Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.05.1967, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967/ neytisins eða Iðnaðarmálastofn- unar íslands eða beggja sam- eiginlega. Einnig hefur Iðnaðar málastofnunin tekið að sér að framkvæma eða hafa forgöngu um rannsóknir fyrir tilmæli iðn- aðarmálaráðuneytisins, sem ein stakir aðilar og þá oftast heild- arsamtök iðnaðarins, annað hvort Félag íslenzkra iðnrek- enda eða Landssamband iðnað- larmanna, eða önnur samtök hafa óskað eftir, að stofnað væri tiL 1 þessu sambandi er rétt að minna á nokkuð sérstæða rann- sókn, sem farið hefur fram í sam vinnu milli fslendinga og Norð- manna og af okkar hálfu verið tilkostað af framlögum á fjár- lögum, en þar á ég við rannsókn ir á gæðum islenzkrar og einnig norskrar ullar með hliðsjón af því sérstaklega, hvort hægt væri að aðgreina þelið og tog- ið og skapa þannig verðmætara hráefni til úrvinnslu en ella Þessar rannsóknir hafa nú stað- ið yfir ein tvö til þrjú ár og gefa mjög jákvæða niðurstöðu. Von- ir standa til þess, að þeim Ijúki á þessu ári. Yrði þá nánar gerð grein fyrir þeim og kynnu þær að hafa verulega þýðingu í sam bandi við framleiðslu úr ull hér á landi, bæði í sambandi við gólfteppagerð, gluggatjaldavefn- að og áklæði á húsgögn og sitt hvað fleira. Staðið hefur yfir umfangs- mikil rannsókn á möguleikum og hagkvæmni sútunariðnaðar í landinu. Iðnaðarmálastofnun fs- lands hefur haft forgöngu um þessa rannsókn að tilhlutan náðuneytisins og sérfræðingur unnið að því sl. ár að skila lútandi. Þetta nefndarálit ligg- ur nú fyrir, en samtökum iðn- rekenda og öðrum, sem áhuga hafa fyrir þessu máli, verður látið það í té til hagnýtingar í sambandi við ákvarðanir um starfrækslu á þessu sviði. Hér er fyrst og fremst um upplýs- ingastarfsemi og rannsóknar- starfsemi að ræða, sem fram hefur farið á kostnað þess op- inbera, til þess að láta einstakl- ingum og félögum í té, ef verða mætti til þess, að farið yrði inn á hagkvæmari leiðir en ella í sambandi við framtíðarrekstur á þessu sviði, Fyrir beiðni Meistarasam- bands byggingarmanna skipaði iðnaðarmálaráðherra fyrir rúmu ári síðan all-fjölmenna nefnd til þess að framkvæma rannsókn á byggingarkostnaði hér á landi. Rannsókr, arstofnun byggingar- iðnaðarins var jafnframt falin forusta um verk þetta og til þess ætlazt, að stofnunin legði nefnd inni til þá sérfræðilega þjónustu við framkvæmd ranmsóknanna, sem í hennar valdi stæði. For- maður rannsóknarnefndarinnar er Haraldur Ásgeirsson, for- stjóri Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins, en nefndin er að öðru leyti skipuð fulltrú- um frá Alþýðusambandi íslands, Arkitektafélagi íslands, Borggr- ráði Reykjavíkur, Félagi ís- lenzkra byggingarmanna, Félagi íslenzkra iðnrekenda, Húsnæðis málastofnun ríkisins, Landssam bandi iðnaðarmanna, Meistara- sambandi byggingarmanna, Tæknifræðingafélagi íslands og Verkfræðingafélagi íslands. Mik ið hefur fyrr og síðar verið tal- að um hinn háa byggingarkostn- að hér á landi og ætti að mega vænta þess, að þegar niðuxstöð- ur þessarar rannsóknar liggja fyrir, væri fengið nokkuð veiga- mikið innlegg í umræðum um það mál og grundvöllur til úr- bóta á þessu sviði. Ýmsar fleiri rannsóknir af þessu tagi hafa verið unnar í þágu iðnaðarins fyrst og fremst, en tímans vegna get ég ekki rak- ið þær nánar hér. IÐNÞRÓUNARRÁÐ: í lok sl. úts