Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1967. eftir Maysie Greig: UNDIR VERND —- Gott og vel, Ég verð að gera mér það að góðu. Ef ég hefði ekki verið bjáni, þetta kvöld og trúað, að þú værir skotin í honum Wainwright, hefði þetta líklega aldrei skeð. — Jú, það hefði það, sagði hún alvarlega, — ég varð ást- fangin af Davíð þegar hann kom inn í búðina í fyrsta sinn. Hann var svo líkur....... Hún þagn- aði. — Svo líkur hverju? — Svo líkux manninum, sem ég hafði alltaf hugsað, að ég yrði ástfanginn af. — Ég skil. Maður býr sér til ein hvern dýrling í huganum og verður svo skotinn í honum, þegar maður sér hann holdi klæddan. En ertu viss um, að þetta sé ekki bara ímyndun? Ertu viss um, að þú elskir þenn an mann? — Það hlýt ég að vera, sagði hún, og áttaði sig ekki á því fyrr en á eftir, hve þetta var skrítilega til orða tekið. En hann gekk ekki frekar á lagið og því var hún fegin. — Það var leiðinlegt með þetta slys þitt, sagði hann til þess að slá út í aðra sálma, því að hitt umtalsefnið var orðið honum of viðkvæmt. — Ætlarðu að verða hérna lengi? — Ég veit ekki. Ég vildi gjarna komast heim til mín. — Allt í einu datt það út úr henni: — Ég er hundleið á að liggja hér. Ég vildi óska, að ég væri aftur farin að vinna í búðinni. Nú varð þögn. — Já, en þú verður nú samt lengi hérna, efir að þú ert gift. — Ertu að stríða mér og draga úr mér kjarkinn? sþurði hún og píndi sig til að brosa. — Fyrirgefðu. Um hvað eig- um við að tala? — Segðu mér eitthvað frá vinnunni þinni, og hversvegna þú ert hér á ferðinni, svona í miðri viku. - Ég var sammæltur við mann, út af viðskiptum, sagði hann, en tók samstundis aftur orðin. — Það er ekki satt. Ég hefði að vísu getað þurft að tala við mann, en erindið var nú samt bara að sjá þig. Ég varð að fá þetta á hreint. Ég hef ekki getað einbeitt mér að nokkrum hlut, af því að ég var all*a/ að hugsa um þig. Hún lét sem hún heyrði þetta ekki. — Hvernig hugsarðu til nýja bílsins? Heldurðu, að eitt- hvað verði upp úr honum að hafa? — Já, það held ég. Ég þyrði að veðja hverju sem er á hann. Æ, guð minn góður, ég vildi bara, að ég ætti þó ekki væri nema þúsund pund, því að þá gæti ég keypt mig inn í fyrir- tækið, og þá gæti ég orðið rík- ur. Stúlkan kom inn með te- bakka. Smurða brauðið var blautt og lint og kakan var frá vikunni sem leið. Allt í einu sló reiðisvita um Paulu alla. Hana langaði mest til að fleygja bakk anum á gólfið. Hana langaði mest til að hlaupa niður og segja við frú Maitland nokkur orð í fullri meiningu. En hún gat ekki hreyft sig og að fara að skammast væri illa gert gagn vart Davíð. Heldur skyldi hún segja Davíð þetta sjálfum — jæja, ætli nú það? Henni var illa við að vera að kæra þjón- ustufólkið fyrir honum — hann sem hélt, að allt væri í svo full- komnu lagi. Það var talsvert liðið á eftir- miðdaginn þegar Lance fór og þá var eins og hann gæti helzt ekki slitið sig frá henni. — Sjáðu til, sagði hann og þrýsti hönd hennar fast. — Ef þér finnst þetta hús ætli að gera þig brjálaða, þá sendu mér bara skeyti þá skal ég taka þig í fangið og bera þig burt héðan. Hún brosti. — Þú ert sann- kallaður farandriddari, er það ikki? Hann glotti líka. — Jú, ég er Sir Galahad í nútímabúningi, og enda þótt ég geti ekki tekið þig upp á fák minn, þá hef ég að minnsta kosti prýðilegan sportbil að aka þér í. Þú skait muna þetta Paula. Röddin var hás og einkennilega einbeitt. Hún brosti til hans. — Ég skal muna það, Lance. Allt í einu laut hann niður og kyssti hana beint á munninn. — Það er gott, sagði hann hás. Þá lá