Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1967 19 Lögtak heimilað — hjá útgerðarmanni vegna skuldar starfsmanns hans við Gjaldheimtuna Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi fréttatilkynning frá Gjald heimtunni í Reykjavík: NÝLEGA hefur í fógetarétti Reykjavíkur verið kveðinn upp úrskurður í lögtaksmáli, er höfðað var á hendur kaupgreið anda, sem vanrækt hafði að til- kynna Gjaldheimtunni um starfsmann, er hann hafði ráðið til vinnu og látið hjá líða að halda eftir af kaupi hans. Þykir rétt að vekja athygli á úrskurði þessum í því skyni, að þeir aðilar, sem hlut eiga að máli geri sér ljósar þær regl- ur, sem hér um gilda . Atvik málsins eru í aðalat- riðum þau, að útgerðarmaður einn hér í borg réði til sín mat- svein um tveggja mánaða skeið á vorvertíð 1966. Hvorki var Gjaldheimtunni tilkynnt um ráðningu manns þessa, né held ur um það, hvenær hann lét af störfum, en þá nam skuld gjald andans við Gjaldheimtuna 1964- 1966 kr. 42.025, — Árangurslaust lögtak var gert hjá gjaldanda sjálfum þ. 3. okt 1966. Upp úr sl. áramótum, er fram töl lágu fyrir, var Skattstofa Reykjavíkur beðin um upplýs- ingar um eignir mannsins og tekjur á árinu 1966 og kom þá fram, að gjaldandinn var eigna laus og að aðallaunagreiðandi hans á árinu 1966 var fyrrgreind ur útgerðarmaður, sem hefði greitthonum kr. 42.400, í vinnu- laun fyrir starf hans. Með bréfi, dags. 24. apríl sl. krafði Gjaldiheimtan útgerðar- manninn um kr. 25.000, sem hún taldi hann hafa átt að halda eft ir af launum þessa starfsmanns á árinu 1966. Útgerðarmaðurinn mótmælti kröfunni, en Gjaldheimtan krafðist lögtaks og var málið tekið til úrskurðar í fógeta- rétti þ. 26. júní sl. f úrskurði fógeta segir svo m.a.: Gjaidheimtan í Reykjavík tók til starfa 1. sept. 1962 og féllu þá til honnar allar skyldur, sem innheimtumönnum ríkissjóðs, sveitarsjóða og opinberra stofn- ana eru lagðar á herðar lögum skv., svo og allar heimildir, sem þeim eru veittar til pess að fram fylgja gjaldheimtunni. Með ofannefndum lögum og reglugerð kemur fram ótviræð- ur vilji löggjafans um það að samræma reglur þær og ákvæði, er gilda um innheimtu allra þeirra gjalda, er Gjaldheimtan í Reykjavík innheimtir skv. inn heimtuseðli. Þessi gjöld eru nú sextán að tölu. þ.e.a.s. tekjuskatt ur, eignarskattur, námsbókar- gjald, kirkjugjald, lífeyrissjóðs- gjald, slysatryggingagjald, iðn- lánasjóðsgjald, alm. trygginga- sjóðsgjald, tekjuútsvar, eignar- útsvar, aðstöðugjald, atvinnu- leysistryggingagjald, kirkju- garðsgjald, launaskattur, sjúkra samlagsgjald, iðnaðargjald. Enn fremur leggur löggjafinn launa greiðendum þær skyldur á herð ar, að þeir ábyrgist þessi gjöld launþega sinna sem um þeirra eigin gjöld væri að ræða, þó í vissu hlutfalli við launagreiðsl ur þær, er þeir inna af hendi, að þvi er eftirstöðvar skatt- skulda varðar. — Jafnframt veit ir löggjafinn launagreiðendum þær heimildir, að þeir megi halda eftir ákveðnum hluta greiddra launa til þess að standa undir þessum skyldum sínum. Ekki verður séð, að það hafi nein áhrif á þessar skyldur launagreiðenda, þótt þeir not- færi sér ekki þessa heimild sína. Þessi skylda launagreið- enda er ekki véfengd í máli þessu, heldur aðeins hversu langt hún nær og hvort hún nær til allra þeirra gjalda, sem til- greind eru á gjaldheimtuseðlin- um. Líta verður svo á, að sá vilji löggjafans komi ótvírætt í ljós í ofannefndum lögum og reglugerð, að hún nái jafnt til allra þeirra gjalda, er tilgreind eru á gjaldheimtuseðlinum. Og skv. f.