Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1967 Stuðlar - strik - strengir Virt tónskáld austanhafs — umdeildur vestanhafs Þrjátíu ár liðin frá því George Gershwin leið George Gershwin. Myndin var tekin í júlímánuði 1935, þegar hann var að vinna að óperunni „Porgy and Bess“. í ÞRJÁR vikur sat ungi maðurirm við píanóið öllum stundum svo að oft heyrðist varla mannsins mál í hús- inu. Faðir hans lét líka mál ið til sín taka. „Stattu þig nú, strákur“, sagði hann, „það er aldrei að vita nema þetta eigi eftir að verða eitt hvað sem hlustandi er á“. Árangur erfiðis unga mannsins fékk heitið „Rhap sody in Blue“ og gerði Ge- orge Gershwin frægan í skjótri svipan. Þessi jazz- sinfónía hans, sem kölluð var, var ólík öllu öðru, sem áður hafði komið, nýstár- legt sambland af jazztónlist og sinfóníu, sem óðara hreif hugi manna. Sdðan rak hverit tónverkið annað og lög Gersihwins voru á hvers manns vörum í Banda- ríkjunum næsitu árin. Þau urðu þó vonuim færri, þvá hann lézt þrettán árum eftir að „Ribapsody in Blue“ var fyrst ledkin opinberlega. Það var í júlímánuði 1937 og þá var Gershwin aðeins 38 ára gam- all. Banamein hans var æxli á heila. Þess verður að vísu ekki minnzt sérstaklega í ár að nú eru liðin þrjátíu ár frá daiuða Gershwins, en að vanda verða haldnir margir tónleikar, bæði austanhafs og vestan, þar sem leikin verða verk hans, um fjörutíu, að því er við bezt vitum, og flestir í júlí. En þeg- ar horft er um öxl þrjá éiratugi aÆtur í tímann, hvert er þá mat manna nú á tóniiist George Gershwins, þessa vinsæla bandaríska tónsmiðs af rúss- nestoum Gyðingaættum? „Hann er umdeildur hér í Bandaríkjunum ennþá“, segir bróðir hans, Ira GerShwin, sem nú stendur á sjötugu, maður feiitlaginn og með bankastjóra- svip, og hefur vindil í munn- inum miðíjium. Ira samdi texta við mörg kunnustu sönglaga bróður síns, s.s. „Embraceable you“, „Fascinating Rythm“ og „Nice work if you can get it“. „í Evrópu“, segir Ira, „þykir „Porgy and Bess“ vel teljandi með öðrum óperum. Hér heima eru enn margir sem halda því fram að hún eigi ekkert skylt við sí'gilda tónliist. Samt er veg- ur Georgis bróður alltaf að auk- ast þótt hægt fari. Louis Unter- meyer skriifaði til dæmis bók nú fyrir tveimur árum um 100 mestu menn tuttugustu aldar- innar. Hann taldi þar upp fjög- ur tónskáld og Georg var eitt þeirra“. Paul Whiteman, „Konungur jazzins", sem áður var kallað- ur, sá er Gershwin samdi fyrir „Rhapsody in Blue“, er ekki myrkur í máli um álit sitt á honum. „Ekki vil ég lasta okk- ar mörgu og ágætu sinfóniutón- ®káld“, segir Whitman, „ned, engan veginn, en Gershwin tók þeim nú öllum fram. Hann varð fyrstur manna til þess að taka jazzinn, tilfinninguna fyr- ir jazzinum, og sameina sinfón- &ku formi án þess að misvirða sinfóníuna að nokkru. Ég held að Gershwin hafi haft meiri á- hrif á sinfóníutóniist út um heim en nokkurt annað nútíma tónsfcáld“. Ferde Grofe, höfundur „Grand Canyon“-svítunnar, sem er vinsælt verk og víða leikið, færði „Rhapsody in Blue“ í hljámsveiitarbúning og lék á annað píanóið — en Gershwin sjálfur á hitt — þegar verkið var frumflutt í New York 1924 af 18 manna hljómsvei/t White- manis. Grofe er nú hálfáttræður Og býr í Santa Monica í Kali- forníu. Honurn farast svo orð um Gershwin: „Hann skipaði sjáifum sér sesis, sem enginn hefur sezt í enn eða komizt nærri að gera. La-gvísi hans var frábær, hann gat ekki samið annað en það sem hafði mikið lag. „Rhapsody in Blue“ er mjög gott dæmi um samitvinn- un þessarar lagvísi hans og tæknilegrar_ snilii á sviði tón- fræðinnar. Ég 'held það eigi eft- ir að lifa um aldur“. Irving Berlin, hinn vinsæli höfundur „Alexanders Ragtime Band“, „Always“, „White Christmas“, „Remember“, „God bless America“ og ótal margs annars, lauk Mka lofsorði á Genshwin þar sem komið var að máli við hann í New York. „Það bezta og sannasta sem um verk GerShwins verður sagt núna, að þrjátíu árum liðnurn eða því sem næst frá því þau voru samin, er það að þau eru ferskari og njóta meiri vinsælda en þau gerðu um hans daga“. Tónsmiðurinn Hoagy Gar- michael, sem frægastur er af laginu „Stardust", minnist Genshwins sem góðs vinar og félaga í tennis og segir: „Hann vann jafn kappsamlega að því að vinna mig í tennis ag hann vann að því að semja góða tón- list“ og getur þess einnig að hann hafi verið örlátur á holl- ræði um tónlist þeim er tii hans leituðu um slífct. George Gershwin fæddist 28. september 