Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1967. Sigurður Sveinbjarnarson frúboði ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ 16. þ-.m. barst sú fregn, að látinn væri Sigurður Sveinbjarnarson, trúboði. Hann dó í sjúkrahúsinu Sólvangi í Hafnarfirði eftir langa og stranga legu. Sigurður var fæddur að Gilj- um í Hálsasveit í Borgarfjarðar- sýslu, 1. april 1875, sonur hjón- anna, sem þar bjuggu þá, Soffíu Árnadóttur og Sveinbjörns Þor- bjarnarsonar, og var hann því rúmlega 92 ára þegar hann dó. Mig brestur þekkingu til að rekja hér nánar frændagarð Sig- urðar, en það veit ég þó, að hann var kominn af traustum bænda- ættum úr Borgarfjarðar- og Mýrasýslum, og á mannvæn- legt frændalið um Borgarfjörð og víðar um land. Sigurður mun hafa alizt upp í föðurhúsum og mat mikils for- eldra sína, einkum þó móður sina, sem mun hafa verið mann- kostakona, sem ól börn sin upp í guðsótta og góðum siðum þeirra tíma. Sigurður var snemma settur til vinnu og vann í uppvextin- um alla algenga sveitavinnu, eins og þá var siður, og síðar stundaði hann einnig sjóróðra á Suðurnesjum, réri m.a. í Sel- vogi. Ekki var það siður í æsku Sigurðar, að unglingar nytu mikillar menntunar, og var svo einnig um hann, en hann var greindur vel og góðum gáfum gæddur og tókst því, með sjálfs- menntun, þegar hann þroskað- ist, að verða vel að sér um marga hluti, svo óvíða var kom- ið að tómum kofunum hvað sem við hann var rætt. Ungur lærði Sigurður að sýnda og varð hann hinn bezti sundmaður, og um skeið sund- kennari. Þeirri íþrótt hélt hann við og iðkaði fram á elliár, var tíður gestur í sundlaugum t Maðurinn minn og faðir okkar, Bjarni Jóhannesson, Miðtúni 68, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 26. maí kl. 10.30. Jarðarförinni verður útvarpað. Fríða Ólafsdóttir og dætur. Reykjavíkur og setti svip sinn á þær áratugum saman. Upp úr aldamótunum fluttist Sigurður Sveinbjarnarson til Ameríku. Dvaldi hann þar mörg ár, og fekk þar kanadískan rík- isborgararétt. Eldri bróðir Sig- urðar, Árni, mun áður hafa verið farinn vestur um haf. í Kanada vann Sigurður alla algenga vinnu en mest þó við járn- brautarlagningar og aðra vinnu hjá járnbrautarfélögum, einnig nokkuð við veiðiskap í fiski- vötnum Kanade. Dvöl Sigurðar í Ameríku varð honum örlagarík. Ætlun hans mun upphaflega hafa verið sú, að stofna þar heimili og setjast þar að, og bendir það ótvírætt til þess, er hann gerðist kana- dískur rikisborgari. En ákveðin atvik í lífi hans, sem ekki verða rakin hér, lágu til þess, að hann tók að leiða hugann meir og meir að trúmálum, enda votu þá uppi þar vestra sterkir trú- arlegir straumar. Það varð Hvítasunnuhreyfingin, sem sterkustum tökum náði á huga h-ans, þó hann teldist ekki til hennar né annarrar sértrúar- safnaða. Sigurður Sveinbjarnar- son var maður hreinslkiptinn. Hann kunni illa allri hálfvelgju, hræsni og óhreinskilni. Hann gat ekki fellt sig við þær kenn- ingar, sem hirtu eitt úr Biblí- unni en höfnuðu öðru. Annað hvort var Biblían „Guðs orð“ eða hún var það ekki. Mer.n áttu því, að hans dómi, um tvennt að velja, að viðurkenna aðra hvora þessa staðreynd og hafna þá hinni. Smám saman náði sú hugsun fullkomnum tökum á honum að gefa sig að kristniboði og eftir mikla and- lega þrengingu