Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1967 íslandsmetið í 200 m, hlaupi kvenna jafnað tvívegis MEISTARAMÓTI fslands í frjálsum íþróttum er nú að mestu lokið. Eftir er keppni í tugþraut og tveimur boðhlaup- um. f fyrrakvöld var keppt í fimmtarþraut og 3000 metra hindrunarhlaupi og langstökki, spjótkasti og 200 metra hlaupi kvenna. Um litla keppni var að ræða í karlagreinunum, en í 200 metra hlaupi kvenna var íslands metið tvívegis jafnað. f undanrás hljóp Þuríður Jónsdóttir, HSK, á mettíma, en í úrslitahlaupinu varð hún að lúta í Iægra haldi fyrir hinni ungu Kópavogs- stúlku, Kristínu Jónsdóttur, er hljóp einnig á mettímanum. Úrslit greina í fyrrakvöld urðu þessi: 3000 m hindrunarhlaup Mín. Halldór Guðbjömsson KR 10:16,6 Ólaíur Þorsteinsson KR 11:37,8 Tími Ólafs er nýfct sveinamet í greininni. M0LAR Belgíumenn unnu lands- keppni í frjálsum íþróttum við Portúgal nýlega og fór keppnin fram í Lissabon. Fimmtaþraut Stig Valbjörn Þorláksson KR 3144 (6,87 — 50,87 — 40,01 — 22,6 — 5:34,7) Trausti Sveinbjörnsson FH 2386 (5,71 — 35,01 — 24,56 — 23,7 4:58,2) KNATTSPYRNUMENN Akur- eyrar fóru utan í fyrrinótt til Færeyja en þangað var þeim boðið í keppnisför í sambandi við Ölafsvökuna. Sótti Fokker- vél Flugfclagsins knattspyrnu- mennina. Áttu Akureyringar að leika fyrri leik í Þórshöfn á fimmtudagskvöld en hinn síðari á sunnudagskvöld eða mánudag. Það er HB í Þórshöfn sem býður Akureyringum heim en samið er jafnframt um að það lið komi hingað 9. ágúst og leiki tvo leiki fyrir norðan. Ragnar Lárusson gjaldkeri KSÍ hafði alla milligöngu um heimboðin og er hann með í Langstökk kvenna M Þuríður Jónsdóttir HSK 5,00 Lilja Sigurðardóttir HSÞ 4,99 Sigrún Sæmundsdóttir HSÞ 4,73 *0U m hlaup Sek. Kristín Jónsdótitir UMSK 27,1 Þurfður Jónisdóttir HSK 27,4 Olga Snorradóttir UMSK 27,5 Spjótkast kvenna M Valgerður Guömundsd. FH 34,66 Arndiís Björnsdóttir UMSK 32,78 Eygló Hauksdóttir Á 25,32 förinni en fararstjóri er Páll Magnússon. Alls fóru 23 í hópn- um þar af nokkrar eiginkonur. I liði Akureyringa eru með í förinni allir þeir beztu að Skúla Ágústssyni, Jóni Stefáns- syni, Samúel Gústavssyni og Valsteini Jónssyni undanskild- um. Einar Helgason, þjálfari Akureyringa fór með og mun standa í markinu. Fyrri leikinn leika Akurejrr- ingar við gestgjafa sína HB, en hinn síðari við úrvalslið Þórs- hafnar og er talið að það lið sé svipað að styrkleika og lands liðið sem var í Reykjavík á dög unum. Akureyringar keppa í Færeyjum Frazier vann Chuvaio Joe Frazier og George Chu- valo frá Kanada eru báðir meðal þeirra manna sem ákveðið hefur verið að keppi um Iausan heimsmeistaratitil í hnefaleikum. Það vakti því ekki litla athygli er þeir gengu til keppni á dögunum og Frazier vann á tæknilegu rothöggi í 4. lotu. Stöðvaði dómarinn þá leikinn vegna blóðrásar úr augabrún Chu- valos. Hefur Chuvalo verið í sjúkrahúsi síðan og er ekki ákveðinn í því hvort hann hættir algerlega við hnefa- leikakeppni eða ekki. Annað auga Chuvalos skaddaðist nokkuð og sagði hann það undir því komið hvernig það batnaði, hvaða ákvörðun hann tæki varð- andi framtíðina. Fram heldur áfram baráttu um