Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1967. 31 ALLT frá þv-í að ísraels- ríki var stofnað árið 1948 hafa staðið deilur milli Araba og Gyðinga um rétt ísraelsmanna tdl siiglinga um Akaba-flóa til hafnar- borgarinnar Eilat við botn flóans. Oft hafa deilur þessar leitt til alvarlegra árekstra, og voruþær m.a. ein höfuð ástæðan fyrir innrás ísraelsmanna í Egyptaland árið 1956. Akaba-flóinn liggur norð- austur úr Rauða hafinu með- fram austurströnd Sinai- skaga, sem er egypzkt land- svæði. Austan við flóann er Saudi Arabía, en Jórdanía og ísrael eiga hvort um sig smá landsskika að botni flóans. Borgin Akaba, sem flóinn dregur nafn af, er í Jórdaníu, en þrtmur kliómetrum vestar er ísraelska hafnaTborgin Eilat. HÖFNIN HJÁ NÁMUM SALÓMONS Egyptar hafa bannað allar siglingar til og frá ísrael um Súesskurð, og er Eilat því eina hafnarborg ísraels með opnar siglingaleiðir til Asfu og Austur Afríku. Þarna var engin höfn fyrr en eftir stofnun ísraelsríkis, en þá ákváðu yfirvöldin að koma | upp útflutningshöfn við : Akaba-flóann skammt frá £ Timna koparnámunum, þar Ji sem sagnir herma að verið hafi námur Salómons k m ungs. Öll skip á leið til eða frá Eilat verða að sigla um Tiransundið á Akabaflóa, sem er aðeins um 400 metra bréitt. Við mynni flóans er svo enn ein hindrun þar sem skipin sigla í aðeins um 800 metra fjarlægð frá strönd Sinai- skagans. Á þessum tveimur stöðum byggðu Egyptar strandvirki að lokinni Pales- tinustyrjöldinni 1948—49. Var þeim komið fyrir á eyjunum Tirana og Sinapur, og í Ras Nasrani og Sharm el Sheik á Sinai-skaga. Með strand- virkjunum tókst Egyptum að stöðva allar siglingar til og frá Eilat. SIGLINGAR UNDIR EFTIRLITI SÞ Þegar Israelsmenn, Bretar Kort þetta sýnir Akaba-flóann (til hægri) og hvernig hann Iiggur norður frá Rauffa hafinu milli Sinai-skaga of Saudi Arabíu. Viff botn fl >ans er jórdanska borgin Akaba, en þremur kílómetrum vestar ísraelska hafnar- borgin Eilat (ómerkt á kortiff). í Sharm el Sheik og tryggði frjálsar siglingar um flóann. Siðan hefur júgóslavneskt herlið á vegum SÞ haft að- setur í Sharm el Sheik og Ras nasrani og annazt eftirlit með siglingum á þessum slóðum, þar til Nasser forseti Egyptalands krafðist þess í fyrri viku að gæzluliðið yrði flutt á brott. Nú hafa Egyptar strandvirkin á sínu valdi og hóta að stöðva alla aðflutn- inga til ísraels um Akaba- flóann. ísraelsmenn halda hinsvegar fast við þau skil- yrði sem þeir settu 1956, og fcelja flóann alþjóða siglinga- leið. Lýsti ísraelsstjórn því yfir á mánudag að ef Egyptar lokuðu flóanum kostaði það styrjöld. ★ Lokun flóans hefur mjðg alvarleg áhrif á alla olíuflutn inga til ísraels. ísraelsmenn flytja árlega inn um þrjár milljónir leista af olíu, og fara 90% heildarmagnsins um Eilat. Einnig fara þar um bitbein Araba og Gyðinga í 20 ár og Frakkar réðust gegn Egyptum árið 1956, beindu ísraelsmenn árásum sínum aðallega gegn þessum strand- virkjum. Tókst þeim að leggja undir sig eyjarnar tvær og Sharm el Sheik, en afhentu