Morgunblaðið - 28.07.1967, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1997
Hátíðarsamkoma í
kirkjunni í Saurbæ
t DAG eru liðin tíu ár frá því að
Haligrímskirkja á Saurbæ var
vígð, en hún er eitt veglegasta
og fegursta guðshús hér á landi,
reist í minningu um Hallgrím
Pétursson.
Afmælis þessa verður minnzt
n.k. sunnudag með hátíðleg/i
dagskrá. Hefst hún með hátíðar-
messu kl. 14. Biskupinn yfir ís-
landi, herra Sigurbjörn Einars-
son, prédikar og þjónar fyrir
altari, ásamt sóknarprestinum,
séra Jóni Einarssyni.
- DE GAULLE
Framhald á bls. 31
Leiðtogar frönsku stjórnarand-
stöðunnar gera sér grein fyrir
að eina leiðin til að setja de
Gaulle upp að vegg sé að neyða
hann til áð rjúfa þing og efna
til nýrra kosninga, en það vilja
þeir ekki. Þess vegna vilja þeir
ekki láta til skarar skríða að svo
stöddu. í þess stað munu þeir ein
beita sér að því að gagnrýna
stjórnina fyrir félagsmálaáætlun
þá, sem væntanlega verður sam-
þykkt á stjórnarfundi á mánu-
daginn.
Vinstrisinnaðir þingmenn, sem
andvígir eru kommúnistum og
Francois Mitterand er foringi
fyrir, skýrðu frá því í dag, að
þeir hefðu krafizt þess að utan-
ríkismálanefnd þingsins kæmi
þegar saman til fundar svo að
hún gæti krafið stjórnina skýr-
inga á því sem gerðist í Kanada-
heimsókn forsetans.
Eining Kanada í hættu.
Heimsókn de Gaulles hefur
valdið miklum erffðleikum í
Kanada, bæ'ði með tilliti til ein-
ingar þjóðarinnar, en erindi de
Gaulles til Kanada var að votta
þjóðinni virðingu í tilefni 100 ára
afmælis ríkisins, og sambúðar-
innar við Frakka.
Hvatningarorð de Gaulles til
frönskumælandi aðskilnaðar-
sinna í Queebec, sem eru talin
frekleg afskipti af innanríkis-
málum Kanada, kunna að hafa
mjög alvarleg áhrif á sambúð
landanna. Ýmsir embættismenn
í Ottawa óttast jafnvel, að Frakk
ar muni loka sendiráði sínu í
Ottawa um stundarsakir eða
kalla sendiherra sinn heim. Aðrir
búast við að ótviræ'ð viðurkenn-
ing hans á aðskilnaðarhreyfing-
unni í Queebec muni valda nýj-
um og alvarlegum erfiðleikum í
sambúð sambandsstjómarinnar
og héraðsins, en þar eru frönsku
mælandi menn í yfirgnæfandi
meirihluta.
Blöð enskumælandi manna eru
sammála um að mönnum hafi
létt mikið við það, að de Gaulle
fór frá Montreal í gær, einum
sólarhring áður en ráðgert hafði
verið . Blöð um landið allt eru
sammála um að de Gaulle sé
hrokafullur og duttlungafullur
og ræður hans hafi verið ótrú-
legar og ófyrirgefanlegar. En af
opinberri hálfu hefur framferði
de Gaulles verið harmað og
einnig er harmað að hann skuli
hafa farið án þess að koma til
Ottawa.
Jean Sauve, einn nelzti leiðtogi
Quebecbúa á sambandsþinginu
lýsti því afdráttarlaust yfir í
dag, að íbúar héraðsins vildu
ekki segja sig úr lögum við sam-
Jafntefli
hjá Inga R.
INGI R. Jóhannsson gerði jafn-
tefli við Ungverjann Csom í tí-
undu umferð skákmótsins í Salg
otjaran. Hann hefur þá hlotið
3 vinninga, unnið eina skák,
gert fjögur jafntefli og tapað
fimm skákum. Shamkovitch er
nú efstur með 8 vinninga, arcz-
ay hefur 6% v. og biðskák, Bil-
ek 6Vi v. og Barcza og Symagin
hafa 6 v. hvor.
Um kvöldið ‘kl. 20.30 verður
samkoma í kirkjunni. Séra Jón
Einarsson flytur ávarp, en séra
Sigurjón Guðjónsson, fyrrv próf-
astur, flytur erindi um séra Jón
O. Hjaltalín prest í Saurbæ.
Kirkjukór Akraness syngur und-
ir stjórn Hauks Guðlaugssonar,
og séra Jakob Jónsson doktor
theol flytur erindi um Siða-
kenningu Passíusálmanna. Sam-
komunni lýkur með almennum
söng og bæn.
Á sunnudag kl. 15.30 munu
konur í Saurbæjarsókn annast
kaffisölu í félagsheimilinu á
Hlöðum til ágóða fyrir orgelsjóð
kirkjunnar, en ákveðið hefur
verið að hefjast handa um kaup
á pípuorgeli í kirkjuna.
