Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1967, Blaðsíða 1
32 SIÐUR Annar mannskæði jarð- skjálftinn í Tyrklandi Fjöldi þorpa í Austur-Tyrklandi hrundi til grunna — á annað hundrað manns hafa farizt og óttazt er að mannfall reynist miklu meira De Gaulle í Monlreal ásamt borgarstjóranum, Jean Drapeau. Kanadaheimsóknin hefur valdið fleirum en honum höfuSverk. Ankara, 27. júlí, AP, NTB. AFTUR hefur mannskæður jarðskjálfti herjað Tyrkland, svo skömmu eftir þann er þar var, síðast, að björgunarlið og hjúkrunafólk hafði hvergi nærri lokið störfum í vestur- tyrkneska bænum Adazapari, þar sem jarðskjálfti varð að bana nær hundrað manna á laugardag í fyrri viku, er fregnir bárust um jarð- skjálfta í austurhéruðum landsins í gærkvöldi. Héruð þau er urðu fyrir barðinu á náttúruhamförun- um nú, eru í austurhluta landsins, strjálbýl fjallahéruð og svo erfið yfirferðar, að De Gaulle situr viö sinn keip Telur gagnrýni á sig ómerkilega. Bloð í Frakklandi víðast verður þar ekki kom- izt milli þorpa nema fótgang- andi eða á hestbaki. Á svæði því sem harðast hefur orðið úti heitir Pulumur og þar eru um 70 þorp sem telja 21.000 íbúa. Ekki hefur náðst sam- band við nema örfá þessara þorpa, en í þeim er frétzt hef- ur frá, er talið að farizt hafi nokkuð á annað hundrað manna og óttazt að sú tala eigi eftir að hækka verulega áður en öll kurl korna til grafar. Hundruð manna hafa verið flutt í sjúkraskýli. Jarðskjáltti þessi fannst allit norðan frá Svartaihafi og suður til landamæra TyrMands að Sýr- landi og írak, en hans gæitti eklki í vesturlhéruðum landsins og í Adazapari urðu menn ekki varir við neitt. I>ar var staddiur í gær Páll páfi og flaug heimleiðis úr tveggja daga Tyrklands-lheim- sófcn sinni frá Izmir, rúmri fclukkustund áður en jarðskjálft- inn varð eysitra. Björgunarlið og hjúkrunarlið varð að hlaupa frá hálfnuSu verki í Adazapar, eins og áður sagði, þegar fréttist af jarð'skjálft unum í austurhéruðunum, og Framhald á bls. 31 Nassei víll oð Hussein holdi vináttu Breta íeirút, 27. júlí. NTB. NASSER Egyptalandsforseti hefur beðið Jórdaníustjórn um að viðhalda samskiptum sínum við Bretland og Banda- ríkin, að því er Beirutblaðið A1 Nahar hermdi í dag. Þetta kemur fram í útdrætti sem blaðið segist hafa gert úr ræðu er Hussein konungur hélt á lokuðum fundi Jórd- aníuþings á þriðjudaginn. í Tel Aviv var sagt í dag, að ísraelski herinn hefði tekið í notkun fjölda sovézkra her- gagna, sem þeir tóku her- fangi á Sinaiskaga í síðasta mánuði. og Kanada halda áfram gagnrýni París,*27. júlí, NTB. SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum sagði de Gaulle, forseti við Pompidou forsætis ráðherra og aðra ráðherra þegar hann kom til Parísar í nótt úr hinni umdeildu Kanadaferð sinni, að hann mundi verja framkomu sína Gashernaði í Jemen mótmælt Washington og London, 27. júlí, NTB-AP. BANDARÍKJAMENN og Bretar lýstu því yfir í dag, að þeir mundu stySja alþjóðlegar aðgerðir til að binda enda á eiturgashernað Egypta í Jemen. Upp á síðkastið hafa stöð- ugt borizt fréttir um, að egypzkir hermenn beiti nýrri tegund taugagass í styrjöld- inni gegn konungssinnum í Jemen. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í dag, að bandaríska stjórnin væri mjög uggandi vegna þessara frétta. Aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, Arthur Goldberg, segir í bréfi til íulltrúa þingsins, að stjórnin sé ekki síður uggandi en þing heimur vegna gashernaðar Egypta. í London ræddust George Brown utanríkisráðherra, Framfhald á bls. 2 á næsta fundi stjórnarinnar á mánudaginn. De Gaulle er sagður líta svo á, að gagnrýni sú sem ræða hans í Montreal hefur sætt í ritstjóm- argreinum margra blaða hafi enga sögulega þýðingu. f París er því veitt eftirtekt, að de GauIIe sendi ekki Lester Pear son skeyti í kveðjuskyni þegar hann fór frá Kanada. Hins vegar sendi hann forsætisráðherra Que- becs kveðjuskeyti. AFP hefur eftir áreiðanlegum heimildum að forsetinn hafi af ráðnum hug dregið taum frönsku mælandi Kanadamanna. En ekki hefur verið staðfest, að hann hafi gert ráð fyrir því, hvaða áhrif það mundi hafa í Kanada og annars staðar í heiminum. Hins vegar er enginn vafi sagður leika á því, að de Gaulle hafi ætlað að hvetja til aukinnar