Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.05.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1967. SAMAN Tf kl|> ÍÍTafn (aimnlau^^on! Vakiiing í Verzl- unarskólanum > Séð sf sjónarhóli gömlu þybbnu konunnar á peysufötunum, sem svífur um loftið: ÞURRKIJR NEMENDUR Verzlunarskóla fslands hafa nú lokið prófum. Skólaárið með sínu fjölbreytta félagslífi og glaum er runnið á enda. En þar með er ekki sag- an öll sögð, því eflaust verður þessi vetur talinn einhver sá viðburðaríkasti, sem komið hef- ur á sviði menningar. Ber þá fyrst að geta stofnunar Listafé- Gunnlaugur Briem lags Verzlunarskólanema, sem nokkrir áhugasamir og listelskir sveinar í efri bekkjum skólans UNGT FÓLK býður öllum ungskáldum og skriftigerðar- gerðarmönnum, sem áhuga hefðu á, að fá birt eftir sig Ijóð, sögu eða greinarkorn, að senda það sem fyrst. Mun það síðan birt, ef hæfa þykir og skrifin uppfylla helztu siðferðiskröfur. Ef höfundar óska svo eftir, væri mögulegt, að fenginn yrði bókmenntaglöggur maður til að dæma og gagnrýna í vægum orð- um, það er birtist. höfundum og öðrum til leiðbeiningar og skemmtunar. Biðjum við menn þá, er kæmu til með að senda okkur efni að reyna að snið- ganga alla pólitík, (þó skarpar gagnrýnisgreinar verði birtar, ef réttlátar þykja og höfundur ger- ist ekki of stórorður) því margt vill fara á mis í menningarmál- eiga allan veg og vanda að. En formaður rekkjuvoðungsins er Valdimar Olsen. Þó er um meira áberandi, hví- líkum stakkaskiptum málgagn Málfundarfélags Verzlunarskól- ans, Viljinn, hefur tekið. Munu þessar breytingar mest að þakka hinum snjalla ritstjóra blaðsins, Gunnlaugi Briem. Fyrsta verk Gunnlaugs sem ritstjóra, var að hreinsa blaðið af pólitík og vanda val efnis betur. Kom hann á föstum lið í blaðinu, sem nefn- ist „Gagnrýni" og inniheldur hann álit einhvers nemanda á efni síðasta tölublaðs, en eins og gefur að skilja, neyðir þetta menn til að vanda þá hluti betur er þeir láta frá sér fara. Þá var uppsetning öll stórbætt og samræmd, auk þess sem tekin var upp sú nýbreytni að hafa umgjörð blaðsins í kartoni, en við það verður blaðið allt hönd- uglegra. Það, sem vakti þó mesta athygli, var sá vísir að ljóða- gerð, sem virtist örla fyrir á síðum blaðsins í vetur, en hvað beztum árangri á því sviði náði Kristján Jón Jónsson. Fimmtudagssíðan fór þess á leit við Gunnlaug Briem, að fá birtingarheimild á sýnishorni af efni Viljans. Var það fúslega veitt, og birtum við hér með leyfi höfunda sögu í poppstíl 3ftir Asgeir Hannes Eiríksson, og ljóð eftir Kristján Jón Jóns- son. Að lokum biðjum við menn að athuga, að síða þessi er al- gerlega ópólitísk, og engin ástæða til að vera tregur til skrifta þess vegna, enda er stjórnandi hennar ekki í neinu pólitísku félagi, og er hann per- sónulega á móti öllum slíkum uppeldis- og heilaþvottarstöðv- um. Hér geta allir birt óhikað afkvæmi sín, hvar í flokki sem þeir sjálfir eða pabbi standa. Síða þessi er tilraun til menn- ingarauka, en ekki aðseturstaður topp-twenty, dægurflugna eða stundartízku. Utanáskrift okkar er: UNGT FÓLK Fimmtudagssíðan, Morgunblaðið. Hrafn Gunnlaugsson. Bændur Skotlands voru daprir. Skap gömlu, pybbnu konunn- ar á peysufötunum var ekki hvað bezt, nær hún leið yfir út- jaðar borgarinnar í eins kiló- metra hæð. Hinir jarðföstu smá- borgarar voru hættir að veita henni athygli, og eingöngu heimskustu götustrákarnir lögðu sig niður við að úa á hana. Þetta átti ekki við hana. Hún vildi vera miðdepill alls „high- society-lífs“ höfuðstaðarins, því að sú var tíðin, að hún þekkti frænku sjávarútvegsmálaráð- herrans, hjákonu bæjarráðs- mannsins, og hafði sparkað í hund rússneska sendiráðsritar- ans, og henni fannst sjálfri sem rjómagult blóð rynni sér í æðum. En nú tók enginn eftir henni, og lífið smá missti tilgang sinn, því hvað er gaman að lifa, ef maður er meðhöndlaður sem einhver þriðja flokks Freysteinn utan af landi. Þó hafði maður í beyglaðri vélflugu gefið sig á tal við hana og bent henni á, að samkvæmt reglugerð frá 12. október 1932 