Morgunblaðið - 17.06.1967, Síða 22

Morgunblaðið - 17.06.1967, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 17. JONl 1967. Guðni Pálsson skip- stjóri — Minningarorð GUÐNI Pálsson skipstjóri and- aðist að Hrafnistu 9. þ.m. 76 ára að aldri. Hann verður jarðsettur frá Fríkirkjunni í Reykjavík mánudaginn 19. þ.m. Guðni var fseddur 29. apríl 1891 að Götu í Selvogi, sonur Páls Pálssonar bónda þar og konu hans Svan- t Eigiramaður minn, Jón Hallgrímsson Hjúki, Vatnsdal, andaðist að Héraðshælinu, Biönduósi 15. þ. m. Steinunn Jósefsdóttir. t Hjartkær eiginkona min, Guðrún E. Guðmundsdóttir, Fálkagötu 24, lézt fimmtud. 15. júní. Jarð- anför ákveðin síðar. Sigurður Helgason. t Sonur oklkar, Sveinn Þórir Hauksson, Langholtsveg 154, andaðist í Borgarspítalanum 14. þ. m. Hólmfríður Sölvadóttir, Haukur Sveinsson. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Halldóra Sigríður Guðmundsdóttir, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 20. júní kl. 10.30 fyrir hádegi. — Athöfninni verður útrvarpað. Fyrir hönd aðstandenda. Leopoldína Bjamadóttir. t Eiginmaðu-r minn, ísieifur Högnason, framkvæmdastjóri, verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju þriðjud. 20. júní kL 13.30. Helga Rafnsdóttir. t Innilegt þakklæti til allra hinna mörgu nær og fjær sean sýndiu obkur samúð og viarhug rraeð kveðjum, blóm- um og minningargjöfum við andlát og útiför, Kristjáns Snorrasonar, fyrrv. símaverkstjóra. Eiginkona, böm og tengdabörn. hildar Gísladóttur bónda á Núp- um í Ölfusi Sæmundssonar. For- eldrar Guðna bjuggu um skeið að Eyvindarstöðuim á Álftanesi og síðar að Fífuhvammi í Kópa- vogi, en er Guðni var 14 ára að aldri missti faðir hans sjónina og varð að hætta búskap, Fjölskyld- an fluttist þá á mölina til Reykjavíkur, og hér í Reykja- vík átti Guðni heima upp frá því, að nokkrum árum undan- teknum, er hann var skipstjóri á togaranum Brimi frá Nes- kaupstað, að hann þau ár, var þar til heimilis. Hugur Guðna stefndi fljótt til sjósóknar, en þó réðu atvikin því svo, að hann hóf prentnám í Gutenberg-prent smiðjunni 9. des. 1905 og lauk þar námi 9. des. 1909. í prentarastarfinu kynntist Guðni mörgum mætum manni, en hugstaeðastur þeirra allra var honum jafnan Jón heitinn t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlót og útför Frímanns Tjörvasonar, Reynimel 48. Ása Frímanns, Karl Frímannsson. t Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útlför föður ökikar, tengdaföður og afa, Bjarna Nikulássonar, fyrrv. bónda að Böðvarsholti, Snæfellsnesi. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegt þakklæti til allra hinna mörgu nser og fjær sem sýndu samúð og vinarhug með kveðjum, blómum og minningargjöfum við hið svip lega aradlát og jarðarför elsku sonar okkar og bróður, Vignis Sævars Guðmundssonar. Guð blessi ykkur öll. Sigríður Ögmundsðóttir, Guðmundur Sigurjónsson, Ragnar Guðmundsson. t Þökkum innilega samúð og vinsemd sem okkur var sýnd vegna fráfalls móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðbjargar Bjarnadóttur, Vanabyggð 2B, Akureyri. Elisabet Bogadóttir, Jón Kristjánsson, Sólveig Kristjánsdótt'ir, Jón Júlíusson, Soffía Kristjánsdóttir, Sverrir Ólafsson, Kristjana Kristjánsdóttir, Eiiif Nielsen, Eva Kristjánsdóttir, Kristján Jónsson og barnabörn. Baldvinsson, og oft hafði hann orð á því, hve mikilhæfur stjórn málaleiðtogi sér hefði fundizí Jón Baldvinsson vera, og af kynnum sínum við Jón Baldvins- son sagðist Guðni hafia hdotið þann áhuga fyrir þjóðmálum, sem entist horaum til hinztu stundar. Ég hefi tæplega kynnzt manni, sem almennt hafði meui áhuga á þjóðmálum en Guðni, og ávallt er fundum okkar bai saman, hóf hann umræður um stjórnmálin, og öllu tryggari fylgismann en Guðna