Morgunblaðið - 20.09.1967, Side 28

Morgunblaðið - 20.09.1967, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. SEPT. 1967 MAYSIE CREIC: 12 Læknirinn og dansmærin Hún leit undan. Hún var ringl- uð og hikandi, og jafnframt áköf. — Ég veit ekki, svaraði hún. — Það væri vel hugsan- legt. — Þetta getur orðið okkur um hugsunarefni, sagði hann, — Ég skal játa, að mér hefur frá því fyrsta litizt vel á þig. Ég veit ekki enn, hvort þetta er ást, en ég veit, að ég þrái þig mjög. Er þér eins farið? — Já, svarði hún, — en það er ýmislegt í veginum. Hann kinkaði kolli. — Já, ég veit hvað það er. Það er aðals- maðurinn Timothy Atwater, lag legi, ljóshærði Englendingurinn. En hann er mannleysa. — Tim er engin mannleysa, sagði hún, en þá mundi hún eftir öllu því fé, sem hann hafði tapað í spilum. Hann kann að vera veikur fyrir á sumum sviðum, játaði hún. — En hann er líka sterkur á öðrum. — Áttu þar við ástina á þér? Hún kinkaði kolli. — Það er langt frá því, að faðir hans sé ánægður með mig fyrir tengda- dóttur, en hann hefur staðið mín megin í fjölskyldurifrildinu. Og hann ætlar að koma aftur. Marcel hleypti brúnum. — Til hamingju með það. En ég kann ekki við manntegundina. Ég vil ekki, að þú farir að gefa þig á vald ónytjungi. — Er þetta ekki nokkuð mikið sagt? sagði hún, móðguð. — Það er iangt frá því, að Tim sé ónytj- ungur. Hann er mjög góður og örlátur við mig. — Áttu við, að hann gefi þér dýrar gjafir? Hún roðnaði aftur. — Nei, vit- anlega á ég ekki við það. Ég mundi heldur ekki taka við þeim þó hann byði mér þær. Og honum mundi heldur ekki detta í hug að bjóða mér þær. Hann telur mig ekki vera þannig stúlku. — Þú ert næstum búin að sann færa mig um, að náunginn sé ekki svo sérlega bölvaður, að öllu samanlögðu. — Hvaða áhuga ættir þú eigin- lega að hafa á því, úr því að þú ert trúlofður þessari stúlku í París? — Þú, heldur, að það sé full- nægjandi svar, en það er ekki? En því miður er málið ekki svo Heitur og kaldur SMURTBRAUÐ OGSNITTUR Sent hvert sem óskað er,simi 24447 einfalt. Ég ber hag þinn mjög fyrir brjósti, Yvonne. Þú mátt ekki vera önug við mig í kvöld. Fyrirgefðu mér, ef ég hef sagt ofmikið. Hún brosti og fyrirgaí honum. Hún gat ekki annað gert. Hún vissi, að hún hafði orðið fyrir miklum áhrifum frá honum. Hann var sterkur og karlmann- legur. Hún fór að velta því fyrir sér, hvort hægt væri að vera ástfanginn af tveimur mönnum í einu. Það var hugsanlegt. Þegar hún hafði legið í örmum Mar- cels og fundið kossa hans, vissi hún, að þetta var mögulegt. Samt hugsaði hún enn til Tim með mikilli velvild, jafnvel ást, en ástin, sem Marcel hafði upp á að bjóða, var þyngri á metunum. Þegar hann hafði sagt: „Ég þrái þig“, eins og hann hafði verið að segja núna, vissi hún, að hún þráði hann engu síður. Hún skammaðist sín, og sem snöggv- ast var andrúmslotftið milli þeirra eitthvað þvingað. — Ertu vond við vig, Yvonne? Það máttu ekki vera. Kannski hefði ég ekki átt að vera að setja út á hann kunningja þinn. Hann er sjálfsagt fyrirtaks mað- ur á alla grein. — Nú ertu að láta hann líta út eins og