Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1907 Friðbjörn Kristjánsson Hauksstöðum, Kveðja HINN 29. júní sl. andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík Frið- björn Kristjánsson, fyrrverandi bóndi á Hauksstöðum. Friðbjörn var faeddur á Hauks stöðum 31. janúar 1894. Foreldr- ar hans voru vinnuhjú á Hauks- stöðum, en leiðir þeirra lágu ekki saman og óist hann upp með móður sinni, Guðrúnu Kristsveinsdóttur, á ýmsum stöð um í Vopnafirði. Lét móðir hans sér mjög annt um drenginn, hlúði að honum á allan hátt og heyrði ég viðbrugð ið hvað hann hefði alltaf litið t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Magnús Jónsson, járnsmiður, Kambsvegi 14, andaðist í gær. Elísabet Guðmundsdóttir, börn og tengdabörn og bamaböm. t Eiginmaður minn, Sigurður Pétursson, Meiabraut 50, Seltjamamesi, andaðist á sjúkrahúsi í Kaup- mannahöfn 26. þessa mánað- ar. Sigríður Eysteinsdóttir. t Eiginkona mín, Ingifríð Ragna Ragnarsdóttir, lézit í Borgarspítalanum 26. þ. m. Jón Tryggvason. t Eiginkona mín og móðir okkar, Ingibjörg Pálsdóttir, andaðist á Landsspítalanum 26. júlí. Gísli Ágústsson og dætur. Bróðir minn og faðir okkar, Páll Jónsson, andaðist á Landsspítalanum hinn 24. júlí sl. Útför hans verður gerð frá Fogsvogskirkju næstkomandi þriðjudag, hinn 1. ágúst kl. 1,30. Jóna Jónsdóttir, Þórunn Pálsdóttir, Svanhildur Pálsdóttir, Guðbjartur Pálsson, Hafsteinn Pálsson. snyrtilega út þrátt fyrir mjög lít ið kaup sem hún hafði eins og vinnukonur á þeim árum. Reyndist Friðbjörn henni líka ræktarlegur sonur og dvaldi hún í skjóli hans þar til hún kvaddi þennan heim. 17 ára réðist hann vinnumað- ur til foreldra minna að Ytri- Hlíð og var hjá þeim í 3 ár og síðar tíma og tíma öðru hvoru. Kom snemma í ljós að hann var duglegur og lagvirkur og sér- staklega athugull og vandvirkur á allt sem hann gjörðL Var öll umgengni hans með afbrigðum góð og það einkennilega var að það var eins og aldrei sæi at á honum í hvaða verk sem hann gekk. Húsbóndahollur var hann og er mér enn í minni að mér þótti oft nóg um hvað kappgjarn hann var og áhugasamur að t Jarðarför móður okkar, Ingibjargar Jónsdóttur, Garði, Stokkseyri, fer fram frá Stokkseyrar- kirkju laugardaginn 29. júli. Athöfnin hefst kl. 1,30 eftir hádegi með húskveðju að heimili hennar. Börnin. t Sonur okkar, Vigfús, verður jarðsunginn frá Landa- kirkju, laugardaginn 29. þessa mánaðar, kl. 2 eftir hádegL Ásta Vigfúsdóttir, Adolf Óskarsson, Heiðavegi 50, Vestmannaeyjum. t Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar, Guðmar Tómasson, skipstjóri frá Vestmannaeyjum, andaðist á Landsspítalanum 25. júlí. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyj- um þriðjudaginn 1. ágúst kL. 14. Sigríður Lárusdóttir og börn. t Maðurinn minn og faðir okkar, Sigursteinn Þórðarson, stöðvarstjóri í Borgamesi, sem lézit 24. þessa mánaðar, verður jarðsunginn frá Borg- arneskirkju laugardaginn 29. þessa mánaðar, kl. 2 eftir há- degi. Helga Guðmundsdóttir og börnin. koma verkunum áfram. Var ekki alltaf spurt um hvað klukkan væri á kvöldin ef ljúka þurfti einhverju verki; var ég þá oft lúinn þegar Friðbjörn vildi hætta, enda yngri og tápminni. Friðbjörn var með aflbrigðum fjárglöggur og hafði snemma gaman af kindum, enda eignað- ist hann fljótt töluvert af fé mið að við það sem þá gerðist. Haustið 1915 fór hann á bænda skólann á Hólum og var þar einn vetur. I>að var eina s'kólavistin sem hann naut fyrir utan lítifls- háttar tilsögn í barnaskóla. En Friðbirni notaðist þessi skólavist vel, hann var greindur og athug- ull og virtist undravert hvað hann fylgdist vel með öllu, enda talið að ekki færi margt fram t Eiginmaður minn, Albert Bjarnason, Túngötu 21, Keflavík, sem