „Fagur gripur Til kaups óskast 20—40 lesta bátur með góðum búnaði. Um mikla útborgun getur verið að ræða. Tilboð með upplýsingum um gerð og kjör sendist Mbl. fyrir 17. þ.m. merkt: „Góður kaupandi — 923“. HILTI Jjjóiwstan BJÖRN G. BJÖRNSSON Skólavörðustíg 3A — Símar 21765 og 17685. Úr vinnusal húsgagnaverksmiðjunnar Valbjörk á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.