einhvern drumb, mót- mælti hún reiðilega. — Nei. Hann hristi höfuðið. — Ég er bara að reyna að bæta fyrir mig. Mér fellur þungt, ef þú ert mér reið. Mér þykir af- skaplega fyrir því, þó að ég geti ekki útskýrt það nánar. En við skulum ekki láta það spilla kvöld inu fyrir okkur. — Gott og vel, sagði hún. — Mig langar heldur ekki til að spilla því. Til þess var ég búin að, hlakka of mikið til þess. — Og þá ég. Hann setti upp skakkt bros. — Erum við þá ekki vinir aftur? Hún svaraði, og það var næst- um örvænting í máirómnum: — Þú hefur verið mér svo góður. Hvernig gæti ég verið annað en vinur þinn? - Ég er svo hrifinn af þér, elskan! — Ég sagði þér, að ég væri að verða skotinn í þér og það er ekki nema alveg satt. — En hvaða afleiðingar gæti það haft fyrir okkur? sagði hún og enn kenndi örvæntingar í röddinni. — Ég veit ekki, svaraði hann alvarlega. — En getum við ekki bara látið málið liggja niðri í bili? Ég vona, að þú leyfir mér að hitta þig oft. — Ég hef bara ekki miklar frí- stundir, minnti hún maíin á. — Dickie er heilsdags verk hjá mér. '' •.•>:•••*•• .• ••:•..... S JÖNV ARPSTÆK) Nóatún 27. Sími 10848. — Tekur ekki hún móðir hans hann neitt að sér? Hún hristi höfuðið. — Frú Hennesy hefur nóg að gera þar sem samkvæmislífið er. Hún kemur einstöku sinnum í barna- herbergið en stendur þar aldrei lengi við. í — Og Aron Hennesy? Þykir honum ekki vænt um drenginn? | — Jú, það held ég honum þyki, en hann kann bara ekki að stjórna honum. Hann lætur drenginn alltof mikið sjálfráðan. — Mundir þú segja, að þau væru hamingjusöm í hjóna- bandinu? I Hún hikaði og beit á vörina. ' Ég faeld ekki að þau séu það, sagði hún loksins. — Ég held, að hr. Hennesy langi til að skilja við konuna sína. Hann vill fá aðra, sem tollir einhverntíma heima við. — Hefur hann verið nokkuð nærgöngull við þig, Yvonne? Röddin var hörð undir allri ró- seminni. — Nei, en hann hefur talað við mig af mikilli hreinskilni. Hana hefði langað til að trúa honum betur fyrir þessu fárán- lega tilboði Hennesys um hálfa milljón dala. En eitthvað hindr- aði hana í því. Hún vissi, að hann mundi ekki taka því vel. Enda var það mál þeirra Tims, hvort hún tæki því eða ekki. Tim mundi aldrei samþykkja, að hún léti nota sig þannig, jafnvel þótt hálf milljón dala væri í boði. Hún hafði æruorð hr. Hennesy, að hún gæti treyst hon- um, og það vissi hún, að hún gæti. Þarna var um það eitt að ræða, að hætta mannorði sínu. Og hvað var mannorð fyrir dansmey? Undir eins og hún væri orðin aðalsfrú, mundi þetta hneyksli gleymast. En hitt vissi hún, að ef Marcel hefði átt í hlut en ekki Tim hefði hún aldrei þorað að nefna þetta á nafn. Hann hefði sagt henni einbeittlega, að láta sér ekki detta annað eins í hug, enda þótt hálf milljón væri drjúgur skildingur. Þau drukku kaffi og líkjör hjá Reynaud, og fóru síðan í Casino Méditerranée. Þau gengu upp tröppurnar og inn í forsalinn og fóru síðan í lyftunni upp í spila- salina. Yvonne var afskaplega spennt. Þarna voru geysistór spflla- borð, en einnig voru þarna borð fyrir matargesti. — Við verðum einhverntíma að koma