skipaði iðnaðar- málaráðherra Iðnþróunarráð, er skyldi vera iðnaðarmálaráðu- neytinu til styrktar um meðferð meiri háttar mála, er snerta iðn- þróun landsins. Gert er. ráð fyr- ir, að verkefni Iðnþróunarráðs verði að nokkru framhald af verkefnum stóriðjunefndar, sem lokið hafði störfum, en þó víð- tækara, þar sem fjallað yrði um iðnþróun landsins almennt, fjár- hagslega, viðskiptalega og tækni lega og tekið við rannsóknar- efnum eða stuðlað að rannsókn- um á möguleikum til nýrra iðn greina, samhliða eflingu þeirra, sem fyrir eru, í þeim tilgangi að vinna að framkvæmd mála, veita einstaklingum ,félögum og sam- tökum iðnaðarins brautargengi þar að lútandi. Iðnþróunarráð er þannig skip að, að eftirtaldír aðilar skipa hver sinn fulltrúa í ráðið, en iðnaðarmálaráðherra gegnir for mennsku þess: Seðlabanki íslands, Fram- kvæmdasjóður íslands, Efnahags stofnunin, Iðnaðarmálastofnun fslands, Iðnlánasjóður, Félag íslenzkra iðnrekenda, Landssam band iðnaðarmanna, Iðnaðar- deild SÍS, Iðja, stærsta félag iðnverkafólks á landinu. Fyrsti fundur Iðnþróunarráðs var haldinn í janúar sl. og hefur sú tilhögun verið á höfð, að fundir hafa jafnan verið haldn- ir mánaðarlega, en síðan undir- nefndum og einstökum aðilum falin úrlausn verkefna á milli funda. Starfsemi Iðnþróunar- ráðs er á frumstigi og verður ekki að svo stöddu spáð um nyt- semi þess. Hins vegar verður það ljóst, þegar litið er á þau verkefni, sem lögð hafa verið fram og eru í athugun hjá Iðn- þróunarráði þann stutta tíma, sem það hefur starfað, að ekki skortir viðfangsefni, en ég skal aðeins gefa lauslegt yfirlit yfir þau málefni, sem á dagskrá hafa verið. Þau eru: Aðlögunarvandamál íslenzks iðnaðar, vinnsla hrááls, olíu- hreinsun og víðtækari efnaiðn- aður, salt- og sjóefnavinnsla, ullarvinnsla, sútunariðnaður, samruni fyrirtækja, rannsc|kn steinsteypu, seríuframleiðsla stálskipa, þaravinnsla, perlu- steinsvinnsla. í sambandi við slíka upptaln- ingu verður að geta þess, að sum málin hafa aðeins borið á góma og verið lögð fram til náni ari athugunar, en að öðrum hef ur verið nánar unnið og ákvarð anir teknar um frekari úr- vinnslu á vegum sérfræðinga eða einstakra aðila, svo sem Iðn aðarmálastofnunar Islands, eða einstakra nefnda. Ég mundi sjálfur álíta, miðað við þá stuttu reynslu, sem feng izt hefux af starfsemi Iðnþróun- arráðs.að með því skapist veiga- mikill vettvangur til fjölþætt- ari og hagkvæmari iðnþróunar en ella. STÓRIÐ.TA: Stóriðja á fslandi í tengslum við fyrstu stórvirkjun í fall- vötnum landsins er nú að verða að veruleika með ábræðslunni í Straumsvík, sem framkvæmd- ir eru að hefjast við. Lengi hefur það verið framsýnum mönnum áhugamál, að stóriðja í einu formi eða öðru, sem orku frekur iðnaður í tengslum við 'hagnýtingu vatnsaflsins í land- inu, gæti orðið okkur íslend- ingum til hagsbóta. Þetta var draumsýn aldamótaskáldanna og ein stærsta framtíðarhugsjón Einars Benediktssonar, þó að fyrri heimsstyrjöldin og ófyrir- sjáanlegar tæknibreytingar um sama leyti, yrðu honum fjötur um fót. Það er fyrst nú, hálfri öld síðar eða um það bil, sem verið er að byggja Búrfellsvirkj un í Þjórsá á sama stað og Einar sða sérfræðingar hans ráðgerðu virkjun og byggingu stöðvar- húss, en grundvöllur þessarat! stórvirkjunar er raforkusamn- ingur við svissneska fyrirtækið Swiss Aluminium. Samningsgerðin við hið sviss- neska fyrirtæki