-lið 4. gr. reglug. nr. 95, 1962, skal haldið eftir % af því kaupi, sem til útborgunar á að koma hverju sinni hjá gjald- anda, sem ekki hefur fyrir heim ili að sjá, sé um eftirstöðvar að ræða. Verður ékki annað séð, en mál þetta falli fullkomlega und ir þennan lið. Þá er ennfremur sú skylda lögð á herðar launa- greiðenda, að þeir tilkynni inn- heimtumönnum um það, er gjaldendur hefja vinna hjá þeim og einnig er þeir hætta vinnu. Þessa skyldu sína hefur gerðarþoli í máli þessu algjör- lega vanrækt, enda þótt honum ætti að vera kunnugt um hana vegna tilkynninga þeirra og aug lýsinga, er Gjaldheimtan í Reykjavík hefur látið frá sér fara til hvers einstaks gjald- anda og þeirra allra sameigin- lega. Skv. launamiða þeim, er gerðarþoli sendi skattstofunni í Rvk. um greiðslur sínar á vinnu launum og orlofsfé, greiddi hann starfsmanni sínum samtals kr. kr. 42.400. Að þessu athuguðu verður að telja, að krafa Gjald heimtunnar í Reykjavík um ábyrgð gerðarþola og skyldu til þess að greiða til hennar upp i ógreiidd gjöld starfsmannsins kr. 25.000,00 hafi fulla stoð í lög- um. Ennfremur verður að líta svo á, að krafa gerðarbeiðanda um dráttarvexti eigi sér stoð í lögum. Skv. 10. gr. reglug. nr. 95, 1962 má taka gjöld, skv. gjaldheimtuseðli, og dráttar- vexti af þeim lögtaki í einu lagi. Skv. ofanefndri reglugerð, 1. lið, ábyrgist kaupgreiðandi sem geymslufé þá fjárhæð, sem var haldið etfir hjá gjaldanda upp í skuld hans, en sem eigin skuld opinberra gjalda það, sem halda hefði mátt eftir, ef kaupgreið- andi hefði ekki vanrækt skyld- ur þær sem honum bar að rækja samkvæmt þessari grein. Má gera lögtak hjá kaupgreið- anda til tryggingar þessum skuldum eftir sömu reglum og gera hefði mátt lögtak hjá gjald anda sjálfum. Að öllu þessu athuguðu virð- ist mega fallast á kröfu gerðar- beinda um að lögtak verði gert hjá gerðarþola fyrir kr. 25.000 auk 12% ársvaxta frá þingfest ingardegi til greiðsludags. Eftir atvikum þykir rétt að málskostn aður skuli látinn niður falla. Verðlaun fyrir garða og útlit húsa FEGRUNARFÉLAG Hafarfjarð- ar mun á þessu sumri veita verð- laun og viðurkenningar fyrir fegrun bæjarins. Undanfarin ár hafa aðeins verið veittar slíkar viðurkenn- ingar fyrir skrúðgarða, en nú verður upptekinn sá háttur, að viðurkenna einnig snyrtilegt og þokkalegt útlit húsa og lóða. í þeim efnum verður annarsvegar dæmt um íbúðarhús og hinsveg- ar um húseignir og lóðir at- vinnufyrirtækja. Bænum verður skipt í hverfi, miðbæ og nokkra bæjarhluta utan hans. Fegrunarfélagið heitir á bæjar búa að vinna með þvi að fegrun Hafnarfjarðarbæj ar. (Frá Fegrunarfélagi Hafn- arfjarðar). „Svono fór um t sjóferð þú..j í SAN Sebastian de los Reyes t á Spáni var fyrir nokkru hald / ið nautaat og kom þar fram * ungur spænskur nautabani, \ Angel Rodriguez, kallaður t „Angelete“, sem ekki hafði / áður komið fram opinberlega. J Eitthvað brást pilti bogalistin þegar á reyndi og nærstaddur Ijósmyndari tók þessa mynd af óförum hans á leikvangin- um. Ekki sakaði Angelete þó og hélt hann áfram eins og ekkert hefði í skorizt þegar lokið var þessum óvæntu við- skiptum hans við bola. að auglýsa í Morgunblaðinu. að það er ódýrast og oezt Coppertone er langvinsælasti sólaráburðurinn í Bandaríkjunum. Vísindalegar rannsóknir, framkvæmdar af hlutlausum aðila, sýna að Copper- tone gerði húðina brúnni og fallegri á skemmr i tíma en nokkur annar sólaráburður, enda hafði Coppertone og Q. T. (Quick Tanning) frá Coppertone 77.4% af allri samanlagðri sölu á sólaráburðum í U.S.A. árið 1966, Fáanlegar Coppertone vörur: Coppertone Lotino n (sem einnig er framúrskarandi næringarkrem ). Coppertone Oil og Coppertone Oil Spray, (fljótvirkasta og eðlilega sóiarolían). Coppertone Shade (fyrir rauðhærða og viðkvæma húð). C oppertone Baby Tan (fyrir hina viðkvæmu húð ungbarnsins). Coppertone Noskote (til varnar bruna á vörum, nefi og eyrum). Q. T. Quick Tanning (sem nota má úti sem inni, án sólar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.