urðu umskiptin miklu í lífi hans 7. júli 1914. Þann dag tók hann- þá ákvörð- un, að eigin sögn, að helga líf sitt upp frá því trúboðs- og prédikunarstarfi og boða þá kenningu, sem hann hafði öðl- azt vissu um að væri hin eina rétta kristna kenning. Kenning Krists og postula hans. Hann ákvað þá að hafna öllu, sem heimurinn hafði að bjóða. Hann ákvað að kvænast ekki, vera al- gjör bindindismaður á tóbak, áfengi og skemmtanir og lifa það, sem eftir væri ævinnar sem óbrotnustu lífi og láta hverjum degi nægja sína þján- ing, verða farand-prédikari, sem í lífi og starfi lifði sam- kvæmt kenningu sinni. Þetta tókst Sigurði með Guðs hjálp að efna. Trúboðsstarfinu var allt líf hans helgað frá árinu 1914 til 1963, eða í 49 ár, en þá lagðist hann blindur og ellilúinn á sjúkrahúsið Sólvang í Hafnar- firði og dvaldi þar til dánardags, eins og fyr segir. Þegar hin miklu tímamót urðu í lífi Sigurðar, var hann 39 ára gamall. Hann hóf þá þegar að búa sig undir trúboðsstarf sitt. En til þess að hann gæti rækt það sem skyldi, þurfti hann að verja miklum tíma í að læra og tala enska tungu, svo vel að lýtalaust væri, og eign- ast nægan orðaforða á því máli. Þetta tókst honum með dugnaði sínum og ástundun. Hann sótti allar þær samkomur, sem hann taldi sig hafa gagn af í þessu skyni og hlýddi á snjalla ræðu- menn. Hann varð góður ræðu- maður á ensku, þó sú tunga yrði honum auðvitað aldrei jafntöm og móðurmálið. Rúmlega fimm- tugur — 1926 — kom Sigurður aftur til íslands og tók að boða trú hér, en flutti hingað alkom- ihn þó eikki fyrr en um 1936 og íslenzkan ríkisborgararétt fékk hann ekki aftur fyrr en 1949. í hinum engilsaxneska heimi hefur það lengi tíðkazt, að sá, sem telur sig hafa boðskap að flytja, reisir sér ræðustól í al- menningsgarði eða annars stað- ar á almannafæri, þar sem leyft er að fólk safnist saman, og flytji þar boðskap sinn. Átti þetta sérstaklega við um trú- boða og stjórnmálamenn meðan t Konan mín, Margrét Þorsteinsdóttir, se-m lézt að heimili dóttur oikk ar, Akurgerði 1, Reykjavík, miðvikudaginn 17. þ.m., verð- ur jarðsett fimmtudaginn 25. þ.m. kl. 13.30 frá Fossvogs- kirkju. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna Ingimar Jónasson. t Útför eiginmanns míns, Georgs S. Hólm, Hverfisgötu 34, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. þ.m. kl. 3 síðdegis. Bryndís Guðbjartsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Hannesar Briem. Aðstandendur. t Jarðarför eiginkonu minn- ar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, Bryndísar Guðjónsdóttur, Bugðulæk 18, fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. maí kl. 3 síðd. Þeim sem vildu minnast hinn- ar látnu, er bent á minningar- kort byggingarsjóðs Hall- grímskirkju eða líknarstofn- anir. Guðbjartur Egilsson, Svavar Ármannsson, Jónína Ósk Kvaran, Axel Kvaran og synir, Guðrún Hafliðadóttir, Rúnar Guðbjartsson og börn. t Faðir minn og tengdafaðir okkar, Guðni Jónsson, beykir, sem andaðist á fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri 22. maí, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 26. maí kl. 2 e.h. Guðný Pálsdóttir, Óskar Guðnason, Geirlaug Guðmundsdóttir. t Minningarathöfn um flug- mennina Egil Benediktsson, Ásgeir Einarsson og Finn Th. Finnsson, fer