Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2S. JÚLÍ 1967 'Útgefaiidi: Framkvæmdastjóri: iRitstjórar: Ritstj órnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Askriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-tlOO. Aðalstræti 6. Sími 02-4-80. 7.00 eintakið. \ á mánuði innanlands. | L YÐRÆÐI - EINRÆÐI k tlantshafsbandalagið hefur eins og kunnugt er, verið Vestur-Evrópuþjóðum sverð og skjöldur á undanförnum árum. Nú orðið eru fáir lýð- ræðissinnar í vafa um að með stofnun Atlantshafsbanda- lagsins hafi verið stigið merki legt spor í þá átt að koma i veg fyrir styrjöld í heimin- um. Einræðisherrar kommún- istaríkjanna sáu svart á hvítu, að lýðræðisþjóðirnar voru á- kveðnar í því að verja það frelsi, sem þær bjuggu við. Síðan Atlantshafsbandalag- ið var stofnað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Margt hefur breytzt í heiminum, en þó liggur enn fyrir sú stað- reynd, að nú er engu minni nauJSsyn á þessum samtökum lýðræðisríkjanna en þegar þau voru stofnuð. Enn stafar heiminum stórkostleg hætta af útþenslustefnu kommúnis- mans og án Atlantshafs- bandalagsins væri mikil hætta á því, að freistingin yrði kommúnistaleiðtogunum meiri en þeir gætu staðizt. Þegar ákveðið var að ís- land gerðist aðili að Atlants- hafsbandalaginu á sínum tíma, voru ekki allir á einu máli þar að lútandi. Nú má hins vegar fullyrða að banda- lagið nýtur óskoraðs trausts alls þorra íslendinga enda augljóst, að án aðildar að Atlantshafsbandalaginu væri ísland hættulega opið fyrir hvers konar pústrum í þeirri hugsjónafræðilegu styrjöld, sem nú á sér stað í heimin- um. Og fáir eru þeir íslend- ingar sem hafa ekki gert sér fullkomna grein fyrir því, að hlutleysi íslands er endan- lega úr sögunni. Nú hafa aðalstöðvar Atl- antshafsbandalagsins verið fluttar til Brussel og auðvit- að er sjálfsagður hlutur, að íslendingar sendi sérstakan sendiherra til höfuðstöðva bandalagsins. Svo mikil eru samskipti okkar við Atlants- hafsbandalagið og svo mikið er í húfi að þessi samskipti séu góð að ekki kemur annað til mála en hafa þau beztu tengsl við bandalagið, sem við getum. Þjóðviljinn ætlaði fyrir skömmu að reka upp ramakvein út af þeim kostn- aði, sem þessu nýja sendi- herraembætti yrði samfara. Auðvitað spyrja íslending- ar ekki um, hvort það kostar einni krónu meira eða minna að tryggja varnir landsins, og þar með sjálfstæði þjóðarinn- ar. En afstaða kommúnista- blaðsins er auðvitað skiljan- leg, Þjóðviljinn vill aðeins eitt — að ísland rjúfi öll tengsl við bandalagið og hverfi inn í sæluna marg- nefndu. En sem betur fer höf- um við borið gæfu til þess að fara aðra leið — þá leið, sem lýðræðisþjóðirnar hafa mark- að, leið frelsis og sjálfstæðis. Það virðist af einhverjum ástæðum hafa farið í taug- arnar á Þjóðviljamönnum, að blað eins og Morgunblaðið skyldi hafa tekið upp á- kveðna og harða stefnu gegn stjórnarfari í einu Atlants- hafsríkjanna, Grikklandi. En Þjóðviljamenn þurfa ekki að undrast þetta. Stjórnarfarið í Grikklandi undir herstjórnar- klíkunni virðist því miður eiga lítið skylt við lýðræði, þvert á móti hafa grísku her- foringjarnir tekið sér fyrir- myndir úr austrænu sælunni, þar sem prentfrelsi, ritfrelsi, skoðanafrelsi og allt frelsi hef ur verið þurrkað út. Komm- únistum er ekki óljúft að slíkt ástand skapist í landi eins og Grikklandi. Með því geta þeir dreift athyglinni frá á- standinu í kommúnistaríkjun- um. Atburðir eins og þeir sem gerzt hafa í Grikklandi eru því einungis vatn á myllu kommúnista. í Þjóðviljanum í gær er komizt að orði eitthvað á þá leið, að verið geti að næst muni borgarablöðin íslenzku, eins