Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSÍUDAGUR 28. JÚLÍ 1967 5 Á FÖSTUDAGINN var fluttu slökjkjvitæki Kef lavíkurbæj ar í nýja slökkvistöð, sem var opnuð með nokkrum hátíðaíbrag. Nýja slökkivistöðin stendur við 3 aðal- göt>ur Keflavíkur, Hringbraut, Hafnargötu og gamla Flugvallar veg Ofe er því greiðfært í allar áttir. Slökkvistöðin er mjög vandað hús að öllu leyti, ein- angrað, múrhúðað og málað yzt sem innst. . Bifreiðageimslur eru fyrir 6—8 tæiki, en nú eru aðeins í vörzlu slökkviliðsins 3 bílar og kraft- mikil dæla auk annarra smærri tækja. Von er á 3 bílutm í við- bót og verður þá slökkviliðið vel búið tæfcjum. Til stendur, að þessi slökkvi- stöð taki að sér brunavarnir Suð- urnesja allra, því óþarfi er að eyða f jármunuim til þess að hvert byggðarlag byggi upp sínar egin brunavarnir því að fárra mínútna vegalengdir eru á mil'li staða. Bíl- Nýja Slökkvistöðin í Keflavík. Slökkvistöð Keflavíkur í nýjum húsakynnum í dag. Að loknum veitingum flutti slökkviliðsstjóri Heigi S. Jónsson nokikra þætti úr sögu slökkviliðs og brunavarna í Keflavilk, svo og þætti úr starf- semi slökkviliðsins á notakruim síðustu árum. geymisla stöðvarinnar er 260 fer- metrar og vaktherbergi á tveim hæðum 64 fermetrar. Alls er stöðin 1310 rúmmetrar. í>á má það til fyrirmyndar teljast, að fullfrágengið er allt umhverfi hússins moldarfyllt og sáð í það grasfræi og gróðursett tré. Teikningar af stöðinni gerðu þeir Egill Jónsson, t^knifræðing- ur og byggingafulltrúi Keflavík- ur og Kristján Björnsson, tækni- fræðingur. Höfðu þeir teikning- una sem prófverkefni sitt við Sveinn Jónsson, bæjarstjóri í Keflavík, flytur ræðu við opnun nýju Slökkvistöðvarinnar. (Ljósm. Heimir Stígsson). JVorrænir unglingar í heimsókn hér - á vegum islenzku Rotaryfélaganna Tækniskóla í Danmörku, en þetta, sem nú er byggt er aðeins hluti af því sem fyrirhugað er. Trésmíðameistari stöðvarinnar var Þórarinn Ólafsson, múrara- meistarar þeir Sigmundur Jó- hannsson og Ólafur Jóhanngson. Raflagnir annaðist Þorleifur Sig- þórsson, hitalagnir Vélsmiðja Björns Magnússonar í samstarfi við Ágúst Guðjónsson, blikk- smið. Garðyrkjuráðunautur bæj- arins Guðlaugur Sigurjónsson sá um allan frágang á lóðinni ásamt aðalverkstjóra, Ellert Ei- rífessyni. Kristinn Guðmundisson, málarameistari réði litavaili og málningu allri. Starfsmenn bæj- arins unn.u vel að verki, enda voru þeim þökkuð góð störf við vígslu stöðvarinnar. Til fagnaðar voru mættir bæjarstjóri Kefl'avíkur og bæjar- stjórn, svo og sveitanstjórar ná- grannabyggðanna, Ásgeir Ólafs- son, forstjóri Brunbótafélags fs- lands, Slökkvilið Keflavífeuir og nokkrir aðrir gestir. og velUnn- arar. Slöfekvilið Keflavíkurflug- vallar sendi fulltrúa sína til vígslunnar — en við í Keflavík eigum þeim miikið að þakka fyrir vinsamlegt og athafnasamt sam- starf um áraraðir. Sveinn Jónsson, bæjarstjóri flutti í upphafi ræðu um að- draganda þessarar byggingar og eflingu brunavarna, lýsti húsinu og viðhorfi mála eins og þau eru Að því loknu tóku til máls Ásgeir Ólafsson, forstjóri Bruna- bótafélags íslands og Alfreð AI- freðsson, sveitarstjóri í Sand- gerði. Oll fór þessi vígsluathöfn frarn með ágætum. Á laugardag og sunnudag var svo stöðin op- in almenningi og kom þangað fjöldi fólks. Unzicker sigror í Júgóslnvíu VESTUR-Þjóðverjinn Wolfgang Unziöker sigraði á skákmótinu sem fram fór í Mariobor, Júgó- slavíu og lauk í gær. Unzicker hlaut 10 vin.ninga af 15 mögu- leguim. Reshevsky (USA) var annar með 9% vinnin.g. Röð annara keppenda var þessi: 3—5 Ivkov (Júgósl.) Matanovic (Júgó slavíu) og Zinn (A-Þýzkal.) 