lézit hinn 20. þessa mán- aðar verður jarðsettur frá Kefl a vík urk irk j u laugardag- inn 29. þessa mánaðar kl. 2,30 eftir hádegi. Lísbet Gestsdóttir. t Innilegl; þakklæti fyriir auðr sýnda samúð við andlát og jarðartför Ara Arasonar. Dætur, tengdasynir, systkin, barnaböm. t Þökkum auðsýnda samúð við andláit og jarðarför Ólafar Jónsdóttur frá MöSruvöIIum í Kjós. Sérstaklega þökkum við læknum og öðru starfsfólki Borgarspítalans fyrir góða hjúkrun. Margrét Jónsdóttir og systkin hinnar látnu. t Innilega þökkum við auð- sýnda samúð og vináttu við andláit og jarðarför Onnu Bjamadóttur frá Odda. Sérstaklega þökkum við starfsliði því, sem annaðist hana á Landakotsspítala, fyr- ir hlýbug þess og góða hjúkr- un. Erlendur Þórffarson, Anna Erlendsdóttir, Jakobína Erlendsdóttir, Daníel Ágústínusson, Árni Jónsson og barnabömin. hjá honum hvorki á heimili hans eða utan þess. Árið 1919 giftist Friðbjörn eftirlifandi konu sinni Sigur- björgu Sigurbjörnsdóttur, fóstur systur minni, hinni beztu konu sem var honum mjög samhent í búskapnum og annaðiist heimili þeirra með frábærum dugnaði og hirðusemi. Hún var sérstak- lega góðgjörn og vildi öll- um gott gera. Var þeim hjónum mjög samhent um alla gestrisni og hugulsemi við hjú sín, enda voru þau alltaf hjúasæl. Má þar sérstaklega nefna Hall dór Pétursson frá Vakursstöðum sem vann þeim með trú og tryggð í fjölda ára, og fór ekki frá Hauksstöðum fyrr en eftir að Friðbjörn hætti búskap. B’riðbjörn keypti Hvamms- gerði í Vopnafirði vorið 1919 og byrjaði þar búskap. Bjó hann þar til ársins 1928, að hann flutti í Búastaði og var þar til ársins 1932. f>á 'kaupir hann stór býlið Hauksstaði og bjó þar þang að til hann hætti búskap fyrir 3 árum. Var hann eftir það oftast hjá dóttur sinni í Reykjavík á vetrum en á Hauksstöðum á sumrurn, því að heimajörðin og Vopnafjörður áttu hug hans ail- an. Friðbjörn bjó alltaf góðu búi og komst vel af miðað við af- komu bænda hér, og eftir að hann kom í Hauksstaði var hann með fjárflestu bændum hreppsins. Hann var einn af þess um forsjálu bændum sem alltaf ætlaði sér af á öllum sviðum og hafði al'ltaf nóg hey fyrir fénað sinn hvernig sem áraði. Hann var mjög myndarlegur maður í sjón sem vakti eftirtekt hvar sem hann fór og var æfin- lega snyrtilega og vel klæddur. Gamansamur var hann þegar því vax að skipta og kom vel fyrir sig orði, annars fremur al- vörumaður. Friðbjörn var mörg ár í sókn- arnefnd Hofssóknar og einnig safnaðarfulltrúi. Einnig formað- ur í stjórn Alexanderssjóðs vegna Torfastaðaskóla. Rækti hann þessi störf með samvizku- semi eins og annað sem hann fékkst við, því hann var mjög traustur maður í hvívetna. Þau hjón einguðust 2 dætur sem upp komust: Guðlaugu, sem gift er Guðmundi JónssynL bónda á Hauksstöðium, og Kristínu, sem gift er Sigurði Haraldssyni, efnaverkfræðingi í Reykjavík. Eru þær mestu myndarkonur. Einnig ólu þau upp frá 5 ára aldri Arnþór Ing- ólfsson sem er varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, reynd- ust þau honum sem beztu for- eldrar. Ég vil svo að síðustu þakka Friðbirni fyrir vinsamlegt sam- starf og margar ánægjustundir á heimili hans. Ég bið Guð að blessa konu hans og veita henni styrk til að bera sitt heilsuleysi. Ástvinum hans öllum óska ég alls hins bezta. í Guðs friði. Friðrik Sigurjónsson. 