Morgunblaðið - 28.07.1967, Side 31

Morgunblaðið - 28.07.1967, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1967 31 Allar myndir í stofunni á Neistastöðum skekktust. - JARÐSKJALFTAE Framihald af bls. 22 í>au hjón tjáðu Mbl., að otft fyndust kippir þar á bænum, en slikt og þetta hefði aldrei kiomið fyrir. Um kl. 05.51 í fyrrinótt heifði komið allisnarpur kippur og síðan í kjölfar hans margir smærri. f eldlhúsinu í Villingaholti sprakk einn veggturinn og úr kverkinni í einu hominu hTundu smámolar úr múrhúðun, einnig sprakk reykháfurinn og eldavél- in færðist um nokkra sentimetra úr stað. Reykháfurinn á Neistastöðum. Sigurður bóndi hafði gert við hann með vir til bráðabirgða, eins og sjá má, prentist mynd- in vel. Hjónin í Villingaibolti sögðu og Mbl., að bækur í bókahillu á vesturvegg hefðu hrunið úr hill- unni, en bækur, sem verið hefðu í sama herbergi, en á norður- vegg, hafðu skekkst. Virtist þetita benda til, að byl.gj ulhreyf- ingin hafði verið frá austri til vesturs. í Önundarholti í Flóa hrikti svo í nýlegu steirnhúsi, að heim- ilisfólkið hélt, að það væri að hrynja. Engar sýnilagar skemmd ir munu þó hafa orðið þar. Á Neistasitöðum í Flóa býr Sig urður Björgvinsson ásamt konu sinni og börnum. Sigurður er gamansamur náungi og gerði gaman að öllu, þar eð aRir sluppu ómeiddir. — Konan fórnaði höndum, sagði hann, — þegar ósköpin hófusf og fékk þá „Drottinn blessi heimilið“ í fangið. Til allr ar hamingju var hún ekki búin að sulta, því að allmikið af sulitu krukkum brotnaði í látunum. Allt var á rúi og stúi í eldlhús- inu, en búið er nú að taka til, svo að óg get ekki sýnt ykkur skemmdirnar. — Nei, sagði Sigurður, — svo við sleppum öllu gamni, þá var þetta alls ekkert skemmtilegt.Við vöknuðum við það að hrikti í öllu húsinu og ég hélt, að það væri að hrynja. Krakkarnir urðu smeykir og konan fór með þá út í hlöðu og ein telpan mín seldi upp af hræðslu. — Það var áliit annað en nota- legt, þegar við heyrðum mola úr reyklháfnum velta niður eftir þekjunni. Ég tók oliukynding- una þegar úr sambandi til þess að fyrirbyggja eldhættu, því að ekkert stöðvar oliuleka, kubbist leiðslur í sundur. — Nei, ég hélt að allt væri að hrynja, brotihljóð úr eldhúsinu og steinstykkin skoppandi á þak- iniu —Ó þetta var allt annað en skemmtitegt, en þar sem þetta fannst á öllum bæjunum hér í kring, held ég að þú megir bófca, að hér er ekki um neitt Saura- ævintýri að ræða, sagði Sigurður að lokum. Sprungan í eldhússkverkinni í Villingaholti. Glöggt má sjá, hvernig hlutar múrhúðunar- innar hafa fallið úr. — Við vissum varla hvað var að gerast, sagði Kristján bóndi, og bömin urðu hrædd, einkum þau er sváfu niðri. Þeir, sem sváfu uppi fluttu sig niður, svo að unnt væri að komast út ef Ihræringarnar ykjust. Fæstir hátt uðu. Fólkið í Villingaholti fann kippi fram undir hádegi í gær, en síðasti k:ppurinn, sem fannst, varð kl. 14.19. Sigurþór Einarsson, bóndi á Egilsstöðum í Flóa, sem eru skammt fyrir norðan Villinga- holt, sagði blaðamanni Mbl., að ísskápur þar á heimilinu hefði færzt um 12 cm og diskar og ann að brothætt hefði brotnað. Allir á heimilinu