óvenju illa á henni, eft- ir að hann var farinn. Henni fannst kalt í litla herberginu, enda þótt hlýtt væri í veðri. Hún horfði á rökkrið færast yf- ir og skuggana læðast inn í her- bergið. Himininn, sem hafði verið gullinn, varð nú grár. Hún vissi ekki, hvort hún hefði sofn- að eða hvort hana var að dreyma, að hún heyrði í bíln- um hans Davíðs. Nei, það gæti ekki hafa verið, því að það var liðin góð stund og hann var enn ekki kominn upp til hennar. En allt í einu áttaði hún sig snöggt og hugsaði: — Það hlýt ur nú samt að hafa verið bíll- 4152 ©PIB Að sjálfsögðu megið þér kvæn ast dóttur minni! — en hver er það sem ég er að tala við? inn hans, því að hann er alltaf kominn heim fyrir þennan tíma. Hún kveikti ljósið og leit á klukkuna. Það var bara kominn kvöldverðartími! Það var barið að dyrum. Hún kallaði: — Er þetta þú, Davíð? En það var ekki Davíð heldur frú Maitland með matarbakk- ann. — Er hr. Hankin ekki kom inn heim? spurði Paula. — Jú, hann er kominn fyrir nokkru og er að borða, og bað mig að segja yður, að hann kæmi upp, þegar hann er búmn að drekka kaffið. —. Búinn að drekka kaffið? át Paula eftir henni. Davíð drakk alltaf kaffið sitt uppi hjá henni. — Já, þegar hann hefur lokið við kvöldverðinn og kaffið, end- urtók frú Maitland, og í tónin- um lá þetta: — Já, hann er nú loksins farinn að koma fyrir sig vitinu, sem betur fer! Paula gerði enga tilraun til að smakka á matnum. Hún hefði ekki getað rennt honum niður. Það var eins og verið væri að kyrkja hana. Hvað hafði skeð. Hvers vegna kom Davíð ekki upp til hennar? Hversvegna lét hann hana vera svona eina? Hún ataði dis'kinn út í matn- um, svo að frú Maitland skyldi að minnsta kosti ekki geta glaðzt yfir því að hún hefði enga matarlyst. Hún lagaði á sér andlitið og greiddi sér og í hvert sinn sem hún heyrði fóta- tak í stiganum, var hún næstum stokkin fram úr rúminu, af ein- tómum taugaóstyrk. Hvers vegna hafði Davíð ekki komið til hennar? Loksins kom hann, barði að dyrunum og stóð síðan á þrösk- uldinum og leit niður á hana. — Halló, Paula, sagði hann. —- Afsakaðu, að ég kom ekki strax upp, en þegar ég kom, var maturinn alveg að verða til- búinn. En það var engin afsökun. — Ég....... ég hef verið að bíða eftir þér, Davíð. — Já, afsakaðu. Hvernig líilr- ur þér í dag? — Ég er dálítið skárri. — Hefurðu fengið allt, sem þú þurftir: Hefur læknirinn kom- ið? — Já, hann kom. Hann hafði ekki komið að rúminu. Hafði ekki lotið niður og kysst hana. Hann hafði varla litið á hana. — Hvað er að, Davíð sagði hún þegar þessi þögn fór að verða vandræðaleg. — O .... víst ekki neitt. — Víst ekki neitt? át hún eftir! Vertu ekki með þessa vit- leysu. Eitt'hvað hlýtur að vera að? — Ég heyrði, að þú hafir fengið gest í dag, sagði hann með þessari andstyggilegu kæru leysislegu rödd, sem getur verið meira móðgandi en flest annað. SÓLSTÓLAR margar tegundir, margir litir. Geysir hf. Vesturgötu 1. V I dag er KAFFIKYNNINGIN í verzluninni z < o < V 2 KJÖR BÚÐIN, Laugarás, Norðurbrún 2. < & O. JOHNSON & KAABER HF. Danska sumartízkan 1967 Sumarkápur — sumardragtir. Terylenekápur — stærðir 34—48. Glæsilegir sumarkjólar, heilir og tvískiptir úr crimplene, spinlene, terylene og polyester frá Alundco, Tava og Kloster, þekktustu kjólaframleiðendum í Danmörku. Allar þessar vörur eru óvenju vandaðar bæði efni og frágangur. Sniðin eru mjög góð fyrir íslenzkar konur og verðið er afar hagstætt. Munið hið hentuga bílastæði við búðina. Tízkuverzlunin Rauðarárstíg 1. Sími 15077.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.