Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1967. 23 einn gæti leyst vand£%iál ein- staklinga og þjóða, og að eina leiðin væri leið bænarinnar og trúarinnar á Hann, sem frelsara og leiðtoga í lífi manna. Að hin mikla barátta stæði fyrst og fremst við hin andlegu, ósýni- legu öfl, sem á máli Biblíunnar eru nefnd djöfull og Satan, og hver maður stendur varnarlaus gegn, nema hann sé verndaðux af æðri máttarvöldum fyrir til- verknað Jesú Krists. Svona einföld var hún þá hin kristna kenning, þegar búið var að hreinsa allt hismið burtu og kjarninn einn var orðinn eftir. Þetta er það sem öllu máli skipti, fyrir einstaklinga og þjóðir, og þessa leið er auðvelt að fara, ef vilji og skilningur er fyrir hendi. Ég hafði eins og allir menn, átt mín persónulegu vandamál. Ég ákvað að fylgja ábendingu þessa góða vinar míns, til að reyna að leysa þau, og það tókst miklu betur en ég nokkru sinni hafði gert mér í hugarlund. Þess vegna veit ég það, að kenning 'hans var enginn hégómi, heldur fullkominn sannleikur, sem er- indi á til allra manna. Fyrir þetta hefi ég verið honum þakk- látur í meira en 20 ár og verð það til æviloka. Um Sigurð Sveinbjarnarson mætti skrifa langt mál, en það, sem nú hefur verið sagt verður að nægja að þessu sinni. Vafa- laust minnast einhverjar aðrir samferðamenn hans einnig nú, að leiðarlokum. Sigurður eign- aðist marga andstæðinga og sætti oft aðkasti þeirra og ann- arra, sem ekiki hirtu um að skilja hann eða boðskap hans. Vænt- anlega eru þær deilur nú gleymdar eða svo fyrndar, að ekki verði upp vaktar á ný. IÞess er og rétt að minnast, að ekki er það vinsælt verk að vekja þann, sem sefur, jafnvel þó líf hans liggi við. í daglegri viðureign við lákúruhugsana- hátt, heimskukenningar og ill- kvittni, verður tæpast hjá því Ikomizt að beita sterkum vopn- um, ef maður á ekki að verða kaffærður. f slíkri baráttu stóð Bigurður Sveinbjarnarson, og oft í návígi, 40 ár, sem hann Iboðaði mönnum trú hér á landi. En hann bognaði aldrei. Hann stóð teinréttur alla starfsævina, og reyndi að vísa mönnum hinn rétta veg, svo legni sem kraftar hans entust. Á persónulegu lífi hans var ekki blettur né hrukka, sem andstæðingarnir gætu fest hendur á, og honum tókst oftast að hafa þann hemil á hinu mikla skapi sínu, að ekki kom til átaka, sem starfsbræður hans erlendis urðu stundum að þola. Þegar dómur er lagður á lífs- starf Sigurðar, verða menn að minnast þess, að hann hafði tamið sér að elska réttlætið en hata ranglætið, og þess vegna gat hann hvorki né vildi semja ifrið við ranglætið eða afkvæmi þess í hvaða mynd sem þau birt ust. Hann var þar eins og ann- arsstaðar samkvæmur sjálfum sér og heill í orði og verki. Sigurður Sveinbjarnarson átti sín takmörk, eins og allir aðrir menn, og oft var reynt að gera sem mest úr þeim. En hann átti einnig sínar málsbætur. Þeir eru ekki margir, sem nú treysta sér til að feta í spor hans og iberjast heilshugar fyrir kjarna kristindómsins, eins og hann gerði, og hylja sig aldrei í reyk skýjum ýmsra villukenninga eða hreinna blekkinga. Þeir, sem sakfelldu hann mest, ein- blíndu á hatur hans á ranglæt- inu, en sást yfir það, að hann elskaði einnig réttlætið. Sigurður Sveinbjarnarson eignaðist einnig marga góða vini, sem reyndu að skilja hann og hina erfiðu aðstöðu hans við trúboð hér, í andlega sundur- tættu þjóðfélagi, sem sífell-t fjar- lægðist meir og meir kjarna kristindómsins, en aðhyllist allskonar falsguði tímabundinna heimskuvísinda og villukenn- inga og gerðu gys að