Morgunblaðið - 13.05.1967, Side 21

Morgunblaðið - 13.05.1967, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. 21 framleiðsla geti hafizt, en þ-ar er gert ráð fyrir útflutningsverð mæti á annað hundrað millj. króna. Þessi stórfyrirtæki ,sem ég nú hefi nefnt með álbræðslunni, annað hvort skapa okkur Is- lendingum gjaldeyri eða spara okkur erlendan gjaldeyri, sem nemur fast að þúsund millj. kr. áxlega og skapar það vissulega veigamikið öryggi i efnahagsþró un landsins. Um fleiri stórfyrir- tæki af þessu tagi hefur verið rætt og athuganir farið fram á möguleikum, til þess að byggja þau 'hér á landi, svo sem olíu- hreinsunarstöð, og að rannsókn- um á öðrum sviðum er unnið svo «em möguleikum til sjóefna- vinnslu o.fl. Grundvöllur og undirstaða iðnþróunar af þessu tagi á ís- landi er raforkan. Framkvæmd stórvirkjana með þeim hætti^ að aflið eða orkan verði veruíega ódýrara en ella mundi. Reiknað hefur verið út, að íslendingar mundu þurfa að borga u.þ.b. 60% hærra verð á rafmagni næsta áratug, ef ekki væri virkj að, eins og nú er gert ráð fyrir, við Búrfell, í tengslum við stór- iðju. Verðmismunurinn á árs- kílówatti mundi nema nærri 1000 krónum á árunum 1973—76 eftir þv(í hvort virkjað væri með eða án álbræðslu og sjáum við, hversu miklu munar, þegar haft er í huga, að Landsvirkj- un selur árskílówattið nú á 1200 krónur. Ef við lítum á þróun raforku- málanna hjá o'kkur, þá liggur það fyrir, að frá 1959—1966 á sér stað aukning á raforku úr 121 þúsund kílówöttum í 168 þúsund kílówött eða 38.5%. En Búrfellsvirkjun ein, sem nú er gert ráð fyrir að framkvæma í tveimur samhangandi áföngum, er 210 þúsund kílówött eða tölu vert miklu meira, heldur en öll sú raforka, bæði vatnsaflsorka og varmaorka, sem nú þegar er fyrir í landinu, í afli fallvatna landsins er hið glóandi gull ís- lendinga og þar höfum við af miku að taka, því að fram til þessa höfum við ekki virkjað nema 2—3% af því afli, sem tal ið er virkjanlegt í fossum okk- ar. „Fljótsins auði henda í hafið héruð 'breið og fríð. Arðlaust fossar aflið þreyta inn í klettaþröng.“ Þetta var óður íslendinga um aldamótin. Nú hefur skipt um tóntegund og í dag slá fslend- ingar hörpu fram'tíðarinnar í vir.kjunarmálum. 97% lands- manna hafa nú þegar fengið raf magn til einkanota og þar af 95% frá almenningsveitum. All- ir kaupstaðir og kauptún lands- ins hafa rafvæðzt og 86% sveita býla, en gert er ráð fyrir, að rafvæðingu þeirra verði lokið árið 1970. Stórvirkjanir til vax- andi iðnþróunar í landinu eru orðnar að veruleika. STEFNA RlKISSTJÓRNARINNAR: Núverandi ríkisstjórn og stuðn ingsflokkar hennar hafa mark- að stefnu sína til iðnþróunar í landinu í sem stytztu máli á eftirfarandi hátt: Stefnt sé að því, að ríkja megi jafnrétti milli aðalatvinnuvega landsmanna. Stefnt sé að því, að létta toll- um af vélum og hráefnum iðn- aðarins samfara því, að tollum sé almennt aflétt, til þess að veita almenningi ódýrari vörur og betra vöru val og draga með því úr dýrtíð i lanidinu. í þessu sambandi hefur iðnaðinum verið heitið eðlilegum aðlögunar tíma og ráðstöfunum til aðstoð- ar. Haldið verði áfram að efla Iðnlánasjóð, svo að iðnaðinum skapist viðunandi stofnlánaað- •taða. Rikisstjórnin hefur viljað atuðla að því, að hefjast megi í landinu nýjar atvinnugreinár á sviði iðnaðar, þar sem horfur éru á, að verð og gæði standist erlenda samkeppni og þjóðhags- lega mikilvægt, að slíkar at- vinnugreinar