og borða hérna, sagði Marcel. Þetta er spennandi andrúmsloft hérna. — Hvað get ég lagt minnst undir? spurði Yvonne. Hann sagði henni það og það var jafngildi tveggja shillinga! — En ég mundi vilja ráðleggja þér að leggja á Rouge eða Noire, því að leggja á númer, er örugg- asta leiðin til að tapa. — Ég hélt nú, að fjárhættu- spilarar töpuðu alltaf, sagði hún megð beizkju, því að henni varð hugsað til Tims. — Oftast gera þeir það, enda þótt vitanlega séu undantekning ar. Hver veit nema þú verðir heppin í kvöld. Ertu viss um, að þú viljir ekki láta mig gera þig út? Hún hristi höfuðið og keypti nokkra spilapeninga. En hún lagði þá hvorki á Rouge né Noire, henni varð hugsað til Marcels og vissi, að hann var tuttugu og átta ára. Hún lagði á tuttugu og átta. Svo furðuiega vildi til, að nú- erið kom upp. Hún kastaði sér um hálsinn á Marcel hálfgrátandi. — Þarna sérðu, hvort þú befur ekki fært mér heppni, sagði hún. Einhver spilarinn sussaði á Dönsk fóstro 26 ára, óskar eftir atvinnu í Reykjavík frá 1. okt. n. k. — Allt kemur til greina. Bente Svenningsen, Frederiksdal allé 28, Skive, Danmark. Ég er kominn til að sækja einkunnarbókina mína, sem hann Sigurjón fékk lánaða hjá mér. hana, en hinir litu á hana van- þóknaraugum. Það var illa séð í spilasalnum að láta tilfinningar sínar í ijós. Hún flýtti sér að safna saman spilapeningum sínum. — Ég ætla ekki að spila meira i kvöld, sagði hún. Ég er búin að hafa nægan spenning í bili. — Hversvegna sagðirðu, að ég hefði fært þér heppni? spurði hann, er þau gengu að barnum. — Ég veðjaði á aldurinn þinn. Tuttug og átta. Hann varð hissa. — Hvernig vissirðu, að ég var tuttugu og átta ára? Ein systirin í sjúkrahúsinu sagði mér það. Má ég kannski ekki vita það? Hann hristi höfuðið. — Sama ætti mér að vera. Og ég er feg- inn að ég gat fært þér heppni. Hann brosti ofurlítið og bætti við: Ég er bara hreykinn af því, að þú skyldir hafa nógan áhuga á mér til þess að spyrja um ald- ur minn. Hún roðnaði. — Víst hafði ég áhuga á því. — En má ég þá spyrja, hvað þú sért gömul? - Ég er tuttugu og tveggja, sagði hún. — Ég hef æft fim- leikadans síðan ég var fimmtán ára. En vitanlega var ég lengi búin að æfa. Mamma sendi mig í tíma á hverjum eftirmiddegi, þegar ég var krakki. Hún hafði mikinn áhuga á því, að ég kæm- ist á leiksvið. Hana hafði alltaf langað til þess sjálf. — Veslings barn. — Þá hef- urðu ekki haft mikinn tíma af- lögu til að leika þér. Hún hristi höfuðið. — Ég hafði engan tíma til þess. Fyrst var skólinn og svo dansæfingar á eft ir. Jafnvel á sunnudögum eftir messu, varð ég að æfa mig á tán- um fyrir framan spegil fyrir mömmu. — Þú dansar líka mjög vel. — Þú hefur nú ekki séð mig nema einu sinni — kvöldið sem ég datt. — Jú, ég var búin að sjá þig áður, elskan. Ég var þarna líka kvöldinu áður. Og ég varð svo hrifinn, að ég kom aftur. Það var nú leiðinlegt, að þú skyldir meiða þig, og ég var feginn, að ég skyldi vera þarna við hend- ina. Hver veit nema ég hafi eitt- hvað getað hjálpað þér. — Þú hefur gert allt fyrir mig, sagði hún, hálf hásum rómi. — Þú komst mér