Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.09.1967, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPT. 1967 Ver/ð nœrgœtin við dýrin Bandarískt fjármálarit um Búrfell og álbrceðslu: Til fyrirmyndar öðrum þjóðum I. Slátrun búfjár. Samband Dýraverndunarfélaga fslands (SDÍ) leyfir sér afi vekja athygli á nokkrum megin- atriðum reglugerðar um slátrun búfjár: 1) Þegar búfé er slátrað skal þess gaett, að eitt dýrið borfi eigi á slátrun annarra ag að þau dýr, sem til slá-trunar eru leidd, sjái ekki þau, sem þegar hefur verið slátrað. Ennfremur sé þess vand- lega gætt, að blóð ag gor renni ekki undir búfé sem bíður slátr- unar. 2) í hiverju sláturhúsi skal vera sérstakur banaklefi. 3) Eigi mega aðrir deyða bú- fé en fullveðja og samvizkusam- ir menn, sem kunna að fara með þau áhöld sem heimilt er að nota við deyðingu. 4) Börn innan 14 ára aldurs mega ekki vera viðstödd eða aðstoða við deyðingu búfjár t.d. hræra í blóði, blóðga o.s.frv. 5) Við slátrun skal þess ávallt gætt, að dýr sé meðvitundarlaust áður en því er látið blæða með skurði eða hjartastungu. 6) Ekkert dýr með deyða með hálsskurði, mænustungu né hjartastungu — hvorki við heima slátrun eða í sláturhúsi. 7) Hross, nautgripi og svín skal deyða með skotvopni, sauð- fé og geitfé annað hvort með skotvopni eða helgrímu. 8) Að marggefnu tilefni skal vakin athygli á því að brynna þarf og gefa fóður þeim slátur- dýrum, sem geyma verður á slát urstað yfir nótt eða helgi. Vegna stórgripa, sem geyma þarf, er til þess er mælzt, að í sláturhús um, þar sem stórgripaslátrun fer fram, séu básar búnir jötu og brynningartækjum. Ath.: Þar sem rannsóknir hafa sýnt að hinar nýju „hljóðlausú' fjárbyssur eru á allan hátt mann úðlegri en hinar eldri, eru slátur- leyfishafar hvattir til þess að afla sláturhúsum sínum slíkra tækja. II: Göngur og réttir eru að hefj- ast, því eru framundan stór- feldir reksitrar og búfé eð’a flutn- ingar með vögnum og skipum.. Samband Dýraverndunarfélaga íslands leyfir sér því að vekja athygli á eftirfarandi atriðum reglugerðar um meðferð búfjár við rekstur og flutninga: 1) Við rekstur og flutninga skal ávallt sýna búfé fyllstu nærgætni, svo að því líði vel eins og kostur er. 2) Þegar sauðfé ei flutt á bif- reiðum, skal ávalt hafa gæzlu- mann hjá því, jafnvel þó um skamman veg sé að ræða. 3) Sérstaka athygli vill stjórn SDÍ vekj.a á því, að samkvæmt gildandi reglugerð um flut.ning búfjár er algerlega óheimilt að flytj búfé í tengivögnum (t.d. jeppakerrum eða heygrindum), sem eigi er leyfilegt að hafa menn í til gæzlu. 4) Bifreiðar þær, sem ætlaðar eru til sauðfjárflutninga, skal útbúa með pallgrindum, sem skulu vera svo þéttar, að eigi sé hætta á, að dýrin festi fætur í þeim, og gerðar úr traustum sléttum við, án skarpra brúna eða horna. Eigi skulu slíkar pall- grindur vera lægri en 90 cm. Hólfa skal pall sundur í stíur, er rúmi eigi yfir 12 kindur. Ef flutn ingaleið er lengri en 50 km. á að hólfa pallinn sundur í miðju að endilöngu, svo að engin stía nái yfir þveran flutningspall. 5) Á pallium sé komið fyrir þeim útbúnaði, sem bezt dregur úr hálku, svo búféð nái að fóta sig, sem bezt. Séu notaðar grind- ur, líkt og þær sem tíðkast í f jár- húsum, skulu rima.r vera tivö- faldar, þær efri þver§um á bíl- pallinum og þéttari en rimar í fjárhúsgrindum. 6) Leitazt skal við að flytja fé meðan dags'birtu nýtur. Verði — um iðnvœðingu og nýtingu náttúruauðlinda í MARZHEFTI bandaríska því eigi við komið, ska.1 hafa ljós á bifreiðarpalli, svo að vel sjáist um allan pallinn meðan á flutningi stendur. 