virkin gæzluliði Sam einuðu þjóðanna þegar það var sent á vettvang. Settu ísraelsmenn það skilyrði fyrir friði að gæzluliðið sæti höfnina 5% af öðrum út- og innflutningsvarningi lands- ins. f Eilat búa nú um 13 þúsund manns, og á síðari ár- um hefur legið þangað mikill straumur ferðamanna. Góð aðsókn að vörusýning- unni MJöG góð aðsókn hefur ver- ið að vörusýningu austan- tjaldslandanna fimm í Sýn- ingarhöllinni í Laugardal. Síð degis í gær höfðu um 6 þús- und manns skoðað sýninguna, þar af 5 þúsund fyrstu tvo dagana. Margt fólk var á sýn ingunni í gærkvöldi og var búizt við að tala sýningargesta myndi ná 7 þúsundum áður en ’okað yrði. Sýningin er opin frá kl. 2—22 daglega. Henni lýkur 4. júní n.k. Sýningin var opnuð með athöfn s.l. laugardag aff viff- stöddum forseta íslands, ráð- herrum, borgarstjóra og f jölda annara gesta. Myndina tók Sv. Þ. við opn unarhátíðina á laugardag er forseti íslands, hr. Ásgeir Ás- geirsson, skoðaði sýninguna. - ÍSRAEL Framhald af bls. 1 alvöru úr því að stöðva sigtting- ar um Akaba-flóa, eigi fsraels- menn ekki um annað að velja en verja réttindi sín með vopn- um. Spvéfcstjórnin hefur birt yfir- lýsingu, þar sem segir, að hver sá er vogi að efna til ófriðar í Austurlöndum nær, muni ekki aðeins mæta sameinuðum her- afla Arabaríkjanna heldur og algerri andstöðu Sovétríkjanna og „annarra friðelskandi þjóða“, eins og þar stendur. Segir í yfir- lýsingunni, að Sovétstjórnin sé sannfærð um að þjóðirnar á þessu svæði óski ekki eftir ófriði — af honum geti enginn haft hag utan nokkur einokunar-olíu- fyrirtæki og stuðningsmenn þeirra. „Aðeins öfl heimsvalda- sinna — en ísrael siglir í kjölfar þeirra — geta haft hag af ófriði." Ennfremur segir, að ísrael hefði ekki getað kynnt upp ófriðarástand nema því aðeins, að landið hefði notið til þess uppörvunar heimsvaldasinna sem vildu endurvekja nýlendu- aðstöðuna í Arabaríkjunum. ísrael sé bezta vopnið að beita gegn Arabaríkjunum, sem fylgi óháðri þjóðernisstefnu og beiti sér gegn ofríki heimsvaluasinna. „Við viljum stríð" U Thant, framkvæmdastjóri S.Þ., kom til Kairo í dag til við- ræðna við Nasser forseta. Þar mætti honum geysilegur rnann- fjötldi, sem hrópaði: „Lifi Nass- er“, „Við munum sigra“ — og þegar framkvæmdastjórinn var kominn til Hilton hótelsins þar sem hann ræddi við egypzku leiðtogana safnaðist þar saman margmenni, er hrópaði: „Við viljum stríð“. Starfsfólki í skrif stofum og verksmiðjum hafði verið gefið frí til að taka þannig á móti U Thant. U Thant mun einnig ræða við yfirmenn gæzluliðs SÞ á landa- mærunum, meðan hann stendur við í Kairo, sem væntanlega verður í þrjá sólarhringa. Ekki er vitað, hvort hann heimsækir fleiri lönd Araba eða fsrael. Skömu eftir komu U Thants til Egyptalands, kom óvænt til Kairo, forsætisráð- herra Sýrlands, Youssef Zoua- yen. Er hann var spurður álits á ástandinu, svaraði hann: „Nú eru orð tilgangslaus, — nú er kominn tími til að berjast“. Áhyggjur í Washington og London Johnson, Bandaríkjaforseti, sagði í kvöld, að