Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2«. SEPT. 1967 A hufsbotni við Vestm.eyjur Vísindamenn safna gögnum viö erfiðar aðstæður Surtseyjarrannsóknirnar hafa verið mjög víðtækar og ná- kvæmar — eftir efnium og ástæð um — og í euimar hófst nýr kafli ef svo má að orði kom- ast, þegar froskmenn voru fengnir til að kanna gróður og dýralíf umhverfis eyna. Ég hitti þá af tilviljun við Friðar- liöfnina í Vestmannaeyjum, og þar sem þeir eru allir gamlir félagar úr „Syndaselum“, var auðsótt að fá að fara með þeim í leiðangur, enda hafði ég ver- ið svo forsjáll að taka með mér köfunarútbúnað. Þeir eru allir miili tvítugs og þrítugs pi'ltarnir og voru allt- af í ljómandi s'kapi, eins og við var að búast — þeir voru þarna að starfa við það sem þeir vita skemmtilegas't, og femgu meira að segja borgað fyrir það Þeir eru búnir að kiocma sér vel fyrir, keyptu Eldinguna gömlu af Hafsteini, þegar hann fékk sér nýtt skip, innréttuðu han.a og löguðu og skírðu Sæ- öriina. Skipstjóri á þessari 16 bonna fleytu er Halldór Dags- soni, sem í daglegu tali v-ar aldrei nefndur annað en „hel- vítis kallinn" og undirsátar hans eru Óli Rafn Sumarliða- son, Björgvin Arngrímsson, Gunnar Guðlaugssoin og Egill Sveinibjörnsson. Þeir eru allir þrautþjálfaðir frosbmenn og harðduglegir. Leiðangursstjóri var Aðalste'inn Sigurðssoin, fiski fræðingur, og aðrir vísinda- menn um borð voru Sigurður Jónsson, þörungafræðingur og Sigurður Halilsson, aðstoðarmað ur hans. Það þar alis ekki gott veður við Eyjar þennan dag, þótt höfnin værd kyrr. Það var upp- haflega ætlunin að fara út und ir Surtsey, en. þar sem brælam var of mikil til að hægt yrði að vin.na þar, var ákveðið að vera upp við eyjarnar sjálfar. Það var lagt af stað snemma og áihöfn Sæörvarinnar var að skríða úr koju þegar ég kom niður á bryggjuna. Úfiinn haus gægist upp um eina lúguna, og leit ólundarlega í kring um sig. Svo opnaðist ginið upp á gátt og ferlegt öskur rauf kyrrð- ina: „HUCKLEBERRY HOUU- UUUUND“. Fjórar urgandi raddir í iðrum bátsins tóku undir þetta hróp og skömmu síðar skreiddist restin af áhöfn inni upp á þi'ljur. „Þetta er morgunsöngurinn okkar“, sagði Ha/lWór glottandi um leið og hann dró fánann að hún. Vélarnar drundu, og báturinn skreið út úr höifninni. Við fór- um að finna veltinginn strax og við vorum komnir út fyrir hafnarkjaftinn og flýttum okk ur að taka inn aillt lauslegt af þilfarinu því að Sæörnin á það til að taka vel inn á sdg og renn- bleyta aldt sem er utanhúss. Þar sem ekki var hægt að fara út í Surtsey var ákveðið að reyna að taka sýnishorn á Eið- inu og því farið út fyrir Heima klett. En þegar þangað kom var brælan svo mikid að enn var áætluninni breytt og siglt sömu leið til baka, og út að vita. Óli Rafn skredð frameft- Tvisvar eða þrisvar hvarf hann okkur sjóinum þegar sérlega stórar öldur riðu yfir, en hann gat þó alltaf hangið kyrr. Það þarf vart að taka það fram að hann v.ar auðvit- að í kafarabúningnum og not- aði neðansjávarmyndavél. Hailli stóð við stýrið, o,g ég Vdð hliðina á honum. Þegar við fórum fyrir hafnarmynnið, leit hann á sjókortið sem lá fyrir framan hann, og bað svo dreng Þó að þeir glettust sín á milli og segðu honum að fara norð- ur og niður undir venjulegum kringumstæðum, var enginn sem dró skipstjóravald hans í eía þegar vanda bar að hönd- um. Skipanir hans voru stutt- ar og kiomu hratt, en þeim var hlýtt samstundis og nákvæm- laga. Það var greinilegt að þeir voru fu'llkomlega færir um að sjá_ um sínn bát. Ég skildi ekki þessar skip- Björgvin (t.v.) og Óli Rafn búa sig