Morgunblaðið - 28.07.1967, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 28.07.1967, Qupperneq 28
f 28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1967 I I í I I I 1 { I l i i i \ f í t iww . wmrn >mmm. : ■: • •> •' •; &: iiiii SANA- UMBOÐIÐ SÍMAR 40 7-40 & 40 9-10 sem hann hafði á sér. Neil hafði hitt hann nokkrum sinnum og ialdi hann vera dálítið geggjað- an. Hann tautaði einhverja kveðju, en Mallory iét sem hann heyrði það ekki. Hann hallaði sér einn yfir barinn með glas- ið í hendinni og argaði: „Fós.tra!“ St. Leger kom auga á Neil. — í>ú ert eitthvað grænn í framan, kall minn! — Ég var að horfa á mann barinn til bana, sagði Neil og settist niður ásarot van Loon. Hann sagði svo hinum frá því, sem hann hafði séð, og St. Leger kinkaði kollinum yfir glasið sitt: — Já, þú venst þessu fljót- lega — það er þetta sem þeir hérna kalla ólgu. Hvað vil+u drekka? Þeir báðu um konjak. Neðan frá barnum heyrðist hlátur. St. Leger tautaði: — Eins og þú get- ur heyrt, erum við búnir að fá Tom Mallory hingað til okkar. Góður blaðamaður en hálfgerð bulla. Ég vona bara að hann komi ekki okkur öllum í vand- ræði. — Vandræði? sagði Neil. —■ Já, vandræði við þá al- völdu..... öðru nafni leyniher inn. Við verðum að fara okkur. NYTT LITAVAL! yöar málning ÚTI&INNI Jfawah( — Þegar uni er að ræða að gera það þægilegt fyrir þig, — þá skipta peningar hreint engu máli. Alan Williams: PLATSKEGGUR Arabinn haíði reynt að reika ofurlítið upp eftir götunni. Hann greip enn höndunum um andlit- ið og hnakkinn á honum var svartur og gljáandi. Hópurinn þrengdi sér framar og horfði á. Hann gaf ekkert hljóð frá sér. Öll gatan var full axf bílaflauti. CltS-mennirnir voru önnum kafnir að benda umferðinni áfram. — Hversvegna gera þess- ir bölvaðir hermenn ekki eitt- hvað? sagði Neil á ensku. — Þegiðu, ságði van Loon. Peugeot-bíllinn hreyfði sig áfram, framhjá Arabanum, sem var að reyna að rísa á fætur, og skildi eftir sig blóðslettur. Mað- ur kom hlaupandi eftir götunni til þeirra. Hann fór framhjá og æpti um leið: — Það var verið að drepa tvo Evrópumenn. Hann veifaði upp eftir götunni og hélt svo áfram og æpti um leið til kaffihúsagestanna. Það, sem næst gerðist var mjög ruglings- legt. Hópurinn seig saman. Fólk fór að hlaupa, það heyrðust óp og öskur, blikaði á lögreglukylf- ur, einkennisbúnir menn rudd- ust áfram, börn hlupu framhjá bílgluggunum, svo hvein í flaut- um og ýlfraði í gúfum. Arabinn var horfinn. Hópur- inn hopaði á hæl, og Neil sá tvo menn liggja í rústunum af afveit um borðum og brotnum glösum. CRS-mennirnir voru að leiða tvo menn upp eftir götunni. Arab- inn lá þar skammt frá, með hand leggina fyrir aftan bak. Hann hreyfði sig ekki. Það var löng blóðklessa eftir gangstéttinni, þar sem hann hafði verið dreg- inn á grúfu. Það leystist úr umferðarþröng inni og Peugeot-bíllinn komst áfram, inn í rólega götu í skugg anum af hvítum byggingum. Neil leit á Anne-Marie, hann var hvorki sbefldur né með við- bjóð, heldur botnaði hann blátt áfram ekkert í þessu. — Hvers vegna gerðu þeir þetta? spurði hann aftur. Hann minntist þess, að stúlkan í kaffihúsinu, sem hafði hlegið að Arabanum, hafði verið í eldrauðum stuttbrókum og með opna ilskó. Þetta var alit svo óskiljanlegt og vitleysislegt. Anne-Marie teygði úr örmun- um á sætisbakinu. — Þetta voru Arabar, sagði hún, — og við drepum þá bara ef þeir koma inn í