Morgunblaðið - 15.09.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.09.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPT. 1967 MAYSIB CREIG: ^ Læknirinn og dansmærin Það datt alveg ofan yfir hana. Hún var ekki búin að vera sól- arhring í þessu húsi, en þegar hafði henni verið gefið þessi fáránlega uppásitunga. Hana langaði mest til að hafna henni hiklaust ...... en hálf milljón dala? Þá gæti hún gifzt Tim og ef hún gengi vel frá þessum pen- ingum, gátu þau lifað þægilegu lífi saiman. Hún skyldi ekki leyfa honum að spila þeim burt, en hinsvegar gæbu þau lifað þægi- legu lífi. Hún gæti útskýrt fyr- ít honium, hvernig í öllu lægi. Hann var bæði veraldarvanur og frjáilslyndur. En hún hikaði nú samt við þetta. — Get ég gefið yður svarið mitt einhverntíma seinna? Ég get ekki ráðið það við mig strax. Þér skiljið, að ég þekki yður ekki neitt. — Þér eigið við, að þér vitið ekki, hvort ég stend við minn hluta samningsins? Röddin var þurrleg, en það var eins og hon- um væri ofurlítið skemmt. — Ég fullvissa yður, að þér þurfið ekk ert að óttast af minni hálfu, Yvonne. Þetta væri hreinn og beinn viðskiptasamndngur. Ég er orðinn þreyttur á að vera giftur konu, sem eyðir öllum sín- um stundum í samlkvæmum og næturklúbbum. Ég vil fá frelsi mitt, og ég er viss um, að ef ég sæi Grace almennilega farborða, mundi hún ekki hafa neitt við þetta að athuga. En ég verð bara að geta sýnt fram á einhverja ástæðu til þess að vilja losna við hana. Ég vil, að þér berið það fram, að ég sé orðinn ást- fanginn af yður. — Ef úr skilnaði yrði, hvort ykkar mundi þá fá umsjón með Dickie? — Áður en ég gæfi henni líf- eyri, m-undi ég setja það upp, að ég hefði umráðin yfir Dickie. Móðir hans hefur engan tíma H & R Johnson Ltd. NEFNIÐ HARMONY OG ÞÉR FÁIÐ ÞAÐ FALLEGASTA Harmony, einlitu og æðóttu postulínsfiísarnar frá H&R Johnson, þykja sérstaklega smekklegar. Sannfærizt sjálf með þvt að skoða í byggingar- vöruverzlunum litprentaða bæklinga, þar sem sýnd- ir eru allir helztu möguleikar í litasamsetningum. Biðjið verzlunarmanninn að sýna yður HARMONY flfsarnar og HARMONY bæklinginn — og hann er með á nótunum. HARMONY flísarnar fáið þér hjá eftirtöldum bygg- ingavöruverzlunum: Byggingavöruverzlun Kópavogs — Kársnesbraut 2, Kópavogi, sfmi 41010. ip H. Benediktsson hf. Suðurlandsbraut 4, sími 38300. ■| Járnvörubúð KRON Hverfisgötu 52, sími 15345. isleifur Jónsson hf., byggingavöruverzlun, ™ Boiholti 4, slmi 36920. KEA byggingavörudeild, ™ Akureyri, sfmi 21400. Byggingavöruverzlun Akureyrar ™ Glerárgötu 20, simi 11538. Sveinn R. Eiðsson Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði. Einkaumboð: John Lindsay hf. AÐALSTRÆTI 8, SÍMAR 15789 OG 10960 Mér var sagt að þú hafir fundið upp eldinn. Gæti ég fengið smáljós? aflögu handa honum, með öllum þessum samkvæmum sínum. Hann hefur alltaf verið pabba- dreng'Ur. —- Ég held ekki, að mér lítist á þetta að neinu leyti, sagði hún En hálf mililjón er freistandi. Þér skiljið, að ég er ástfangin af manni, sem etr ekki ríkur. Með þessu móti gætum við lifað góðu lífi. — Þér yrðuð að leika yðar hlutverk til fullnustu, sagði hann. — Þangað til s'kilnaðurinn er kominn í kring. En þá yrðuð þér frjáls. Ég svar það, Yvonne, að þá skylduð þér verða full- komlega