hefðu farið á fætur og engum hafi komið dúr á auga. Kortið sýnir aðaljarðhræringasvæði landsins. Stóru hringirnir sýna jarðhræringarnar 1784 og 1896. Stærsti, svarti depillinn sýnir jarðhræringar meira eða sama sem 7 stig. Miðstærð af depii táknar hræringar minni en 7 stig og stærri eða sama sem 6 stig. Minnsti depillinn táknar jarðhræringar undir styrkleik- anum 6 stig. Mannskœðir jarÖskjálffar London, 27. júlí, NTB. eyddist aftur á móti af eldum Jarðsjálftarnir í Austur- er upp koinu. Tyrklandi í gær eru hinir Á síðasta áratug voru mest þriðju sem yfir landið hafa ir jarðskjálftarnir í Agadir gengið á tæpu ári. í ágúst í í Marokkó 1960 þar sem fór- fyrra fórust þar 2.242 í mikl- ust 12.000 manns og borgin um jarðskjálftum í Svarto- hrundi nær til grunna, jarð- héraðinu og sl. helgi er talið skjálftar í Chile sama ár, sem að farizt hafi 68 manns í urðu að bana 5000 manns og jarðskjálftum í Adazapari og jarðskjálftarnir í Skopje nógrenni, en 262 verið fluttir 1963, þegar fárust 1.070 í sjúkrahús. manns. Árið 1965 urðu minni Árið 1939 urðu jarðskjálft- háttar jarðskjálftar í Indó- ar í Tyrklandi að bana 23.000 nesíu, í Chile og San Salva- manns, en mestu jarðskjálfar dor og í Kína urðu töluverð- eftir aldamót voru jarðskjálft- ir jarðskjálftar nokkrum inn mikli í Tókíó árið 1923, sinnum 1966, en af þeim fara sem lagði borgina í rúst og ekki sögur utan Kína. Sama drap 100.000 manns og sá er ár fóiust svo 2.400 manns í varð í Kina þremur árum áð- Tyrklandi eins og áður sagði. ur, þar sem talið er að farizt í febrúar í ár urðu svo jarð- hafi sem næst 180.000 manns. skjálfar í Kolumbíu og Frægnr er jarðskjálftinn í San Francisco 1906, en þar fórst fátt manna tiltölulega, aðeins 452, en borgin gjör- - TYRKLAND Framhald af bls. 1 bönnuarflugvélar hersins flugu yfir jaröskj álftasvæð ið nýja, að kanna hversu umlhorfs væri. — Hjúkrunargögn voru send austur fró Ankara, læknar, tjöld, teppi og matvæli frá Rauða hálfmán- anum tyrkneska og Suleman Demirel, forsætisrá0lherra, hæitti við fyrirhugaða för sína til Te- - FJARDRATTUR Framlhald af bls. 22 hæð og leggja niðurstöður fyrir útgerðarráð. Á næsta fundi útgerðarráðs skýrði framkvæmdastjóri B. H. frá því, að greiddar hefðu ver- ið inn á biðreikning Kristins Gunnarssonar kr. 360 þús. kr., og ennfremur var upplýst að af hálfu Kristins Gunnarssonar væri boðið að ljúka greiðslu á skuld vegna hátíðniofna o. fl. samkvæmt reikningum kr. 346.732.35 auk vaxta, þannig að skuldin verði greidd með 5 ára slkuldabréfi, enda tryggð með veðrétti í fasteign. Á næsta fundi samþykkti útgerðarráð að taka fyrrgreint skuldabréf til greiðslu á umræddri skuld. Eftir að gengið hafði verið frá skiuldabréfi á nefndum grund- velli var bæjarstjóm Hafnar- fjarðar sendir reikningar B. H. og lagði hann þá fyrir bæjar- stjórn í gær, sem fyrr segir. Að fundi loknum gaf bæjarstjórnin út eftirfarandi tilkynningu: Með vísan til skýrsliu löggilts endurskoðanda Bæj'arútgerðar Hafnarfjarðar, dags. 20. júlí þ.