olli miklum deilum á Alþingi, eins og kunn- ugt er, og skal ég ekki rekja það mál nú. En ekki þykir mér ólí'klegt, að margur stjórnarand- stæðingur, sem þá tók mikið upp í sig, mundi síðar á ævinni óska þess, að hafa talað minna á móti þessu mikla framfaramáli, svipað eins og varð um marga þá, sem stóryrtastir voru í and- stöðunni í símamálinu á sínum tíma, á fyrstu árum heimastjóm ar á Islandi. Þessi stóriðja mark: ar tímamót í iðnþróunarsögu ís- lands, en megingildi hennar er að renna fleiri stoðum undir fá- breytt atvinnulíf fslendinga til meira öryggis í framtíðinnú Ætla má jafnframt, að sú þekk- ing og fjármagn, sem með þess- ari stóriðju flyzt inn í landið, geti jafnframt haft örvandi áhrif á aðra almenna iðnþróun í landinu. Hefur í því sambandi þegar verið talað um vinnslu úr hrááli, eftir að framleiðsla þess hefst hér á landi, og hafa byrjunarathuganir á því máli þegar farið fram. Iðnaðarmála- stofnun fslands hefur að tilhlut un iðnaðarmálaráðuneytisin* haft samband við Hið íslenzka álfélag, ISAL, og leitað upplýs- inga um þá iðnaðarmöguleika, sem á þessu sviði kunna að vera fyrir hendi. Við Islendingar höfum þegar komið upp stóriðju hjá okkur í nokkuð öðrum skilningL En þar á ég við Sementsverksmiðju og Áburðarverksmiðju, þar sem framleiðslan er svo mikil, að hún fullnægir nokkurn veg- inn þörfum okkar íslendinga sjálfra. Að vísu er það svo, að Áburðarverksmiðjan framleiðir ekkL eins og sakir standa, nema sem svarar um helming af okk- ar eigin þörf, en hins vegar er langt komið athugun á því að tvöfalda afköst verksmiðjunnar. Yrði þá um að ræða framleiðslu fyrir um það bil 200 millj. kr. og hjá Sementsverksmiðjunni um 150 millj. króna árelga. Einn ig minni ég á kisilgúrvinnslu við Mývatn, sem nú er að komt til framkvæmda. Gert er ráð fyr ir, að byggingu verksmiðjunnar þar verði lokið á þessu ári og Verksmiðja til sölu Til sölu er mjög góð verksmiðja er framleiðir góða og seljanlega vöru í byggingariðnaðinum. Verk- smiðjan er vel staðsett og í góðu húsnæði. Til greina kemur að selja hluta af eigninni. Tilvalið tækifæri fyrir peningamenn. Tilboð merkt: „Verk- smiðja 924“ sendist Mbl. fyrir 17. þ.m. Orðsending frá Rambler bílaleigunni Vegna fyrirmæla stjórnar bifreiðastjórafélagsins FRAMA og þar sem komið hefur í ljós að nýhafin útleiga umboðsins á Rambler bifreiðum er á móti hagsmunum leigubílstjóra hefur umboðið ákveðið að hætta útleigu Ramblerbifreiða frá og með deg- inum í dag að telja. Reykjavík, 9. maí 1967. Rambler umboðið, Jón Loftsson hf. T I L S Ö L U Chervolet 1964 lítið notaður 6 cyl. sjálfskiptur 2 dyra „hardtop", Impala, hvítur. Sími 3-3721. Reykjavík - Norðf jörður Fljúgum til Norðfjarðar þrisvar í viku þennan mánuð. FI.UGSÝN HF. Byggingartækmfræðingur Nýútskrifaður, sem kemur heim í júlí óskar eftir vinnu. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins merkt; „Byggingartæknifræðingur — 921“. „Dúkku“-hús - garðhús Óskum eftir að kaupa „dúkku“-hús til staðsetn- ingar í garði. Til greina kæmi að fá húsið smíðað. Þeir sem geta selt slíkt hús eða smíðað hafi sam- band í síma 21617. Kafíikynning O. Johnson & Kaaber Þriðjudaginn 16. maí er kaffi- kynningin í verzluninni Kársneskjör í Kópavogi O. Johnson & Kaaber Útlitsteikning af hinu myndarlega framtíðarhúsnæði húsgagnaverksmiðjunnar Valbjarkar á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.