Bandaríkja- stjórn teidi það skyldu sína að verja pólitískt sjálfstæði alira þjóða í Austurlöndum nær. Hún væri andvíg því, að deilur væru leystar með vopnaviðskiptuim og vonaði, að aðrar þjóðir legðu sér lið við að finna friðsamdega lausn deilumálasna. Forsetinn sagði Bandaríkjastjórn telja Akaba-flóa alþjóðlega siglinga- leið og algerlega ólöglegt að hindra ferðir skipa um flóann. Jafnframt lét hann í ljós furðu sína yfir þeirri ráðstöfun U Thants, framkvæmdastjóra S.Þ. að kveðja burt gæzlulið S.Þ. frá landamærum Egyptalands og ísraels. Bandaríkjastjórn er sögð leggja á það alla áherzlu að stjórnir Vesturveldanna og Sov- étríkjanna beiti sér fyrir þvi að máíl þetta verði leyst fyrir milli- göngu Sameinuðu þjóðanna. Harold Wilson, forsætisráð- herra Bretlands, er sagður sama sinnis. Hann sendi í dag fulltrúa sína til Washington og Moskvu til þess að ræða ástandið. Til Moskvu fór George Brown, ut- anríkisráðherra, sem tvívegis hafði frestað för sinni vegna ísraelsmálsins. Til Washington fór George Thompson, aðstoðar- utanríkisráðherra. Brezka stjórnin hefur ekki haft stjórn- málasamband við Egyptaland frá því í desember 1965, er Egyptar slitu sambandinu af óánægju með meðferð Breta á Rhodesíumálinu. Stjórnin brezka hefur beint þeim tilmæl- um til brezkra borgara, sem staddir eru í ísrael eða Araba- ríkjunum, að þeir verði þaðan á brott, ef þeir mögulega geti því við komið. Samskonar tilmæli hefur Bandaríkjastjórn sent bandarísk um borgurum, sem eru um 10.000 talsins á þessum slóðum. f AP-frétt frá Tel Aviv segir, að það gæti hinsvegar orðið hægar sagt en gert, að komast frá ísrael og Arabalöndunum á næstunni. Allar flugferðir hafi verið pantaðar næstu daga. Er líklegt að gerðar verði ráðstaf- anir til að fjölga flugferðum þangað næstu daga. Meðal þeirra stjórna á Vest- urlöndum, sem lýst hafa áhyggj um sínum vegna yfirlýsingar Nassers eru stjórnir Noregs, Hol lands, Kanada og Frakklands. Haft er eftir góðum heimild- um í París, að franska stjórnin sé þeirrar skoðunar, að Bretar, Frakkar, Sovétmenn og Banda- ríkjamenn geti í sameiningu komið í veg fyrir hernaðarátök og stjórnirnar í Bonn og Róm hafa látið í ljós von um, að skyn semin verði látin ráða í þessu máli. Frá ýmsum borgum í Evrópu berast fregnir um ung- menni, sem hafi boðið sig fram tl herþjónustu fyrir fsrael. Stjórnir margra Vesturlanda hafa kvatt til þess, að Öryggis- ráðið komi saman til fundar og ræði mál þetta og á bandaríska þinginu hafa heyrzt sterkar raddir gagnrýni á þá ráðstöfun U Thants að kalla burt herlið Sameinuðu þjóðanna frá landa- mærum ísraels og Egyptalands, án þess að leggja málið fyrst fyrir Öryggisráðið eða Allsherj- arþingið. Innan Sameinuðu þjóðanna var málið rætt ákaf- lega í dag og er liklegt talið, að fundur verði senn boðaður í Öryggisráðinu, jafnvel þótt U Thant framkvæmdastjóri, sé fjarverandi. Afstaða Arabaríkjanna Flest Arabaríkin hafa lýst stuðningi við Nasser í afstöð- unni gegn Ísraelsríki. Faisal kon ungur Saudi-Arabíu lýsti því