Heil húsasamstæða stendur í björtu báli í negrahverfinu í Detroit-
Ofsahræðsla ríkir í borginm
Sínvaviðtal við Tryggva Forberg í Detroit
ELDHAFIÐ lýsti upp nætur-
myrkrið í grennd við heim-
ili mitt, og leyniskyttur héldu
uppi linnulausri skothríð. Þess
ir dagar hafa verið martröð
líkastir. Þetta kom m.a. fram
í símaviðtali sem Mbl. átti
í gær við Tryggva Forberg
verkfræðing í Detroit.
Tryggvi hefur verið búsett-
ur í borginni um fjöida ára
bandsstjórnina, og ýmsir ráð-
herrar hafa látið svo um mælt,
að óliklegt sé að Frakkar muni
fækka sendiráðsstarfsmönnum
sínum í Kanada eða að sambúð
landanna versni. En blöð ensku-
mælandi manna eru hvassyrtari
en opinberir talsmenn og blaðið
„Ottawa Citizen" segir, að de
Gaulle hafi af ráðnum hug blás-
ið að glæðum þjóðahaturs.
„Góða ferð“, segir blaðið „Cal-
gary Herald“, sem einnig segir,
að de Gaulle hafi snúið heim til
Frakklands í reiðikasti.
Talsmaður utanríkisráðuneytis
ins tilkynnti í dag, að sendi-
herra Kanada í París, Juleu
Lehad, sem dvelst í Kanada um
þessar mundir, muni halda kyrru
fyrir til að ráðfærast við stjóm-
ina. Hann neitaði þvi að þessi
ákvörðun jafngilti heimkvaðn-
ingu sendiherrans um stundar-
sakir.
Stærsta blað frönskumælandi
manna, „Montreal Le Presse“,
gagnrýnir harðiega hvatningu
de Gaulles til aðskilnaðarsinna,
en blöð þjóðernissinna sjá ekkert
athugavert við ummæli forset-
skeið, en hann fluttist ungur
vestur um haf.
Morgunblaðið bað Tryggva
að lýsa ástandinu í Detroit
eins og það hefur komið hon-
um fyrir sjónir undanfarna
daga. Fer úrdráttur úr sam-
talinu hér á eftir.
„Hvað viljið þér segja um
ástandið í borginni núna?“
,Þetta virðist sem betur
fer allt vera liðið hjá. Og
þeir eru búnir að létta af út-
göngubanninu fyrir klukbu-
tíma. Enn er þó bannað að
selja öl og vín.“
Voru ef til vill margir ó-
eirðaseggjanna drukknir?
„Já, því þeir rændu fjöld-
an allan af vínbúðum.“
Eru leyniskyttur á ferli
ennþá? ,Eitthvað var um þá
í nótt, en í dag hefur maður
ekki orðið var við þá. Hers-
höfðingi fallhlífarliðanna,
sem komu til borgarinnar
sagði áðan, að friður væri
kominn á.“
Hvernig er um að litast I
borginni? „Það er blátt
áfram ægilegt. Að vísu ekki
í okkar hverfi, en í negra-
hverfinu er ástandið hörmu-
legt.“
Voru það ekki aðallega
verzlunarhús sem voru
brennd?
„Jú, það eru þau fyrst og
fremst. Eftir að hafa rænt
búðirnar kveiktu óeirðasegg
- DETROIT
Framhald af bls. 1
er enn í gildi. Ótryggur friður
komst á þegar þjóðvarðliðum og
hermönnum sambandsstjórnar-
innar tókst að einangra leyni-
skyttur.
Fangelsi og sjúkrahús víðs
vegar um Bandaríkin eru yfir-
full eftir óeirðirnar. Samtímis
þessu hafa flestir leiðtogar
blökkumanna hvatt til stilling-
ar. Þeir benda á, að í flestum til-
vikum hafi fámennir hópar átt
sök á óeirðunum.
Að minnsta kosti tvær nefnd-
ir þjóðþingsins munu hefja
rannsókn á orsökum kynþátta-
óeirðanna í næstu viku. Um 40
þingmenn úr báðum flokkum
lögðu til í dag, að varið yrði 300
milljónum dollara til þess að
gera lögregluflokkum í hinum
ýmsu borgum kleift að bæla
niður óeirðir.
Einn af ofstækisfyllstu leið-
togum blökkumanna, H. Rab
Brown, sagði í dag, að blökku-
mannaleiðtogar þeir, sem hvatt
hafa til þess að óeirðunum verði
hætt, hefðu siðferðilega rangt
irnir í þeim. Mér var sagt
í dag, að þeir hefðu brennt
um 1700 verzlanir, allt frá
smá nýlenduvöruverzlunum
upp í stórverzlanir. Flestar
þeirra voru í eigu hvítra
kaupmanna. En auðvitað
breiddist eldurinn svo út í
íbúðarhúsin, og mikið af
fólki stendur uppi heimilis-
laust.
