Morgunblaðið - 15.09.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.09.1967, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. SEPT. 1967 s V i \ \ í 5 s s ) títgefahdi: Framkvæmdastjóri: iRitstjórar: Ritstj órnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: f lausasölu: Áskriftar.gjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-400. Aðalstræti 6. Sími 212.-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ERFIÐLEIKAR OG MANNDÓMUR Tslenzka þjóðin gerir sér það ■* í dag almennt ljóst, að erf- iðleikar steðja að efnahags- og atvinnulífi hennar. Mikið verðfall hefur orðið á íslenzk- um afurðum á erlendum mörkuðum og dregið hefur verulega úr sjávarafla. Af þessu hlýtur óhjákvæmilega að leiða margvíslegan vanda. í þessu sambandi er rétt að gera sér það ljóst, að það sem nú hefur gerzt er engin nýj- ung í íslenzku efnahagslífi. Það hefur oft komið fyrir, að verðlag hefur lækkað á íslenzkum afurðum erlendis. Hitt er ekki síður algengt, að aflabrögð hafa reynzt stopul. Síldveiði hefur brugðizt fyrir Norðurlandi langtímum sam- an og þorskgöngur hafa reynzt brigðular á mið fyrir einstökum landshlutum. En þjóðin hefur sigrazt á þeim erfiðleikum, sem af þessu hefur leitt. Hún hefur tekið á vandamálunum af manndómi og festu. Vitanlega mun svo einnig fara nú. Það er vissulega óþarfi að tala um þau vandamál, sem nú steðja að, eins og þau eigi sér ekk- ert fordæmi í íslenzkri sögu, eða séu jafnvel lítt viðráðan- leg. Sannleikurinn í málinu er sá, að íslenzka þjóðin hefur aldrei verið þess jafnvel búin að mæta erfiðleikum og ein- mitt nú. fslendingar eiga í dag stórvirkari og afkasta- meiri framleiðslutæki en nokkru sinni fyrr. Þess vegna geta þeir t. d. sótt á fjarlæg mið og dregið þar björg í bú. Aðalatriðið nú er, að þjóð- in líti raunsætt á hag sinn, geri sér ljósa þá erfiðleika sem að steðja og snúist við þeim af ábyrgðartilfinningu og raunsæi. Ef hún gerir það, er það engum efa undir orpið, að sigrast verður á stundarerfið- leikum nú eins og jafnan áð- ur. Þjóðin í heild og einstakl- ingar hennar verða að miða eyðslu sína og framkvæmdir við raunverulega getu sína. Nauðsyn þessa gerir allur almenningur sér ljósa. Þing og stjórn verða svo að gera þær ráðstafanir, sem gera þarf. Óþarfi er að gera því skóna, að þjóðin snúist gegn hyggilegum og réttlátum að- gerðum. Reynsla fyrri ára sannar, að yfirgnæfandi meirihluti íslendinga lítur á málin af raunsæi og ábyrgð- artilfinningu. Það sannaðist t. d. greinilega árið 1960, þeg- ar Viðreiðsnarstjórnin gerði róttækar ráðstafanir til að bægja frá því hruni, sem við blasti þegar vinstri stjórnin hrökklaðist frá völdum. Þær ráðstafanir voru ekki allar vinsælar í fyrstu. En almenn- ingur sá, að þær voru nauð- synlegar og vottaði ríkis- stjórninni traust sitt fyrir þær að loknu kjörtímabili. íslenzka þjóðin þarf um- fram allt að vita sannleikann um ástand efnahagsmála sinna. Þess vegna er eðlilegt og sjálfsagt að spilin séu á hverjum tíma lögð á borðið. Vinstri stjórnin reyndi að dylja þjóðina sannleikans um ástand mála hennar. En henni tókst það ekki til lengdar. Skuldaskilin urðu ekki um- flúin. Viðreisnarstjóínin hef- ur hins vegar alltaf lagt áherzlu á að gera þjóðinni sem gleggsta grein fyrir ástandi mála hennar á hverj- um tíma. Þeirri stefnu mun hún áreiðanlega fylgja fram- vegis sem hingað