11. JÚLf sl. var jarðsettur að Hofi í Vopnafirði, Friðbjörn Kristjánsson, bóndi á Hau'ks- stöðum. Húskveðja fór fram að Hauksstöðum, að viðstöddu fjöl- menni og við jarðarförina á Hofi var mætt svo margt fólk, að einstætt má telja. Sóknarprest- urinn sr. Rögnvaldur Finnboga- son ílutti húskveðju og jarð- söng. Hið mikla fjölmenni sýndi hvað mikils virtur Friðbjöm heitinn var, og hefur einlægt verið, af öllum sveitungum sín- um. Friðbjörn var fæddur Vopn- firðingur, og hefur dvalið hér alla ævi, bóndi hér í Vopnafirði í 45 ár, þar af 32 ár á Hauks- stöðum. Hauksstaðir eru dalajörð, innsti bær í Vesturárdal og all- langt til næsta bæjEir. Þetta er mesta stórbýlþ en að mör.gu leyti erfitt, þar sem óendanleg heið- lönd eru til landsins, en land- kostir eru miklir. Þarna undi Friðbjörn sér ákaf lega vel. Hann kunni að meta hina miklu kosti jarðarinnar, og festi órjúfanlega tryggð og ást við jörðina, enda gekk bús'kap- urinn eftir því. Hann varð með árunum einn efnaðasti og bezti bóndi sveitar sinnar, enda hafði hann það í sér, að vart gat öðru vísi farið, hvar sem hann hefði búið. Hver, sem dvalið hefur á Hauksstöðum, hefur hrifizt af staðháttum þar. Þó vetrarríki sé þar nokkurt, er sumarfegurð frá bær, og veit ég ekki annað en allir er þar hafa verið unni þess um stað, og beri ævarandi tryggð til þessa sérkennilega fagra og traustvekjandi staðar. Og ég vona, að svo verði áfram. Ég tel Friðbjöm hafa verið einn af mínum beztu vinum. Kynning okkar varð fyrst náin um það ieyti sem hann flutti í Hauksstaði. Ég var þá ábúandi á jörðinni, en hafði ekki mögu- leika á að kaupa hana. Hann var þá bóndi á Búastöðum, og kom hann til mín og gat þess, að sig iangaði mjög að kaupa Hauksstaði. En hann tilkynnti mér jafnframt, að ef ég hefði hug á að vera áfram, kæmi hann þar hvergi nærrL Þetta sýnir, eins og svo margt annað, hver drengskaparmaður og hve hrein- lundaður Friðbjörn var. Þetta sama vor lágum við langt inni á heiði í nokkrar næt- ur. Þá trúði þessi duli en dreng- lyndi maður mér fyrir ýmsu mjög raunalegu, sem honum hafði mætt á lífsleiðinni, og frá þeim dögum, er hann jafnan í mínum augum karlmenni, og jáfnframt einn heilsteyptasti maðurinn, sem ég hef kynnzt. Auk þess var Friðbjörn óvenju- legur þrekmaður og starfsmaður í fremstu röð. Vegna legu Hauksstaða eru fjársöfn úr heiðinni rekin þar tfl réttar í haustgöngum. Aif þessu skapast mikill átroðningur, en þá eins og ævinlega var því lík- ast að menn væru komnir heim, þannig var gestamóttaka þeirra hjóna ævinlega. Þá var Frið- björn fyrst í fullri stemningu. Hann var fæddur fjármaður og áhuga sinn á fé fór hann ekki dult með. Munu margir muna glaða stund með honum í göng- um og við heimkomuna í Hauks staði að loknum heiðarferðum. Og nú er han horfinn. Við höf um verið hér stéttarbræður um 40 ára bil, en að öðrum ólöst- uðum tel ég að fáir hafi haldið bóndanafninu betur í heiðri en hann og hvert það byggðarlag, sem á silíka bændur, því mun vel farnast. Ég kveð Friðbjörn með þökk fyrir drenglyndi sitt og heiðar- leik, fyrir sjálfstæða framkomu í hverju máli og metnað hans fyrir hönd stéttar sinnar og sveit ar. Hann var Vopnfirðingur af lífi og sál, kunni að meta sveit sína og unni henni. Konu hans Sigurbjörgu Sigur björnsdóttur, dætrum þeirra og öllu skylduliði votta ég samúð mína og þakklæti, og óska þeim allrar blessunar á komandi tím- um. Með hugheilli kveðju. Páil Metúsalemsson, Refsstað. „Svíþjóð leikvöllur Vietcong". Saigon, 26. júlí. NTB. Formaður átta manna skandin aviskrar nefndar, sem dvelst í Suður-Vietnam um þessar mundir, sagði á blaðamanna- fundi í Saigon í dag, að óná- kvæmar fréttir af þróun Viet- namstríðsins bir.tust í blöðum á Norðurlöndum. Hann sagði, að Svíþjóð hefði um langt skeið verið „vinsæll leikvöllur Viet- congvina". Uppreisn í Austur-IndlandL Kalkútta, 26. júlí. AP. Rúmlega 20 indverskir her- menn hafa fallið í bardögum við uppreisnarmenn í frumskógun- um í austurbéruðum Indlands, að því er opinberlega var til- kynnt I dag. Uppreisnarmenn- irnir eru ættflokkastríðsmenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.