7) Til að forðast hnjask eða meiðsli skal búa svo um, að unnt sé að láta búfé ganga á flutningspall og af. 8. Ef flutningur tekur lengri tkna en 12 klst., skal sjá dýrun- um fyrir nægilegu fóðri og vatni. Vakin skal athygli gangna- manna á því, að tekin sé fjár- byssa með í göngur, svo deyða megi lemstráð fé með skoti. Var- ast skyldu gangnamenn að reiða eða flytja á annan hátt lemstrað fé. f stjóm SDÍ Þorbjörn Jóhannesson, form. Tómas Tómasson, varaform. Hilmar Norðfjörð, gjalkeri Þorsteinn Einarsson ritari Ásgeir Ó. Einarsson, ritari Guðmundur Gíslason Hagalín Þórður Þórðarson tímaritsins „Finance“, sem að allega mun lesið í fjármála- heimi Bandaríkjanna, birtist grein um Ssland, þar sem sér staklega er vakin athygli á byggingu álbræðslunnar í Straumsvík og Búrfellsvirkj un. í greininni segir að þess ar framkvæmdir geti orðið til fyrirmyndar „öðrum þró unarlöndum“, eins og komizt er að orði, sem hafi yfir að ráða meiri náttúruauðlindum en ísland. „Þessar fram- kvæmdir sýna, að samvinna um nýtingu auðlinda geta hleypt af stað iðnvæðingu, sem er markmið flestra hinna nýju þjóða“, segir tímaritið. „Margar þessara þjóða hafa yfir að ráða vatnsafla. sem þær vilja gjarnan nota til uppbygg- ingar orkufreks i'ðnaðar en slíík- ur iðnaður krefst imikillar fjár- festingar í upphafi og fjánmagn er takmarkað um heim allan- Þessar framkvæmdir eru einnig athyglisverðar að því leyti, að fjármagn til þeirra kemur bæði frá einkaaðilum og opinberum aðilurn. ísland hefur sýnt, að til þess að afla slíks fjármagns, er ekkert sem kemur í stað lán- strausts, sem skapast hefur vegna stjórnmálalegs öryggis, og þess, að íslendingar greiða sikuldir sínar og eru reiðubúnir að takast á við efnahagsleg vandamál, þegar þeirra verður vart. Þessir eiginleikar gerðu fslandi kleyft að afla fjár- magns til þessara framkvæmda og reynsla annarra þjóða gæti orðið hm sama.“ Blaðið *egir, að það kunni að virðast fráleitar fyrirætlanir að byggja ál'bræðslu á íslandi, sem . staðsett sé langt norður í Atlantshafi, þúsundir mílna frá báxítnámum og áli, en mikil og ódýr raforka sé skýringin á þvi, að þetta sé hægt. Það segir enn- fremur að hér sé um að ræða mikla fjárfestingu á íslenzkan mæliikvarða, fjárfestingu, sem mundi samsvara 100 milljarða dala fjárfestingu í Bandarikj- unum. Það segir, að öflun fjár- magns til framkvæmdanna hafi verið þeim mun erfiðari, sem margir aðilar hafi átt hlut að máli og hver og einn gætt sinna hagsmuna vandlega. Ennfremuir hafi þetta tekizt á erfiðum tím- um í hinum alþjóðlega fjármála heimi og eigi það bæði við um alþjóðlegar lánastofnanir og einkaaðila. Blaðið gerir siðan nokkra grein fyrir atvinnulífi íslendinga, segir, að sérfræð- ingar telji fiiskimiðin umhverfis landið hin auðugustu í heimi og telur fslendinga meðal mestu fiskveiðiþjóða heims. Síðan seg- ir blaðið: „Samt sem áður óttast íslendingar, að hin góðu lifs- Átta menn hafa verið formenn V.