inn í ameríska sjúkrahúsið, og það er þér að þakka, að ég get gengið í dag. Hvenær heldurðu, að ég géti far- ið að dansa aftur? — Það verður að bíða dálítið enn. Fyrr væri það ekki óhætt. En þú skalt engar áhyggjur hafa. Þú hefur góða stöðu hjá Hennesyhjónunum. Dicke kann að vera erfiðux, en í rauninni er hann allra bezta barn. í seinni tíð hafði hún orðið þess vör, að Aron veitti henni vaxandi athygli. Var það ekki eitthvað meira en það, að hann vildi láta hana leika hlutverk, til þess að fá frelsi sitt? Eða var hann kannske orðinn ástfanginn af henni í alvöru? Væri svo, gat þetta orðið talsvert vandræða- mál. — Það kann að vera, að þú sért ekkert hrifin af Grace, sagði Marcel. — Það eru víst yfirleitt fáar konur. Hún hefur engan tíma aflögu handa kvenfólki. Hún hugsar eingöngu um karl- mennina. Hún sagði ekkert. Hún gat ekki sagt honum, að það væri aðallega Aron, sem hún væri hrædd við. Hann var alls ekki ósélegur maður og auðæfi hans veittu honum feikna vald. Hann hafði boðið, 'henni hálfa milljón dala. Á því gæti hún lifað þægi- lega það, sem eftir væri ævinn- ar. Og Tim líka. Hún mundi sjá um, að Tim spilaði ekki þessu fé frá sér. Það yrði hennar eign og á hennar nafni. Og væri hún rík, þóttist hún viss um, að for- eldrar hans sýndu henni enga óvild. Þá væri hún ekki lengur óbreytt stúlka af lágum stigum, sem ynni fyrir sér.með fimleika- dansi. Þau fengu sér eitt glas saman við barinn og svo stakk hann upp á því, að þau ækju saman upp í Alpes-Maritimes og horfðu á geisla tunglsins leika á sjón- um! Hún samþykkti það fúslega. Veðrið var eins og skapað til þess að fara í ökuferð. Þegar þau vom komin hátt upp í fjöl'lin, stöðvaði hann bíl- inn og hvatti hana til þess að fara út og njóta útsýnisins. Það var stór laut með grenitxjám í, beint fyrir neðan þau, Þau horfðu yfir hana og á blikandi ljósin, sem voru eins og gim- steinafesti eftir Miðjarðarhafs- ströndinni. Sjórinn sjálfur var dökkblár, og þegar fullt tunglið skein á hann, var hann eins og í gulu mistri. Geislar frá Tungl- inu skinu langt niður undÍT haf- flötinn. — Þetta er yndislegt, hvíslaði hún. — Það ert þú líka, sagði hann og tók hana mjúklega í arrna sína. Þetta var í annað sinn, þetta kvöld, sem hann kyssti hana. Og nú eins og fyrr, hrærðu kossar hans hana djúpt. Hún fann, að þau heyrðu saman, rétt eins og hún hefði þekkt hann alla ævi. Hún fann meira að segja, að hún elskaði hann á þessari stundu. En hvað stoðaði það, þótt hún elskaði hann? Hann var trúlofaður stúlku í París. Hann sleppti henni næstum eins snöggt og hann hafði tekið hana í arma sína. — Fyrirgefðu mér, Y'vonne. Ég á engan rétt á að biðja um ást þína. Fraim- tíð mín er þegar mörkuð. En leyfðu mér samt að segja, að ég elska þig. Ég hef verið ástfang- inn af þér frá þvi að ég sá þig fynst á sviðinu. Ég vildí óska, að við Frakkar værum eins hug- rakkir í ástamálum og þið Eng- lendingar eða Bandaríkjamenn. Þá mundi ég strjúka með þig strax í kvöld. Og þá mundi ég giftast þéx strax á morgun hji borgars t jóranum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.