Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.09.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. SEPT. 1967 Danir efstir í Norður- iandakeppninni í ár — eftir sigurinn yfir IMoregi DANIR hafa sannarlega náð að skapa gott knattspyrnulið í ár. Lið þeirra, sem i vor gekk illa að skora, og náði því aðeins tveim jafnteflisieikjum, reynd- ist er á leið ógnvaldur hverrar varnar. Liðið vann íslendinga 14—2 og Norðmenn á dögunutn 5—0. Næsti landsleikur Dana er við Holland 4. okt. í Kaupmanna- höfn. Valið hefur verið sair.a lið og vann Noreg og ísland. Þurfti nú ekki einu sinni fund í landsliðsnefndinni til að sarr.- þykkja valið. Nefndarmenn hringdu hver í annan — og ailt var samþykkt óbreytt. Og með sigri sínum yfir Norð mönnum eru Danir komnir í efsta sæti töflunnar yfir Norð- urlandaknattspyrnuna í ár og sækja upp á við í keppni Norð- urlandaþjóðanna sem stendur í 4 ár í senn með samtals 12 leikjum fyrir hvert lið. Norðurlandaþjóðirnar heyja einn landsleik hvor gegn annari árlega. Norðurlandameistari er skráður eftir hvert sumar en þegar liðin hafa mætzt 4 sinnum móti hvort öðru — 2 heima óg 2 úti, — er lokið ákveðinni keppni. Staðan í keppninni í 15:0 JAPANIR unnu einn mesfa sig- ur er unnizt hefur í landsleik í knattspyrnu er þeir í gær sigr- uðu lið Filipseyja með 15 mörk- um gegn O. Leikurinn fór fraim í Tokíó og var liður í undan- keppni OL-leikanna, en í Asíu- riðlinum eru sex lönd. í hálfleik var staðan 9—0. Um 5000 mamns sáu leikinn sem að mestu var leikinn í flóðljósum. Miðherji Japana, Xamamoto, sikoraði 7 mörk. Beztur Filipps- eyjamanna var — þrátt fyrir allt — markvörðurinn sem bjarg aði snilldarlega að minnsta kosti sex sinnum. sumar er nú þessi: Danmörk 2 110 5—1 3 Svíþjóð 2 110 3—1 3 Noregur 2 10 1 2—5 2 Finnland 2 0 0 2 0—4 0 Öll löndin eiga eftir einn leik. í 4 ára keppnmni er staðan þessi: Finnland Svíþjóð Danmörk Noregur Á sama 11 11 11 11 hátt 4 3 2 4 2 5 4 4 17—12 12 14—14 12 19—16 10 11—19 10 og Danir hafa sótt upp á við hafa Finnar dal- að. Undanfarin tvö ár hafa þeir átt mjög sigursælt lið, en gæfan hefur snúið við þeim baki í ár eins og lesa má út úr töflun- um. Stúlkur við dómstðrf í knattspyrnu Hafa róandi áhrif á skapstóra leikmenn ÞAÐ er oft rifizt og deilt um störf dómara á knattspyrnu- völlum. Sýnist að sjálfsögðu sitt hverjum uim málin. Vafa laust reynir hver dómari að gera sitt bezta, en dómarar eru mannlegir og getur sjálf- sagt á orðið handvömm eins og hverjum öðrum. Það síðasta á sviði dómara mála er áhugi kvenna á dóm- arastörfum. Hefur risið nokk ur alda eða tízkufyrirbæri í þessum efnum. f Suður- Ameríku er þegar til noikk- ur hópur kvenna sem lagt hefur stund á dómarastörf og hafa stúlkurnar dæmt leiki yngri flokka, en standa nú á þröskuldi þess að dæma einnig leiiki hinna eldri. í Japan hefur stúlka þegar dæmt sinn fyrsta leik í ,,meistaraflokki“ og von er á fleirum til þeirra starfa mjög fljótlega. Enska knattspyrnan 9. UMFERÐ ensku deildarkeppn- innar fór fram sl. laugardag og urðu úrslit leikja þessi: 1. deild: Arsenal — Manchester City 1-0 Coventry — W.B.A. 4-2 Fulham — West Ham 0-3 Leeds — Leicester 3-2 Liverpool — Everton 1-0 Manchester U. — Tottenham 3-1 N. Forest — Chelsea 3-0 Sheffield U. — Newcastle 2-1 Stoke — Southampton 3-2 Sundarland — Sheffield W. 0-2 Sundárland — Sheffield W. 0-2 Wolverhamton —- Burnley 3-2 2. deild: Aston Villa — Crystal Palace 0-1 Blackburn — Bolton 2-1 Erlendur setti 3 met sama daginn Erlendur Valdimarsson í ÍR vann það einstæða afrek á inn- anfélagsmóti á Melavellinum í Reykjavík, að setja þrjú ungl- ingamet sama daginn, í ólíkum greinum. Og voru það þessar greinar. Kúluvarp: 15,46 m. (átti