frjáls. — Ég vildi nú íhuga þetta samt, sagði hún. — Hafið þér nokkuð á móti því að ég fari upp í herbergið mitt og fari að hátta? Ég hef átt langan og strangan dag, og er heldur ekki vel góð í fætinum. Hann stóð upp og rétti snöggt höndina að henni. — Já, farið þér bara að hátta, góða mín. Hugsið þér vel um það, sem ég hef sagt, en nefnið það ekki við neinn. Ég vona, að þér verðið betri í fætinum í fyrramálið. Annars kemur hann Sellier lækn ir og hann getur athugað yður betur. 6. kafli. Sellier læknir kom næsta morgun klukfkan ellefu, eftir að hann hafði lokið morgunstörf- um sínum í ameríska sjúkrahús- inu. Grace Hennesy talaði fyrst við hann. Yvonne sá henni bregða fyrir í skrautlegum morg unslopp. Hann fór henni sérlega vel. Hún var ein með læknin- um í svefnherberginu, nokkra stund. Yvonne hafði enga hug- mynd um, hvað að henni gekk, nema hvað einhverntíma hafði verið minnzt á, að hún væri eitt hvað veil fyrir hjartanu. Hún leit annars fullhraustlega út, og hafði þó verið í samkvæmi fram á rauðan morgun. En Marcel var óneitanlega aðlað- andi maður. Hún fann til ein- hvers, sem hefði vel getað verið afbrýðissemi. Loksins kom Marceil inn í leikstofuna til þess að líta á hana. Hún sendi Dickie út í garð að leika sér, meðan hann væri að athuga á henni fótinn. Framkoma hans hafði hugg- andi áhrif á hana. Henni fannst hann miklu fremur vera trún- aðarvinur en læknir. Hann sagð- ist vera ánægður með framfarirn ar hjá henni. — En þér megið bara ekki reyna ofmikið á fót- inn, sagði hann. — Þér verðið að fara yður hægt fyrsf um sinn. Hún brosti. — Það er nú ekki gott að fara sér hægt, þegar maður hefur ærslabelg eins og Dick Hennesy á sínum snærum. Hann brosti. — Ég skil hvað þér eigið við. Hann er víst hálf- gerður vandræðaikrakki að fást við. — En ég kann nú vel við hann sagði hún innilega. — Hann er með allskonar hrekki, en indælis barn samt. — Þykir yður vænt um börn? Hún kinkaði kolli. — Já, ég elska börn. Ég á bróðurson og bróðurdóttur, sem eru sérlegir vinir mínir. Hann hikaði, en sagði svo með þessu indæla brosi sínu: — Þér vilduð víst ekki koma úit að borða með mér, eitthvert kvöld- ið — fyrsta kvöldið, sem þér aigið frí? — Frú Hennesy sagði, að ég gæti alltaf átt frí á föstudags- kvöldum, og svo eitt kvöld á viku í viðbót. — Það er ágætt. Þá skuilum við segja á föstudaginn kemur. Ég ætla að koma að sækja yður klukkan um sjö. Grace Hennesy var í rúminu það, sem eftir var þessa dags. — Grace heldur, að hún sé eitt- hvað veil fyrir hjartanu, sagði Aron við Yvonne við hádegis- verðinn. — Og Sellier læknir er mjög samúðarfullur. Hann er það sjálfsagt við alla ríka sjúkl- inga. Yvonne hreyfði andmælum. — Þannig heild ég, að Sellier lækn- ir sé alls ek'ki. Hann leit fast á hana. — Þið kvenfólkið virðist allar vera eitthvað veikar gagnvart Sellier lækni, og ég skal alveg játa, að hann gengur í augun. En ég er alveg viss um, að það gengur ekkert að Grace. Hún væri kom- in á fætur, ef eitthvert sam- kvæmi væri á næstu grösum. — Hún var mjög föl í morg- un .... — Það væruð þér líka, ef þér hefðuð vakað tiil klukkan sex að morgni. Síðdegis þennan dag fór hún með Dicke niður á einka-bað- ströndina tií að syndla. Sjálf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.