toppinn Hondknattleiksmót íslonds í Hafnorlirði haldið óiram í kvöld — eftir sigur gegn KR í gærkvöldi KR og FRAM háðu sannkallaðan „rokleik" á Laugardalsvellinum í gærkvöld. Sennilega hafa verið ein 6—7 vindstig, og á tíðum var moldrokið slíkt að leikmenn og dómari urðu að snúa sér undan og halda fyrir augun. Knattspyrnan var því ekki upp á marga fiska. Tímunum saman gekk boltinn milli mótherja og var meginhluta fyrri hálfleiks inn á vítateigi KR og síðari hálf- leiks á vítateigi Fram. Fram sigraði í leiknum með tveimur mörkum gegn einu, og er það í fyllsta máta sanngjörn úrslit, því allar þær tilraunir til spils sem sást í leiknum, áttu þeir. Fram lék undan vindi í fyrri hálfleik, og lá þá á • KR sem fyrr segir. Það var þó ekki fyrr en á 23. mínútu sem þeim tókst að skora. Bakvörðurinn skaut að marki, og Grétari tókst að pota í knöttinn, þannig að hann hafn- aði í neinu. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, en litlu mun aði eitt sinn er KR-ingar vörðu naumlega á línu. Flestir reiknuðu með að KR- ingar mundu fljótlega jafna met- in í sfðari hálfleik, en svo var ekki. Framarar vörðust vel, með Anton sem bezta varnarmanninn; Á 23 mín fékk svo Einar Arnason knöttinn sendan út á kantinn og Iék hann með hann upp að vítateig KR og skaut og lenti knötturinn í gagnstæðu horni KR-marks- ins. Með betri staðsetningu hefði Magnús átt að geta bjargað þessu marki. Tveimur mínútum síðar skor- uðu KR-ingar sitt mark. Eyleifur sendi háa sendingu inn á víta- teiginn og þar tók Ellert Schram við knettinum og skallaði glæsi- lega og óverjandi í Fram markið. Síðustu mínúturnar sóttu KR- ingar, en spil þeirra og mark- spyrnur voru ákaflega ónákvæm ar. Skapaðist aldrei nein veruleg hætta við Fram markið. Framar- ar gerðu heíðarlegar tilraunir til að ná spili upp í vindinn og heppnaðist furðanlega, en tókst samt sem áður ekki að skapa sér hættuleg marktækifæri. Beztu menn í liði Fram voru Anton sem vissulega var klett- urinn í vörninni og Einar Árna- son sem gerði marga laglega hluti. í KR-liðinu bar mest á Ey- leifi, en liðið í heild er ósamstætt og í því lítill baráttuhugur. Akureyri vann 8:4 AKUREYRINGAR léku sinn fyrsta leik í Færeyjarför sinni í gærkvöldi. Léku þeir gegn HB — gestgjöfum sínum þar, en Akureyringar komu til Þórs hafnar kl. 6 í morgun eftir næt- urlangt ferðalag. Þeir virtust samt í góðu formi O’g ’mnu fyrri hálfleik með 8 mörkum gegn 1 og leikinn með 8 gegn 4. Næst leika Akureyr- ingar á Óiafsvökunni (laugar- dag) og síðan e.t.v. við B-36 i Færeyjum á sunnudag. ÍSLANDSMÓTIÐ í útihand- knattleik heldur áfram í kvöld á vellinum við Lækjarskóla í Hafn arfirði. Keppnin i kvennaflokki hefst kl. 19.30 með leik milli Ár- manns og Breiðabiiks úr Kópa- vogi. Strax á eftir leika íþrótta- bandalag Keflavíkur gegn ís- landsmeisturum Vals í kvenna- flokki, en þessi fjögur félög leika . A-riðli. í B-riðli kvenna leika KR og Fram. Þriðja félagið í þessum riðli, Víkingur, sitja hjá. í 'karla flokki fer fram einn leikur í B- riðli, Víkingur, situr hjá. í karla sem eru íslandsmeistarar innan- húss.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.