Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1067. 5 Séð yfir Sauðárkrók. Sauðárkrókur- Kaupsfaður 120 ár í DAG, 24. maí, eru liðin 20 ár síðan Sauðárkrókur fékk kaupstaðarréttindi, jafnframt eru liðin nær 110 ár síðan verzlunarstaður var löggiltur þar. En það var með opnu bréfi 27. maí 1867 og gilti frá 1. jan. 1958. Aðalforgöngumað- ur þess var Jón Samsonarson, bóndi í Keldudal í Hegranesi, sem þá var alþingismaður Skag firðinga. Það var þó ekki fyrr en alllöngu síðar, sem byggð hófst á staðnum, eða árið 1871. Þá flutti þangað Árni Árnason, klénsmiður. Er han því fyrsti landnámsmaðurinn. Árið 1872 fékk Hallur Ásgrímsson út- maelda venzlunarlóð á Sauðá.r- króki. og setti þar á stofn fyrstu verzlunina. Eftir það jókst byggðin ár frá ári, að vísu hægt, en þó alltaf í átt- ina. Og nú á 20 ára kaup- staðarafmælinu eru íbúarnir rétt um 1400. Smán saman varð Sauðárkrókur miðstöð skag- firzkra byggða, og er það kannske fyrst og fremst nú á síðari árum, og þá sérstaklega sem verzlunarstaður. Eins og annarsstaðar hefur hverskonar þróun orðið örust á seinustu árum, mikið hefur verið byggt, hlutfallslega miklu meira en íbúatalan ein virðist gefa til- efni til. Nær allt fjölskyldu- fólk býr í sínum eigin íbúð- um, og þrátt fyrir fremur erf- itt atvinnúástand er þessi eini skagfirzki kaupstaður sbolt sína héraðs og miklar vonir eru tengdar við framgang hans. Fyrir skömmu var tekið í notkun nýtt héraðssjúkrahús, sem gnæfir yfir bæinn á Sauð- árhæð. Var það eitt mesta framfaraspor sem stigið hefur verið á síðari árum. Og Skag- firðingar eru lánssamari en margar aðrar byggðir með sína læfcna og heilbrigðisþjónustu. ólafur Sveinsson er sjúkrahús- tlæknir og Friðrik Friðriksson íiéraðslæknir njóta allra hylli. Nítján ára gamalt skólahús með sex almennum kennslu- stofurn, sem reist va,r fyrst log fremst fyrir starfsemi barnaskólans. er orðið of lítið. iEnda er gagnfræðaskólinn einn tig þar til húsa, svo og iðn- skóli. Undanfarin ár hefur ver ið undirbúin bygging nýs gagn Ifræðaskólahúss og var byrjað á byggingu hans síðastliðið thaust og verður því verki fram Ihaldið í sumar. í byggingu er stórt og vandað safnhús, sem fyrst og fremst er reist fyrir stanfsemi bóka- og héraðs- 4 skjalasafnsins, en jafnframt er igert ráð fyrir að þar innan veggja verði rúm fyrir minja- isafn og jafnvel náttúrugripa- isafn. Aðstaða til íþróttaiðkana er öágóð og fer batnandi, Vönd- úð sundihöll er í smíðum og stórt íþróttasvæði er afmarkað, isem virðist gefa mikil tæki- færi í framtíðinni. Á síðari árum hefur iðnaður aukist jafnt og þétt. Fyrst og ifremst er þar um hverskonar þjónustulið að ræða fyrir bæ og hérað, en jafnframt hefur framleiðsluiðnaður risið á stofn á síðari árum, og binda menn miklar vonir við framgang hans. Á þessum 20 árum sem Sauðárkrókur hefur verið kaup ‘ staður hafa að sjálfsögðu ver- ið ýmsar sveiflur í stjórnmál- um. og allir flokkar tekið þátt í því, að vinna að uppbyggingu staðarins. Bæjarstjórar hafa verið fjórir. Fyrstur var Ey- steinn Bj arnason, skamiman tíma. Þar næst Börgvin Bjarna son, núveandi sýslumaður I Strandasýslu, þá Rögnvaldur Finnbogason, starfsmaður hjá silöarútvegsnefnd og frá síð- ustu bæjarstjórnarkosningum Hákon Torfason, verkfræðing- ur. Bæjarstjórn Sauðárkróks hef ur skipað nefnd til þess, að undirbúa vegleg hátíðahöld '1971 í minningu 100 ára byggð ársögu staðarins og í kvöld er bátíðafundur íbæjarstjórn, þar sem tuttugu ára bæjarafmælis verður minnst. nýtt&betra VEGAKORT ÍSLAND & 12 kaupstaöir • Merkingar tilhagræðis fyrir ferðamenn: Hótel, greiðasölur, samkomuhús, sundtaugar, símstöðvar, bifreiðaverkstæði, byggða- söfn, sæluhús o. fí. • Afít /andið er á framhlið kortsins • Kort yfir 12 kaupstaði á bakhlið • Hentugtbrot: 10x18 cm • Sterkur korta- pappír • FæstIbókaverzlunum og Esso-bensinstöðvum umland allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.