9 vinninga hver. 6 Robatch (Aust- urr.) 8% vinn. 7—8 Musil (Júgó- slavíu) og Lengyel (Ungvl.) 8 vinninga hvor. 9—12 Matulovic (Júgósl.) Udovcic (Júgósl) Min- ev (Búlgar.) og Addison (USA) 7% vinning hver. 13 Janosevic (Júgósl.) 7 vinninga, 14. Crepin- sek (Júgósl.) 5 vinriinga. 15 Malesic (Júgósl.) 4 vinninga. Lestina rak hinn aldni júgósla- neski stórmeistari Pirc, en hann hlaut aðeins 3 vinninga. Á T J Á N norræniir unglingar kornu hingað til lands fyrir helg ina í boði Rotaryfélaganna ís- lenzku. Þeir munu dveljast hér í tvær vifcur og ferðast um land- ið ásamt nokkrum íslenzkum unglingum, heimsækja Rotary- klúbba og gista á heimilum Rot- arymanna. Unglingarnir eru á aldrinum 16—20 ára. Frá Noregi, Finn- landi, Svíþjóð og Danmörku, feomu fjórir frá hverju landi, en tveir frá Færeyjum. Þetta boð er hið fyrsta sinnar tegundar hér, en áður hafa margir ein- staklingar hlotið ferða- og náms- styrki Rotary. Skipulag heimsóknarinnar ann ast þeir Jónais B. Jónsson, séra Bragi Friðriksson og Vilhjálmur Einarsson, en fararstjóri um landiið er Ásgeiir Guðmundsson, yfirkennari. Hópurinn mun ferð ast víða um landið í þessari viku og njóta leiðsagnar kunnugra manna á hverjum stað, en eftir helgina munu gestirnir kynnast Reykjavík og nágrenni. Unglingahópurinn ásamt forjstumönnum. EIMSKIP ® Á næstunni ferma skip vor ffi til íslands, sem hér segir: | íVNTWERPEN: || Marietje Böhmer 4 ágúst g Seeadler 14. ágúst ** Marietje Böhmer 25. ágúst Seeadler 4. sept. ** HAMBURG: Reykjafoss 1. ágúst Mánafoss 4. ágúst ** Skógafoss 11. ágúst Goðafoss 15. ágúst ** Reykjafoss 22. ágúst Skógafoss 30. ágúst ROTTERDAM: Reykjafoss 28. júlí Skógafoss 7. ágúst Goðafoss 11. ágúst ** Reykjafoss 18. ágúst Skógafoss 28. ágúst LEITH: Gullfoss 7. ágúst Gullfoss 21. ágúst Gullfoss 4. sept. ® LONDON: Seeadler 28. júlí ** Marietje Böhmer 7. ágúst Seeadler 18. ágúst ** Marietje Böhmer 28. ágúst Seeadler- 6. sept. * HULL: Seeadler 1. ágúst ** Marietje Böhmer 10. ágúst Seeadler 21 ágúst ** Marietje Böhmer 31. ágúst Seeadler 8. sept. ** NEW YORK: Brúarfoss 4. ágúst Fjallfoss 16. ágúst * Selfoss 31. ágúst Brúarfoss 14. sept. GAUTABORG: Tungufoss 4. ágúst ** Dettifoss 18. ágúst 1| Tungufoss 25. ágúst ** KAUPMANNAHÖFN: I * Tungufoss 2. ágúst ** ”| Gullfoss 5. ágúst Gullfoss 19. ágúst Dettifoss 21. ágúst Tungufoss 28. ágúst ** KRISTIANSAND: Tungufoss 5. ágúst ** Dettifoss 22. ágúst Tungufoss 30. ágúst BERGEN: Tungufoss 7. ágúst ** Tungufoss 31. ágúst ** KOTKA: Bakkafoss um 7. ágúst Rannö um 31. ágúst VENTSPILS: Bakkafoss um 10. ágúst GDYNIA: Lagarfoss 30. júlí Bakkafoss um 12. ágúst Skip lok ágúst * Skipið losar á öllum að- i alhöfnum Reykjavík, ísafirði, Akureyri og j Reyðarfirði. ** Skipið losar á öllum að- J alhöfnum, auk þess Vestmannaeyjum, Siglu firði, Húsavík, Seyðis- firði og Norðfirði. Skip sem ekki eru merkt með stjörnu losa í Reykjavík. EIMSKIF 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.