og sagt er, „uppgötva“ Portúgal. Þjóðviljanum til upplýsingar má benda á, að Morgunblaðið hefur áður skrifað um ástandið í Portú- gal og gagnrýnt framkomu Salazarstjórnarinnar harð- lega. Stjórnarfarið í Portúgal á einnig meira skylt við það sem gerist í kommúnistaríkj- unum en lýðræðisríkjum Vestur-Evrópu. En á sama hátt og kommúnistaklíkan á íslandi er ekki íslenzka þjóð- in, á sama hátt eru hvorki Grikkland né Portúgal Atl- antshafsbandalagið. Á sama hátt og íslendingar verða að sitja uppi með Kínakommún- ista, Moskvukommúnista og hvað þeir heita allir þessir fulltrúar einræðisaflanna í heiminum, á sama hátt þarf Atlantshafsbandalagið nú að sitja uppi með Pattakos og Salazar. En vonandi kemur sá tími og það fyrr en síðar, að íslendingar losna við komm- únista — og Atlantshafs- bandalagið við herklíkurnar í þessum tveimur löndum. Mhl *.«!V UTAN ÚR HEIMI LSD-neyzla: leikur að eldi „f>IÐ sem takið STP. Takið ekki Thorazine, Seconal eða önnur róandi lyf, ef „ferð- in“ heppnast illa“, stendur á skilti í gluggum kaffihús- anna í Haight-Ashbury hverf inu í San Francisco. „Ef þið þarfnist hjálpar hringið til Ókeypis Læknisstofunnar í síma 431-1714.“ Þetta þurfti engra skýringa við fyrir bítn ikkanna í Ashbury. STP er furðulyf á borð við LSD, en ennþá kraftmeira og veldur neytendum kostulegustu mis- skynjunum og annarlegu andlegu ástandi. „Ferð“ er slanguryrði yfir ástandið, sem lyfið veldur r.eytandanum. Og skiltin í kaffihúsunum vöruðu við róandi lyfjum, sem oft eru notuð til að lina hinar slæmu verkanir, sem lyfið kann að valda, en róandi lyf auka einungis vanlíðan neyt- andans á „slæmum ferðum“ af STP. Og á sama tíma aug- lýsa skiltin einstæða læknis- stofnun: stofnun, sem miðar að því eingöngu að hjálpa bít- nikkunum, þessum nýju fK)stul um ásta og eiturlyfja og „blómaveldis". Þeir telja nú líklega um 300.000 innan Bandaríkjanna og eru raun- verulega þjóð í þjóðinni, þar sem þeir fara eingöngu sínu fram, kæra sig koililóttan um spott og aðhlátur, hafa and- styggð á hernaði eða ofbeldi í hverskonar mynd og lifa að- eins fyrir líðandi stund. Yfirmaður læknastofnunar innar nýju, dr. David E. Smith, viðurkennir að þeir séu of róttækir fyrir sinn smekk, en bendir á að þeir séu lifandi verur og þurfi aðhlynn ingu eins og annað fólk. Dr. Smith segir: „Níutíu prósent þeirra, sem hingað koma, á aldrinum 18-24 ára, hafa ekki Sjúklingar fá ókeypis hjálp. hugmynd um hvar þeir eiga að sofa næstu nótt eða hjá hverjum. Sumar þeirra síð- hærðu stúlkna, sem koma eru þungaðar. Sumir eru með kyn ferðissjúkdóma og eru strax sendir heilbrigðisyfirvöldum borgarinnar“. Fólk þetta hefur lagt undir sig Ashbury-hverfið í San Francisco og er um 20.000 talsins og stöðugt bætast fleiri við. Lögregluyfirvöld borgar- innar standa ráðþrota vegna þess að þetta fólk á hvorki peninga né mat. Það sefur gjarnan á gangstéttum undir berum himni og flest er stöð- ugt undir áhrifum LSD, mari- húana eða annarra þvílikra lyfja. Aldrei kemur til óspekta meðal þessa hóps. Allir eiga allt með öllum, miðla hvor öðrum af nesti sínu eða eiturlyfjaibirgðum og umfram allt virðist þetta fólk vera mjög hamingjusamí. Flestir lögreglumenn umgang ast bítnikkana með nokkurs- konar virðingu og hafa til- hneigingu tiil að fara betur að þeim en öðrum borgurum. Ef lögreglumaður ætlar að hand- taka bítnikk, sem greinilega er undir áhrifum eiturlyfja er hann umkringdur og stráð yfir hann blómum og blíðu- orðum. Margir þeirra taka það til bragðs að flýja í ör- vinglan. Bítnikkarnir taka STP í hylkjum, sem verka á nokkr- um mínútum. Áhrifin eru ótrúlegar misskynjanir, litir verða næstum