sannleika og réttlæti kristindómsins. Við, vinir hans, kveðjum hann nú og þökkum saimfylgdina, og það ljós trúar og vonar, sem honum tókst að kveikja og glæða í hug- um okkar. Og ég vil einnig þakka öllum þeim, sem greiddu veg hans, meðan hann barðist 'fyrir kenningum sínum svo og þeim, sem réttu honum hjálpar- hönd í einstæðingssikap og sjúk- leik elliáranna og styttu honum langar einverustundir. Hér verðá engin nöfn nefnd af því tilefni, en Sigurður trúði því, að Drottinn, Jesús Kristur, mundi launa þeim, sem þar ættu hlut að máli, og honum verður vafa- laust að þeirri trú sinni. Persónulega kveð ég þig, gamli, góði vinur, og þakka þér samfylgdina, og ég mun ávallt minnast þín, sem eins sérkenni- legasta og heilsteyptasta per- sónuleika, sem ég hefi kynnzt og meta þig umfram flesta aðra, sem mér hafa orðið samferða. Drottinn blessi þig. Jónas Guðmundsson. Kýr til sölu að Korpúlfsstöðum. Allar nánari upplýs- ingar gefur bússtjórinn, sími um Brúar- land. Skrifstofa borgarverkfræðings, Reykjavík. Sumarkjólar margar gerðir .•lÍMiilOIO'itan •umiMHi, .......M.ll| Lækjargötu. Kosningahandbók Fjölvíss kemur út næstu daga. í bókinni eru allar upplýsingar varðandi kosning- arnar, flokka og frambjóðendur. Einnig er í bókinni margs konar fróðleikur um fyrri kosningar og úrslit þeirra. Fjölvíss simi 21560 IMYJA SAUMAVELIN 132-3 OG 132-4 Á vörusýningunni í Laugardalshöllinni getið þér kynnt yður Lada saumavélina Sýnikennsla alla daga frá kl. 20 til 22. Lada er ódýrasta vélin á markaðinum, tvær gerðir, kostar kr. 4.950.00 og 5.650.00 (með söluskatti). — Eins árs ábyrgð. — Kennsla. — Góð varahluta- og viðgerðar- þjónusta. — Hyggin kona velur LADA. Umboð á íslandi: ^2>aldur ^Tónsson s.f. HVERFISGÖTU 37 . REYKJAVÍK . SÍMI 18994 ÁTLAS I __ __* Kæliskápar — Frystiskápar — Frystikistur 14 GERÐIR- STÆRÐIR VIÐ ALLRA HÆFI • ATLAS kæli- og frystitækin eru glæsileg útlits, stilhrein og sígild. • ATLAS býður fullkomnustu tækni, syo sem nýja einangrun, þynnrl en betri, sem veitir aukið geymslurými og meiri styrk. • ATLAS full- nýtir rýmið með markvissri, vandaðri innréttingu, og hefur m.a. lausar, fseranlegar draghillur og flöskustoðir, sem einnig auðveldar hreinsun. • ATLAS kæliskóparnir hafa nýtt, lokað ★ ★ ★ djúpfrystihólf með nýrri gerð af hinni snjöllu, einkaleyfisvernduðu 3ja þrepa froststill- ingu. • ATLAS býður einnig sambyggða kæli- og frystiskópa með sér hurð og kuldastillingu fyrir hvorn hluta, alsjólfvirka þíðingu og raka blásturskælingu. • ATLAS hefur hljóða, létta og þétta segullokun og möguleika á fótopnun. • ATLAS skáparnir hafa allir færanlega hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. • ATLAS hefur stöðluð mál og inn- byggingarmöguleika með þar til gerðum búnaði, listum og loft- ristum. • ATLAS býður 5 ára ábyrgð á kerfi og trausta þjónustu. • ATLAS býður hagstætt verð. • ATLAS er afbragð. KÆLISKÁPAR .... — 4 STÆRÐIR SAMBYGGÐIR KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR . — 2 STÆRÐIR FRYSTISKÁPAR .... — 3 STÆRÐIR FRYSTIKISTUR .... — 3 STÆRÐIR VIÐAR-KÆLISKÁPAR — 2 STÆRÐIR með og án vín* og tóbaksskóps. Val um viðartegundir. FYRSTA FLOKKS FRÁ.... SUÐURGÖTU 10 - REYKJAVlK FÖNIX Sjálfstæðisflokkurinn óskar eftir sjálfboðaliðum til starfa, fyrir og á kjördag. Skráning sjálfboðaliða fer fram á kosningaskrif- stofunni, Hverfisgötu 44, á virkum dögum kl. 2—7 sími 14094. Stuðningsfólk D-listans er hvatt til þess að hafa samband við skrifstofuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.