undir köfun. Halldór er í gúmmíbátnum við hliðina. ir þilfarinu, skorðaði sig og gegnum hivítfdyssandd öldurnar. byrjaði að taka kvikimynd fram inn að fylgjast vel með dýptar- eftir stefninu, sem plægðist í Sæorin fyrir utan Klettshelli. mælinum. „Það er merkt sker hér inn á kortið, og ég er hrædd ur um að við tökum niðri á því ef við ekkd förum utan við það. Satt að segja sýnist mér þetta frekar muni vera skips- flaik en sker“. Ekki veit ég af hverju hon- um sýndist það, en allavega hafði hann rétt fyrir sér. Ég spurðist fyrir í landi, þá um kvöldið og fékk að vita að salt flutningaskip hefði sokkið þarna fyrir mörgum árum. Við höfutm áður kafað saman í sal-t- flU'tningaskip, sem liggur út af Mýrujm, og það var mjög gam- an að kanna flakið af því. Það gæti verið gaman að skoða það sem eftdr er af þessu gamla „skrogi“. Þegar við nálgumst vitann fór Aðalsteinn, Sigurð- ur og fjeiri að búa sig undir sýnisihornasöfnunina. Það var ekki ráðgert að kafa á þessum stað, heldur skrapa með botn- sköfu svo að þeir höfðu nóg að gera kilárt. Haili oig hinir strákarnir voru ekki afftof hrifnir af fjórans sköfunni. Það kostar óskaplegar ,^nanúreringar“ að raota hana, þeir þurfa sífellt að vera að rykkja bátnum afturábak og áfram, og auk þess viil Línan gjarnan flækjast í skrúfunni. Þegar verkið hófst var liðinu skipt niður. Halld stóð við stýr- ið, Óli Rafn les a,f dýptarmæl- inurn, Gunnar stóð í dyrunum og bar skila'boð á miilli, en hin- ir voru a-fturá með vísindamönn unum og hjálpuðu þeim . Og þetta var nokkuð sem var vel þess virði að borfa á. Þeir urðu að gæta vel að, ti'l þess að sldta ekki sköfuina frá, en jafnframt urðu þeir að muna að báturinn var alveg upp í landsteinum og yfir grýttum botni, svo að það varð líka að paissa að han.n steytti ekiki. Og HaLldór var sann- arlega þeiim vanda vaxinn. anir fyrst í stað, enda tala þeir sitt eigið mál um borð í Sæ- örinnd. Halli skipaði kannske: „Aftur á Haffa, fulla fram á Sigurgeir" og báturinn á punktinum. Þegar ég spurði, sögðu þeir mér að önnur vélin hefði verið í bátnum þegar þeir keyptu hann, og hana skirðu þeir Hafstein, eftir fyrri eig- anda. Hina keyptu þeir svo af gömluim sikipstjóra sem heitir Sigurgeir, og að sjálfsögðu var hún einnig látin bera naín fyrri eiganda. Svo eru þeir með gúmmíbát um borð og á hon,um er utanborðsmótor. Utanborðs- mótorinn hafa þeir skírt Trausta, og ekki að ástæðu- lausu. Þeir voru nýbúnir að leysa hann út hjá Gunnari Ás geinssynd htf. þegar hann tók sér það bessaleyfi að fara í ferðaLag upp á edgin spýtur. Þannig var mál með vexti að þeir höfðu reyrt hann oían á bílþak og voru á leið með bann í Hafnarfjörði.nn, en Sæörin liggur j'afnan þar í höfninni. Nú, þeir eru rét.t komnir út á Strandgötuna og á diágóðri ferð, þegar mótor,in,n losnar af og skoppar þvera og endilanga göt una. Með -tárin í augunum báru þeir hann niður að sjó, og festu hann á gúmmíbátinn, áður en þeir byrjuðu að t'aka hann sund ur til viðgerðar. Af rælni tog- aði einn þeirra í „startsnúruna" og viti men,n, mótorinn hóstaði einu sinni eða tvisvar, en rauk svo í 'gang. Gg hann hefur geng ið eins og klukka æ síðan. Því var hann skírður Trausti. Gúmmíbúturinn sjálfur heitir hinsvegar „Gissur“, eftir sölu- manninum hjá Gunnari sem „prangaði“ honurn inn á þá, enda er hann gamal'l Syndasel- ur sá. En þetta eru nú útúrdúrar. Þarna sem við lágum út und- an vita var nóg að gera. Það var s'ífellt verið að rylkkja aft- ur eða áfram, snúa á stjórn eða í bak eða halda kyrru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.