Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.05.1967, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAI 1967. 25 Sigurður G. Elíasson f. 3/9 1895. — d. 14/2 1967. Kveðja frá dóttur. Ég kveð þig kæri pabbi á kvöldsins dimm/u stund. Ég man að margt þú veittir er mína gladdi lund. Því sorg minn huga særði er sá ég þú varst nár, þá bernsku- og æskubrosin mín, byrgðu sorgartár. Nú sé ég sól upp ljómar hvert sorgarinnar ský. Því Kristur sjálfur kemur með kærleiksorðin hlý. *Ég lifí. og þér lifið“ er lífsorð Frelsarans. Sá öruggt á hann trúir á eilíft skjólið hans. Nú huga minn vor umvefur ég veit að Frelsarinn er beztur barnavinur Hann blessar hópinn sinn. Ég fel þig í hans arma þar öruggast er skjól. t vetrarhreggi og hríðum mér himnesk ljómar sól. G.G. frá Melgerði, Aðalfundur Taflfélags Reykjavíkur verður haldinn þriðjudaginn 30. maí 1967 að Freyjugötu 27 hér í borg og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. Sumarskóli í Þýzkalandi Við höfum nokkur pláss á hinum þekkta sum- arskóla Bachschule, við Konstansvatn í Suður- Þýzkalandi. Mikil náttúrufegurð og veðursæld. Sumarnámskeið er haldið í júlí, ágúst, september. Fjögra tíma kennsla í þýzku á morgnanna. Önnur tungumál ef óskað er, svo og vélritun og hrað- ritun. Þýzkir og erlendir nemendur saman, kennsla, fæði og húsnæði 1.950.—DM í þrjá mán- uðL Málaskólirm Mimir Brautarholti 4 — Sími 10004, kl. 1—7 eftir hádegi. Ný einstakling’síbúð í SV- borginni. 2ja herb. góð íbúð við Hraun- teig. 3ja herb. falleg íbúð við Boga hlíð. 3ja herb. góð ódýr íbúð við Baiugsveg. Stór 4ra herb. íbúð við Háa- leitisbrauL / smíðum. 2ja herb. íbúð í háhýsi við Kleppsveg, undir tréverk. 4 herbergi tilbúin undir tré- verk í Vesturborginni, til- valið fyrir læknastofur eða hárgreiðslustofu. 4ra herb. jarðhæð í Kópa- vogi, fokheld. 6 herb. efri hæð við Þing- hólsbraut, langt komin. Raðhús við Sæviðarsund, selst uppsteypt með frá- gengnu þaki, miðstöð og bílskúr. Raðhús við Barðaströnd á Seltjarnarnesi, seljast frá- gengin að utan með tvö- földu glerl Einbýlishús við Garðaflöt, Markarflöt og Sunnuflöt, fokheld. Einbýlishús við Sunnubraut, á byrjunarstigi. Einbýlishús við Suðurbraut í Kópaavogi, fokhelt. Einbýlishúsalóðir á Seltjarn- arnesi og í Garðahreppi. Raðhúsalóðir á Seltjarnar- nesi, i sjávarlínu og víðar. Lóð á Flötunum. Lóð 3600 ferm. undir sumar- bústað rétt við Hveragerði. Málflufnings og fasfeignasfofa j Agnar Gústafsson, hrl.; Björn Pétursson fasteignaviðskipti Austurstræti 14. , Simar 22870 — 21750: j , Utan skrifstofufcíma: 35455 — 33267. ^JLxaM: KVENSKÓR N y K o M N / R RÚSSKINN SKINN LAKK CLARKS SKÓR ERU VANDAÐIR OG ÞÆGILEGIR Verzlunin SKÓSEL Laugavegi 30. Appelsínur Nú fer hver að verða síðastur að ná sér í appelsín- ur af þesari sendingu. Þessar safamiklu Florida appelsínur þykja sérlega góðar enda af nýrri upp- kíló pr. kg. Miklatorgi. N0RRÆN ARKITEKTA- SAMKEPPNI Landsþing Jönköpingsléns efnir til almennrar nor- rænnar arkitektarsamkeppni um sjúkrahús í Jön- köping. Verkefnið er heildarsjúkrahús í Jönköping með um það bil 1800 rúmum, þar af fjórði hlutinn fyr- ir geðlækningadeild. Sjúkrahúsið verður reist þar, geðveikrahælið R.vhov stendur nú. Á vegum landsþings Jönköpingsléns er nú unnið að athugunum, sem eiga að verða undirstaða sjúkra gæzluáætlunar fyrir lénið allt. Sjúkrahúsið í Jön- köping á að fullnægja þörfum lénsins á sérsjúkra- húsum, að því leyti sem svæðissjúkrahús utan lénsins ekki hrökkva til. Sjúkrahúsið á einnig að vera aðalsjúkrahús Jönköpingssvæðisins og sjá fyr- ir almennum lyflækningum, almennum skur- lækningum, fæðingar- og kvensjúkdómadeild, langvinnri sjúkrahússvist og geðlækningum full- orðinna. Meðan þess er beðið að landsþingið afgreiði sjúkra- gæzluáætlunr hefur dómnefndin látið gera tillögu um gerð sjúkrahússins í höfuðatriðum og á grund- velli hennar keppnislýsingu fyrir arkitektana. Það er von landsþingsins, að samkeppni þessi leiði í Ijós, hversu reisa megi sjúkrahúsið smám saman frá fyrsta áfanga, sem er fyrsta skerfið að algerri samtengingu líkams- og geðlækninga, hversu leysa megi vandamálið að fella í þetta stig af stigi geð- veikrahæli það, sem fyrir er, og hversu takmark- inu verði náð að lokum, en það takmark er nýtt aðalsjúkrahús í Ryhov. Rétt til þátttöku í keppninni hafa danskir, finnsk- ir, íslenzkir, norskir og sænskir arkitektar, sem eru ríkisborgarar í einhverju ríki Norðurlanda, svo og arkitektar af öðru þjóðerni, sem eru virkir félagar í einhverju hinna norrænnu arkitektasam- banda DAL, SAFA, AI, NAL, eða SAR. Um tillögur þær, sem berast, dæma þessir: Erik Carlström, formaður stjórnarnefndar, Sávsjö, Sven Wilander, formaður heilsu, og sjúkragæzlustjórn- arinnar, Gisleved, Gerhard Widlund yfirlæknir og Ingvar Hertzman, framkvæmdastjóri landsþings, Jönköping, arkitekt SAR Bruno Alm, Gautaborg, arkitekt SAFA Nils Henrik Sandell, Helsingfors, Bengt Palmberg borgararkitekt, Jönköping, SAR Nils Inge Rosén og arkitekt SAR Alvar Törneman, Stokkhólmi. Dómnefndin hefur 225.000.oo sænskar krónur til umráða. Fyrstu verðlaun verða ekki lægri en 75.000 oo krónur, lægsta kaupverð verður ekki minna en 12.000.oo krónur. Keppnislýsing fæst ókeypis hjá starfsmanni keppn- innar intendent Nils Thulin, Jönköping láns lands- ting, Husargatan 2, Jönköping, sími: 036/16 04 40. Keppnistillögum skal skila eigi síðar en 10. nóvem- ber 1967. skeru. Verð í heilum kössum kr. 15.- pr. Verð í lausri vigt kr. 17,50

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.