fram í Dómkirkjunni laug ardaginn 27. þ.m. kl. 10.30. Athöfninni verður útvarpað. Flugsýn. aðgangur að blöðum var erfið- ari en nú er. Frægastur slíkra staða er Hayde Park í London. Á þeim tíma, sem Sigurður Sveinbjarnarson hóf trúboðs- starf sitt, þ.e. á fyrri stríðsárun- um og næstu árin eftir þau, var þessi aðferð múkið notuð til að ná til almennings með boðskap sinn, bæði í Bretlandi og sam- veldislöndum þess. Það var því ekkert óeðlilegt, að Sigurður veldi þá leið til þess að kynna boðskap sinn. Hér á íslandi, og á Norðurlöndum yfirleitt, hefir þessi boðskaparaðferð ekki náð að festa rætur svo teljandi geti talizt og þess vegna þótti það verulegum tíðindum sæta, þegar Sigurður Sveinbjarnarson hóf að flytja fagnaðarerindið með þessum hætti á Lækjartorgi í Reykjavík, árið 1936, eða fyrir 32 árum. Þar boðaði hann svo íslendingum trú í 18 ár, eða til ársins 1953, er hann í síðasta sinn talaði þar, 78 ára að aldri og þá orðinn mjög sjóndapur. Ræðustóll Sigurðar á Lækjar- torgi var kassi og stóð hann á honum, er hann flutti ræður sínar. Hann var prýðilega máli farinn og hafði svo þróttmikla rödd, að til hans heyrðist víða um miðbæinn, þegar hann beitti röddinni og hjóðbært var. Um- hverfis 'ræðustól hans safnaðist ávallt nókkur hópur vegfarenda, sem hlýddu á mál hans. Kenn- ing hans var ómyrk og enginn þurfti að vera í vafa um, hvað Sigurður taldi rétt og hvað rangt eða hvar hjálpræðis væri að leita. Frelsarinn, Jesús Krist- ur, endurlausnari heimsins, var eina hjálpræðisleiðin fyrir alda og óborna, engin önnur leið var til. Hann boðaði, eins og post- ularnir: „Jesúm Krist og hann krossfestan", og „að ekki er hjálpræðið í neinum öðrum því að eigi er heldur annað n-afn undir himninum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða“. En Sigurði Sveinbjarnarsyni nægði ekki Lækjartorg eitt sem trúboðsstöð. Á surnrum lagði hann land undir fót og fór um allar íslandsbyggðir og flutti boðskap sinn, og allsstaðar hafði hann sama háttinn á. Hann talaði úti til vegfarenda, talaði blaðalaust og hafði ritn- inguna í höndum, er hann flutti mál sitt. Þetta er myndin, sem flestir eldri fslendingar eiga af Sigurði Sveinbjarnarsyni á ár- unum 1936 til 1953. Yngri kyn- slóðin man hann ekki lengur, nema e.t.v. sem óljósa bernsku- minningu. Og þetta er einmitt sú mynd, sem á að geymast sög- unni af þessum sérstæða og milkla persónuleika, sem áreið- anlega var meira misskilinn en skilinn af trúlítilli og villuráf- andi samtíð sinnL Leiðir okkar Sigurðar Svein- bjarnarsonar lágu fyrst saman árið 1944. Ég hafði þá skrifað grein í dagblað í Reykjavík um spádóma Biblíunnar. Sigurður hafði lesið greinina og kom rak- leitt til mín með merkilega enska bók, um spádóma Biblí- unnar, sem hann hafði eignazt í Ameriku. Vildi hann lána mér bókina, sem fjallaði að nokkru einnig um þau efni, sem ég hafði skrifað um, Við ræddum þá lengi saman en áttum ekki samleið í mörgu. Síðar kom Sigurður oft til mín og við ræddumst við bæði um trúmál og mörg önnur vandamál mannlegs lífs. Mér fannst gott að tala við Sigurð, þótt hann væri ekki neitt mjúkmáll. Hann gekk svo hreint og beint að hverju máli og honum gekk svo vel að skilja kjarnann frá hism- inu, að mér lærðist fljótt að tala við hann á þann