Í. FYRSTI formaður Verzlunar- ráðs fslands var Garðar Gísla- son. Garðar sbofnaði umboðs- verzlun í Leith 1901 og setti upp útibú í Reykjavík 1903 og heild- verzlun. Fluttist hann hingað til lands 1909. Á seinustu árum sín- um rak hann heildverzlun í New York, um skeið með útibúi í Suður-Ameríku, en synir hans og tengdasonur ráku verziunina hér heima. Garðar var um fjöl- margt brautryðjandi í ísL Verzl- unarmálum. Ólafur Johnson var formaður Verzlunarráðs 1921. Ólafur stoff aði heildsölufyrirtækið O. John son og Kaaber árið 1906. Hann var verzlunarerindreki í Ame- ríku 1917—18 og lét mörg við- skiptamál til sín taka, einkum á vegum Verzlunarráðsins. í formannstíð hans var stofnað til kaupþings, er tók til starfa upp úr áramótum 1922. Hallgrímur Benediktsson var formaður Verzlunarráðs frá 1934 — 1949. Hallgrímur var einn af helztu kaupsýslumönn- um síns samtíma og kom víða við opinber mál og félagsskap. í formannstíð hans komu mörg merkileg mál fram, m. a. vora Verzlunaráðinu sett ný lög 25. júní 1934, að ýmsu leyti miðuð við ný verkefni og nýjan verka- hring, og skyldi ráðið meira en áður sniðið eftir starfsháttum sams konar erlendra verzlunar- ráða. Eggert Kristjánsson tók við formannsstörfum 1949 og gegndi þeim til ársins 1956. Eggert stofnaði umboðs- og heildverzl- un sína 1922. Einnig stofnaði hann ásamt fleirum Kexverk- smiðjuna Frón 1926 og átti auk þess sæti í stjórn fleiri fyrir- tækja, Eggert var formaður Fé- lags islenzkra stórkaupmanna 1932—1949 og heiðursfélagi þess. Hann sat í stjórn Félags ís- lenzkra iðnrekenda 1933—1939 og átti ennfremur sæti í stjórn Vinnuveitendasambandsins. Gunnar Guðjónsson var kos- inn formaður á aðalfundi Verzl- unaráðsins 1956. Gunnar er mjög kunnur athafnamaður og hefur t. d. verið stjórnarformað- ur Olíuverzlunar íslands, Sænsk- íslenzka frystihússins h.f„ og átt sæti í stjórn Síldar og fiskimjölsverksmiðjunnar í Reykjavík, verið í varastjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna og í Samlagi skreiðarfram- leiðenda, og þegar Stéttarsam- band fiskiðnðarir.s var stofnð 1964, varð hann formaður þess. Þorvaldur Guðmundsson gegndi formannsstörfum Verzl- unarráðsins 1962—1965. Þor- Garðar Gíslason fyrsti formaður V. í. valdur er þekktur athafnamaður og hóf sinn atvinnurekstur vest- ur á ísafirði 1935, en þar rak hann ásamt öðrum niðursuðu- fyrirtæki. Þorvaldur var for- stjóri niðursuðuverksmiðju SÍF í Reykjavík 1937—1944, en það ár stofnaði hann fyrirtæki sitt Síld og fiskur og hefur rekið það síðan. Þorvaldur hefur haft mikil afskipti af veitinga og gistihúsamálum hérlendis og í FLESTUM atvinnurekstri skap- ast þörf á að endurskoða með nokkru millibili þann ramma, sem athafnasvæði, húsakostur og niðurskipan hans ásamt skipu- lagi véla, tækja, birgðageymslana og flutningaleiða markar starfs- seminni. Þetta á ekki sízt við í vaxandi fyrirtækjum, þar sem þrengsla gætir og þörf er við- bótar eða nýs húsnæðis. Hér geta einnig hreinar hagkvæmniástæð ur legið til grundvallar, eða búa starfseminni betra skipulag og nýta betur núverandi aðstöðu. Skiptir að sjálfsögðu miklu máli, að forstöðumönnum fyrir- tækja, hvort heldur um er að ræða iðnfyrirtæki, dreifingar- fyrirtæki eða annan rekstur, sé ljóst, hvaða tökum vandamál af þessu tagi skuli tekin. Dagana 4.-5. okt. efnir Iðn- aðarmálastofnun íslands í sám- starfi við Industrikonsulemt A/S til kynningarnámskeiðs um þessi mál og verður þar í aðal- staðið fyrir rekstri hótelanna Þjóðleikhúskjallarinn, Lídó, Hótel Saga, Hótel Loftledðir og Hótel Holt. Þorvaldur hefur átt sæti í bankaráði Verzlunar- banka fslands frá upþhafi og er nú formaður þess, auk annarra trúnaðarstarfa, sem honum hafa verið falin. Magnús Brynjólfsson var for- maður Verzlunarráðs 1965—1966. Magnús er eigandi og forstjóri Leðurverzlun Jóns Brynjólfsson- ar frá 1927. Hann er stofnandi niðursuðu verksmiðjunnar Ora- Kjöt og Rengi h.a. og stjórnar- formaður