hefur jafraaðarstefnan og Allþýðuflokk urinn vart átt, og svo var þjóð- málaáhugi hans mikill og and- legt þrek, að hann aðeins örfá- um stundum fyrir andlát sitt ræddi væntanleg úrslit þeirra alþingiskosninga, sem nú er ný lokið. Þótt Guðni væri orðinn prent- ari að iðn, óx í æ ríkari mæli þráin til sjósóknar. Hugurinn .eitaði jafnan til fangbragða við dætur Ægis. Því var það, að 1911 hvarf hann frá prentstarfirau og hóf sjómennsku, fyrst á skútu og sv-o á togurum, en á þeim var hann flest sín manndómsár, og oftast sem skipstjóri eða stýri- maður. Hann var þá oft með enska togara, og mikið var Guðni með Þórarni Olgeirssyni, þeim þekkta togaraskipstjóra og aflamanní. Guðni starfaði þó á ný á árinu 1915 við prentverk í Félags- prentsmiðjunni en hvarf fljót- lega frá því aftur tíl sjómennsk- unnar, er hann stundaði æ síðan meðan heilsan entist. Árið 1922 tók Guðni farmanna- próf og upp frá því var hann megin hluta sjómannisævi sinnar skipstjóri á ýmsum skipum, eink um togurum, innlendum og er- lendum. Um tíma var Guðni meðeigandi í togaranum Ver frá Hafnarfirði og var þá skipstjóri á honum, en 1935 var sá togari seildur til Norðfjarðar og hlaut þá nafnið Brimir, og var Guðni skipstjóri á honum fram til 1938. Þann tíma átti hann heimili sitt á Norðfirði, eins og fyrr er frá greint. Vorið 1940 nokkru eftir her- nám Breta á íslandi, réðst Guðni túlkur og lóðs á enskan togara, sem breytt hafði verið í herskip til að leita uppi kafbáta, og var skip þetta vopnað fallbyssum, loftvarnabyssum og djúpsprengj um, en ágreiningui um kaup- greiðslu milli Admiral West og Guðna olli því, að Guðni lét af starfi hjá ensku krúnunni fljót- ar en hann hafði ætlað í fyrstu. Árið 1946 réðist Guðni til Skipaútgerðar ríkisins og var á strandferðaskipum þar til 1950, að hann fór á varðskipin, og byrjaði hann á Óðni sem stýri- maður. Auk þess, sem Guðni var á Óðni, var hann á öðrum skip- um landhelgisgæzlunnar, en lengst af á Maríu Júlíu sem troll- kapteinn á fiskirannsóknum, einnig var hann á Þór með Eiríki Kristóferssyni, þá til skiptis sem annar eða þriðji stýrimaður. Guðni Pálsson, skipstjóri, sigldi svo að segja allt tímabil fyrstu og allt tímabil annarrar heimsstyrjaldanna og tók af fulilum krafti á varðskipunum þátt í „Þorskastríðinu" við Breta. I síðustu heimsstyrjöld sigldi Guðni fimmtfu fisksöluferðir til Bretlands ýmist sem skipstjóri eða stýrimaður, og alls mun hann hafa siglt um þrjú hundr- uð sinnum yfir hafið án þess að verða fyrir tjóni á mönnum eða skipi, slik var gæfa hans í því starfi, er hann kaus sér sem ævi starf. Það þarf mikla karlmennsku og óvenju þrek til að koma hvorki beygður né brotinn út úr hildarleik stríðsins. en ég gat aldrei séð þess merki á Guðna, að hann hefði bognað né brotn- að í átökum við hættur þær, „r styrjaldirnar ógnuðu sæfarend- um, enda var hann hraustmenni til sálai og likama, svo af bar. Gæfudísirnar voru Guðna um fleira hliðhOllar, en komast klakklaust gegnum ógnir og hættur þær, sem sjómenn búa við í starfi sínu. Honum auðnað- ist oftai en einu sinni að bjarga öðrum úr sjávarháska, bæði skip um og áhöfn, en að hjálpa öðr- um var hans aðalsmerki alla tíð. Sjómannadagsráð sæmdi Guðna heiðursmerki sjómannadagsins 1965, og munu allir, er til þekkja sammálla um, að til slíks hafði hann unnið, og mér er í minni hversu þetta gladdi hann og yljaði honum, er þá var hann orðinn sjúkur og ekki fær uim að hitta kunningja sína, er í önn da,gsins áttu fáar stundir í heim sókn. Þann 18. júní 1918 kvongaðist Guðni Jórunni Þórey Magnús- dóttur sjómanns í Reykjavík, Pálssonar, af hinni kunnu Bergs aett. Guðni taldi ávallt að þá hefði gæfan verið sér veitulust er festar tókust með þessari fríðu, hugþekku konu og