veg, að gagn yrði að, en til þess að viðræður við hann gætu borið verulegan árangur, varð að þekkja skap- lyndi Sigurðar, og kunna að um- bera hann á vissum sviðum. Mér eru minnisstæðar fyrstu viðræður okkar um bænina. Sigurður lagði höfuðáherzlu á það, að „lifa bænalífi“, sem hann kallaði, en það var að biðja daglega til Drottins um leiðsögn og hjálp í lífsbarátt- unni, og þó væri þetta alveg sérstaklega nauðsynlegt, þar sem eitthvað sérstakt væri að, þar sém við sérstaka erfiðleika eða mikil vandamál væri að eiga. Ég var trúlítill á bænina og mátt hennar, en datt þó ekki í hug að andmæla þessari skoð- un hans og hlýddi því með at- hygli á rök hans og leiðbeining- ar. Svo var það einn dag, er við ræddum þessi mál heima hjá mér, að Sigurði fórst orð á þessa leið: „Það er ekki sama hvern maður biður. Margir biðja til guðs án þess að hug- leiða hvaða „guð“ þeir eru að biðja, en „guðirnir" eru margir, eins og Páll postuli segir, og einn þeirra er „guð þessarar aldar“, en það er djöfullinn, mannkynsmorðinginn, eins og Luter kallaði hann forðum“. Minn kirstindómur var þá á því stigi, að ég átti fremur erfitt með að samsinna þessu athugasemda- laust. Þá hélt hann áfram: „Sá einn mun öðlast bænheyrslu, sem biður Jesú Krist, því hann er ekki aðeins frelsarL heldur Frelsarinn — hinn eini og sanni frelsari, sem einn getur frelsað menn frá synd og dauða og gjörbreytt lífi þeirra. Til hans eiga menn að snúa sér með vandamál sín, og tala við hann um þau, eins og þau eru. Hver sá sem fer til læknis, ræðir við lækninn um veikindi sín um það sem er að, en talar ekki við hann um veðrið eða daginn og veginn. Hið sama gildir þegar menn leita til Frelsarans með vandamál sín. Hefur Hann ekki sagt: „Komið til mín allir, sem eigið í erfiðleikum, og ég mun hjálpa yður“, og hví skyldu þá þeir, sem skírðir eru til nafns Krists, ekki gera það?“ Á þessa leið var kenning Sig- urðar. Við ræddum einnig or- sakir ýmsra vandamála, og þar kom enginn heldur að tómum kofunum hjá Sigurði Svein- bjarnarsyni. Hann efaðist ekki um, að „höfðingi þessa heims“ — djöfullinn — ætti þar í mest- an, og raunar allan þáttinn. Hann afneitaði ekki tilveru hins illa valds, frekar en postular Krists. Hafði ekki Páll postuli sagt: „Baráttan, sem vér eigum í er ekki við hold og blóð — heldur við andaverur vonzkunn- ar í himingeiminum“. Annað- hvort er þetta rugl eitt hjá Páli eða það getur ekki merkt annað en það, að sú barátta sem háð er við hið illa í heiminum sé anðlegs eðlis, er barátta við ósýnilegar illar verur, sem stjórna gerðum manna, og menn þurfa að varast þær, og komast undan valdi þeirra, annars ná þær öllum völdum í lífi fólks. Ég hugleiddi oft það, sem bar á góma í viðtölum okkar Sig- urðar, og ég sannfærðist um, að rök hans voru rétt. Hans sanna kristna lífsskoðun gat ekki byggzt á öðru en þessi: Að Jesú Kristur væri Frelsarinn, sem Þökkum innilega öllum þeim, sem heiðruðu okkur á gullbrúðkaupsdegi okkar, 17. maí sl. Kristín Jónsdóttir Guðni Jónsson frá Jaðri. / Hjartans þakkir færi ég öll- um þeim sem glöddu mig með heimsóknum, gjöifum og hlýj- um kveðjum á 70 ára afmæli mínu 14. maí sl. Guð blessi ykkur öll. Guðfinna Sesselía Benediktsd. Túngötu 10, Keflavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.