Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1967 3 ÁRIÐ 1966 — stórviðburð- ir líðandi stundar í mynd- um og máli — með íslenzk- um sérkafla, heitir bók, sem Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur nú sent á markað. Forstjóri Þjóðsögu, Haf- steinn Guðmundsson, kvaddi fréttamenn í gær á sinn fund í húsakynnum Þjóðsögu, nýbyggðu og vistlegu Prenthúsi Haf- steiris Guðmundssonar að Bygggarði á Seltjarnar- nesi. Viðstaddir voru einnig Gísli Ólafsson, rit- stjóri, sem hefur annazt ritstjórn erlenda hluta ís- lenzku útgáfunnar, og Björn Jóhannsson, blaða- Frá vinstri: Björn Jóhannsson, blaöamaður, sem sá um íslenzka kafiann. Hafsteinn < mundsson, forstjóri Þjóðsögu, með Arbók 1966 í höndunum. Gísli Ólafsson, ritstjóri, sem aðist ritstjórn erlenda kafla íslenzku útgáfunnar. (Ljósm. Ó. K. M.) Stórviðburðir líðandi stundar í myndum og máli Þjóðsaga gefur út Árbók 1966 með íslenzkum sérkafla Fyrsta útgáfa sinnar tegundar á íslenzki BTÓRVlÐei IRI •’ . IDANt • ' INDAR I myndumogm.Ali ÚIEO ÍSLEN2KUM SÉRKAFLA maður, sem hefur tekið saman íslenzka kaflann. Bókin er gefin út í sam- vinnu við sænska útgáfu- fyrirtækið Diana Bildre- portage A/B í Hálsing- borg. Ritstjóri alþjóðlegu útgáfunnar er Nils Lodin, Svíþjóð. Hafsteinn Guðmundsson skýrði frá því, að bókin um stórviðburði líðandi stundar væri gefin út í tíu löndum. Myndir eru hinar sömu í öll- um útgáfunum, en hvert land sér svo um að ganga frá texta með myndunum á sínu máli. Með þessu móti er hægt að gera útgáfu ritsins mun ódýr- ari en annars og ef ekki kæmi til slík samvinna um útgáfu gæti bók sem þessi t.d. ekki komi'ð út hér á landi. Kostn- aður við útgáfuna yrði það gífurlegur. Á þennan hátt er hins vegar hægt að stilla verði bókarinnar í hóf. Bókin er 332 blaðsíður í stóru broti og er þar fjallað um helztu viðburði í heim- inum árið 1966. Myndir í bók- inni eru 502, þar af 9 litmynd- ir. A síðastliðnu ári gaf Þjóð- saga þessa bók út í fyrsta skipti og var hún þá að öllu leyti eins og sænska útgáfan, nema hvað texti bókarinnar var á íslenzku. Þessi bók fékk mjög gó'ðar undirtektir hér- lendis og því varð það að ráði, að sérstakur íslenzkur kafli yrði gerður í bókina að þessu sinni. Kvað Hafsteinn það von sína, að íslendingar kynnu að meta þessa viðleitni Þjóðsögu, að gera bókina að sérstöku íslenzku heimildar- riti, jafnframt því sem þarna er brugði'ð upp svipmyndum af helztu heimsviðburðum. í íslenzka kaflanum eru sjö tíu og tvær myndir, þar af átta litmyndir. Er þetta í fyrsta sinn, sem árlegur myndaannáll er gefinn út hér á landi og jafnframt er þetta eina bókin um erlenda við- burði, sem gefin er út á ís- lenzku. Bókin er í mjög vönd- uðu og fallegu bandi og þess má geta, að mjög falleg lit- mynd af Surtseyjargosinu prýðir fyrstu opnu bókar- innar, einnig í alþjóðlegu út- gáfunni. Hafsteinn sagði, að Þjóð- saga vildi leggja áherzlu á, að íslenzki sérkaflinn væri ekki tæmandi viðburðaannáll, en leitazt hefði verið vfð að koma þar fyrir sem flestum atburðum, án þess að raska heildarsvip bókarinnar. Þá sagði hann einnig, að ef vin- sældir þessa kafla gæfu til- efni til, hugðist Þjóðsaga auka hann í næstu útgáfum þess- arar bókar. Til þess að gefa sem flest- um kost á að eignast þetta verk, hefur Bókaútgáfan Þjóð saga gefið fólki kost á að ger- ast áskrifendur að því og þeir sem þess óska geta notið af- borgunarkjara. Þess má geta að lokum, að fyrir þremur mánu'ðum hófst undirbúningur að Árbókinni 1967. Úvenju mikill ís við Grænland í ár DANSKA rannsóknar- og eft- irlitsskipið Hvidbjprnen kom til Reykjavíkur í gær frá Grænlandi. Við brugðum okkur um borð og náðum tali af Mosbech skipstjóra. Við landganginn var sjóliði á verði og hafði hann orð á, að hér væri kalt. Þetta væri litlu betra en við Grænland. Mosbech skipstjóri bauð okkur þegar til klefa síns. — Þið eruð búnir að vera við Grænland í sumar, sögð- um við. — Já. Við sigldum frá Danmörku 3. maí og héldum þá til Julianháb. — Hvert er viðfangsefni ykkar við Grænland? — Aðalstarf okkar feist í mæiingum af mörgu tagi. Einnig