honum. Jórunn og Guðni eignuðust sex böm. Eitt þeirra, stúlka að nafni Rannveig, dó á fyrsta ári. Hin fimm eru á lífi. Oll manndóms- og dugnaðarmikið fóák, eins og þau eiga ætt til. Þau eru: Ragn- ar, sjómaður, Páli bankafulltrúi, Magnús, prentsmiðjustjóri, Svan hildur, húsfrú, öll búsett í Reykjavík og Gyða, húsfrú, bú- sett að Rauðalæk. Þá ólu þau Guðni og Jórunn upp eina dótt- urdóttur sína, Jórunni Elíasdótt ur. Fjölskyldan var stór og þarf irnar margar, enda stóð ekki á húsföðurnum að leggja sig fram um að láta einskis ófreistað til atvinnuöflunar, en á þeim árum var allt slíkt meiri erfiðleikum bundið en nú, Og eins og áva.lt innan sjómannsfjölskyildunnar var það hlutskipti húsmóðurinn- ar að annast uppeldi barnanna, vaka yfir þroska þeirra, heilsu og menntun. Þetta erfiða hlutverk ber öll- um þeim er til þekkja, saman um, að frú Jórunn hafi annast með prýði. Persónuleg kynni mín af Guðna og frú Jórunni tókust fyrir tæpum áratug, er við urð- um sambýlingar í fjölbýlishús- inu Stigahlíð 18. Kynni milli fjölskyldna okkar urðu brátt að vináttu, er aldrei hefur neinn skuggi fallið á. Þegar kynni okkar tókust var Guðni að hætta á sjónum og gerðist vaktmaður hjá landshelg isgæzlunni og eftirlitsmaður með möskvastærð dragnóta. Þrátt fyrir bilaða heilsu rækti Guðni starf þetta, sem önnur, af kostgæfni og samvizkusemi. En heilsunni hélt áfram að hraka og að því kom að Guðni varð að hætta allri vinnu og halda sig heima, eða dvelja 1 sjúknahúsi tíma og tíma. „Ég fer nú að fara Helgi minn“, sagði hann stundum við mig, ,og ég ætti að vera farinn, en læknarnir segja að hjartað sé svo sterkt, maður“. Já, Guðni hafði áreiðanlega sterkt hjarta — en það var ekki bara sterlct — það var líka gott hjarta og það var viðkvæmt hjarta, sem sló í brjósti hans, hjarta, sem ekkert aumt mátti vita án þess að reyna að hugga og veita úr- bót. En nú er Guðni Pálsson, skip- stjóri allur. Síðustu æviárin voru honum erfið vegna van- heilsu, en andlegu þreki hélt hann til hinztu stundar. Þessi ár voru einnig erfið fyr- ir frú Jórunni, er af mikilli al- úð og umhyggju stundaði hann sjúkann í heimahúsi og lagði á sig erfiði langt umfram það sem þrek hennar leyfði. En Guðni undi betur heima en í sjúkrahúsi og meðan þess var nokkur kostur lá hann hekna, en síðustu mánuðina var hann á sjúkradeild Hrafnistu, þar sem hann lézt 9, þ.m. eins og fyrr segir. Með Guðna er genginn góður drengur og mætur maður, sem átti að baki happasæl og gifturík störf í þágu alþjóðar. Kæri vinur, ég kveð þig aS sinni með þökk fyrir aillt sem þú varst mér og mínum. Frú Jór- unni, börnum Guðna, tengda- börnum, bamabörnum og öðr- um ættingjum hans og vinum flyt ég dýpstu samúðarkveðjur fjölskyldu minnar og mín. Helgi Hannesson. Innilegt þakklæti sendi ég öllum þeim sem heimsótbu mig og sýndu mér margvís- legan sóma á 75 ára aifmæli mínu. Rannveig Jónsdóttir, Laufásvegi 34. Innílegar þaikkir og bless- unarós'kir færi ég ölium þeim, sem á margrvíslegan hótt sýndu mér vinsemd á sjötugs- aiHjmælii rnínu 1. maí sL Ásta Sighvatsdóttir. Við sendum innilegar þakk ir ölluim þeim, sem sýndu okkur vinarhug með heim- sóknum, heillaóskum og höifð- inglegum gjötfum 6. júní sL Lifið heiL Ásthildur Teitsdóttir og Gunnar GuSbjartsson, HjarðarfellL Notaðir miðstöðvarkatlar 3 — 5 ferm. óskast til kaups ásamt sjálfstilltum kynditækjum. Verðtilboð er tilgr</ ii aldur og gerð katla og tækja sendist Morgunblaðinu fyrir 23. þ.m. merki: „Katlar — 643“. Tilboð óskast í Saab 1963, skemmdan eftir árekstur. Bifreiðin verður til sýnis á bifreiðaverkstæðinu Rétti Höfðatúni 4 mánudaginn 19. júní. Tilboðum skal skilað til Ábyrgðar h.f., Skúlagötu 63 fyrir 17. sama dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.