Morgunblaðið - 15.09.1967, Blaðsíða 32
IHJARTA BORGARINNAR
ALMENNAR TRYGGINGAR £
FOSTUDAGUR 15. SEPTEMBER 1967
AUGLYSINGAR
SÍMI 22.4.SO
Herða eftirlit við
merktar gangbrautir
Óeinkennisklæddir lögreglumenn
i umferðinni — Ökufantar teknir
strax til yfirheyrslu.
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
izt svohljóðandi fréttatilkynn-
ing frá lögreglunni og umferð-
arnefnd Reykjavíkur vegna
hinna tíðu gangbrautaslysa:
Þrátt fyrir stöðugt og vaxandi
eftirlit með ökumönnum og
öðrum vegfarendum í borginni,
hafa mörg alvarleg slys orðið í
umferðinni undanfarið. Lög-
reglan og umferðaryfirvöld
borgarinnar líta á það sérstak-
lega alvarlegum augum, þegar
ekið er á gangandi fólk á merkt-
um gangbrautum. Verður einsk-
is látið ófreistað til þess að ná
til þeirra ökumanna, sem sýna
óaðgæzlu við merktar gang-
brautir og jafnframt er skorað
á almenning að tilkynna iög-
reglunni um skrásetninganúmer
á þeim bifreiðum, sem sýna víta
verðan akstur. Rétt er þó að
minna gangandi vegfarendur á,
að sýna fyllstu aðgætni, er þeir
ganga yfir götur á merktum
gangbrautum.
Ákveðið hefur verið að herða
mjög eftirlit við merktar gang-
brautir í borginni. Um óákveð-
inn tíma verða í umferðinni óein
kennisklæddir lögreglumenn á
bifreiðum, sem ekki eru merkt-
ar lögreglunni, að öðru leyti en
Framh. á bis. 31
Fólk gengur yfir sebrabraut á Laugavegi. Jafnt gangandi sem akandi vegfarandur verða
að gæta fyllstu varúðar við gangbrautir.
2. gangbrautarslysið á 2 dögum
Maður meiddist alvarlega
í umferðarslysi á Hringbraut
MAÐUR meiddist alvarlega í
■umferðarslysi í Reykjavík í
fyrrakvöld. Varð hann fyrir
'bifreið, þegar hann var að
ganga yfir merkta gangbraut
á Hringbrautinni, mótfc við
‘Laufásveg, rétt neðan við
Kennaraskólann gamla. Slys
af þessu tagi eru orðin mjög
tíð t.d. varð piltur fyrir bif-
reið við áþekkar aðstæður á
Laugarvegi daginn áður, og er
augljóst að ökumenn sýna
ekki nægilega mikla aðgæzlu
í akstri við gangbraiutir. Rétt
er þó að brýna fyrir gangandi
vegfarendum, að gangbrautir
Ieysa þá ekki frá þeirri skyldu
að sýna fyllztu varkárni, þeg
'ar þeir ganga yfir götur.
Slysið á Hringbrautinni var
tilkynint til lögireglunnar kl.
22,15. Varð það með þeim
hætti, að maðurinn var á
gangi á nyrðri gangsétt en
ætlaði suður yfir Hringbraut
ina á gangbrautinni, sem er
greinilega merkt með stöðug
um ljósum. Maðurinn var kom
inn yfir aktorautina og beið
eftir að komast yfir þá syðri
á götueyjunmi, sem skilur ak-
brautirnar að. í sömu mund
Framh. á bls. 19
Saltað úr Gísla Árna á Raufarhöfn
Raufarhöfn, 14. september.
Frá blaðamanni MBL.
Óla Tynes.
TÍU eða tólf bátar liggja nú í
Raufarhöfn, en aðeins er saltað
upp úr einum þeirra. Það er
Gísli Árni, sem kom inn í dag
með rúm 320 tonn af síld.
Ég hitti Eggert Gíslason, sem
sagði að þeir hefðu fengið afl-
ann 650 oiílur frá Langanesi.
„Það tók okkur þrjá sólar-
hringa, að komast til hafnar", og
við vorum með ísaða síld í fram
lestinni ,sem tekur 145 tonn.
Það verður að sjálfsögðu ekki
hægt að salta hana alla, en það
hefur sitt að segja að aflinn er
algjörlega óskemmdur".
Hér á Raufarhöfn eru staddir
Séð yfir hluta þilfarsins á „Kosmos“ hinum norska. Skip-
ið, sem byggt er sem hvalveiði skip, var sent til Svalbarða þar
sem það saltaði 25750 tunnur. Ferðin tókst mjög vel. — Sjá
grein bls. 17.