aðstoðum við skip, ef á þarf að halda og ýms eftir- litsstörf höfum við lika með höndum. — Er ekki mikill ís við Grænland? — Jú, ísinn við Grænland er óvenju mikill í ár. T.d. lágu % hlutar Julianehábflóans undir ís, þegar við vorum þar, en það er óvenju mikið. Þá er líka mikili ís fyrir Austur-Grænlandi. — Er mikið um fiskiskip við Grænland? — Við verðum nú ekki svo mjög varir við þau. Fiski- skipin hrekjast undan ísnum, þegar við aftur á móti getum siglt innan um hann. En eft- ir því, sem ég veit bezt, er þó nokkuð af fiskiskipum á þessum slóðum. — Lentuð þið nokkurn tíma í erfiðleikum í ísnum? — Nei, varla get ég sagt. það. Hvidibjþrnen er gott skip og traust, aðeins fjögurra ára gamalt og sérstaklega útbúið fyrir siglingar í ís. — Hvað, er Hvidbjþrnen stór? — Hann er 1500 tonn. — Og áhöfnin? — 'Hún er 85 manns. — Hvert skal svo halda héðan? — Á mánudaginn förum við aftur til Grænlands og verð- um þar við mælingar fram í september? — Hvað tekur þá við? — í haust fer Hvidbjþrnen í vélarklössun e'n á veturna Framhald á bls. 31 Hvidbjþrnen í Rcykjavíkurhöfn. STAKSTEINAR Detroit Alþýðublaðið fjallar í rit- stjórnargrein í gær um kynþátta óeirðirnar í Detroit í Bandaríkj- unum. Þjóðviljinn tekur málið einnig fyrir í ritstjórnargrein og þar er auðvitað ekki að sökum að spyrja: „Þjóðfélagið, sem Bandaríkja auðvaldið hefur verið að móta alla þessa öld, er ekki notaleg- ur heimur til að lifa í nema fyrir forrétindamenn auðsins." segir Þjóðviljinn. Síðan telur blaðið upp ýmsa af helztu höf- undum Bandaríkjanna og minn- ist á ádeilur þeirra á bandariskt þjóðfélag. Morgunblaðið vill góðfúslega, og af gefnu tilefni, benda Þjóðviljanum á, að allar bækur bandarískra rithöfunda hafa verið gefnar út í Bandaríkj unum sjálfum, ádeilur, sem ann að. Bandarískt þjóðfélag er, þrátt fyrir ýmsar brotalamir, nógu sterkt til þesis að þola gagn rýni sinna beztu manna. En — var nokkur að tala um Pastem- ak, Daniel, Sinjavski, Tarsis og hvað hún nú heitir öll þessi friða fylking skálda og rithöf- unda sem hefur aðeins fengið eitt í aðra hönd fyrir list sína í því þjóðfélagi sem Þjóðviljinn lofar og prísar árið um kring: Fangelsi og geðveikrahæli. Var einhver að tala um þurrafúa í innviðum lýðræðisþjóðskipulags ins? Kynþáttaóeirðir Alþýðublaðið fjallar um kyn- þáttaóeirðirnar í Bandaríkjun- um í forustugreininni á þessa Ieið: .Undanfarna daga hafa geisað í Bandaríkjunum stórfelldari kynþáttaóeirðir en nokkru sinni fyrr, ekki í einni borg held ur mörgum, stórum og smáum. Neistar af smáatvikum hafa orð ið að stórfelldum sprengingum. Tugir manna hafa fallið, þúsund ir særzt og stórborgir eru eins og eftir loftárás. Þessi átök eru hin alvarleg- ustu síðan Þrælastríðið var háð fyrir rúmlega öld. Hinar 20 milljónir blökkumanna í Banda rikjunum virðast nú staðráðnar að ganga eftir þeim rétti, þeim tækifærum í lífsbaráttunni og þeirri virðingu, sem þeim var í rauninni heitið, þegar Abra- ham Lincoln veitti forfeðrum þeirra, þrælum, frelsi. í áratug miðaði hægt í öll- um framfaramálum blökku- manna. En nú síðasta aldarfjórð unginn hefur það breytzt. Efna hagur þeirra hefur stórbatnað, skólamál þeirra lagazt verulega, réttindi þeirra aukizt, og nú ný- lega hafa þeir eignazt fyrsta öldungardeildarþingmanninn og fyrsta hæstaréttardómaran*. Samt er löng leið ófarin. Mis- réttið er enn hróplegt, atvinnu- leysi mun meira en meðal hvítra og tiltölulega fleiri blökku- menn falla í Víetnam en hvít- .Vafalaust verða kynþáttaóeirð irnar til þess að hræða hvíta fólkið, og það er líklegt ti.l að snúast frekar gegn blökkumönn um eftir slík tíðindi. En hitt fer vonandi ekki framhjá bandarísk um ráðamönnum, að þróun síð- i ustu ára hefur ekki verið nægi- lega hröð. Bandarískt þjóðfélag verður að grípa til stórfelldra aðgerða, sem jafna metin milli kynþáttanna, sem uppræta fá- tæktina, afnema fátækrahverf- in. Svo virðist sem ekki muni veita af allri athygli og öllu þreki amerískra stjórnvalda til að leysa þetta risavaxna þjóð- félagsvandamál."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.