varðandi skrásetn- ingu loftfara bæri henni að hafa einkennisstafi málaða undir höndunum. En þar sem maður þessi hafði ekkert ættarnafn, svaraði hún honum eingöngu skætingi og las upp fyrir hann kafla úr símaskránni, en maður- inn henti í hana skrúflykli og flaug til hafs. Gamla konan blakaði pilsfald- inum, jók skriðin og fann sér til aukinnar ánægju að lífskraft- ur hennar þvarr. Með óbugandi viljastyrk hafði henni tekizt að brjóta niður í sér alla lífslöngun, og nú fann hún, að sláttumaðurinn mikli hjó hægt og bítandi æ stærri skörð í gróður hennar eigin sálarlífs. Prósaljóð Max Jacob: Máunga- kærleikur Hver hefur séð körtuna fara skáhallt móts við götuna. Það er ósköp lítill maður, varlia lítil- fjörlegri en brúða. Hann dregst af stað á hnjánum, og svo virð- ist sem hann skammist sín . . ..? Nei, hann er aðeins gigtstirður, fæturnir neita að fylgjast að, svo hann dregur þá á eftir sér. Hvert skríður hann? Hann sem kemur upp úr skolpræsinu, aumingjans, skrípið. Enginn nefur veitt kört- unni athygli á bylgju götunnar. Hérna áður fyrr tók enginn eftir mér á götunni, nú hæða börnin mig vegna gulu stjörnunnar minnar. Hamingjusama karta! Þú átti enga gula stjörnu. NB: (karta er skriðdýrateg- und). Snúið úr danskri þýðingu. Dauðastund gömlu konunnar var að nálgast, og engin von var um regn í Skotlandi. Hún tók stefnu til fjalla og blakaði nú með báðum fótunum. Hana langaði til að sjá fjöllin í hinzta sinn, heyra lækjarhjalið, árniðinn og beljanda fossins og síðast en ekki sízt, sjá Jökulinn, Jökulinn hennar. Strax í æsku hafði hún eignað sér Jökulinn. Þegar hinir krakkarnir töluðu um prima-pylsur og gaddavír, talaði hún um Jökulinn sinn, því að hans var mátturinn og dýrðin að eilífu. Nú sá hún hann fyrir framan sig, kaldan og seiðandi. Um leið greip hana ómótstæði- leg löngun til að snerta Jökul- inn, en hún fann, að kraftar hennar fjöruðu út, svo að hún blakaði höndunum — ótt og títt í æðisgengnu kapphlaupi við ljá- manninn, er felldi markvisst síð- ustu lífsstrá hennar. Hún stóð bókstaflega á öndinni af mæði og fann, að skotthúfan fauk af og flekkótt hárið flaksaðist óþvingað um kræklótta fætur hennar. Skriðurinn jókst jafnt og þétt. Hendur hennar og fætur gengu sem mylluvængir, og hún var alveg að springa úr mæði. Henni sortnaði fyrir augum og virtist Jökullinn verða gulur. „Gulur- rjómagulur", tautaði hún milli andkafanna, „ ... al- veg eins og bölvað blóðið í mér. Hví gera þeir mér þennan ræk- als óleik núna á þessum síðustu og verstu tímum?“ Rjómagular ísöldur voru það síðasta, sem gamla, þybbna kon- an á peysufötunum sá, er hún skall af heljarafli í mjúkan út- breiddan vinarfaðm Jökulsina heimska. So soft, - so pure - so elegant, Sælgæti, sígarettur og vindlar. En þetta var meira en gamli snækonungurinn þoldi, og þvi tvístraðist yfirborð hans, og gamla konan þrýstist lengra nið- ur í iður fjallsins eins og hita- mælir í endaþarm. En allt hefir sinn endi og Jök- ullinn sína miðju. Er sveittur líkami gömlu konunnar snart miðpunkt Jökulsins, runnu sam- eindir hennar út í umhverfið, blönduðust hvítfreðnum og blóð- risa kristöllum Jökulsins og stigu til himins í þykkum bólstrum, bárust með vindinum og rigndi niður yfir upphéruð Skotlands. úrkoma Þá glöddust bændur Skotlands. En uppi á öræfum íslands barst skottfhúfa með straumi jökul- fljóts til sjávar. Fljótandi minn- isvarði um gamla, þybbna konu á peysufötum, sem varð að sinni síðustu ósk. Þessar heimildir voru dregnar saman laust eftir hádegi föstu- daginn áttunda júlí 1966. — Ásgeir Hannes Eiríksson. LJÓÐ Kristján Jón Jónsson: Á morgni þess dags, sem koma skal, lít ég, ^ sem á óklifin fjöll, á veginn framundan og segi : Sá hugrakki sigrar Á miðjúni þeim degi, sem líður skjótt, staðnæmist ég, sem fundið hefi kyrrláta gleðina í heiminum kringum mig og segi : t>að er mannlegt að skjátlast. Að kvöldi þess dags, sem senn er genginn til viðar, lít ég, sem sigrað hefi heiminn, á slóð mína og þegi. nota bene: tækitæri um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.