óþolandi skær- ir og sumir neytendur þessa lyfs segjast hafa séð blindandi hvítt ljós, sem þykir hámark reynslunnar. LSD verkar svipað, neytendur þess reyna yfirskilvitlegan sálarfrið, „líkast því að sameinast guð- dóminum“, segja þeir. Á sixma neytendur hefur það þó ill áhrif, sjálfsmorð hafa verið framin undir áhrifum þess og nokkrir LSD-neytendur eru á geðveikrahælum. Þessi furðu- lyf eru mjög lítið könnuð og á meðan svo er, er neyzla þeirra raunverulega ileikur að eldi. Ölafsvakan í Færeyjum hefst á morgun Torshavn, Færeyjum 27. júlí. Einakskeyti til Mbl. VERIÐ er að ljúka undirbún- ingi undir þjóðhátíð Færeyinga, Ólafsvökuna, sem um 900 ára skeið hefur verið haldin árlega dagana 28. og 29. júlí. Fyrstu gestirnir frá nærliggjandi byggð arlögum eru þegar komnir til Þórshafnar, og auk þess er von á nokkrum hundruðum erlendra gesta frá hinum Norðurlöndun- um og Bretlandi, m.a. um 150 manns frá íslandi. Komið hefur verið fyrir verzl unarskúrum á götum höfuðborg arinnar, og borgarstjórnin hefur l'átið gera upp gamlan hermanna skála, sem notaður verður fyrir danssal., því aðrir dansstaðir borgarinnar rúma ekki nema lítinn hluta þess fjöldá gesta, er safnast saman 1 Þórshöfn hátíð- isdagana. Tilhlökkunin skín út úr and- litum allra vina, sem hittast á götum úti, en ekki eru þó fögn- uður og gleði einráð. Danski lögreglustjórinn í Færeyjum hefur í samráði við borgarstjórn ina og samkvæmt lagaheimild frá 1894 bannað alla sölu á öli og sódavatni í flöskum hátíðar dagana. Ekki er þetta gert til að draga úr áfengisneyzlunni, því aðeins má selja óáfengt öl í Færeyjum, heldur til þess að götusóparar hafi ekki of mikið að gera við að safna saman gler brotum eftir hátíðina. Samkvæmt gamalli venju kemur færeyska Lögþingið sam an á Ólafsvökudag hinn 29. júlí og situr það venjulega að störf- um í þrjár vikur. Hefur Lög- maður Færeyja og landsstjórnin nóg að gera um þessar mundir við að undirbúa skýrslu þá, er lögmaðurinn flytur þinginu, og tillögur, sem þar verða fluttar. Á Ólafsvökudag hefjast há- tíðahöldin með skrúðgöngu fær eyskra þingmanna og presta til kirkju, þar sem efnt er til sér- stakrar guðsþjónustu í tilefni þingsetningarinnar. Hefur það komið fyrir við þessi tækifæri, að prestarnir hafa haldið þrumandi ræður um ábyrgð þingmann- anna. Að guðsþjónustu lokinni verður þingið sett. í sambandi við Ólafsvökuna verða ýmis skemmtiatriði og keppni verður í ýmsum greinum og hefst með kappróðri á fær- eyskum bátum, er líkjast mjög víkingaskipum, og auk þess er keppt í knattspyrnu, handbolta, sundi, kappreiðum o.fl. Dans- að er alla nóttina bæði úti á göt- um og innandyra, og fæstir ganga til náða sólarhringana tvo, sem hátíðin stendur. íslend ingar eiga hlut í hátíðahöld- unum á Ólafsvökudag þegar Ak ureyringar keppa í knattspyrnu við lið Þórshafnar. ( STUTTU m Óeirðir í Hong Kong. Hong Kong, 26. júlí. NTB. Óeirðir blossuðu upp að nýju í Hong Kong í dag og margir slösuðust í sprengjutilræðum. Níu manns, þar af þrjú börn, slösuðust þegar sprengja, sem komið hafði verið fyrir í strá- brúðu, sprakk á strætisvagnalbið- stöð í vesturhluta borgarinnar. Hryðjuverkamenn vörpuðu seinna sprengjum að strætis- vagni og reyndu að kveikja i honum. Páfi heimsækir helgistaði. Efesus, 26. júlí. NTB. Páll páfi heimsótti í dag Efes- us, einn elzta bæ kristinna manna í Litlu-Asíu. Hann ítrekaði fyrri áskoranir sínar um að baráttunnl fyrir einingu kristinna manna verði haldið áfram og sagði að rómverk-kaþólska kirkjan mundi leggja sitt rarf mörkum til að brúa bilið sem aðskilur söfnuði krist- inna manna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.