gamla metið sjálfur). Kringlukast: 49,80 m. (átti gamla metið sjálf- ur) og í sleggjukasti 48,43 m. en þar átti gamla metið Jón Ö. Þormóðsson ÍR. Erlendur Valdimarsson hefur sýnt miklar framfarir í sumar og má reikna með að hann fari nú í haust yfir 16 m. strikið í kúluvarpi og 50 m. strikið í kringlukasti. Blackpool — Birmingham 1-0 Cardiff — Derby 1-5 Carlisle — Huddersfield 2-1 Hull — Middlesbrough 0-2 Ipswich — Norwich 0-0 Millwall — Bristol City 1-1 Plymouth — Preston 1-2 Portsmouth — Rotherham 1-1 Q.P.R. — Charlton 2-1 í Skotlandi urðu úrslit m.a. þessi: Aberdeen — Clyde 1-2 Celtic — St. Johnstone 1-1 Falkirk — Rangers 0-1 Hearts — Dundee 1-0 Sumir eru þeirrar skoðun- ar að stúlikiur séu vel til dóm arastarfsins fallnar, ekki sízt aif því að leikmenn muni síður grípa til róttæik ra hefnd araðgerða þegar kvenmaður dæmir leik. Margar stúlkn- anna hafa töluvert inngrip í knattspyrnu, þvi víða um heim er fjöldi stúlknaliða sem knattspyrnu iðkar. Það má telja víst að nokk- ur bið verði á því að þessi Staðan er þá þessi: 1. deild: Liverpool 13 stig Arsenal 13 — Sheffield W. 13 — N. Forest 11 — Manchester City 11 — Tottenham 11 — 2. deild: Q.P.R. 15 stig Blackburn 14 — Blackpool • 14 — Crystal Palace 12 — Derby 12 — Sex vikno æiing- oi í Mexico GÍFURLEG úrkoma sem staðið hefur nær látlaust í 4 sólar- hringa hefúr mjög spillt æfinga skilyrðum í Mexico City en þar er nú allt í fullum undirbún- ingi fyrir „Litlu OL-leikana“ sem hefjast 14. okt. Þegar eru komnir til þátt- töku í leikunum . — 3 vikutm fyrir tímann — 224 þátttakend- ur frá Svíþjóð, Finnlandi, Nor- egi, Ítalíu, Hollandi, Ungverja- landi, Júgóslavíu og báðum hlutum Þýzkalands. Er íþrótta- fólkið við æfingar á staðnum fram að keppninni. Kynskoðun ó OL-leikunum ALLIR þeir er vinna til verð- launa á Olympíuleikunum í Grenoible eða Mexico verða teknir til sérstakrar „kyn.skoð- unar“, að því er alþjóða OL- nefndin tilkynnti í dag. Ákvörðun þessi kemur í kjöl- far ýmissa hneykslismála er upp hafa komið að undanförnu þar sem nokkrar af fremstu íþróttakonum Sovétríkjanna og A-Evrópuþjóðanna hafa ýmist ekki mætt til læknisskoðunar eða að rannsókn lokinni ekki verið taLdar „kvenlegar verur“. Cí\ AUGLYSIHGAR SÍMI 22*4*80 „nýjung“ í dóm aramálum sjáist hér á landi. En vera má þó, að biðin verði ekki eins löng og ma'rgur ætlar, því stúlkur eru fljótar að keppa að ákveðnu marki, ef þær setja sér það. Myndin sem hér fylgir er frá S-Ameríku og sýn.ir stúlbu við dómarastörf í leik ungra pilta. Hún virðisf sann arlega hafa hugann við starf- ið. Síðklætt kvenfólk í knuttspyrnu Húsavík, 23. september. — TIL fjáröflunar fyrir bygg- ingu félagsheimilis á Húsavík háðu Kvenfélagið og Kvenna- deild Slysavarnarfélagsins í gærkvöldi knattspyrnukapp- leik á flóðlýstum leikvelli við barnaskólann. Konurnar voru búnar tízkubúningi frá árunum 1920, sem er gjörólíkur stuttu pilsunum í dag. En nýju tízk- unni mun hentá betur í knatt- spyrnukeppni, því að á stundum týndist boltinn í pilsfaldi kepp- enda. Dómari í leiknum var Björn Friðfinnsson, bæjarstjóri (lög- fræðingur) og dæmdi hann mjög vel, enda stöðvaði hann leikinn nokkrum sinnum, til þess að fletta upp í lagasafninu, sem hann hafði meðferðis og vafi var á um hvort refsivert brot væri að ræða. Starfslið mótsins, línuverðir og læknar, var allt í viðeigandi skraut- klæðum. Úrslit urðu, að Slysavarnar- deildin sigraði með tveimur mörkum gegn einu eftir fram- lengdan leik, sem ljúka varð með vítaspyrnukeppni og slys- aði þá kvennadeildin eitt mark, sem réði úrslitum. Aðrar víta- spyrnur voru varðar og mun það sjaldgæft í svo hörðum leik. — FréttaritarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.