sjálf- stjórnar handa frönskumælandi Kanadamönnum. De Murville kennt um. Blöð í Frakklandi héldu áfram að gagnrýna de Gaulle í dag fyrir framkomu hans í Kanada- heimsókninni, en ritstjóri blaðs- ins „Paris-Presse“, Pierre Charpy, hélt uppi vörnum fyrir de Gaulle og sagði, að það hefði ekki vakað fyrir forsetanum að uppörva hreyfingu aðskilnaðar- sinna í Quebec heldur hafi um- mæli forsetans verið í samræmi við þá stefnu hans að viðhalda valdajafnvægi í heiminum. Málgagn kommúnista, „L’Hum anité“, sem venjulega styður stefnu de Gaulles í utanríkismál- um, gerir gys a'ð forsetanum, þar sem í Kanadaheimsókninni hafi hann vikið frá yfirlýstri stefnu sinni um að forðast afskipti af innanríkismálum annarra landa. Kyrrt í Detroit en róstur í 10 borgum En blaðið bætir því við, að það sé staðreynd, að stjórnarskrá Kanada hafi verið samin á tím- um nýlendustjórnarinnar og veiti ekki franska þjóðarbrotinu sömu réttindi og öðrum íbúum Kanada. „La Depeche du Midi“, blað í Toulouse, sem er mjög fjand- samlegt gaullistum, kennir Couve de Murville, utanríkisráðherra, um hvernig fór og segir, að hann hafi veitt rangar upplýsingar um vandamál Kanada. Þrátt fyrir alla sína galla, hefði aldrei hvarflað að de Gaulle að taka upp á þessu ævintýri, segir blað- ið. „Le Monde“ segir, að of seint sé að rétta hlut Montcalms (franska hershöfðingjans, sem glataði Kanada í hendur Bret- um) og heimsóknin hafi valdið alvarlegustu deilunum er upp hafi risið í sambúð Frakklands og Kanada í heila öld. Framíhald á bls. 2 Moskvu, 27. júlí, NTB. KÍNA og Sovétríkin undirrit- uðu í dag viðskiptasamning fyr- ir árið 1967. Viðræður um samn- ing þennan hófust 12. apríl sl., er 20 manna kínversk sendinefnd kom til Moskvu frá Peking, skömmu eftir að aðgerðir Rauðu varðliðanna í Peking og umsátr- ið um sendiráð Sovétrikjanna í borginni höfðu spillt svo sam- búð ríkjanna að horfa þótti til fullra vinslita. Þrátt fyrir hugmyndafræði- deilur landanna og misklíð í mörgu eru verzlunarviðskipti þeirra þó mikil. Árið 1965, síð- asta árið, sem til eru töiur um, keyptu Kínverjar vörur af New York, 27. júlí. AP-NTB. KYRRT var í Deároit í dag, en kynþáttaóeirðirnar hafa breiðzt út til að minnsta kosti 10 annarra borga í Bandaríkjunum. f blökkumannahverfunum í San Francisco og Los Angeles á vesturströndinni kom til átaka milli blökkumanna og lögreglu- manna. f New York fóru ungir Sovétríkjunum fyrir rúmlega 8 og hálfan milljarð króna og var það þá 40% meira en árið áður. Mest keyptu Kínverjar af vél- um allskonar, flugvélum, málmi og timbri. Innflutningur Sovét- ríkjanna frá Kína minnkaði um sem næst 40% á sama tíma en nam þó hátt á tíunda milljarð króna. Mest keyptu Sovétríkin kjöt og kjötvörur. Engin tilkynning hefur verið birt um viðskiptasamning þenn- an fyrr en nú að skýrt var frá því, að samningaviðræðum væri lokið og samningurinn hefði verið undirritaður. Ekki segir neitt um það í stuttorðri tilkynn- ingu hvaða vörur samið hafi verið um. blökkumenn ránshendi um verzlanir á Fifth Avenue. í óeirðunum í Detroit hafa 36 manns beðið bana og tjónið er metið á 500 milljónir dollara. Þar hefur útgöngubanni verið aflétt og aðaláherzlan er nú lögð á það, að hreinsa til eftir óeirð- irnar. Fjöldi manns hefur misst heimili sín, en aðalvandinn er ekki sá, að veita fólkinu húsa- skjól heldur að útvega því mat. Ofsalegar óeirðir geisuðu i nótt í Toledo í Ohio, en í dögun hafði þjóðvarðliðum tekizt að koma á lögum og reglu. í Phoen- ix í Arizona áttu lögreglumenn í höggi við leyniskyttuT, sem einnig létu á sér kræila í fyrri- nótt. í Cambridge í Maryland beittu lögreglumenn táragasi til að dreifa óeirðarseggjum. Eld- sprengjum var varpað að lög- reglumönnum í hverfum blökku manna í Chicago og Philadelpia. Einnig kom til átaka i Cin- cinnatti í Ohio, San Francisco, South Bend í Indiana, nokkrum útborgum New York og í Watts- hverfinu í Los Angeles, þar sem einhverjar ofsalegustu kynþátta- óeirðirnar í sögu Bandaríkjanna geisuðu fyrir tveimur árum. í Detroit aflétti George Romney banni við sölu á benzíni, en bannað er að selja benzín í ílátum. Bann við sölu á áfengi Framlhald á bls. 2 Kínu og Sovétríkín undirritu viðskiptnsumning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.