jafnvel yfir í dag, að hann mundi gleyma öllum fyrri vær- ingjum og styðja Arabaríkin í styrjöld gegn ísrael. Hann sagði á fundi með fréttamönnum í London í dag, að sérhver Arabi, sem skirrðist við að berjast gegn ísrael ætti ekki skilið að kallast því nafni. Enginn skyldi treysta því, að misklíðar Araba kæmu í veg fyrir einingu þeirra á úrslitastundu. Stjórnir Marokko og Alsír sendu í dag fulltrúa til Kairo til viðræðna við Nasser um ástand- ið og lýstu yfir stuðningi við Egypta. í Sýrlandi fóru stríðs- æsingar vaxandl í dag. Hótanir útvarpsins í Damaskus urðu æ svæsnari eftir því sem leið á daginn, bæði í garð ísraels og Vesturveldanna fyrir stuðning við ísrael. Ákvörðun Egypta að loka Akaba-flóa var geysivel fagnað í Sýrlandi. Almenningur fylgdist með öillum fréttum af eftirvæntingu og á káffihúsum var tekið undir slagorðin og ætt jarðarsöngvana, sem leiknir voru milli frétta af ástandinu. Að sögn AP-fréttastofunnar mætti telja eftirfarandi ummæli opinbers starfsmanns í Dama- skus einkennandi fyrir hug manna þar í borg: Aðeins krafta verk getur komið í veg fyrir stríð. Lokun Akaba-flóa er lög- mætur réttur Araba. Þannig sýnum við fsraelsmönnum og þeim, er þá styðja, í tvo heim- ana“. Og þegar þulir útvarpsins hrópuðu „við skulum berjast" var tekið undir á strætum, torg- um og kaffihúsum. Stjórn Baath-sósíalista í Sýr- landi he»fur hvatt verkamenn 1 öllum löndum Araba til þess að berjast gegn vestrænum heims- valdasinnum m.a. með því að eyðileggja olíustöðvar. fraksstjórn hefur svipaða af- stöðu. Herlið íraka, sem stjórn landsins hét að senda Sýrlend- ingum till aðstoðar, er þegar á leið til landamæra ísraels. Einnig hefur hún boðizt til að senda her til Egyptalands. Jórdanía, sem á rúmlega 560 km landamæri að fsrael hefur tekið tiltölulega mildari afstöðu í deilunni. Hefur stjórn landsins slitið stjórnmálasambandi við Sýnland á þeirri forsendu, að sprenging á landamærum Sýr- lands og Jórdaníu, sem sl. sunnu dag varð 16 manns að bana, hafi verið gerð með vitund og vilja sýrlenzku stjórnarinnar. Sam- skipti Sýrlands og Jórdaníu hafa lengi verið slæm og farið síversnandi að undanförnu. Hussein, Jórdaníukonungur, átti í dag tvo skyndifundi með ráðuneyti sínu og heflztu her- foringjum. Ræddu þeir ástandið og herstöðuna. Her Jórdaníu tel ur 56.000 manns. Nasser, forseti Egypta, hefur harðneitað að hafa nokkurt samband við stjórn Jórdaníu um fyrirætlanir sínar. Egyptar hafa næstum tvöfald- að herlið sitt frá því í Súez- deilunni árið 1956. Þá taldi her þeirra um hundrað þúsund manns, en mun nú nálgast 200 þúsund, fyrir utan 50 þúsund manna þjóðvarðarlið. Allur bún- aður hersins er miklu betri en var fyrir rúmum tíu árum. fsraelsmenn hafa nú hinsveg- ar um 71.000 manna herlið auk um 200.000 manna varaliðs. Árið 1956 hafði ísrael alls undir vopn um 250.000 manns, þar af mik- inn fjölda kvenna, eins og raun- ar nú, því að ógiftar stúlkur eru skyldar til herþjónustu eins og piltar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.