þess fyrirtækis frá 1956. Magnús hefur gegnt fjöl- mörgum trúnaðarstörfum. Hann hefur t. d. verið formaður skóla- nefndar Verzlunarskóla íslands frá 1954 og í stjórn Iðnaðar- málastofnunar íslands frá 1954. Núverandi formaður Verzlun- arráðs er Krístján G. Gísllason, sonur Garðars Gíslasonar fyrsta formann þess. Starfaði Kritján við fyrirtæki föður síns, unz hann stofnaði eigið fyrirtæki 1941 í Reykjavík og síðan í New York árið eftir. Kristján var for- maður Félags íslenzkra stór- kaupmanna 1959—1963 og átti sæti í stjórn ýmissa annarra félaga t. d. Verzlunarmannafé- lags Reykjavíkur. atriðum fjallað um eftirfsirandi: Markaðsáætlanir. Áætlanir um starfssemina: Magn, vinnuafl, húsrými og vélakostur. Fram- leiðniþróun. Staðsetning fyrirtækisins. Að- alskipul-ag: Nýting lóðar og gólf- rýmis. Gerð byggingar, Flutn- ingatæki- og leiðir. Deiliskipulag. Birgðaflutningaj'- og geymslur. Skrifstofur. Húsgögn við skipulagsstarfið. Dæmi. Kvikmyndir. Fyrirlesarar verða sérfræðing- ar frá Industrikonsulent A/S og Iðnaðarmálstofnun íslands. Þessi kynning er ætluð fyrir forstöðu- menn fyrirtækja og nánustu samstarfsmenn þeirra. Allar nánari upplýsingar og umsóknareyðuiblöð er að fá í Iðnaðarmálastofnun íslands, Skipholti 37, þar sem kynning fer fram. Umsóknarfrestur er til 2i3. sept. nk. (Fréttatilkynning frá IMSÍ) kjör þeirra verði sikert, ef fiskur inn bregst og sú sfeoðun er út- breidd, að ísland verði etoki full- giildur þátttakamdi í fnamföruim 20- aldarinnar fyrr en fjöl- breyttni atvinnuveganna hefur verið aukin og stóriðnaður byggður upp. Að því er stefnt með BúrfellsvÍTkjun og álbræðsl unni. Aukin fjölbreyttni í út- flutningi er mikilvæg fyrir þjóð ir, sem lifa á verzlun við aðra. Engu að síður hefur nokkurs ótta gætt vegna þessara fram- fevæmda. ísland er lítið land og þjóðin er fáimenn. fslendingar hafa jafnan litið erlend áhrif illu auga og það eru áhættur fólgnar í því að hleypa miklu- erlendu fjármagni inn í landið. En það er til marfes um styrk- leika og þroska íslenztos stjórn- 'arfars að þessar fyrirætlanir tótoust. Mikil erlend fjárfesting er algeng í þróunarlönd, en sjaldan þegar fólk getur sagt hug sinn við kjörborðið og er hrætt við erlend áhrif“. Greininni lýkur með þessum orðum: „Þetta litla land hefur ráðist í tvær mitolar fram- kvæmdir- Þær virðast ætla að takast. Þetta var ekki auðvelt. Til þ~i5S þurfti þát töku sviss- nesfca álfyrirtækisins, Alþjóða- bankans og bandarísfera einka- aðila, seim hafa yfir fjármagni að ráða, svo sem tryggingarfé- laga og fjárfestingarsjóða. Þegair virkjun tekur til starfa og bræðsla álsins hefst 1969 er eng- inn vafi á, að ísland verður orðinn fullgildur aðili í efna- hagsþróun 26. aldarinnar og hef- ur sett öðrum þróunarlönd for- dæmi“. M. Spiljak kom hér við FORSÆTIiSRÁÐ HERRA Júgó- slavíu, Mika Spiljak, kom við á íslandi á leið sinni í opinbera heimsókn til Kanada. Flugvél forsætisráðherrans, skrúfuþota af gerðinni Illjusin 18 frá Jugo- slavian Airways, lenti á Kefla- víkurflugvelli laust eftir hádegið á sunnudag. Með í förinni var varautanríkisráðherra landsins og einnig margt fólk, sem rnun koma fram á degi Júgóslavíu á Heimssýningunni í Montreal, en sá dagur er nú á næstunni. Alls munu um 80 manns hafa verið með flugvélinni, sem hélt vestur um haf í gærmorgun. Forsætisráðherrann skoðaði m.a. Reykjavík meðan á dvölinni stóð. Kynningornómskeið um skipnlngningn vinnustöðvn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.