1898, í Brooklyn, og var næstelztur sona Morris og Rose GerShwin, sem reyndar hétu þá Gershowitz og vonu innflytjendur til Bandaríkj- anna, rússneskár Gyðingar. Þau skírðu þennan son sinn Jakob en kölluðu jafnan Georg og breyttu síðan ættarnafninu eftir að piltur gerði það í upp- hafi tónlistarferiis síns. Það var fiðluleikur eins námsfélaga Georgs í barna- skóla, sem fyrst vakti áhuga hans á tónlistinni. Hann var þá látinn læra á píanó og var mjög iðinn og ástundunarsam- ur við námið. Fjórtán ára gam- all var hann svo langt kominn að ihann gat leikið hvaða lag sem var í hvaða tóntegund sem var og fimmtán ára gamall var hann ráðinn að tónlistarútgáfu- fyrirtæki einu að leita uppi ný lög fyrir söngleiki, kynna þau og koma á framfæri. Um svip- að leyti fór hann líka sjálfur að reyna að semja dægurlög og var hið fyrsta þedrra gefið út 1916. Það var „When you want’ em you can get ’em". Sama ár samdi hann tónlist við söngleikinn „La, la, Luc- ilie“ og skömmu síðar kom svo metsölulagið „Swanee“. Á öðrum og þriðja áratug aldarinnar voru þeir bræður George og Ira höfundar að mörgium vinsælustu söngleikj- unum á Broadway og samdi þá Georg lögin en Ira gerði text- ana við þau. Meðal þessara söngleikja má nefna: „Lady he good“ með laginu „The man I love“, „Oh, Kay“ með laginu „Someone to wateh over me“, „Funny Face“ með laginu „S’ wonderful", „Girl Crazy“ með lögunum „But not for me“ og „Bidin’ my time“ og „Strike up the Band“ með lögunum „Of thee I sing“, „Love is Sweep- inig the Country“ og „Winter- green for President“. Tónleikarnir sem áður sagði frá og Paul Wlhiteman stóð fyr- ir, voru haldnir í „AeóLian Hall“ í New York síðdegis 12. febrúar 1924 og báru heitið „An Experiment in American Music“. Whiteman bað Gersh- win að semja fyrir tónleikana all-langt verk, sinfónískt verk, sem þó bæri merki bandaríska jazzins. Ferde Grofe, sem bjó verkið í hljómsveitarbúning, eins og áður sagði frá, sótti handritið tii Gershwins, eftir því sem verkinu miðaði áfram, eitt blað ið af öðru, snyrtilega skráð hendi tónsmiðsins unga. Hann á þesisi blöð ennþá í fórum sán- um, en frumbandrit sjálfs hans að hljómsveitarbúningi „Rhap- sody in Blue“ er nú varðveitt í bókasafni Bandaríkjaþings í Washington. Paul Whiteman sagði um tónleikana: „Þegair við byrjuð- um að leika var ég með tárin í augunum og þegar kom að blaðsíðu 20 í handritinu var ég hágrátandi. Seinna sagði Gerish win mér að honum hefði orðið svipað um, en ekki veit ég þó hvort hann táraðist". Árið 1935, þegar Gershwin hatfði lagt síðustu hönd á „Porgy and Bess“, fór fjöl- skyldan til Hollywood og þar sömdu þeir bræður Georg og Ira lög fyrir kvifcmyndir, m.a. fyrir myndina „Shall we Dance?“, sem Fred Astaire og Ginger Rogers léku í, lögin „They can’t take that away from me“, „They all laughed" og „Let’s Call the Whole Thing ofif“ og fyrir „A Damsel in Distresis“, „A Foggy Day in London Town“ og „Nice work iif you can get it“. Síðasta lagið sem Gershwin samdi var „Love is here to Stay“, sem hann gerði fyrir „The Goidwyn Follies“ 1938 og var svo aftur sungið tólf árum síðar í myndinni „An Ameri- can in Paris“, sem þau léku aðalhlutverkin í Gene Kelly og Leslie Caron. SjúMeiki Gershwins gerði fyrist vart við sig á tónleikum þar sem hann lék með Fíl- harmóníuhljómsveitinni í Los Angeles með því að hann vissd þá ekki af sér í nokkrar sek- úndur. Síða-r varð ljóst að um æxli á heila var að ræða og var Gershwin skorinn upp við því í júnímánuði 1937, eins og áður sagði, en lézt nokkrum kkxkkustundum eftir uppskurð inn. Ira Gershwin hefur séð um fjárreiður fjölskyldunnar eftir að bróður ihans leið og m.a.. hef- ur hann haft umsjón með ó- prentuðum verkum hans, sem Ira segir að séu milli 50 og 75 og verði að öllum líkindum endanlega ráðstafað á þessu ári. (Endursagt úr AP-grein eftir Gene Handsaker). Ferde Grofe, höfundur „Grand Canyon“-svítunnar, bjó „Rhap- sody in Blue“ í hljómsveitarbúning. Hann heldur hér á nótna- handriti Gershwins að verkinu. Utsala Karlmannaföt frá kr. 990.— -, drengjaföt frá 900.— Stakir jakkar frá kr. 800.— -, rykfrakkar frá 945.— ÚLTÍMA, Kjörgarði. BEZT að auglýsa i Morgunblaðinu Atvinnurekendur Þeir atvinnurekendur sem hafa starfsfólk búsett í Kópavogi og hafa ekki enn sent lista yfir starfs- fólk sitt eru hér með áminntir um að gera það nú þegar að viðlagðri ábyrgð lögum samkvgsmt. Bæjarfógetinn í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.