til. Þess vegna mun líka almenningur í landinu taka þeim ráðstöf- unum, sem nauðsynlegar eru til að mæta aðsteðjandi vanda af þroskaðri ábyrgðartilfinn- ingu. Íslendingíir munu sigr- ast á þeim erfiðleikum, sem að efnahagsdífi þeirra steðja í dag á sama hátt og þeir hafa gert það áður fyrr. NÝ AFSTAÐA TIL KÍNA Iin svo- „TVfenningarbyltingi1 nefnda á meginlandi Kína hefur vakið athygli um heim allan og fjölmargar skýringar verið settar fram af þeirrt, sem kallaðir eru „Kínasérfræðingar“, á orsök- um hennar. Líklegast er þó, að enginn Vesturlandabúi geti gert sér nokkra skynsam lega grein fyrir undirrótum þeirra atburða, sem þar hafa gerzt nú um tveggja ára skeið. Hitt er ljóst, að slíkur órói í þessu öfluga Asíuríki er veruleg ógnun við friðinn í heiminum og hefur það komið skýrlega í Ijós í óeirð- unum í Hong Kong, átökum Indverja og Kínverja og framkomu Kínverja gagn- vart erlendum sendiráðum í Peking. Fram á síðustu ár hefur þó öllum verið ljóst, að Kína hefur ekki búið yfir þeim hernaðarlega styrkleika, sem gerir þessu Asíuveldi kleift að hleypa af stað nýrri stór- styrjöld, en sú aðstaða er nú að breytast. Kína hefur nú yfir að ráða vetnissprengjum Ný risaþota á markaöinn 1972 LOCKHEED flugvéla- smiðjurnar bandarísiku hafa ákveðið að hefja smíði á nýrri risaíþötu, sem taka á 300 farþega og fljúga með 600 mílna (965 km.) hraða á klst. Áætl- að er að þotan verði kom- in á markaðinn árið 1972, og gera forstöðumenin smiðjanna sér vonir um að selja alls um 800 vélar af þessari gerð á næstu 15 árum fyrir um 600 millj- arða króna. Þessi nýja risaþota verð ur tveimur árum á undan risaþotu, sem Bretar, , Frakkar og Vestur-Þjóð- verjar ætla að smíða í sam einingu, en endanlega verð ur gengið frá samningum um þá samvinnu í dag (föstudag). Evrópska risa- þotan verður knúin tveim- ur öflugum Rolls Royce Framhald á bls. 18 Bretar og Frakkar vinna að smíði nýrrar farþega-þotu, sem á að fljúga hraðar en hljóðið. Hér sést líkan af þotunni í flugvélasmiðju Sud-Aviation ffélagsins í Toulouse. UTAN ÚR HEIMI og talið er að það muni hafa í höndunum eldflaugar, sem flutt geta þessi vopn milli heimsálfa um miðjan næsta áratug. Þetta eru kaldar stað- reyndir, sem menn verða að horfast í augu við. í ljósi þeirra virðist nú kominn tími til að leitað verði annarra leiða en hingað til, til þess að bæta sambúðina við Kína og á þetta sérstaklega við um Bandaríkin. Einstaka stjórn- málamenn þar í landi, m. a. Robert Kennedy, öldunga- deildarmaður, hafa þegar imprað á slíkum breytingum. Kína er nú lokað land, þav sem hundruð milljóna eru aldar upp í hatri á vestræn- um þjóðum. Mestu ógnar- vopn nútímans eru geigvæn- legust í höndum fólks, sem hefur takmarkaða þekkingu á öðrum þjóðum en býr yfir ofsafengnu hatri á því fólki, sem þar býr. Að óbreyttu á- standi mun heimsfriðnum mikil hætta búin eftir rúm- lega hálfan áratug. Þess vegna er nú tími til kominn að reyna að auka skilning Kínverja á öðrum þjóðum og leitast við að bæta sambúðina við þá. Kommúnisminn í Kína er staðreynd, sem ólík- legt er að breytist í náinni framtíð þrátt fyrir þann óróa, sem nú er í landinu, og hin bætta sambúð vestrænna þjóða við Sovétríkin sýnir að von ætti a. m. k. að vera til þess, að þjóðir, sem búa við ólíkt þjóðsikipulag, geti lifað saman í friði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.