Haraldur Gunnlaugsson og Jón
Sigurðsson frá Síldarútvegs-
nefnd og þeir segja að síldin sé
öll mjög góð.
En þrátt fyrir góða síld væri
erfitt að salta á Raufarhöfn í
dag ef ekki kæmi til fyrir-
hyggja þeirra, sem á móti síld-
inni taka.
Á söltunarstöðinni Óðni, þar
sem Gísli Árni leggur upp hefur
verið byggt veglegt hús, þar sem
söltunin fer fram.
Það er slagveður á staðnum
og vinnuskilyrði væru mjög
slæm ef ekkert húsaskjól hefði
verið fyrir hendi. Þegar er búið
að salta um 400 tunnur upp úr
Gísla Árna og búizt við að þær
verði um 600.
Það er erfitt með vinnuafl á
söltunarstöðvunum núna og
menn hafa orðið að þeytast
fram og aftur til þess að ná í
mannskap.
Skipstjórar og síldarsaltendur
eru að sjálfsögðu nokkuð ugg-
andi um framtíðina í þessum
efnum, ef síldin kemur upp að
Framih. á bls. 31
5 togarar og 80-
90 bátar teknir
—fyrir óiöglegar veiðar það sem af er árinu
—Tveir Eyjabátar teknir í fyrrakvöld
VARÐSKIPIÐ Albert tók í fyrra
kvöld Vestmannaeyjubátinn Sjö-
stjörnuna VE 92 að meintum ó-
■'löglegum togveiðum við Ingólfs-
'höfða.
Á Ieiðinni til Vestmannaeyja
með Sjöstjörnuna tók Albert ann
an Vestmannaeyjabát, Ver VE
200, að meintum ólöglegum veið
um út af Vík í Mýrdal.
Réttarhöld í máli beggja skip-
stjóranna hófust í gær hjá bæj-
arfógetanum í Eyjum.
Landhelgisgæzlan tjáði Morg-
únblaðinu í gær, að það sem af
ér þespa árs hafi 5 togarar ver-
lð teknir að ólöglegum veiðum
hér við land og milli 80 og 90
bátar fyrir ólöglegar dragnóta-
veiðar eða togveiðar.
Vélskóli íslands
VÉLSKÓLI íslands verður sett-
ur í dag kl. 2 í Hátíðasal Sjó-
mannaskólans. Fleiri nemendur
verða við skólann nú en nokkru
sinni áður.
404 hvalir
hafa veiðzt
SÍÐDEGIS í gær höfðu alls
404 hvalir veiðzt, að sögn
Lofts Bjarnasonar, fram-
kvæmdastjóra Hvals h.f.. Á
sama tíma í fyrra hafði veiðzt
401 hvalur.
Hvalveiðivertíðin hófst nú
viku síðar en í fyrra en þann
tíma veiddust 17 hvalir.
Var togaraskipstjóri á íslandsmiðum í 40 ár:
Síðasta óskin að öskunni
yrði dreift á Skagagrunni
KLUKKAN 8.50 sl. miðviku-
dagsmorgun fór fram sérstæð
athöfn um borð í brezka eftir-
litsskipinu Malcolm á Skaga-
grunni. Þá var ösku gamals og
þekkts skipstjóra frá Hull, Am-
brose Fishers, dreift yfir sjóinn
í norðvestan stormi.
Athöfninni var útvarpað frá
eftirlitsskipinu (um VHF) svo
áhafnir brezkra togara á ísúands-
miðum gætu fylgzt með athöfn-
inni. Vitað er að margir brezkir
togarar hlustuðu á athöfnina,
einkum togarar frá Hull.
Ambrose Fisher lézt fyrir
skömmu í Hull, en hann hafði
verið skipstjóri á togurum það-
an á íslandsmiðum í 40 ár. Síð-
asta ósk hins aldna skipstjóra
var, að ösku hans yrði dreift á
íslandsmiðum, helzt á Skaga-
grunni.
Nánustu ættingar Fishers
skipstjóra voru samþykkir þess-
ari tilhögun og sáu um að ósk
hins látna yrði framfyigt.
Þegar eftirlitsskipið Malcolm
kom á íslandsmið sl. miðviku-
dagsmorgun hafði það meðferð-
is ösku Ambrose Fishers, sem
varið hafði mestum hluta ævi
sinnar til fiskveiða á íslandsmið-
um.