á. varðandi misferli fyrrverandi forstjóra, Kristins Gunnarsson- ar, og jafnframt með vísun til meðferðar útgerðarráðs á fund- um þess 17. og 25. júlí sl. sam- þykkir bæjarstjórn eftirfarandi: „Bæjarstjórn fellst á ráðstaf- anir þær, er útgerðarróð hefir þegar gert til tryggingar hags munum Bæjarútgerðarinnar varðandi mál þettá, en vísar því að öðru leyti til meðferðar bæj- arfógetaembættisins í Hafnar- firði.“ Kristinn Gunnarsson hefur tilkynnt bæjarstjóra Hafnar fjarðar, að hann hafi sagt af sér störfum sem bæjarfulltrúi og fulltrúi í útgerðarráði S.H. Mv< » r v » . ... wn *n)vWTl»V,»VT**f 'i Jhi»^ v4i«>»iyt» M>|« Þannig sýndi jarðskjálftamælirinn í Reykjavík jarðhræringarnar í fyrrinótt. Reglulegu línurnar sýna venjulega hreyfingu af völd- um sjávargangs. Kl. 05.18 kemur svo harðasti kippurinn og fer þá nálin, sem skrifar á blaðið, út fyrir línuritið. Síðan dregur úr hræringunum og kyrrð kemst á. urðu að bana um hundrað manna og svo er síðast að telja jarðskjálftana í Tyrk- landi nú. heran að hitta að máli þjóðhösfð- ingja frans og Pakistans og flaug frá Istanbul til jarðskjálfta svæðiisins. Mikill uggur er í Tyrkjum vegna jarðskjálftanna og á Tyrkjaþingi í dag ákölluðu þingmenn drottin sinn og báðu hann forða þjóðinni frá fileiri Slíkum hörmungum. Eins og áður sagði er talið að héraðið Pulumur hafi orðið harð asit úti í jarðiskjálftunum nú, sem mældust 7 til 8 stig á Mer- calli-mæli og áttu upptök sín nálægit 50 km frá borginni Erzi- can, sem hrundi til grunna í ó- skaplegum jarðskjálftum árið 1939 er urðu að bana 23.000 manns. Bæði Erzican og Ada- zapar enu á „jarðfræðilegu 'hættusvæði“, sem kallast Ana- tólíu-sprungan, og liggur í breið- um boga allt frá vesturströnd Tyrklands til fjallahéraðanna austur í landinu. Á þessu svæði ihafa orðið eltefu jarðskjálftar síðan 1938 og samtals farizt þar af þeirra völdum 40.000 manns, síðast 2.400 manns í börginni Erzurum og nágrenni fyrir ári. Seint á fimmitudag hafði að- eins náðst samband við nöhkur þorpanna á jarðskjálfltasvæðinu. Haift er etftir filugmönnum bönn- unarflugvélanna, sem flugu yfir svæðið, að mörg þorpanna séu hreinlaga jöfnuð við . jörðu og óttazt að víða hafi fjöldi manna farizt. Tyrkneskur fréttamaður, sem varð með hinum fyrstu á vettvang, sagði, að í þorpinu Karagol hefðu 32 þorpsbúar lát- ið lífið er hús þeirra hrundu of- an yfir þá og frá öðrum þorpum þar nærri berast sífellt hærri dánartölur. - MIKILL IS Framhald af tols. 3 er hann oftast notaður til gæzlustarfa _við Færeyjar og Danmörku. Á haustin er skipt um áhöfn en yfir veturinn vinnum við úr mælingum okkar og gerum kort af þeim. — Hvenær tókuð þér við stjórn? — Skipstjóri á Hvidbjþrn- en varð ég 15. júlí sl. Við skiptumst á um að vera heima og við Grænland. — Og þið eruð með þyrlu um borð. — Já, þyrlan hefur oft komið að góðu gagni við alls kyns flutninga og þá líka björgunarstörf. — Á Hvidbjþrnen nokkurt systurskip? — í danska flotanum eru þrjú önnur skip, sem eru eins að öllu leyti og Hvidlbjþrnen. Þegar við héldum frá borði hafði hann hert veðrið. Von- andi gengur hann fljótt niður aftur svo dönsku sjóliðarnir fái einhverja tilbreytingu hér frá ísnum við Grænland.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.