Morgunblaðið - 15.09.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPT. 1357
IVIAOIVOSAR
SKIPHOLTI 21 SÍMAR 21190
effir lolcun simi 40381 ~
simi -j_44_44
m/iif/m
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITL A
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifalið < leigrugjaldi.
Sími 14970
BÍLALEIGAIM
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Síml 35135,
Eftir lokun 34936 og 36217.
y . - — sg/lA if/GA /V
IfiAiLU/næt?
RAUOARARSTÍG 31 SfMI 22022
Hesl til raflagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
Útvarps- og sjónvarpstæki
fiafmagnsvörubiíðin sf
Suðurlandsbraut 12.
Sími 81670 (næg bílastæði)
Ný íslenzk
skdldsaga
Bókaiitgáfan Tvistnr
GÚSTAF A. SVEINSSON
hæstaréttarlögmaður
Laufásvegi 8, sími 11171
son ,formaður Sviffiugfé-
lags íslands, skrifar:
★ „Þú varst eina
stjarnan mín“
„Gamall vegavinnumað-
ur“ skrifar
„Kæri Velvakandi!
í barnatíma útvarpsins
sunnudaginn 10. september
sungu telpur gullfallegt lag
og mér finnst nú, að það hafi
textinn þannig: „Við sátum
tvö . . .“. Viðlagið er: „Þú varst
eina, þú varst eina stjarnan
mín.“
Við að heyra þennan söng
rifjuðust upp fyrir mér ýmsar
hugljúfar endurminningar frá
sveitaböllum í gamla daga. En
það var skrítið, að ég mundi
frekar eftir landslaginu í kring
um mig (hraungjótum, gras-
bölum og skógarrjóðrum) en
kvenfólkinu, sem söng þetta
með mér í þá daga. Þetta sýn-
ir líklega að fagurt landslag á
við ekki síðra Ijóð, og hefst
sterkari ítök í manni en jafn-
vel ægifagurt kvenfólk (eins
allt verið þá). Þetta er til at-
hugunar fyrir Náttúruverndar-
ráð. Það gæti notað þetta i
áróðri sínum.
En svo að ég komist nú að
efninu: Hver orti ljóðið, hver
samdi textann, og síðast en
ekki sízt: hvernig er textinn?
Gæti Velvakandi eða einhver
hinna fjölmörgu lesenda hans
leyst úr þessu fyrir mig?
Með beztu kveðjum.
Gamall vegavinnumaður."
Velvakandi kann nú eitt-
hvert hrafl úr textanum, en
treystist ekki til þess að fara
rétt með hann. Rúm yrði veitt
hér fyrir umbeðnar upplýsing-
ar.
+ Til svifflugsáhuga-
manna
Þórmundur Sigurbjarna-
„Velvakandi!
Vegna fyTÍrspurnar „eins
með dellu“ sem birtist í blað-
inu laugardaginn 26. ágúst vil
ég gefa eftirfarandi uþplýsing
ar um starfsemi Svifflugfélags
íslands.
Félagið hefur því miður eng
an fastan samastað hér í borg
inni fyrir starfsemi sína. Starf
semi félagsins fer fram á Sand
keiði frá því í byrjun maí og
a.m.k. til septemberloka, og
eru allir þeir, sem áhuga hafa
á að kynnast svifflugi, vel-
komnir þangað, en flogin eru
kennsluflug öll k\röld og helg
ar, þegar veður lejrfir. Einnig
er kennt á daginn, aun.k. mán-
aðartíma á hverju sumri.
Hvert kennsluflug með kenn-
ara kostar kr. 110.— og kr.
150.—, eftir tegund véla. 30
flug eru lágmark fyrir byrj-
endur til einflugs.
Varðandi smíði á svifflugum
þá er það mikið vandaverk og
krefst mikillar kunnáttu í með
ferð líms og viðar og er ekki
á allra færi. Allir þeir, sem
hafa áhuga á að fræðast um
svifflug, eru velkomnir á Sand
skeið, og munu félagsmenn
fúslega veita allar upplýsingar
varðandi þessi mál.
F.h. Svifflugfélags íslands.
Þórmundur Sigurbjarnason,
formaður."
„Mér finnst lengdin
mátuleg“
„Haddi“ skrifar:
„Velvakandi góður!