hverfin okkar. Við verðum að verja okkur. Ali La Joconde sendir arabísku ofbeldisverka- mennina sína frá Cabash og þeir drepa alla Evrópumenn, sem þeir ná í, skilja eítir sprengjur í kaffihúsum og fremja hitt og þetta ofbeldisverk. Hún geisp- aði. — Þér, verðið að fara var- lega þarna kring um Hotel Mira mar, bætti hún við. Það er ein- hver versti staðurinn. Þeir drápu þar mann í morgun, rétt áður en ég kom til að sækja yð- ur. — Og þið drepið þá Arabana á móti? sagði Neil. — Vitanlega. Við getum ekki legið í letinni, meðan þessir of- beldisverkamenn leika lausum hala í borginni. Þeir limlesta konur og börn, skiljið þér. Þér eruð enn ekki farinn að sjá nei“ teljandi. — En þessir tveir menn þarna? Voru þeir ofbeldisverka- menn? —Það veit ég ekkert — kannski hafa þeir verið það. En þeir áttu ekkert erindi í þetta hverfi — þeir áttu að halda kyrru fyrir í Cabas'h. Þar eiga þeir heima. — Seinni maðurinn var lam- inn til bana, sagði Neil. Hún kinkaði kolli. — Já, ég veit það. Það var óheppilegt. Hermennirnir okkar hafa skíp- anir um að skjóta fólk aðeins. En stundum verður múgurinn æstur — einkum ef hann fréttir, að nýbúið sé að drepa Evrópu- menn. Þá verður hann reiður og sleppir sér. Og það er ekki nema skiljanlegt. brenndur örmum hennar. Hún var falleg stúlka og heilbrigð og athafnasöm, og bar þess vott, að hún lifði vel og svaf vel, hreyfði sig mikið og kærði sig kollóttan um menn, sem hún sá barða tii bana á strætum úti. Við hornið á Miramar tók hún í höndina á þeim félögum. — Gleymið ekki, sagði hún, — að hringja í feita manninn klukk- an tvö. Ég ætla að koma og sækja ykkur klukkan hálf þrjú og svo förum við í sjó. Mig lang ar að kynna yður nukkrum vin- um mínum, og sýna yður, að við erum ekki öll morðingjar og fas- istar. Hún brosti til þeirra beggja með breiðum munninum, og andlitið var ljómandi og sak leysislegt — þetta var bara ung stúlka, sem var að tala um að fara í sjó og hlaupa um í bikni- sundfötum, en sat nú í bíl með rififil á gólfinu við íætur sér. Þeir kvöddu hana með handa- bandi og Peugeot-bíllinn rann af stað og van Loon norfði á hann og tautaði: — Þetta er meiri kvenmaðurinn, Neil! Altekin kvalalosta, held ég? — Ég veit ekki, sagði Neil. — Ég skil ekkert af þessu fólki. Við skulum fá okkur eitthvað að drekka. Þeir gengu fram hjá gosbrunn inum inn í hálifdimmt og loft- hreinsað hótelið, þar sem var þefur af appelsínum og gömlu leðri, en hópur af blaðamönn- um var að hressa sig við barinn. Þarna voru bæði Winston St. Leger og Hudson, og svo Tom Mallory, sem hafði flutt sig frá E1 Vino í Fleet Slreet, eftir að hafa ekið um þrjú hundruð míl- ur í Hillman Minx gegn um eyði mörkina. Það hafði litið illa út með þetta ferðalag hans, en hann hafði það af, og nú hélt hann á tómu glasi í hendinni og kallaði „Fc»stra!“ á þjóninn. Þetta var frægur blaðamaður og jafnvel að endemum, sem hafði.verið rekinn og ráðinn aft- ur hjá einum tveimur stórblöð- um og rekinn út úr fimm þjóð- löndum. Nú var andlitið á hon- um tært og með reiðisvip, eld- rautt af óhófslifnaði og yfir því geislabaugur af rauðu hári, sem hékk niður á jakkann hans með súpublettunum á. Enda þótt hann væri tiltölulega ungur, hafði hann misst flesfar tennurn ar, og röddin var orðin að ein- hverju hvæsi, sem dró nokkuð úr því ruddaskaparorði, Neil horfði á litlu hárin á sól-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.