Leggur ekki reykinn enn-
þá úr rústunum yfir borg-
ina? „Nei ekki er það að sjá
lengur.“
Kom nokkuð sérstakt fyrir
yður eða íslendingana í borg
inni meðan á þessu stóð?
„Nei, nei, ekki get ég sagt
það. Ég hef haft samband við
íslendingana hérna og allt
virðist vera í fullkomnu lagi.
Þeir búa líka flestir langt frá
því hverfi þar sem djöful-
gangurinn var mestur."
Hvað er negrahverfið á að
gizka langt frá heimili yðar?
„Ég bý í hverfi, sem hetir
Highland Park, og negra-
hverfið er um eina mílu í
vestur héðan. Maður sá eld-
hafið lýsa upp myrkrið á
kvöldin, og leyniskytturnar
skutu af húsaþökunum."
Þið hjónin hafið ekki yfir
gefíð húsið? „Nei það gerð-
um við ekki.‘
Hvernig hefur andrúmsloft
ið verið hjá fólkinu?
„Það er óhætt að segja að
fyrir sér. Hann bætti því við, að
ofbeldisverk væru nauðsynleg.
Það eru aðstæðurnar en ekki
áróður, sem leiða til uppreisna,
sagði Brown, sem kafllaði John-
son forseta „brjálaðan, óðan
hund“.
í London skýrði innanríkis-
ráðherra Breta, Roy Jenkins,
Neðri málstofunni frá því í dag,
að brezka stjórnin hygðist ekki
veita hinum öfgasinnaða banda-
ríska blökkumannaleiðtoga,
Stokey Carmichael, dvalarleyfi
á ný. Carmichael fór frá Bret-
landi 24. júlí eftir snögga heim-
sókn og hefur síðan verið á
Kúbu. Lögreglan í Bretlandi
hefur rannsakað starfsemi Carrn-
ichaels í Bretlandi og ýmis um-
mæli hans á fundum þar.
Verzlanir opnaðar í Detroit
f Detroit hafa sérlegur fulltrúi
Johnson forseta, Cyrus Vance,
og Jerome Cabanagh borgar-
stjóri skorað á verzlunarfólk, að
hefja aftur vinnu þannig, að
ástandið færist sem fyrst í eðli-
legt horf. John Throckmorton,
yfirmaður fallhlífahermannanna,
sem stjórnin í Washington sendi
það hefur ríkt voðalegur ótti
í borginni."
Hafið þér mætt til vinnu
þessa daga? „Já ég hef far-
ið á hverjum degi. Ég vinn
hjá Edison rafmagnsfélaginu,
og þar hafa flestir mætt til
vinnu, nema á mánudaginn
þá mættu fáir.“
Haldið þér að slíkar óeirð
ir komi til með að endurtaka
sig í sumar?
„Nei, það held ég ekki. Yf-
irvöldin hafa áreiðanlega
lært af reynslunni núna,
að grípa verður strax í taum
ana, og koma í veg fyrir að
þetta ástand geti skapazt aft
ur.
Þeir verða ekki látnir æða
svona áfram næst.
Haldið þér að negrarnir
hafi tekið almennan þátt í
óeirðum, eða er þetta ein-
hver sérstakur hópur óláta-
seggja?
„Ég held að í byrjun sé
þetta óaldarlýður, en þegar
þetta fer að standa lengi, þá
er eins og hreint æði grípi
um sig.“
Sjónvarpið hefur til dæm-
is sýnt konur og smábörn,
sem koma klyfjuð út úr búð
unum, sem búið er að
ræna.
Að lokum bað Tryggvi fyr
ir beztu kveðjur heim frá ís-
lendingunum í Detroit.
til borgarinnar og þjóðvarðlið-
anna þar, sagði að hann teldi
ekki að örfáar leyniskyttux, sem
enn láta á sér kræla, væru vel
þjálfaðar, en tekið gæti nokkurn
tíma að handtaka þá alla.
Margt saklaust fólk hefur ibeð-
ið bana í Detroit og George
Romney ríkisstjóri hefur sagt að
ýmislegt bendi til þess, að æs-
ingamenn annars staðar frá hafi
kynt undir óeirðunum. Um 2.680
manns hafa verið handteknir í
Detroit.
— Gashernaður
Framhald af bls. 1
Duncan Sandys, fyrrum ráð-
herra íhaldsmanna og Jeremy
Thorpe, leiðtogi Frjáilslynda
flokksins, við um málið, en í
Neðri málstofunni hefur ver-
ið borið fram frumvarp þar
sem harmað er að Egyptar
beiti eiturgasi í Jemen og
þess krafizt að SÞ s.kerist í
leikinn. Á fundinum í dag
skoruðu Sandys og Thorpe á
Brown að gera nauðsynlegar
ráðstafanix til að reyna að
binda enda á gashernaðinn.