Ég sendi þér þessar línur
til gamans, og tilefnið er stutta
pilsatízkan og vísa eftir Ká-
inn (K. N.), sem ég rak áugun
í. Honum gæfi heldur betur
á að líta þessa dagana, ef hann
væri okkar á meðal, og vafa-
laust honum til mikillar
ánægju, því að ef dæma skal
eftir vísunni hefir hann haft
yndi af „fögrum fótum“, eins
og fleiri, og myndi honum efa
laust hafa fallið tízkan á þessu
ári vel í geð. Ég læt nú Káinn
tala og vona, að fleiri hafi
gaman af en ég. Vísan er
svona:
Kæru dömur, hvað veit ég,
karl, um pilsin yðar,
en mér finnst lengdin
mátuleg
milli hnés og kviðar.
Með beztu kveðjum.
Haddl."
íslenzkt ferða-
mannaskip?
„Gói“ skrifar:
„Halló, Velvakandi!
Rætt er nú um það, að ís-
lendingar ættu að eignast eig-
ið skemmtiferðaskip. Líklega
til þess að fleyta landanum
milli Reykjavíkur, Kaupmanna
hafnar, Lundúna, Amsterdam
og Mallorca.
Yndisleg tilhugsun! Hugsið
ykkur íslenzkt skemmtiferða-
skip, með mörgum hundruðum
vetrarþreyttra íslendinga inn-
anborðs, þar sem barinn lokar
aldrei og hinn bannaði bjór
flæðir freyðandi um skrælþurr
ar skrifstofumannakverkar!
Mér finnst hugmyndin stór-
fín. En vegna vinnuveitenda á
landi hér legg ég til, að komið
verði á fót hvíldarheimili ein-
hvers staðar austur í sveitum
fyrir fólk, sem kemur úr slík-
um túr, svo að það geti jafn-
að sig, áður en það verður
verkfært, Þar yrði ekki ann-
að á boðstólum en Alka Seltz-
er og B-vítamin.
Gói“
Fleiri biðskyldu-
merki við Njarðar-
götu og Frakkastíg
Kr. G. skrifar m.a.:
„Um það bil þriðji hluti
Langholtsvegar hefur nú verið
breikkaður, og ökuskilyrði
hafa batnað mjög mikið. Sett
hefur verið biðskyldumerki
við gatnamót Álfheima og
Langholtsvegar, en þetta virð-
ist furðulegt fálm, þar sem
ekki hafa verið sett upp bið-
skyldumerki á neinum öðrum
gatnamótum við Langholtsveg.
Getur þetta því verið hættu-
legt og villandi, en nauðsyn-
legt er, að Langholtsvegur
verði aðalbraut fyrir öllum göt
um öðrum en Suðurlandsbraut
og Kleppsvegi."
Síðan fer Kr. G. þess á leiit,
að biðskyldumerki verði setí
við nokkrar götur inn á Njarð-
argötuna, þ.e. við Þórsgötu, Ei-
ríksgötu, Freyjugötu, Nönnu-
götu, Urðarstíg, Bergstaða-
stræti og Fjólugötu. Sama
þyrfti að gera við eftirtaldar
götur, sem liggja að Frakka-
stíg: Skólavörðustíg, útaksturs
veg frá bílastæði Iðnskólans,
Bergþórugötu, Kárastíg, Njáls-
götu, Grettisgötu og Lindar-
götu.
Að lokum skal þess getið,
bréfrrtara til fróðleiks, að
„æðstu menn löggjafarvalds-
ins“, framámenn löggjafans“,
„löggjafinn" og „lögreglustjór-
inn í Reykjavík“ eru ekki einn
og sami aðili.
H-dagurinn
Vegna bréfs frá St. D.
um H-daginn á íslandi", vill
Velvakandi benda bréfritara á,
að ábendingar hans ættu frem
ur að sendast þeim aðiljum,
sem um breytinguna eiga að
sjá, en Velvakanda.
★ Að gefnu tilefni
Að gefnu tnefni tekur
Veivakandi fram, að bréf eða
gremar, sem þegar hafa birzt
í öðrum blöðum, eru að öðru
jöfnu ekkr endurbirtar í dálk-
um hans.
Weston-teppi
ú ber steingólf
ofið yfir allt gólfið
Alafoss, Þingholtsstræti 2. Sími 13404
Þeir eru komnir aftur í öllum
regnbogans litum.
Rósótt creton í setu og baki.
r»o
iWöIlirp
Simi-22900 Laugaveg 26