eflist, svo sem inn- lend stálskipasmíði samfara endurbyggingu og uppbyggingu gamalla og úreltra dráttar- brauta. Stefnt hefur verið að því, að stórefla rannsóknarstofnanir í 'þágu iðnaðarins. Stefnt hefur verið að virkjun stórfljóta landsins, byggingu stórra raforkuvera, er veiti landsmönnum ódýrara rafmagn og verði grundvöllur og orku- gjafi fjölþættrar iðnvæðingar í landinu. Orkuver landsins verði eign fslendinga. En til þess að virkja megi í stórum stíl, und- ir lántökum verði risið og styrk ari stoðum rennt undir atvinnu- líf landsmanna, þá verði erlendu áhættufjármagni veitt aðild að stóriðju, ef hagkvæmt þykir samkvæmt mati hverju sinni og landsmenn brestur fjárhagslegt bolmagn. Á grundvelli þessara megin- stefnu munu Sjálfstæðismenn halda áfram að vinna að vax- andi iðnþróun í landinu, MÁLSLOK: Ágætu fundaxmenn! Ég mun nú ljúka máli minu. Eins og ég gat um í öndverðu hefur verið stiklað á stóru, en ég vænti þó, að mönnum dylj- ist ekki, að margháttuð og merk iðnþróun hefur átt sér stað í landi voru og mun halda áfram að vaxa, en fjölþættari iðnþró- un er eitt veigamesta verkefni þessarar litlu þjóðar í framtíð- inni. í því sambandi bið ég menn að hafa í huga, að íslending- ar eru ört vaxandi þjóð og gert er ráð fyrir, að um næstkom- andi aldamót búi hér nálægt 400 þúsund manns, eða með öðrum orðum, að tala þjóðarinn ar nærri tvöfaldaðist á þessu tímabili. Og ef litið er lengra fram í tímann, þá er gert ráð fyrir því, að upp úr miðri næstu öld, eða árið 2050—2060, verði tala íslendinga orðin um það bil 1 millj. manna. Hvar á þetta fólk að leita atvinnuöryggis sins til framhaldandi efnahagslegrar velmegunar? Við vanmetum á engan hátt hina gífurlega miklu þýðingu sjávarútvegsins fyrir efnahagslega afkomu þjóðarinn- og landbúnaðarins til styrktar sjálfstæðri tilveru og menningu hennar. Hitt leynist ekki, að fiskimiðin í kringum landið eru ekki ótæmandi, heldur öllu frem ur, að ekki verði áfram ausið úr þeim, svo sem verið hefur, án þess að ganga of nærri fiski- stofnunum. Hitt er mönnum ljóst, að við getum sjálfsagt í framtíðinni stóraukið verðmæti sjávarútvegs framleiðslunnar með meiri hag- nýtingu hráefnis en við höf- um haft lag á fram til þessa, og er þá um að ræða meiri iðnaðarframleiðslu einnig á þessu sviði, Fjölþættari iðnvæðing með hagnýtingu orkulinda landsins, vatnsfalla og jarðvarma, er fram tíð komandi kynslóðar þessa lands samfara eflingu þeirra eldri höfuðatvinnugreina okkar, sjávarútvegs og landbúnaðar. Iðnvæðing framtíðarinnar mun eflast i skjóli vaxandi tækni og vísinda. Á þvi sviði þurfum við íslendingar að leggja hart að okkur, auka menntun, menningu og sérþekkingu. Það er verðugt verkefni komandi kynslóða þessa lands. Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða stúlku til vélritunar og annarra afgreiðslustarfa sem fyrst. Umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist okkur fyrir 16. maí n.k. Sparisjóður Kópavogs. Aðalfundur Flugfélags íslands h.f. verður haldinn fimmtudaginn 1. júní n.k. í Súlnasal Hótel Sögu og hefst kl. 13:30. DAGSKRÁ: 1. Samkvæmt félagslögum. 2. Lagabreytingar. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á aðalskrifstofu fé- lagsins, Bændahöllinni, 4. hæð frá og með 29. maí. STJÓRNIN. MADE IN U.S.A. • • • • í PíPUNA! FERSKT BRAGÐ - SVALUR REYKUR MEST SELDA PÍPUTÓBAK í AMERÍKUl PRINCE ALBERT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.